Sælir, var ekki einhver smurstöð með svona græju til að þrífa(skola út) vatnskassa? Google ekki að finna þetta. Það er einhver hvít útfelling sem ég sé í kassanum og kassahreinsir er ekki að vinna á þessu eftir tvær tilraunir, einhvað sem virkar kannski betur en annað til að skola þetta út?
Kv Elmar
Þrif á vatnskassa
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Þrif á vatnskassa
Úr hvaða efni er kassinn? Ef hann er úr áli þá gæti þetta verið tæring.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Þrif á vatnskassa
Tja veit það bara ekki þetta er orginal súkkukassi, sé þetta bara niður um áfyllingargatið varla eru pípurnar úr áli? en kannski. En hann er greinilega stíflaður, hitnar bara á hliðunum og kaldur á stórum hluta miðsvæðis.
Re: Þrif á vatnskassa
Smurstöðin Stórahjalla var með þessa þjónustu á sínum tíma, veit ekki hvernig það er í dag. L.M.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Þrif á vatnskassa
Er hann kaldur þar sem viftuspaðinn er
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Þrif á vatnskassa
Já ískaldur, fór góðann hring í dag og þurfti að hafa miðstöðina á hita undan vindi. Skipti um vatnslás í gær og setti rafmagnsviftu fyrir framan kassann en enn hitavandamál. Spurning að skipta um vatnsdælu, ef ég ríf hana úr hvernig gæti ég séð að hún er lasin?
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Þrif á vatnskassa
þetta með vatnsdæluna ,, hun er i lagi ef hun lekur ekki og vatnshjólið er fast á og óbrotið ,,,
sérðu ofan i pipurnar á kassanum ef þær eru ekki lokaðar þá ættu hinar að vera eins ,, ég er akkurat með kassa sem er i wrangler hann er með pipurnar lokaðar af ufellingu svo ég mun finna út með testi hvað vinnur á þvi hvað hafið þið hér prufað ,,, hvað með saltsýru , kassinn er hvort sem er ekki nothæfur og fer i ruslið komið með hugm fyrir okkur
sérðu ofan i pipurnar á kassanum ef þær eru ekki lokaðar þá ættu hinar að vera eins ,, ég er akkurat með kassa sem er i wrangler hann er með pipurnar lokaðar af ufellingu svo ég mun finna út með testi hvað vinnur á þvi hvað hafið þið hér prufað ,,, hvað með saltsýru , kassinn er hvort sem er ekki nothæfur og fer i ruslið komið með hugm fyrir okkur
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Þrif á vatnskassa
Hafið þið prufað að skola kassann uppúr Ediki. Kaninn segir það allra meina bót.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Þrif á vatnskassa
Strákar kassinn er stíflaður og þá er kvikindið ónýtt. Hef aldrei vitað efni á brúsum til lagfæringar á einu né neinu. Úrbrædd vél er allveg jafn Úrbrædd eftir að sett er á hana millitec??????????
Kassinn er stíflaður af tæringu henntu kvikindinu og fáðu þér nyjan, að mínu mati of mikið í húfi MÓTORINN
Kv Bjarki
Kassinn er stíflaður af tæringu henntu kvikindinu og fáðu þér nyjan, að mínu mati of mikið í húfi MÓTORINN
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Þrif á vatnskassa
Jæja það var settur á hann matarsóti og edik í dag :-) það kom nú ekki mikið útúr því en hvíta drullan í honum mýktist aðeins, kaupi mér annan kassa eins og Cruser segir er þetta hlutur sem á að vera í lagi.
Kv Elmar
Kv Elmar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Þrif á vatnskassa
Fór í Smurstöðin Stórahjalla svo til að ath, þeir eru ekki með þessa skolþjónustu lengur en einn starfsmaður þar sagði mér að hella bara olíuhreinsi á dótið...... hita svo vel og skola, held að maður láti það eiga sig.
Re: Þrif á vatnskassa
emmibe wrote:Fór í Smurstöðin Stórahjalla svo til að ath, þeir eru ekki með þessa skolþjónustu lengur en einn starfsmaður þar sagði mér að hella bara olíuhreinsi á dótið...... hita svo vel og skola, held að maður láti það eiga sig.
Big LIKE á þig Elmar
Kv
Bjarki
Bjarki
Re: Þrif á vatnskassa
HALLÓ það eru bara bj,,,ar sem reyna að þrífa/hreinsa vatnskassa það er skift um þá. Það kostar ca 30+ þúsund upptekning á vél kostar nálægt milljón í meðal jeppa svo ekki spara.
Gísli
og nb álkassar eru alltaf eins og nýir jafnvel eftir mörg á en það þýðir ekki að þeir séu í lagi.
Komið við í Grettir vatnskössum og fáið að sjá hvað ég er að segja, þau eiga fullt af "heilum og óskemmdum" kössum til að sýna ykkur sem samt hafa á stundum kosatað fólk vélar.
Gísli
og nb álkassar eru alltaf eins og nýir jafnvel eftir mörg á en það þýðir ekki að þeir séu í lagi.
Komið við í Grettir vatnskössum og fáið að sjá hvað ég er að segja, þau eiga fullt af "heilum og óskemmdum" kössum til að sýna ykkur sem samt hafa á stundum kosatað fólk vélar.
Re: Þrif á vatnskassa
Ef miklar útfellingar eruí vatnskassa má gera ráð fyrir að sambærilegar útfellingar/tæring sé til staðar í vélinni.
Ástæðan er einföld, -kælivökvinn hefur langtímum verið gamall og súr eða mikið útþynntur með vatni.
Vert er að minna á að allir bílaframleiðendur gefa upp að skipta þurfi um kælivökva á 1 til 3 ára fresti. Í raun á einföld mæling með sýrupappír að segja hvort þörf sé á að skipta um vökva en þetta er einföld aðgerð og kostar minna en olíuskipti.
Hef það eftir fagmanni í vélaviðgerðum að umtalsverður hluti af vélaupptektum hans fyrirtækis séu af völdum vankunnáttu/vanhirðum um kælikerfi.
Annarsvegar vegna lélegs kælivökva þar sem tæring/útfellingar í heddi og eða vatnskassa valdi hitavandamálum sem síðan kosta hedd/heddpakkningu
Hitt viðhaldsatriðið er stífleikinn í gorminum á vatnskassalokinu. Þessir gormar eiga það til að slappast og þá opnar þrýstivörnin við ogf lágan þrýsting sem veldur því að suðumark kælivökvans lækkar og gufubólur, sem veita litla kælingu, geta myndast á heitustu stöðum í vélinni sem eru umhverfis útblástursventlana. Ef þar er líka til staðar útfelling (hitaeinangrandi) er stutt í það að sprunga myndist í heddið.
Menn ættu því að vera pjattaðir með kælivökva og vatnskassalok ef þeir aka bílum með orðspor um litla endingu á heddum (nefni engin nöfn)
5Cyl Benz í minni eigu átti það til að tapa lítilsháttar kælivatni og hitna full mikið undir miklu álagi. Hvort tveggja hætti eftir að skipt var um vatnskassalok -sem nb kostaði klink í umboði. (það er fljótlegra að skipta um vatnskassalokið en að opna og loka húddinu!)
Veit að í vissum gerðum af MB404 er vatnskassaloki skipt út árlega þar sem það kostar svo margfallt minna en heddpakkningarskipti og/eða ný hedd sem eiga það til að bila ef kælikerfið heldur ekki fullum þrýsting til að fyrirbyggja gufubólur.
Ástæðan er einföld, -kælivökvinn hefur langtímum verið gamall og súr eða mikið útþynntur með vatni.
Vert er að minna á að allir bílaframleiðendur gefa upp að skipta þurfi um kælivökva á 1 til 3 ára fresti. Í raun á einföld mæling með sýrupappír að segja hvort þörf sé á að skipta um vökva en þetta er einföld aðgerð og kostar minna en olíuskipti.
Hef það eftir fagmanni í vélaviðgerðum að umtalsverður hluti af vélaupptektum hans fyrirtækis séu af völdum vankunnáttu/vanhirðum um kælikerfi.
Annarsvegar vegna lélegs kælivökva þar sem tæring/útfellingar í heddi og eða vatnskassa valdi hitavandamálum sem síðan kosta hedd/heddpakkningu
Hitt viðhaldsatriðið er stífleikinn í gorminum á vatnskassalokinu. Þessir gormar eiga það til að slappast og þá opnar þrýstivörnin við ogf lágan þrýsting sem veldur því að suðumark kælivökvans lækkar og gufubólur, sem veita litla kælingu, geta myndast á heitustu stöðum í vélinni sem eru umhverfis útblástursventlana. Ef þar er líka til staðar útfelling (hitaeinangrandi) er stutt í það að sprunga myndist í heddið.
Menn ættu því að vera pjattaðir með kælivökva og vatnskassalok ef þeir aka bílum með orðspor um litla endingu á heddum (nefni engin nöfn)
5Cyl Benz í minni eigu átti það til að tapa lítilsháttar kælivatni og hitna full mikið undir miklu álagi. Hvort tveggja hætti eftir að skipt var um vatnskassalok -sem nb kostaði klink í umboði. (það er fljótlegra að skipta um vatnskassalokið en að opna og loka húddinu!)
Veit að í vissum gerðum af MB404 er vatnskassaloki skipt út árlega þar sem það kostar svo margfallt minna en heddpakkningarskipti og/eða ný hedd sem eiga það til að bila ef kælikerfið heldur ekki fullum þrýsting til að fyrirbyggja gufubólur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur