Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Baikal » 23.maí 2012, 21:52

sæll.
Bara gammann að þessum póstum og vonandi lærir maður eh. um þetta nísan drasl á sjálfur svona fjós.
kv.
Jón Kristjánss
Sauðárkróki


I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá -Hjalti- » 23.maí 2012, 22:24

Um að gera að skrifa allar pælingar , vandamál og lausnir inná vefin.
Góðar upplýsingar hjálpa alltaf til fyrir aðra sem eru að pæla í svipuðum hlutum.
menn geta þá gert sér grein fyrir því hversu auðvelt eða erfitt verk er framundan áður en það hefst handa.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Valdi B » 25.maí 2012, 14:14

vantar þér ennþðá kúplingsþrælinn ?

semsagt stikkið sem boltast á kassann vantar þér ekki greipina sem fer á kúplingspressuna líik ?


nenni ekki að rífa kassann úr fyrir þessa einu greip hehe :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 25.maí 2012, 18:03

Í dag komst ég í skúrinn til að athuga með þetta inngjafarvandamál. Það stóð heima, rofinn hafði tjónast örlítið og þegar ég náði að laga hann þá var allt dásamlegt, nú rýkur hann í gang og gengur flott og rýkur upp í snúning eins og á að gerast. Ég verð í fríi í næstu viku og þá er nú líklegt að ég nái að hreyfa hann eitthvað. Ég er farinn að sjá fyrir endann á þessu :)

Valdi ég hugsa að ég noti toyota þrælinn, það er bara spuring um að breyta festingunum. Takk fyrir boðið.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 25.maí 2012, 21:06

Ef einhver ætti handa mér gírstangasmokk úr patrol þá hefði ég jafnvel áhuga á að eignast svoleiðis þar sem að stangirnar koma svolítið öðruvísi upp úr patrol kassanum. Allavega vita hver ætti svoleiðis handa mér ef á þyrfti að halda :)
Reyndar er of lítið pláss í kringum gírkassann í toyotunni til að koma millikassastönginni fyrir eins og hún er í patrolnum, ég á eftir að finna útúr hvernig ég græja það. Ég hef nú samt ekki áhyggjur af því strax þó það vanti eina stöng í prufutúrnum :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá -Hjalti- » 25.maí 2012, 22:10

elliofur wrote:Ef einhver ætti handa mér gírstangasmokk úr patrol þá hefði ég jafnvel áhuga á að eignast svoleiðis þar sem að stangirnar koma svolítið öðruvísi upp úr patrol kassanum. Allavega vita hver ætti svoleiðis handa mér ef á þyrfti að halda :)
Reyndar er of lítið pláss í kringum gírkassann í toyotunni til að koma millikassastönginni fyrir eins og hún er í patrolnum, ég á eftir að finna útúr hvernig ég græja það. Ég hef nú samt ekki áhyggjur af því strax þó það vanti eina stöng í prufutúrnum :)


Ég græjaði millikassa stöngina hjá mér þannig að ég hitaði hana og beigði þannig að núna er hún fyrir framan gírstöngina , Þar er nægt pláss miðavið að nissan kassin er aðeins aftar en Toyota kassin. Ég notaði þá áfram toyota Gírstangarsmokkinn og þetta lookar eins og orginal nema að stangirnar skipta í raum um stað.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá StefánDal » 26.maí 2012, 00:21

Rúllaru ekki á honum til okkar annað kvöld í eurovision partý? Ég skal hella upp á kaffi meira að segja!

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 26.maí 2012, 16:15

StefánDal wrote:Rúllaru ekki á honum til okkar annað kvöld í eurovision partý? Ég skal hella upp á kaffi meira að segja!


Haha já er party semning núna :) Þetta er því miður næturvaktarhelgi hjá mér núna þannig að það verður að bíða næsta árs að fá eurovision kaffi :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 29.maí 2012, 19:45

Það má segja að nú sé eftirvænting í loftinu. Í dag kláraði ég rafkerfið að mestu, tengdi hraðamælinn og fleira smálegt. Á morgun græja ég kúplingsþrælinn, set gírstöngina í og set smá bút af pústi... til að geta farið út að keyra!
Það verður awesome ... vona ég ! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá hobo » 29.maí 2012, 19:55

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér, hot stuff!
Hugar okkar allra hljóta að vera með þér fyrir prufuaksturinn :)


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá birgthor » 29.maí 2012, 20:58

Spennandi
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 30.maí 2012, 15:45

Image

Ég sólaði luxann aðeins í dag :)
Hafði reyndar ekki mikinn tíma, lenti í smá veseni með kúplingsþrælinn en náði að redda því, að minnsta kosti til bráðabirgða. Ég tildæmis festi ekki dempurunum að framan þannig að ég fór ekkert útá veg, bara aðeins upp og niður afleggjarann. En það er af því að segja að hann virðist alveg sótvirka þennan smá prufuspöl :)

Pósta vonandi videoi úr hd action myndavélinni á morgun.
Síðast breytt af ellisnorra þann 20.nóv 2012, 04:46, breytt 1 sinni samtals.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 31.maí 2012, 18:45

Jæja strákar (tæplega þarf maður að segja og stelpur) ég ætla að bjóða ykkur í bíltúr.
Ég á eftir að græja púst, framskaft, millikassastöng, gírstangasmokk og eitthvað örlítið fleira smotterí.
Kúplingin er líka leiðinleg, eða öllu heldur kúplingsþrællinn/dælan, hann slítur ekki alveg nógu vel og því svolítið leiðinlegur í gíra. En hann er farinn að spóla, bæði á möl og malbiki í 1 og 2 gír og nokkrum gírum í viðbót á möl :)
Hann er samt frekar lággíraður, finnst alveg líklegt að ég skipti um gírkassainvols einhverntíman. Það passar beint og er alveg eins í terrano nema hann er hærra gíraður. (Ég er með patrol innvols)

Terrano
1st 3.580
2nd 2.077
3rd 1.360
4th 1.000
OD 0.811
Reverse 3.631

Patrol
Gear ratio
1st 4.061
2nd 2.357
3rd 1.490
4th 1.000
OD 0.862
Reverse 4.125

Ég er með 4.88 hlutföll. Ég ætla samt að prufa 35" dekkin áður en ég fer lengra með þessar pælingar

Image

Tvö video
http://www.youtube.com/watch?v=m2gTEDsJz1c
http://www.youtube.com/watch?v=KoPpJaNfZ6s

Hjalti hvernig er kúplingscomboið hjá þér?
Síðast breytt af ellisnorra þann 20.nóv 2012, 04:47, breytt 1 sinni samtals.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jeepson » 31.maí 2012, 19:42

Ofur fott hjá þér. En fyrst að hann er svona látt gíraður. Er þá ekki málið henda honum bara á 38" ?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 31.maí 2012, 19:54

jeepson wrote:Ofur fott hjá þér. En fyrst að hann er svona látt gíraður. Er þá ekki málið henda honum bara á 38" ?


Ekkert við það að gera :) Líka alveg rándýrt, bæði kaupa dekk og síðan aukin olíueyðsla. Svo keyri ég langmest á malbikinu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1233
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá StefánDal » 31.maí 2012, 22:01

Þetta er orðið mjög flott hjá þér og ekki tók það langan tíma!
Hvað segirðu með 4.56 hlutföll?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 31.maí 2012, 22:05

StefánDal wrote:Þetta er orðið mjög flott hjá þér og ekki tók það langan tíma!
Hvað segirðu með 4.56 hlutföll?


Ég á þau bara ekki til, auk þess er ég með reverse drif að framan
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 31.maí 2012, 22:14

elliofur wrote:
StefánDal wrote:Þetta er orðið mjög flott hjá þér og ekki tók það langan tíma!
Hvað segirðu með 4.56 hlutföll?


Ég á þau bara ekki til, auk þess er ég með reverse drif að framan


Ég er einmitt með reverse drif að framan og mig vantar 4.88, ég er á 4.56, verst að ef til þess kæmi þá eru nokkrir mánuðir í að ég kæmist í verkið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá -Hjalti- » 31.maí 2012, 22:20

elliofur wrote:
Hjalti hvernig er kúplingscomboið hjá þér?

Notaði toyota kúplingsþrælin (dæluna) og breitti festingunum. Notaði svo pinnan úr patrol dæluni í toyota dæluna (hann er töluvert lengri) þá slítur kúplingin fínt.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Refur » 02.jún 2012, 00:05

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að heyra mikinn og þungann vélardyn og sjá rauðann Hilux koma keyrandi niður á afleggjarann í Reykholtsdal og snúa þar. Lúxinn hvarf svo á ógnarhraða sömu leið og hann kom, með miklum látum :)

Villi brúarsmiður

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 02.jún 2012, 08:33

Refur wrote:Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að heyra mikinn og þungann vélardyn og sjá rauðann Hilux koma keyrandi niður á afleggjarann í Reykholtsdal og snúa þar. Lúxinn hvarf svo á ógnarhraða sömu leið og hann kom, með miklum látum :)

Villi brúarsmiður


Haha stóru orðin ekkert spöruð :) Vonandi lækkar hávaðinn í honum þegar pústið verður lengra heldur en 15 cm :)
http://www.jeppafelgur.is/


Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Bjarni Ben » 05.jún 2012, 20:41

Verð ég ekki að skilja eftir komment? :)

Það eru ekki margir sem framkvæma jafn stórt hlutfall af því sem þeir tala um eins og þú, hehe:)

Alger snilld að sjá þetta og ég heimta að þú kíkir við hjá mér á Hilux í næsta vaktafríi!
Bjarni Benedikt
Willysdellukall


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 05.jún 2012, 20:49

Ég verð að hrósa þér fyrir dugnaðinn og útsjónasemina Elli, þetta er skemmtilegt project og þeim rauða virðist semja ágætlega við nýja líffærið.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 05.jún 2012, 20:50

Bjarni Ben wrote:Verð ég ekki að skilja eftir komment? :)

Það eru ekki margir sem framkvæma jafn stórt hlutfall af því sem þeir tala um eins og þú, hehe:)

Alger snilld að sjá þetta og ég heimta að þú kíkir við hjá mér á Hilux í næsta vaktafríi!


Áður en barnahópurinn kom þá held ég að ég hafi framkvæmt nánast allt sem mér datt í hug, en núna hef ég ekki nema brot af þeim tíma sem ég hafði og hef að sama skapi mun meiri tíma til að sitja heima með börnin með mikla bíla-dagdrauma :)

Kíki við hjá þér við í vikunni félagi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 05.jún 2012, 20:54

olei wrote:Ég verð að hrósa þér fyrir dugnaðinn og útsjónasemina Elli, þetta er skemmtilegt project og þeim rauða virðist semja ágætlega við nýja líffærið.


Þakka þér fyrir Ólafur. Ég á þér líka stóran hluta að þakka í þessu, þar sem það varst þú sem bentir mér á að púsla saman patrol og terrano gírkassa á þessum þræði hér viewtopic.php?f=2&t=7853

Takk.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá íbbi » 06.jún 2012, 04:23

til hamingju með þetta. meðað við hvað þetta skilar 2t nissan vel áfram verður hiluxinn öruglega dúndurfínn með þetta
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 09.jún 2012, 21:36

Ég er farinn að keyra á fullu, er að eyðslumæla hann núna. Spennandi. Mikil aflaukning, bíllinn er svo mikið léttari og upptakið ekkert svipað. Búinn að prufa hann með hestakerru aftaní og honum er nokkuð sama um hana. Togar mjög vel líka.
En hann er full lágt gíraður, er á 3000 snúningum á 100km hraða sem er bara allt of mikill snúningur. Ég er á 33" núna og 4.88 hlutföllum. Ég ætla að skipta um gírkassa, það er sama innvols í patrol og terrano gírkössum, nema hærri hlutföll í terrano kassanum. Ég á svoleiðins invols í góðu lagi sem ég ætla að swappa á milli fljótlega.
Það er smá vesen að skipta um hlutföll, það er reverse að framan og þau eru ekki mjög algeng og til að setja standart þá þarf að færa millibilsstöngina framfyrir hásingu (er með 70 krúser hásingu) og það er vesen. Ég ætla að byrja á að setja terrano kassa í hann og máta 35" undir hann og sjá hvað gerist þá.

Ennþá eru nú samt smáatriði eftir, framskaft, græja gírstöng fyrir millikassann, græja loftkerfið, setja rúðupiss kút í og fleira smálegt.
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 09.jún 2012, 22:10

Smá forvitnisspurning:
33" breyttur 1999 Terrano sem ég á var leiðinlegur á lágum snúning 700-1200 rpm undir léttu álagi. Hann átti til að rugga sér, eða taka rykki, rétt eins og maður væri að trampa á gjöfinni og sleppa henni á víxl. Þetta var mjög hvimleitt því að maður þurfti að vanda sig á olíugjöfinni í hringtorgum og út úr beygjum til að hann byrjaði ekki á þessu. Óvanur strákur sem fékk að keyra var t.d. í mestu vandræðum og minnstu munaði að við færum úr banakringlunni þegar hann var að ná honum af stað.

Ég kenni því um að bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en búið að setja í hann gírkassa. Til að startið virkaði er Park Neutral rofinn festur í Park. Mér dettur í hug að hann sé í einhverskonar hægagangs-ham upp að ákveðnum snúningi þegar vélartölvan skynjar að hann sé í parkinu og það orsaki þennan skakstur. Ég hef ekkert gert í að sannreyna þessa tilgátu.

Hefur þú eitthvað orðið var við þetta í þeim rauða?


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 10.jún 2012, 00:14

Lc 70 bensín var með 4.56 hlutfall og reverse að framan. Þú finnur örugglega svoleiðis dót einhversstaðar. Ég hugsa að þér veiti ekki af því að skipta um kassa og hækka drifin

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 09:29

elliofur wrote:Ég er farinn að keyra á fullu, er að eyðslumæla hann núna. Spennandi. Mikil aflaukning, bíllinn er svo mikið léttari og upptakið ekkert svipað. Búinn að prufa hann með hestakerru aftaní og honum er nokkuð sama um hana. Togar mjög vel líka.
En hann er full lágt gíraður, er á 3000 snúningum á 100km hraða sem er bara allt of mikill snúningur. Ég er á 33" núna og 4.88 hlutföllum. Ég ætla að skipta um gírkassa, það er sama innvols í patrol og terrano gírkössum, nema hærri hlutföll í terrano kassanum. Ég á svoleiðins invols í góðu lagi sem ég ætla að swappa á milli fljótlega.
Það er smá vesen að skipta um hlutföll, það er reverse að framan og þau eru ekki mjög algeng og til að setja standart þá þarf að færa millibilsstöngina framfyrir hásingu (er með 70 krúser hásingu) og það er vesen. Ég ætla að byrja á að setja terrano kassa í hann og máta 35" undir hann og sjá hvað gerist þá.

Ennþá eru nú samt smáatriði eftir, framskaft, græja gírstöng fyrir millikassann, græja loftkerfið, setja rúðupiss kút í og fleira smálegt.


Ég væri til í að skipta við þig, ég er með 4.56 í mínum (báðir kögglar úr 70 krúser) og það er full hátt, ég keyri mikið með fremri kassann í 3ja gír til að vega upp á móti því.
En því miður kemst ég sennilega ekki í svoleiðis aðgerð fyrr en í haust
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 10:02

olei wrote:Smá forvitnisspurning:
33" breyttur 1999 Terrano sem ég á var leiðinlegur á lágum snúning 700-1200 rpm undir léttu álagi. Hann átti til að rugga sér, eða taka rykki, rétt eins og maður væri að trampa á gjöfinni og sleppa henni á víxl. Þetta var mjög hvimleitt því að maður þurfti að vanda sig á olíugjöfinni í hringtorgum og út úr beygjum til að hann byrjaði ekki á þessu. Óvanur strákur sem fékk að keyra var t.d. í mestu vandræðum og minnstu munaði að við færum úr banakringlunni þegar hann var að ná honum af stað.

Ég kenni því um að bíllinn var upphaflega sjálfskiptur en búið að setja í hann gírkassa. Til að startið virkaði er Park Neutral rofinn festur í Park. Mér dettur í hug að hann sé í einhverskonar hægagangs-ham upp að ákveðnum snúningi þegar vélartölvan skynjar að hann sé í parkinu og það orsaki þennan skakstur. Ég hef ekkert gert í að sannreyna þessa tilgátu.

Hefur þú eitthvað orðið var við þetta í þeim rauða?


Hér er teikning af þessu. Þetta er eins og þetta er hjá mér, en í bílnum hjá mér er tölva og loom fyrir zd30 en ekki td27, ég veit ekki afhverju og klóraði mér talsvert í hausnum í upphafi þegar teikningarnar fyrir td27 pössuðu ekki og eftir að hafa kíkt á td27 teiningarnar líka þá er ekki gert ráð fyrir sjálfskiptingu í því sýnist mér í fljótu bragði!
Allavega. Ekki er hægt að starta með óbreytt loom nema hafa bílinn í P eða N. Um leið fær ECU tölvan mínus á pinna 22.
Í mínum bíl er pinni 22 ótengdur og ég hef ekki orðið var við þetta sem þú lýsir. Það er kannski ekki 100% marktækt ennþá þar sem ég hef einungis keyrt bílinn um 100km með þessum mótor og allt utanbæjar. Mér sýnist þú tala þannig að þú sért ekki lengur á þessum bíl, en ef ekki þá ættir þú að skoða að klippa á þennan vír, og sjá hvort eitthvað lagist. Það má þá alltaf splæsa því saman aftur :)

Hinsvegar veit ég ekkert hvað þessi vír gerir, eða hvaða ferlum tölvan vinnur eftir yfir höfuð. Glóðakertasystemið hjá mér er ekki að virka sem skildi hjá mér, ég held að hann kveiki aldrei á því sjálfur. Hann er alveg ömurlegur í gang kaldur og hægt að starta og starta en ekkert gerist. En um leið og maður gefur honum beinan straum á glóðakertin í 2-3sec þá flýgur hann í gang á fyrsta snúning.
Ég væri svakalega til í að komast yfir teikningar af tilgang tölvunar, það er ekki útskýrt nema að örlitlum hluta í þeim teikningum sem ég hef.
Viðhengi
EC-PNP.JPG
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 10:14

Já ég svosem vissi af þessum 70 krúser 4.56 hlutföllum, ég hef líka rifið 70 krúser sem var með 4.30. En þetta er bara ekki í hillunni hjá mér ennþá :)
Við skulum skoða skipti Ástmar, veit ekki hvort ég geti beiðið þangað til í haust reyndar en þetta er allt óljóst ennþá :)
Ég ætla að byrja að skipta um gíra og svo á ég eftir að máta 35" undir og sjá hvernig það fúnkerar. Ég keyri á 35" á veturna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 10:50

Ég reiknaði aðeins út að gamni miðað við hlutföllin sem þú gafst upp á gírkössunum og 3000sn á 100km/h

Ef þú skiptir bara um gírkassa eru kominn í 2822 sn/mín á 100km/h

Ef þú skiptir bara um hlutföll, þá ertu í 2859 sn/mín á 100km/h

Ef þú skiptir um bæði ertu kominn í 2637 sn/mín á 100km/h

Bara spurning um kosti og galla en þú færð klárlega meira úr gírkassanum eingöngu en hlutföllunum eingöngu, svo er spurning hvort það sé ekki bara bæði betra
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 11:48

Ég er búinn að vera að spekulera. Þetta passar ekki.
Ég er 100% viss um að hlutföllin eru 4.88

Samvkæmt reiknivél http://www.grimmjeeper.com/metric_gears.html þá stemma hlutirnir ekki.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað patrol gír og millikassinn heita, eða for sure hvaða hlutöll eru í þeim. Á þessari síðu er gefinn upp kassi sem heitir FS5R50A og hann er með hlutföllin 4.56 2.63 1.52 1.00 0.84.

Ég veit að ég var með w56 kassa sem er hilux bensín gírkassi. Hann er með 5. gír 0.85. og ég var á 2500 snúningum í 100 með gamla mótorinn. Ég er alveg viss, ég ljósmynd af því :)
Reiknivélin segir að miðað við þær forsendur hafi ég verið á 2640 snúningum. Það er innan skekkjumarka, dekkin eru ekki í alveg 100% réttum málum.

Reiknivélin segir að ég eigi að vera á 2609 snúningum með patrol kramið.
Samt eru nálarnar hjá mér á snúnings og hraða pinnbeittar í 3000 snúningum og 100km hraða.
Ef ég væri á 4.56 hlutfölum þá færi sú tala í 2438, sem væri alveg ásættanlegt á 100km.
4.30 væru svo 2299 á 33" og 2167 á 35". Það er kannski svolítið lágt.
En þetta er útreiknað, og virðist ekki passa..

Veit einnhver for sure hvaða kassar eru í patrol y60 og hvaða hlutföll eru í þeim?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 12:19

Er hraðamælirinn jafn réttur og hann var áður en þú skiptir um kassa?
Eða miðaru kannski við GPS?

Það er ekki alveg gefið að báðir kassarnir séu með sama hlutfalli fyrir hraðamælirinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 12:27

Startarinn wrote:Er hraðamælirinn jafn réttur og hann var áður en þú skiptir um kassa?
Eða miðaru kannski við GPS?

Það er ekki alveg gefið að báðir kassarnir séu með sama hlutfalli fyrir hraðamælirinn


Haha góður og aulalegur punkur sem ég kveikti ekki á :) Ég var ekki með gps tækið í honum til að bera saman, þó mér hafi dottið það í hug. Smelli því út í bíl við tækifæri :) Kannski var ég á 150, óvart ;)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 13:48

Ég fór og mældi. Hann sýnir 100 á mæli og 97 á gps á sama tíma, mjög svipað og það var.
Ég gerði mælingar bæði fyrir og eftir mótorskipti í þágu vísindana.

Toyota 2l-t með w56 gírkassa, 4.88 hlutföll og 33" dekk
1. gír 3000 rpm 28 km hraði
2. gír 3000 rpm 50 km hraði
3. gír 3000 rpm 76 km hraði
4. gír 3000 rpm 105 km hraði
5. gír 3000 rpm 123 km hraði
4. gír 2500 rpm 100 km hraði
5. gír 2900 rpm 100 km hraði

Nissan td27eti með ? gírkassa, 4.88 hlutföll og 33" dekk
1. gír 3000 rpm 20 km hraði
2. gír 3000 rpm 35 km hraði
3. gír 3000 rpm 55 km hraði
4. gír 3000 rpm 83 km hraði
5. gír 3000 rpm 97 km hraði
5. gír 3500 rpm 114 km hraði

Dekkin hjá mér standa ca 31 tommu

Miðað við þessa reiknivél, í 4. gír (beinn í gegn) þá ætti ég að vera á 91km hraða á 3000 snúningum miðað við 4.88 og 31" standmál á dekkjum.

Er millikassinn ekki 1:1 ?
Hinn faktorinn gæti verið að snúningshraðamælirinn sé að plata mig, en ég heyri að mótorinn er að snúast hratt og útslátturinn er á réttum stað miðað við rauða á mælinum...

Pælið þið með mér :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 10.jún 2012, 15:09

Miðað við þessar tölur er millikassinn niðurgíraður, 1.265:1 Ég hef ekki ennþá séð 5 gíra kassa þar sem 4ði er ekki beint í gegn.
Þú breyttir engu á milli nema vél, gír og millikassa er það?

Ef millikasinn er beint í gegn þá ætti 4ði gír á báðum kössum að gefa sömu niðurstöðu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2012, 15:17

Nú er ég búin að pæla meira. Þetta ættu að vera skotheldar upplýsingar þar sem þetti screenshot eru úr repair manuals sem væntanlega er útgefið af nissan sjálfum.

Miðað við reiknivélina góðu þá munar road speed á 3000rpm 4km á patrol og terrano kössunum og 96rpm miðað við 100km hraða.

Ég á einn köggul með 4.30 drifi. Spurning um að smella því í við tækifæri til að prufa.

Já, það er lítið að gera hjá mér, er heima með dóttur mína sem er með ælupest :/
Viðhengi
terrano r20 FS5R30A specs.jpg
Nissan terrano R20 gírkassaspec
patrol y60 TX12A specs.jpg
Nissan patrol y60 millikassaspecs
patrol y60 FS5R50A specs.jpg
Nissan patrol y60 gírkassaspecs
http://www.jeppafelgur.is/


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 10.jún 2012, 19:18

er ekki um að gera að ath hvort það sé niðurgírun í dótinu lifta bílnum upp að aftan setja hann í 4 gír millikassan í háa drifið og snúa vélinni einn hring og sjá hvort skaptið sé að snúast jafn mikið. Ég hélt að patrol millikassi væri 1:1 í háa.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir