Ég er að leita mér að einhverju skemmtilegu settuppi til að fylgjast með relluni í delluni minni (Svarti sauðurinn, Chevrolet Bronco með sbc350) og langar svo að vita hvort ekki sé eitthvað skemmtilegra í boði en þessir týpísku VDO mælar.....
ég hef töluvert leitað en ekki fundið neitt skemmtilegt fyrr en ég datt niðrá þetta glimrandi gull hér: https://www.garmin.com/en-US/p/897577

en þetta er að sjálfssögðu alveg rugl dýrt í jeppa, enda hugsað fyrir flugvélamótora. En þarna er hægt að koma öllu sem skiptir máli fyrir á einstaklega smekklegan hátt í mjög lítið og snoturt mælitæki og ég er svo rasandi hissa á að finna ekkert svipað fyrir okkur jeppakallana.
Er ég bara lélegur á gúgglinu eða er ekkert til sem er svona skemmtilegt og smekklegt fyrir okkur sem ekki eru alveg eins og allir hinir? :)
Kv, Lalli