Miðstöð í toyota fer ekki í gang


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2012, 17:21

Sælir félagar og gleðilega hátíð. Ég er að brasa með Toyota Hilux Dobulcab disel 1991. Fæ ekki miðstöðina í gang. Það sem búið er að gera er að setja nýja mótstöðu athuga öryggi undir mælaborði vinstramegin en þau virðast öll heil. Það er ekki straumur á leiðslunni sem stingst í mótorinn en er búinn að tengja beint á geymir og þá snýst mótorinn á fullu. Þekkir einhver þessa bilun og er öryggið ekki undir mælaborðinu vinstramegin hef ekki lokið svo ég er að leita getur þetta verið rofinn eða er annað öryggi einhversstaðar kveðja guðni



User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá Haffi » 28.des 2012, 17:44

Mældu rofann sjálfann, hvort þú fáir

A: straum inná hann.
B: straum útaf honum.

Ef þú færð straum inná hann, þá er öryggið í lagi.
Ef þú færð ekki straum útaf honum með full svissað á bílinn og rofann í botni, þá er rofinn ónýtur
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2012, 17:45

takk haffi prufa þetta en er öryggið fyrir miðstöðina undir mælaborðinu vinstramegin??

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá ellisnorra » 28.des 2012, 17:46

sukkaturbo wrote:takk haffi prufa þetta en er öryggið fyrir miðstöðina undir mælaborðinu vinstramegin??



Nei það er nefnilega hægramegin (farþegamegin), staðsetningin svipuð og þau eru á vinstra megin. Sér þetta þegar þú tekur kickpanelinn af.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá Stebbi » 28.des 2012, 17:58

elliofur wrote:
sukkaturbo wrote:takk haffi prufa þetta en er öryggið fyrir miðstöðina undir mælaborðinu vinstramegin??



Nei það er nefnilega hægramegin (farþegamegin), staðsetningin svipuð og þau eru á vinstra megin. Sér þetta þegar þú tekur kickpanelinn af.


Er það ekki relayið fyrir miðstöðina? Svo getur verið stofnöryggi í húddinu fyrir miðstöðina.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá sukkaturbo » 28.des 2012, 19:29

Sælir. Elli þegar þú nefnir þetta öryggi þá man ég eftir að hafa séð það í einhverjum hilux sem ég hef verið að brasa í var búinn að gleyma þessu takk kærlega kveðja guðni


franzfridriks
Innlegg: 18
Skráður: 24.jan 2012, 15:54
Fullt nafn: frans friðriksson

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá franzfridriks » 28.des 2012, 20:30

ég lenti í þessu hjá mer, að visu var buinn að eiga eithvað við hiluxinn sem ég á. en þá var plug bakvið hanskahólið sem var laust og þegar ég lagaði vírinn þar þá datt miðstöðinn inn.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Miðstöð í toyota fer ekki í gang

Postfrá sukkaturbo » 29.des 2012, 17:32

Sælir þá er miðstöðin kominn í lag. Reif úr honum hanskahólfið þar a´bak við ofarlega út í hliðinni er öryggi 10 amp og rely. Relyið var ónýtt. kveðja guðni
Viðhengi
DSC03641.JPG
verið að ditta að gömlum dobulcab
DSC03639.JPG
relyið og öryggið


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur