Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní
jæja lokaspretturinn er á fullu. Það átti nú að fara í ferð á bílnum þessa helgi en það er 100% öruggt að það verður ekki. Við fáum lánað bíl þessa helgi og förum síðan bara af stað á Einfara fyrstu helgina í Júlí. Þetta er búið að ganga svona beggja blands undanfarið. Bæði gengið vel og síðan verið allskonar bras sem hefur þurft að leysa. Þegar ég tók framm pallinn og fór að vinna í honum rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er í hrikalega slæmu ástandi. Það var aðeins niðurdrepandi en það er alveg ljót að þessi pallur er í raun ónýtur. Ég græjaði eitthvað á einni helgi sem er hægt að nota næstu mánuði. Svo er planið að hreinlega smíða nýjan pall með geymslum og einhverju sniðugu næsta vetur. Bíllin er farinn að keyra en það hefur verið vesen að klára bremsurnar. Það lítur út fyrir að núna sé loksins búið að redda því.
Þegar maður þarf að beygla járn er hentugt að vera búin að búa til sinn eigin beyglara. Sérstaklega ef maður ætlar að redda einhverju sem á að vera ódýrt :)
Þegar maður þarf að beygla járn er hentugt að vera búin að búa til sinn eigin beyglara. Sérstaklega ef maður ætlar að redda einhverju sem á að vera ódýrt :)
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní
Svo hrikalega flott og vel unnið verkefni hjá þér til lukku með bílinn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní
elli rmr wrote:Svo hrikalega flott og vel unnið verkefni hjá þér til lukku með bílinn
Takk fyrir það... ég þarf að klára að setja inn uppfærslu. Ég vann eins og brjálæðingur 5 júlí og bara stoppaði ekki fyrr en bíllin var prufukeyrður klukkan 5 um morgunin 6 júlí og seinna um daginn var búið að fara með bílinn í skoðun, tanka, pakka alla niður og leggja af stað í sumarútlegurnar. Það var talsverður hamagangur í mér seinustu dagana og eyðilagði ég síman, þannig að eitthvað af myndum glataðist. En ég skal koma þessu inn fljótlega :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní
Jæja það er kominn tími á að setja inn lokakaflan á þessu. Bíllin kláraðis 6 júlí þannig að ég skulda eitthvað af myndum. Eins og ég sagði áður glötuðust einhverar myndir sem ég hafði ekki vistað dagana áður en það var aðalega frágangur, lokasamsetning, rafmagn, loft og slíkt. En bíllin fór saman og við ferðuðumst allan júlí nánast samfellt. Skelltum okkur í hitabylgjuna á Austurlandi og áttum þar frábæra daga. Allt sem tengist uppgerðinni og breytingu virkaði meiriháttar vel. Það munar svakalega að hafa fært afturhásinguna aftar og sett loftpúða. Ég var áður alltaf í vandræðum með fellihýsið og full lestaðan bíl. Það var engin samsláttur eftir, annaðhvort voru örfáir mm í samsláttarpúðan eða hann var farin að snerta. Þetta er pínu vesen á bílum sem eru svona misjafnt lestaðir. Eina stundina er bíllin kanski léttur í vetrarferð eða veiðiferð en næst er hann orðin 3,8-3,9 tonna vagnlest. Það er erfitt að fá gorma sem hentar fyrir bæði. Með loftpúðum sem er stýrt inni í bíl tekur hinsvegar bara nokkrar sekundur að rétta bílinn af. Ég setti líka krana inn í pallin til að geta lækkað hann þegar verið er að taka úr eða raða í pallin. Það kom mér á óvart hvað það er nice fítus og var óspart notað. Eyðslan í bílnum snarminkað. Eftir að hafa hreinsað EGR, soggrein og skipt um spíss minkaði eyðslan um tæpa 2 l/100km. Því miður var ein stór uppákoma í ferðinni, það kemur sér færsla um það á eftir.
Af sjálfsögðu fær maður stundum aðstoð.
Af sjálfsögðu fær maður stundum aðstoð.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní
Eins og ég sagði var ein stór uppákoma í ferðinni. Á leiðinni niður brattar brekkurnar í mjóafirði var semsagt ekki góðu hugmynd að nota lága drifið eitt og sér til að halda við 3.8 tonn. Við lentum í aðstæðum þar sem öll tjaldsvæði á austfjörðum voru full, við ætluðum að komast undan með því að fara yfir í Mjóafjörð. En eftir að vera búin að keyra tjaldsvæði yfir á tjaldsvæði var orðið langt liðið framm á nótt og yngsta barnið löngu búið með alla þolinmæði í bílnum. Þannig að ég var að flýta mér aaaaalltof mikið niður brekkurnar. Þetta varð að atburðarrás sem varð dýr lexía. Niður eina brekkuna kom hár hvellur og mikklir skruðningar þangað til ég gat stoppað bílinn. Pinion legurnar í frammdrifinu höfðu hrunið, sennilega af því að niður brekku þá vísa pinionlegurnar í frammdrifnu aðeins upp og fá möguleiga minni olíu/kælingu. Með þessu brotnað frammdrifið. Sennilega hefur pinion náð að festast og við það högg gaf sig eitthvað í millikassanum. Við vildum ekki fara niður í Mjóafjörð á biluðum bíl, okkur tókst að snúa við og fara á afturdrifinu á Egilstaði. Þar enduðum við á tjaldsvæðinu á Skipalæk þar sem var búið að opna inn á nýslegið tún.
Það er hægt að ferðast án þess að vera með frammdrif, en með bilaðan millikassa vorum við að fara lítið. Nú var ómetanlegt að eiga góða vini, það var til millikassi í Reykjavík sem ég gat fengið lánaðan og seinna daginn eftir var hann kominn með flugi á Egilsstaði. Það var ansi skrautlegt og vakti mikkla athygli á tjaldsvæðinu þessi vitleysingur sem var í fullum vinnugalla í 25 stiga hita, búinn að "opna verkstæði" í sumafríinu sínu og var að taka upp millikassa á meðan börnin voru úti að leika í sólinni. En ég var með öll verkfæri sem ég þurfti og þetta varð til þess að við gátum haldið áfram að ferðast.
Millikassinn
Frammdrifið
https://www.youtube.com/watch?v=bdeJ4fiti-M
Það var vel hugsað um mig á milli verka
Að vera með millikassa í frumeindum á tjaldsvæðinu vakti talsverða athygli. Það tók nokkurn tíma að finna alla 3 lyklana þar sem einn lá í felum á bakvið hlíf.
um miðnætti var lánskassinn komin saman. Eftir hita sem var yfir daginn var þoka löggst yfir. Morgunin eftir skellti ég kassanum í og við héldum áfram.
Ég á ennþá eftir að skoða frammdrifið. Ég geri ráð fyrir að það verði bara upptekt: nýjar legur, nýtt hlutfalll. Það væri vel sloppið. Ég allavega vona að læsingin sé í lagi. Það verður hinsvegar aðeins að bíða en ég mun taka myndir og halda áfram með þráðinn þegar það kemur að því.
Það er hægt að ferðast án þess að vera með frammdrif, en með bilaðan millikassa vorum við að fara lítið. Nú var ómetanlegt að eiga góða vini, það var til millikassi í Reykjavík sem ég gat fengið lánaðan og seinna daginn eftir var hann kominn með flugi á Egilsstaði. Það var ansi skrautlegt og vakti mikkla athygli á tjaldsvæðinu þessi vitleysingur sem var í fullum vinnugalla í 25 stiga hita, búinn að "opna verkstæði" í sumafríinu sínu og var að taka upp millikassa á meðan börnin voru úti að leika í sólinni. En ég var með öll verkfæri sem ég þurfti og þetta varð til þess að við gátum haldið áfram að ferðast.
Millikassinn
Frammdrifið
https://www.youtube.com/watch?v=bdeJ4fiti-M
Það var vel hugsað um mig á milli verka
Að vera með millikassa í frumeindum á tjaldsvæðinu vakti talsverða athygli. Það tók nokkurn tíma að finna alla 3 lyklana þar sem einn lá í felum á bakvið hlíf.
um miðnætti var lánskassinn komin saman. Eftir hita sem var yfir daginn var þoka löggst yfir. Morgunin eftir skellti ég kassanum í og við héldum áfram.
Ég á ennþá eftir að skoða frammdrifið. Ég geri ráð fyrir að það verði bara upptekt: nýjar legur, nýtt hlutfalll. Það væri vel sloppið. Ég allavega vona að læsingin sé í lagi. Það verður hinsvegar aðeins að bíða en ég mun taka myndir og halda áfram með þráðinn þegar það kemur að því.
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst
Leiðinlegt ... en á ekki svona drif að þola að fara niður brekkur ?? Geri mér grein fyrir að bíll og vagn er þungt en hraðinn er nú ekki millill þarna niður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst
elli rmr wrote:Leiðinlegt ... en á ekki svona drif að þola að fara niður brekkur ?? Geri mér grein fyrir að bíll og vagn er þungt en hraðinn er nú ekki millill þarna niður
Jú að sjálfsögðu og ég hef áður notað 4WD óspart bæði há og lága til að halda við bílinn niður allskonar brekkur með eða án vagns. Meira að segja nokkrar ferðir niður í Mjóafjörð.... en öllu má nú á endanum ofgera. Drifið og legurnar búið með 260.000km á 38" dekkjum sem verður nú bara að teljast nokkuð gott í bíl sem er í harðri notkun. Hraðinn á mér var alltof mikill m.v. lestunina á bílnum og ég lét niðurgírunina sjá um alla vinnuna við að halda hraðanum niðri, sjálfskiptingin var komin í efsta þrep. Þetta verður bara dýr lærdómur fyrir mig.
En svo er þetta svosem bara ein kenning á atburðarásinni. Kanski var það eitthvað allt annað sem olli því að pinionlegurnar hrundu. En það var enginn fyrirvari á þessu. Allt var búið að virka fínt áður.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst
Jæja það er kominn tími á að halda aðeins áfram eftir pásu frá því síðasta sumar. Nú þarf að koma nokkrum hlutum í lag sem ég þurfti að geyma vegna tímaskorts. Fyrst er náttúrulega frammdrifið sem hrundi síðasta sumar. Demparar og gormar að framan voru orðnir slakir ásamt einni hjólalegu en þetta varð bara að fara í eins og þetta var. Ég er allavega byrjaður að opna þetta alltsaman til að átta mig hvað vantar.
Nú er næst á döfinni að finna til þá íhluti/varahluti sem vantar í þetta. Það er náttúrulega ljós að drifið þarf uppgerð með nýjum legum, pakkdósum og nýju hlutfallli. Dempararnir þurfa þéttisett, aðra gorma og annar þeirra nýjan öxul. Ég er síðan að þurka lokumótorinn og kemur í ljós hvað ég geri þar, hvort ég hreinlega festi bara lokumótorinn. Hjólalegurnar eru svosem einfalllt mál og allt til í það sett.
Nú er næst á döfinni að finna til þá íhluti/varahluti sem vantar í þetta. Það er náttúrulega ljós að drifið þarf uppgerð með nýjum legum, pakkdósum og nýju hlutfallli. Dempararnir þurfa þéttisett, aðra gorma og annar þeirra nýjan öxul. Ég er síðan að þurka lokumótorinn og kemur í ljós hvað ég geri þar, hvort ég hreinlega festi bara lokumótorinn. Hjólalegurnar eru svosem einfalllt mál og allt til í það sett.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 okt
póstaði óvart tvisvar, þessari færslu má eyða
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október
Ég vissi ekki að það væri vaninn að skipta um legur í svona "unit-bearing" dæmi. En það er greinilega hægt þó að verkstæðin geri það ekki.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október
jongud wrote:Ég vissi ekki að það væri vaninn að skipta um legur í svona "unit-bearing" dæmi. En það er greinilega hægt þó að verkstæðin geri það ekki.
Já ég er þarna reyndar búinn að taka í sundur leguna sjálfa til að skoða hvað fór. En jú legan, pakkdosir og stuturinn/flangsin koma í sithvoru lagi!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október
Jæja það er löngu löngu kominn tími á uppfærslu. Ég er ekkert hættur en hef bara ekki verið að vinna á alveg sama tempoi og síðasta vetur enda er bíllin ekki allur í frumeindum. Það er eitt og annað búið að gerast, sumt á áætlun, sumar áætlanir búnar að breytast eins og gengur. Ég er að vona að ég geti klárað þetta verkefni þennan vetur. Aðalega af því að mig langar ekki inn í annan vetur jeppalaus og næsta vetur langar mig kanski að gera eitthvað annað. Vonandi gengur það eftir :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október
Ertu ekki að fórna töluverðu loftflæði á vatnskassan með þessum stuðara? Það virðist ekki vera nein opnun á honum fyrir kæliloft.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október
jongud wrote:Ertu ekki að fórna töluverðu loftflæði á vatnskassan með þessum stuðara? Það virðist ekki vera nein opnun á honum fyrir kæliloft.
Eg hugsaði aðeins um þetta og þessvegna sett ég ristar á neðri pönnuna sem sést illa á myndunum hérna fyrir ofan. Ásamt því er líka opið í kringum profitengið.
Það er síðan talsvert opnara meðfram öllum hliðum samanborið við orginal stuðaran sem lokar mikklu meira af. Stafirnir á stuðaranum er síðan líka opnir ásamt því að sennilga kemur mesta kæliloftið í gegnum grillið.
Ég skoðaði mikið myndir af öðrum stuðurum til að fá innblástur og hugmyndir. Almennt virðast þeir sem smíða svona ekki vera að hafa mikklar áhyggjur af kælilofti. Þannig að ég vona að ég hafi ekki verið að skapa mér vandamál :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 12 mars 2022
Ég áttaði mig á því að ég gleymdi að setja hérna inn færslu af lokasprettinum sem kláraðist fyrir löngu. Hér kemur hann:
Jæja það er að sjálfsögðu fyrir löngu komin tími á að kára þetta albúm. Bíllinn er löngu klár eins og flestir vita og fórum við 6000km prufuferð á honum í sumar. Allt reyndist vel fyrir utan einn loftpúða sem sprakk en því var reddað á hálftíma eða svo. Seinasta uppfærsla var í mars og þá bjóst ég nú við að það væri ekki svo mikið eftir. En þessi lokasprettur að heilmála bílinn reyndist vera sá áfangi sem ég vanmat hvað mest í öllu þessu ferli. Það kom mér á óvart hvað þetta var tímafrekt og mikil vinna að taka svona stóran bíl, slípa niður allt ryð, grunna og síðan mála. En það er frábær tilfinning líka að klára þetta vel!
Á endanum kom í ljós að þessi pallur var jafn ónýtur og gamli pallurinn minn.
Hérna sést síðan sami burðarbiti og á hinum/gráa pallinum. Hér sést hvernig drulla lokast inni í þessum burðarbita og ryð er á byrjunarstigi. Þessi partur af burðarbitanum er skorin í burtu fyrir stærri dekk.
[youtube]https://youtube.com/shorts/VqaUBYwWEkg?feature=share[/youtube]
Frammhald í næstu færslu
Jæja það er að sjálfsögðu fyrir löngu komin tími á að kára þetta albúm. Bíllinn er löngu klár eins og flestir vita og fórum við 6000km prufuferð á honum í sumar. Allt reyndist vel fyrir utan einn loftpúða sem sprakk en því var reddað á hálftíma eða svo. Seinasta uppfærsla var í mars og þá bjóst ég nú við að það væri ekki svo mikið eftir. En þessi lokasprettur að heilmála bílinn reyndist vera sá áfangi sem ég vanmat hvað mest í öllu þessu ferli. Það kom mér á óvart hvað þetta var tímafrekt og mikil vinna að taka svona stóran bíl, slípa niður allt ryð, grunna og síðan mála. En það er frábær tilfinning líka að klára þetta vel!
Á endanum kom í ljós að þessi pallur var jafn ónýtur og gamli pallurinn minn.
Hérna sést síðan sami burðarbiti og á hinum/gráa pallinum. Hér sést hvernig drulla lokast inni í þessum burðarbita og ryð er á byrjunarstigi. Þessi partur af burðarbitanum er skorin í burtu fyrir stærri dekk.
[youtube]https://youtube.com/shorts/VqaUBYwWEkg?feature=share[/youtube]
Frammhald í næstu færslu
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 12 mars 2022
Þannig er nú það. Nú hefur bíllin bara verið í notkun. Búið að fara í ferðalag með fjölskylduna, veiðiferðir og svona. Allt hefur gengið glimrandi vel. Svona bíll er samt aldrei "búinn" eins og allir hérna vita. Það má alltaf breyta og bæta :) Það er eitt og annað á döfinni. Hann er full hár að framan. Ætla að skrúfa rónna undir dempurunum aðeins niður. Klára lagnir og kistu fyrir úrhleypibúnað, setja í hann VHF stöðina aftur.
Það er allavega engin hætta á öðru en það verði alltaf eitthvað smálegt til að dunda í :)
Það er allavega engin hætta á öðru en það verði alltaf eitthvað smálegt til að dunda í :)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022
Flottur þráður og enn betri vinnubrögð. Vel gert!
Land Rover Defender 130 38"
Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022
algjör snilld að rúlla í gegn um þetta!
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur