Sælir
Leyfið mér að baða mig í viskubrunni ykkar.
Þannig er mál með vexti að Rockyinn minn byrjar ekki að hlaða fyrr en ég er búinn að keyra hann í ca 10 mín, og þá hleður hann alveg fullkomlega. Ég er með voltmæli svo ég get fylgst vel með þessu innan úr bíl. Alternatorinn er nýuppgerður.
Það er 3,4L disel mótor úr 40 cruiser í bílnum.
Hvað gæti verið málið?
Ps. hleðsluljósið logar þegar hann er ekki að hlaða og dofnar svo þegar hann byrjar að hlaða en það er samt sem áður alltaf smá ljós á því, gæti það verið hluti af vandamálinu? Stýringin í gegnum peruna ekki nógu góð?
Alternator í Toyota
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Alternator í Toyota
Sæll gruna spennustilliinn fyrst þetta er kram úr toyota þeim altenatorum fylgir yfirleitt spennustillar fást hjá ásco á rúmar 6000 kveðja guðni á sigló
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Alternator í Toyota
ég lenti í þessu í minum hilux, en þetta hvarf veit ekki hvað þetta var
en þú getur fengið flest allt hjá http://www.ljosboginn.is/index.php?option=com_frontpage&Itemid=1
kostaði mig 7000 kr að taka torinn minn upp með því að kaupa inni hann hjá ljósboganum
yndisleg þjónusta.
en þú getur fengið flest allt hjá http://www.ljosboginn.is/index.php?option=com_frontpage&Itemid=1
kostaði mig 7000 kr að taka torinn minn upp með því að kaupa inni hann hjá ljósboganum
yndisleg þjónusta.
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 22.okt 2011, 00:15
- Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
- Bíltegund: Musso 39,5-44"
- Staðsetning: Húsavík
Re: Alternator í Toyota
Er ekki atlernator úr Izusu í þessum bíl? mér skyldist það allavega á fyrri eiganda þegar að ég var að afla upplisinga um að breita 3,4 úr 24v í 12v.
Reynir Hilmarsson Húsavík.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Alternator í Toyota
reynirh wrote:Er ekki atlernator úr Izusu í þessum bíl? mér skyldist það allavega á fyrri eiganda þegar að ég var að afla upplisinga um að breita 3,4 úr 24v í 12v.
Nú bara þekki ég það ekki, en ég endurtek að alternatorinn er allur nýupptekinn...
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Alternator í Toyota
Sæll það er spennustillir sem er í brettinu einhverstaðar sem stjórnar hleðslunni frá altenatornum áttu myndir af vélarrúminu og altenatornum kveðja guðni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur