Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 25 janúar

Postfrá Óskar - Einfari » 17.mar 2021, 10:43

jæja löngu kominn tími á uppfærslu. Undanfarnar vikur hafa verið sandblástur, málun, samsetning, fá varahluti og allskonar önnur vinnu. Það er ánægjulegt að vera byrjaður að setja saman þótt ég hefði kanski viljað að það myndi ganga hraðar.

01.jpg
Á meðan grindin var í sandblæstri var farið í að ganga frá allskona lausum endum
01.jpg (436.54 KiB) Viewed 16523 times


02.jpg
búinn að ganga frá og sjóða allar festingar á hásingu
02.jpg (331.52 KiB) Viewed 16523 times


03.jpg
næst var að losa brotna bolta. Best virkaði að sjóða ró á boltan
03.jpg (460.35 KiB) Viewed 16523 times


04.jpg
og síðan hita draslið!
04.jpg (388.9 KiB) Viewed 16523 times


05.jpg
varahlutir byrjaðir að tínast inn. Pakkningarsett til að gera upp fox dempara
05.jpg (475.1 KiB) Viewed 16523 times


06.jpg
Grindin komin, sandblásin og máluð. Hérna má segja að það sé búið að ná ákveðnum núllpunkti og hægt að byrja að vinna í hina áttina!
06.jpg (580.44 KiB) Viewed 16523 times


07.jpg
Verið að sandblása spindilarma. Ég áttaði mig fljótlega á að það að sandblása í opnu rými var ekki alveg að ganga. Megnið af efninu tapaðist og sandur út um allt.
07.jpg (836.36 KiB) Viewed 16523 times


08.jpg
Svo ég tíndii saman afganga af allskonar tréverki og fór að smíða sandblásturskassa
08.jpg (716.21 KiB) Viewed 16523 times


09.jpg
Allt koma saman í ágætis kassa
09.jpg (418.31 KiB) Viewed 16523 times


10.jpg
Trektin komin!
10.jpg (484.06 KiB) Viewed 16523 times


11.jpg
Kassin að mestu tilbúin. Ég er búinn að nota hann slatta núna og það munar svakalega að vinna þetta svona. Mikið minni undirbúningstími og frágangur.
11.jpg (380.33 KiB) Viewed 16523 times


12.jpg
Ég ákvað að fjárfesta á sprautukönnu svona þar sem frammundan er slatt sprautuvinna
12.jpg (305.96 KiB) Viewed 16523 times


13.jpg
Afturhásing sandblásin og grunnuð
13.jpg (523.61 KiB) Viewed 16523 times


14.jpg
og síðan búið að mála
14.jpg (490.23 KiB) Viewed 16523 times


16.jpg
Meira komið af varahlutum og búið að mála flesta stóra hluti
16.jpg (762.56 KiB) Viewed 16523 times


17.jpg
Stundum milli stríða (eða varahlutasendinga) fór ég aðeins að pæla í drifskaptslengingu.
17.jpg (329.18 KiB) Viewed 16523 times


18.jpg
Næst er að yfirfara frammdrif. Skipta um þéttihringi í ARB lás
18.jpg (330.38 KiB) Viewed 16523 times


19.jpg
Frammdrifið komið á sinn stað.
19.jpg (530.24 KiB) Viewed 16523 times


20.jpg
Samsetning komin á fullt. Boltar fara í þetta sinn saman með koparfeiti.
20.jpg (397.65 KiB) Viewed 16523 times


21.jpg
Stýrismaskína fékk nýja enda og nýjar fóðringar.
21.jpg (388.5 KiB) Viewed 16523 times


22.jpg
Fóðringarnar í stýrismaskínuni voru vel fastar svona eins og allar aðrar fóðringar sem ég hef þurft að eiga við. Lausnin var að brenna gúmmíið þannig að ég gat náð hólknum úr og síðan stinga sagablaði í gegnum og saga fóðringuna í sundur.
22.jpg (422.66 KiB) Viewed 16523 times


23.jpg
Slatta af blótsyrðum síðar eru fóðringarnar komnar úr.
23.jpg (296.7 KiB) Viewed 16523 times


24.jpg
Fóðringarnar eru ekki þjónustaðar af Toyota svo ég notaði Ástralska poly fóðringar sem fást hjá Stál og Stönsum
24.jpg (329.17 KiB) Viewed 16523 times


25.jpg
Ég endurnýjaði allar spyrnur nema eina sem var í það fínu standi að ég bara sandblés hana og setti í hana nýjar fóðringar.
25.jpg (359.23 KiB) Viewed 16523 times


26.jpg
Afturfjöðrun að púslast saman
26.jpg (510.75 KiB) Viewed 16523 times


27.jpg
og frammfjöðrun komin af stað
27.jpg (396.21 KiB) Viewed 16523 times


28.jpg
allt komið saman í frammfjöðrun, bara bremsulagnir eftir
28.jpg (389.58 KiB) Viewed 16523 times
Viðhengi
15.jpg
og meira málað!
15.jpg (548.7 KiB) Viewed 16523 times


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 17 mars

Postfrá Járni » 17.mar 2021, 14:56

Vá, vel gert, þvílíkt upplífgandi að sjá þetta svona fínt og á leið saman, parast frábærlega með hækkandi sól =)

Áfram gakk!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 17 mars

Postfrá Óskar - Einfari » 23.mar 2021, 13:02

og áfram heldur þetta.... styttist í sumarið og fyrstu útilegu þannig að nú þarf að láta hendur standa framm úr ermum í að púsla saman.

01.jpg
Bremsurör.... ekki alveg skemmtilegasta vinnan en það þurfti að smíða rör eftir færslu á afturhásingu.
01.jpg (330.7 KiB) Viewed 16250 times


02.jpg
Grindin stendur loksins í öll 4 hjól eftir að hafa verið alveg ber í marga mánuði. Það er ákveðið boost þegar hlutirnir fara að tínast svona saman!
02.jpg (615.58 KiB) Viewed 16250 times


03.jpg
Vélin komin ofaní aftur
03.jpg (614.92 KiB) Viewed 16250 times


04.jpg
Þessar pælingar byrjaðar... þetta verður eitthvað smá klór í hausnum að hanna í kringum þetta. Prototýpa af disk komin til að máta. Næst er að hanna festingar fyrir bremsuna.
04.jpg (502.83 KiB) Viewed 16250 times


05.jpg
rörin af aukatanknum voru frekar ljót enda eru þau staðsett á sama stað í grindinni og þar sem lang versta riðið var. Ég á eftir að ákveða hvort ég lappi upp á þetta eða skipti þessu út!
05.jpg (422.97 KiB) Viewed 16250 times


06.jpg
Ég fór í startaran. Hann var farinn að klikka endrum og sinnum. Ég var alveg viss um að þetta væru kolin og pantaði ný kol. En þau eru í fínu lagi, vandinn kom í ljós um leið og ég tók startaran úr. Snerturnar og póllin fyrir plúsinn hefur sennilega losnað þannig að leiðsluskórinn var búinn að grafa sig hálfa leið í gegnum þennan koparbolta.
06.jpg (272.36 KiB) Viewed 16250 times


07.jpg
Báðir tankar komnir ofaní
07.jpg (591.2 KiB) Viewed 16250 times


08.jpg
Fremri hlutinn af pústinu komin ofan í. Ég ætla að leyfa hvarfakútnum að vera en að öllum líkindum smíða ég sílsapúst. Kaupi bara 2.5" pústefni og smíða það sjálfur, það er alls ekki flókin leið sem þarf að fara.
08.jpg (518.48 KiB) Viewed 16250 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 17 mars

Postfrá Járni » 23.mar 2021, 13:21

Blessaður vertu, endurnýjaðu pikkuppið úr tanknum!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 17 mars

Postfrá Óskar - Einfari » 28.mar 2021, 09:04

Járni wrote:Blessaður vertu, endurnýjaðu pikkuppið úr tanknum!


Það er svona í skoðun... búinn að finna partnúmer en gengur illa að fá varahlutinn. Ég sendblés pikkubið og það eru aðalega stútarnir sem eru svona ljótir. Ef maður styttir rörin um stútana má gefa þessu frammhaldslíf þótt ég hefði kosið að fá ný rör.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 28.mar 2021, 09:27

Jæja nú eru alllir að skoða eldgos. Það er að verða með mig eins og með rafrænu skilríkin, alveg síðastur! En ég held bara áfram á bílasmíðinni. Það er margt að vera komið saman og nú hrúgast upp lausir endar í grindinni sem ég vill helst klára áður en kofinn fer ofaná. Ég byrjaði aðeins á vélinni og lítur út fyrir að þar þþurfi smá tiltekt. Ég er að vona að ég sleppi sæmilega úr því, kanski er það óskhyggja, sjáum til!

01.jpg
Til að hanna festingu fyrir bremsu á millikassan fæ ég smá liðsauk. Kristinn frá Jeppabetrun ehf kom og 3D skannaði millikassan og bremsuna. Hann ætlar síðan að teikna festingu og verður spennandi hvort þetta gengur. Það er talsverður áhugi fyrir því hvort svo rafmagn bremsa á millikassa geti mögulega gengið upp.
01.jpg (190.07 KiB) Viewed 16046 times


02.jpg
Ég þurfti óvart að taka millikassan í sundur. Þetta var ekki planað. En út af eigin klaufaskap þá togaði ég út frammdrifsgaffalinn þegar ég var að setja millikassan upp á borð.
02.jpg (511.33 KiB) Viewed 16046 times


03.jpg
Ég heyrði samstundis eitthvað detta inni í millikassanum..... það fuku nokkur vel valin blótsyrði. Þessir synchri mesh lyklar duttu ofan í kassan.
03.jpg (239.63 KiB) Viewed 16046 times


04.jpg
Millikassin kominn í sundur og búið að finna alla 3 lyklana.
04.jpg (244.32 KiB) Viewed 16046 times


05.jpg
Þetta var smá föndur, ég græjaði mér svona platta með gati fyrir afturdrifsöxulinn. Það var talsvert þæginlegra og fljótlegra að vinna þetta svona.
05.jpg (349.58 KiB) Viewed 16046 times


06.jpg
Millikassinn kominn saman, hann er núna kominn í aftur og allt skiptir sér eins og á að gera.
06.jpg (413.92 KiB) Viewed 16046 times


07.jpg
Þá er að byrja aðeins á vélinni. Fyrst var að taka úr EGR ventil og EGR kæli til að kanna sótmyndun
07.jpg (385.08 KiB) Viewed 16046 times


08.jpg
Það er alveg þæginlegt að vinna við þetta svona opið allt... 38" dekk í hentugri hæð til að sitja við þetta :)
08.jpg (459.97 KiB) Viewed 16046 times


09.jpg
Inntak/soggrein... hér er alveg slatti af sót sem er blaut/oliumettuð
09.jpg (390.44 KiB) Viewed 16046 times


10.jpg
EGR kælir kominn úr og þar er ekki allt alveg eins og það a að vera.
10.jpg (417.43 KiB) Viewed 16046 times


11.jpg
Þessi spjaldloki festist á EGR kælinn og hann var pikkfastur og ónýtur. Nýr kominn í pöntun
11.jpg (289.46 KiB) Viewed 16046 times


12.jpg
Hér er svo EGR ventillinn en hann er líka stappaður af sót
12.jpg (231.91 KiB) Viewed 16046 times


13.jpg
Búin að skafa mestu sótina úr EGR ventlinum. Ég skil svosem þegar menn sjá svona að þeir hrökkvi í kút yfir þessum EGR ventlun og vilji loka þeim. Þetta er þekkt í þessum 1KD-FTV vélum en menn þar eru menn hinsvegar sammála um að best er að hreinsa þetta frekar upp heldur en að loka fyrir EGR.
13.jpg (453.79 KiB) Viewed 16046 times


14.jpg
Eitthvað kemur meira af varahlutum. Þétti sett fyrir bremsudælurnar að aftan. Bremsuslöngur og síðan tók ég í leiðinni nýja HP 1/2" högglykillin frá Ryobi. Ég er búinn að eiga eldri gerðina í nokkur ár og elska þetta verkfæri. Þessi er burstalaus og talsvert öflugri. Vonandi reynist hann eins vel :)
14.jpg (454.1 KiB) Viewed 16046 times


15.jpg
Jæj þá er það pústsmíði. Ég ætla að smíða sílsapúst. Ég nenni ekki að smíða pústið alla leið aftur á milli tankana.
15.jpg (571.55 KiB) Viewed 16046 times


16.jpg
Aðeins verið að máta og pæla... hvort ég smíði nýtt eða breyti/endurnýti gamla pústið sem er ekki svo gamalt.
16.jpg (625.78 KiB) Viewed 16046 times


17.jpg
Niðurstaðan var að prófa og sjá hvað kæmi út úr því að breyta gamla pústinu
17.jpg (747.56 KiB) Viewed 16046 times


18.jpg
Þessi kútur var á milli tankana. Ég vill helst halda honum en þurfti að færa flangsin á hinn endan svo hann myndi snúa rétt. Þetta er það heilt að ég gat bara slípa upp suðurnar og slegið gamla rörið úr.
18.jpg (450.76 KiB) Viewed 16046 times


19.jpg
Til að koma fyrir hljóðkútnum færði ég samskeytin nær hvarfakútnum. Hér er búið að punkta flángsana á nýjan stað.
19.jpg (618.83 KiB) Viewed 16046 times


20.jpg
Búið að punkta saman sílsapústi úr gamla pústinu. Bara eftir að heilsjóða og setja tvær upphengjur.
20.jpg (559.74 KiB) Viewed 16046 times


21.jpg
ég held að þetta muni bara koma agætlega út. Það eru bara suðusamskeyti á þremur stöðum. Stúturinn vísar niður í götuna eins og lög gera ráð fyrir og upphengjur verða lítið mál.
21.jpg (395.5 KiB) Viewed 16046 times


22.jpg
Restarnar. Pústið styttist um 140cm og fækkar um ein samskeiti.
22.jpg (540.61 KiB) Viewed 16046 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá elli rmr » 28.mar 2021, 22:32

Hrikalega flottur metnaður :) verður gamann hjá þér að nota hann

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 02.apr 2021, 06:39

elli rmr wrote:Hrikalega flottur metnaður :) verður gamann hjá þér að nota hann


Takk fyrir það.... m.v. hvað mikið af fóðringum er illa farið eða ónýtt þá hlakkar mig doldið mikið til að vita hvernig það verður að keyra hann eftir þetta :o
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 02.apr 2021, 07:08

Áfram vinnst smá, ég er aðeins að vinna í vélinni. Þrátt fyrir að það hafi verið ágætis gangur í henni áður en verkið byrjjað þá er hún í alveg ótrúlega þæginlegri stöðu núna til að tékka á nokkrum þekktum hvillum sem fylgja þessari vél eða bara diesel turbo vélum yfir höfuð.

01.jpg
Vélin komin upp úr aftur. Það hefur komið fyrir sumar þessar vélar að sigtið í olíupönnuni stappist af drullu. Þetta er keðjuverkun sem byrjaði á því að spíssaþéttingar gáfu sig frá þeim tíma sem þær voru úr kopar. Það var skipt um þessar þéttingar í innköllun sennilega þegar bíllin var 2 eða 3 ára gamall. Mér leið hinsvegar betur að skoða í pönnuna aðeins því ef þetta sigti stíflast þá er það uppskrift af endinum fyrir vélina.
01.jpg (428.86 KiB) Viewed 15456 times


02.jpg
Það var léttir að sjá að sigtið var allt hreint og fínt.
02.jpg (440.63 KiB) Viewed 15456 times


03.jpg
olíupönnur eiga það til að riðga. Ég notaði tækifærið og blés pönnuna.
03.jpg (469.37 KiB) Viewed 15456 times


04.jpg
Pannan komin með grunn
04.jpg (412.55 KiB) Viewed 15456 times


05.jpg
Næst er að taka af soggrein, ventlalok og spíssa
05.jpg (605.05 KiB) Viewed 15456 times


06.jpg
Soggreinin komin af. Eins og við var að búast er allt stappað af sót!
06.jpg (461.1 KiB) Viewed 15456 times


07.jpg
Annar þekktur hvilli er að olíuúði nær að blandast saman við sót í inntakinu. Þetta verður til þess að sót byggist upp í kringum EGR ventil og fyrstu tvö hólfin í soggreininni. Þetta var sumstaðar 10-15mm
07.jpg (434.09 KiB) Viewed 15456 times


08.jpg
Búinn að skrapa stæðstu klumpana og þetta er frekar viðbjóðslegt!
08.jpg (529.31 KiB) Viewed 15456 times


09.jpg
Sótin sem kom úr fyrstu tveimur hólfunum var bara olíublaut drulla! Hér er spurnin hvort það þurfi ekki að bæta við olíuskilju til að draga úr þessum olíuúða sem nær inn í inntakið. Það hefur verið mikið gert í Ástralíu þar sem er meira af þessum vélum en nokkur getur talið!
09.jpg (594.99 KiB) Viewed 15456 times


10.jpg
Næst voru spíssarnir teknir úr. Sem betur fer voru þeir allir lausir og komu úr með handafli. Það var búið að mæla einn spíss utan marka. Líklega skipti ég um hann og skipti náttúrulega um allar spíssaþéttingar í leiðinni.
10.jpg (632.83 KiB) Viewed 15456 times


11.jpg
Ágætis kvöldverk. Það stendur ekki til að rífa neitt meira en þetta. Nú vantar bara nýjar pakkningar til að setja saman.
11.jpg (532.14 KiB) Viewed 15456 times


12.jpg
Þá er búið að klára að mála pönnuna!
12.jpg (322.42 KiB) Viewed 15456 times


13.jpg
Vélin komin upp úr aftur, það mætti halda að það sé eitthvað áhugamál hjá mér að taka þessa vél upp úr grindinni en ég var nú bara að skella olíupönnuni í aftur.
13.jpg (473.58 KiB) Viewed 15456 times


14.jpg
nýmálum pannan komin í og núna búið að festa vélina á sinn stað :)
14.jpg (501.28 KiB) Viewed 15456 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Gisli1992
Innlegg: 74
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Gisli1992 » 02.apr 2021, 20:05

Virkilega vel að verki staðið maður hálfgerlega skammast sín eftir að maður les yfir þráðinn hjá þér hvað maður er hrikalega latur að vinna í sínum eigin jeppa.... virkilega flott vinnubrögð bíð spenntur eftir næsta innleggi
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 03.apr 2021, 09:34

Gisli1992 wrote:Virkilega vel að verki staðið maður hálfgerlega skammast sín eftir að maður les yfir þráðinn hjá þér hvað maður er hrikalega latur að vinna í sínum eigin jeppa.... virkilega flott vinnubrögð bíð spenntur eftir næsta innleggi


Takk fyrir það, gott að heyra að einhverjir hafa gaman af þessu brasi!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 12.apr 2021, 09:52

Þetta stoppar ekkert.... flest kvöld og allur laus tími endalaus vinna! þetta skal takst. Undanfarin kvöld er ég búin að vera að klára lausa enda. Ef ég hef eitthvað lært þá er að passa sig á að vera ekki með endalaust af ókláruðu. Það getur verið freystandi að fara í næsta spennandi verkefni en þá klárast aldrei neitt. Markmiðið hjá mér var alltaf að klára allt sem þarf að gera í grindinni áður en farið er á fullt að vinna í kofanum. Þetta er nokkurnvegin að takast. Vélin er komin í og föst, pústið komið og búið að smíða pústfesingar, bremsulagnir komnar og búið að breyta/smíða bremsulagnir fyrir hásingafærsluna, tankarnir komnir í þar er búið að endurnýja allar klemmur og megnið af hosum, búinn að gera upp startaran, búið að þrífa soggrein, EGR og inntak og það er allt komið í með nýjum pakkningum, kláraði að skipta um báðar pinionpakkdósir, víralúm fyrir afturhlutan er komið í og allskonar svona fleiri lausir endar hafa safnast hafa verið kláraðir. Í gær var svo kofinn tekinn inn og mátaður aðeins ofaná. Hann er ekki festur heldur er ég bara að tilla honum aðeins á til að skoða hvað ég er að fara í þar. Ég mun svo kippa kofanum aðeins af aftur til að sandblása og mála botnin.

01.jpg
Búið að hreinsa uppsafna sót og drullu úr soggrein
01.jpg (505.22 KiB) Viewed 14967 times


02.jpg
Búið að hreinsa uppsafna sót og drullu úr EGR ventli
02.jpg (400.48 KiB) Viewed 14967 times


03.jpg
Enn ein sendingin komin frá PartSouq núna með pakkningum o.fl í vélina
03.jpg (444.83 KiB) Viewed 14967 times


04.jpg
Það er alltaf ótrúlega góður frágangur og pökkun hjá þeim í Dubai. Viðkvæmir hlutir eins og t.d. pakkningar koma hér pakkaðir inn í tvær krossviðsplötur.
04.jpg (336.36 KiB) Viewed 14967 times


05.jpg
Nýr loki á EGR kælinn. Þessi loki lokar fyrir hringrás inn í EGR kælinn til að flýta fyrir því að vélin nái vinnuhita.
05.jpg (365.96 KiB) Viewed 14967 times


06.jpg
og fleiri pakkningar komnar, þetta sinn frá Kauptúninu
06.jpg (482.18 KiB) Viewed 14967 times


07.jpg
Sogrein, EGR og EGR kælir komið á vélina aftur. Eina sem vantar er spíss sem er von á um miðjan Apríl
07.jpg (627.08 KiB) Viewed 14967 times


08.jpg
Lagnavinna í kringum tankana. Tengja saman aukatanka + aðaltank, koma fyrir áfyllingu, rafmagni, lofti, bremsum o.fl
08.jpg (748.29 KiB) Viewed 14967 times


09.jpg
Nýjir boddípúðar
09.jpg (508.61 KiB) Viewed 14967 times


10.jpg
Bremsur lagnir fyrir hásingafærsluna. Bremsuslöngurnar eru fyrir frammdælurnar.
10.jpg (581.62 KiB) Viewed 14967 times


11.jpg
Boddíið komið af stað
11.jpg (740.1 KiB) Viewed 14967 times


12.jpg
Ætli þetta passi á aftur?
12.jpg (611.56 KiB) Viewed 14967 times


13.jpg
Það er var óneytanlega vinalegt að sjá kofan kominn á aftur þótt mikið sé í land ennþá. Ég fann fyrir söknuði og langaði helst í bíltúr eitthvað til fjalla. Þetta eru ákveðin kaflaskipti í ferlinu, nú fer maður í boddívinnu!
13.jpg (576.77 KiB) Viewed 14967 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá gislisveri » 13.apr 2021, 23:22

Frábær þráður, hvetur okkur hina til dáða.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Axel Jóhann » 18.apr 2021, 00:18

Já, heldur betur, vildi óska þess að maður hefði tíma og nennu í svona almennilega skveringu!
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 22.apr 2021, 09:44

Jæja þá er maður byrjaður í boddívinnu og úrklippu. Þetta fer aðeins hægt af stað að skipta svona um gír, fara að vinna og pæla í allt öðrum hlutum. En það er aðeins að koma skrið á þetta. Ég hef ákveðið að klippa úr innri brettum eins og mögulegt er. Ég hef verið að nota máta fyrir 44" Nokian dekk. Það er hinsvegar ljós að neðri hurðarlömin í frammhurðunum mun vera takmarkandi þátturinn. Ég er að reyna að hækka bílinn ekki meira, sem gæti reynst erfitt. 42" goodyear, 44" DC væri vel hægt, en Nokian dekkin eru svo hrikalega breið að sennilega mun það ekki ganga nema með 20-30mm boddíhækkun ef hann fer einhverntíman á svoleiðis dekk. Það er lítið orðið eftir af dyrastafnum, áður en ég held áfram að vinna eitthvað í boddíinu eða færa það til þarf ég styrkja dyrastafinn svo þetta fari ekkert af stað.... allt er þetta tímafrekt, mikil heilbrot og hönnunarvinna.

01.jpg
Komið að því að opna sílsahorn, hvalbak og dyrastaf þar sem gamla úrklippaan er til að skoða ástandið þar.
01.jpg (493.8 KiB) Viewed 14367 times


02.jpg
Af sjálfsögðu er komið rið eftir 14 ára notkun. En þar sem frágangurinn á gömlu breytingunni var mjög góður þá hefur það bjargað því að hér voru engin ryðgöt og ekkert farið að ryðga upp með lokuðum hólfum nema á nokkrum stöðum undir gólfinu.
02.jpg (558.47 KiB) Viewed 14367 times


03.jpg
Byrjað að klippa úr með máta fyrir 44" Nokian. Hérna var nú hjartslátturinn farinn að aukast aðeins þegar ég sá hvað myndi verða lítið eftir af dyrastafnum
03.jpg (470.08 KiB) Viewed 14367 times


04.jpg
Búið að klippa inn í vélarsal, á eftir að snyrta þetta aðeins til. Það mun þurfa að breyta geymafestingu og öryggjaboxinu.
04.jpg (542.69 KiB) Viewed 14367 times


05.jpg
jæja hér fóru heilastarfsemin á yfirsnúning. Neðri lína er 42" og efri línan 44" Nokian. Þetta er í fullri beygju og fullum samslætti og skilur ekkert pláss eftir fyrir dekkið. Götin þrjú eru fyrir lömina og eins og sést þá verður lömin einfaldlega bara að ráða. Jafnvel fyrir 42" mun ég þurfa að skera báða boltana í burtu, setja nýja bolta innar á lömin og einnig sjóða lömina fasta á húsið. Nýjar lamir eru komnar í pöntun þar sem það var komið smá slag í hinar.
05.jpg (381.98 KiB) Viewed 14367 times


06.jpg
Maður á studum aulamóment þegar langt er liðið framm á kvöld með mikilli heilaleikfimi. Ég var að bölva því að ég fann ekki hlífðargleraugun, svo ég náði mér í önnur gleraugu..... jæja þið sjáið á myndinni hvar hin gleraugun voru síðan.
06.jpg (290.74 KiB) Viewed 14367 times


07.jpg
Byrjað að útbúa stól/styrkingu í gólfið sem festist við styrkingu sem nær niður í síls og síðan upp með dyrastafnum.
07.jpg (527.93 KiB) Viewed 14367 times


08.jpg
Fyrir allar styrkingar sem þarna koma verður notað 3mm S355 stál. Þar sést hvernig styrkingin nær niður í botn á sílsinum og festist þar utan á orginal burðarbita sem er í sílsinum.
08.jpg (492.2 KiB) Viewed 14367 times


09.jpg
Næst er að hanna styrkingu sem kemur innan á dyrastafin og nær eitthvað upp með úrklippuni
09.jpg (486.13 KiB) Viewed 14367 times


10.jpg
Tímafrekt var það.. en í annari tilraun varð þessi lengja til sem nær frá styrkingunni í gólfinu, upp með dyrastafnum og aðeins upp í hvalbak.
10.jpg (254.85 KiB) Viewed 14367 times


11.jpg
Það er ekki í boði að spenna neitt til, þá er einfaldlega hætta á að hlutirnir fari bara af stað. Þannig að styrkingin er beyggð hingað og þangað þannig að hún dettur bara í þann stað sem hún á að vera.
11.jpg (277.99 KiB) Viewed 14367 times


12.jpg
Eftir alla þessa vinnu við þessa einu styrkingu er búið að punkta hana í.... þá áttaði ég mig á því að það sést ekkert utan á bílnum að nokkuð hafi gert. Stundum er það þannig.... mesta vinnan sést minnst. Þarna er búið að tilla þessu í og a myndinni ætu að sjást þrír suðupunktar fyrir ofan hvalbakinn þar sem styrkingin endar.
12.jpg (445.89 KiB) Viewed 14367 times


13.jpg
Hér þarf svo að snyrta til alla enda, hreinsa rið og gera fínt áður en farið að loka öllum þessum litlu hólfum. Þar nota ég líka 3mm plötustál og tengi allar þessa búta saman til að fá sem mestan styrk í þetta allt.
13.jpg (402.19 KiB) Viewed 14367 times


14.jpg
Ég var nokkuð ánægður með kvöldverkið bara. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig núna þegar boltinn er farinn að rúlla.
14.jpg (410.09 KiB) Viewed 14367 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Sævar Örn » 22.apr 2021, 10:23

Flott það er einmitt þetta tímafrekustu verkin er erfiðast að sýna á mynd en það veitir manni sjálfum hugarró að vita af vönduðu verki.
Þetta lítur vel út hjá þér og skot gengur alveg miðað við allt og allt.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá TF3HTH » 23.apr 2021, 21:32

Ekki hugmynd hversu auðvelt/erfitt það er en kannski mætti færa báðar lamir ofar. Líka hægt að færa bara neðri, en betra að hafa svipað bil á milli og orginal annars er of mikið álag á þá neðri.

-haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 26.apr 2021, 15:03

TF3HTH wrote:Ekki hugmynd hversu auðvelt/erfitt það er en kannski mætti færa báðar lamir ofar. Líka hægt að færa bara neðri, en betra að hafa svipað bil á milli og orginal annars er of mikið álag á þá neðri.

-haffi


Það er auðvitað allt hægt en það er ekkert rosalega gott að færa þetta í þessum Hilux. 15-20mm kanski ef maður vill bara bora ný göt. Meira en það þá er maður kominn í vésen með hvernig þetta er stansað út. Lömin komin á loft og skinnið komið frá stansinum sem er fyrir innan. Allt er þetta vafalaust hægt að leysa. Þessi löm hefur hingað til aðalega verið skorin í sundur, boltagöt færð innar í lömin og lömin síðan soðin. Ég hugsa að ég fari þá leið bara og það verður bara það sem ræður. Ef það þarf meira en það einhverntíman fyrir einhver dekk, þá verður það bara smá boddílift :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá jongud » 26.apr 2021, 16:46

Ég veit af einni aðferð sem var notuð á 4runner (yngri en 1997)
Þá var ekkert skorið úr hvalbaknum, heldur var allt boddíið og kramið fært aftar um 8-10 cm og afturhásingin færð um þetta 20-25cm minnir mig.
Það þýddi að vísu að það þurfti að færa ALLAR boddífestingarnar aftar og upp en mér fannst þetta afar sniðug upphækkun.


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Axel Jóhann » 28.apr 2021, 01:03

Ég hef einmitt velt því mikið fyrir mér, þaes að færa bara boddý allt aftar til að auka plássið, það eru samr glettilega margir hlutir sem þarf að breyta við þá aðgerð, eins og stýrisleggur og jafnvel lenga grindina aftur uppá prôfílbeislið að gera.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 28.apr 2021, 07:02

Þetta hefur verið gert á svona bíl skilst mér. Þá var það reyndar bíll sem var eitthvað mikið tjónaður, var gerður upp og boddíið fært einhverjum cm aftar í leiðinni.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 15.maí 2021, 09:27

Jæja maður er alltaf að. Þetta gengur svosem vel en manni vantar bara fleiri klukkutíma í sólahringinn. Sílsarnir og ryðviðgerðir á botninum er núna komið, búið að sandblása botnin, næt er að sandblása aðeins innri bretti og frammhluta.

01.jpg
Til að fá betra aðgengi að botni og sílsu skellti ég boddíinu upp á gamlan stál vinnupall svo ég gæti fært það til.
01.jpg (501.7 KiB) Viewed 13328 times


02.jpg
Botnin leit ekkert sérstaklega vel út
02.jpg (497.01 KiB) Viewed 13328 times


03.jpg
Maður hefur alveg séð það verra.... en líka mikklu betra. Þetta þarf allavega að sandblása!
03.jpg (389.62 KiB) Viewed 13328 times


04.jpg
Ég opnaði sílsana og var ljóst að þar var komið ryð ofan í botnin a sílsum á nokkrum stöðum. Sumstaðar þar sem ég skar hætti að koma neistaflug þannig að sílsana þarf að skipta um. Eins og sést þá var sem betur fer ekkert ryð farið að leita upp í burðin sem var ákveðinn léttir
04.jpg (356.82 KiB) Viewed 13328 times


05.jpg
Þá er að þurrka sand. Þar sem ég þarf að sandblása svona stóran hlut úti þá mun ég tapa efninu. Fyrir svoleiðis nota ég bara pússningarsand sem ég þurrka og síðan sigta.
05.jpg (525.59 KiB) Viewed 13328 times


06.jpg
Meiri sandur þurrkaður.... gólfið reyndist eiginlega best í þetta. Þótt það væri meiri hiti þar sem borðið er var það of lokað rými þannig að rakin slapp ekki út.
06.jpg (465.82 KiB) Viewed 13328 times


07.jpg
Boddíið komið út og allt klárt fyrir blástur
07.jpg (705.48 KiB) Viewed 13328 times


08.jpg
Það er aðeins annað að sjá þetta núna. Ég náði bara að klára botninn, sandurinn kláraðist áður en ég komst í innri bretti og frammhluta.
08.jpg (402.71 KiB) Viewed 13328 times


09.jpg
Eftir sandblástur kom í ljós að það var orðið ansi þunnt í bílstjóragólfinu. Hérna þarf að skipta um smá bút.
09.jpg (414.16 KiB) Viewed 13328 times


10.jpg
Þetta er subbuleg vinna svona undir bílnum og inni í þröngum rýmum. Ég skellti mér nú í sturtu áður en ég fór að sofa svo mér væri ekki bara sparkað frammúr aftur.
10.jpg (431.12 KiB) Viewed 13328 times


11.jpg
Þá er að skella í nýjum sílsum. Sílsana fékk ég hjá Augnablikk, þeir eru með alllt settið undir bílinn á fínu verði!
11.jpg (480.51 KiB) Viewed 13328 times


12.jpg
Til að láta nýja sílsinn passa skar ég í gegnum bæði sílsinn og boddíið. Það kom nokkuð vel út. Nema hérna bílstjóramegin var ég heldur nálægt brotinu, smá byrjendamistök... ekkert alvarlegt samt verður bara smá meiri vinna að vinna fyrir sprautun.
12.jpg (314.98 KiB) Viewed 13328 times


13.jpg
Sílsinn allavega kominn í, bara eftir að klára að sjóða
13.jpg (471.89 KiB) Viewed 13328 times


14.jpg
Þá er komið innri hliðinni. Bílstjóramegin var þetta ekki svo illla farið.
14.jpg (440.82 KiB) Viewed 13328 times


15.jpg
Þetta var nokkuð fljótgert
15.jpg (482.7 KiB) Viewed 13328 times


16.jpg
Farþegamegin var hinsvegar falið ryð í burðinu/innri sílsinum
16.jpg (491.75 KiB) Viewed 13328 times


17.jpg
Eins og sést var þessi bútur af borðinu doldið vel ryðgaður en sem betur fer var þetta bara á litlu svæði.
17.jpg (419.01 KiB) Viewed 13328 times


18.jpg
Þarna kom sér vel að hafa búið til beygjuvél fyrir tæpu ári síðan. Hún var hinsvegar ekki alveg nógu breið þannig að ég þurfti að gera þennan bút í tveimur hlutum..... sem var kanski pínu svekkjandi en ég var alllavega ekki stopp.
18.jpg (405.72 KiB) Viewed 13328 times


19.jpg
Farið að sjá fyrir endan á þessu, allir sílar komnir í og búið að sjóða!
19.jpg (493.07 KiB) Viewed 13328 times


20.jpg
Innri hliði farþegamegin komin
20.jpg (477.36 KiB) Viewed 13328 times


21.jpg
Búið að bæta í gólfið
21.jpg (676.74 KiB) Viewed 13328 times


22.jpg
Farþega hliðin komin líka
22.jpg (469.35 KiB) Viewed 13328 times


23.jpg
Alltaf þegar maður heldur að maður sé búinn finnur maður eitthvað. Smá bútar í sílsahorni, aftur mjög staðbundið en illa farið, það var ekki hægt að slæda bara frammhjá þessu.
23.jpg (503.66 KiB) Viewed 13328 times


24.jpg
Það var bara drifið af, beygla smá smá bút, teikna og síðan sjóða.
24.jpg (415.56 KiB) Viewed 13328 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá elli rmr » 15.maí 2021, 22:13

Þú lætur mann lýta ut fyrir að veta allveg húð latur...... en virkilega vel gert hjá þér verður svakalega flottur þegar þú verður búinn :)

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá Óskar - Einfari » 17.maí 2021, 09:54

Svo heldur maður bara áfram! Kláraði að sandblása, útbjú lengingu/prjón á sandblásturstækin til að komast inn í lokuð hólf. Það sem síðan náðist ekki fékk rust convert. festi pensil á prik og notaði Wurth Ryðumbreyti til að ná í einhverja bletti sem voru langt inni. Síðan fer grunnur yfir það. Það mun seint takast að ná hverjum einasta ryðblett en þetta er að verða komið helvíti gott held ég. Ég náði svo seint í gær aðeins að byrja að loka götum í innrabretti eftir úrklippingu.

01.jpg
Prjónn sem ég útbjó á sandblásturspottin til að ná inn í hólf þar sem var yfirborðsryð
01.jpg (388.25 KiB) Viewed 13154 times


02.jpg
Búið að grunna eina umferð á botnin með skipagrunn
02.jpg (466.77 KiB) Viewed 13154 times


03.jpg
Hluta af frampartinum tók ég líka, þar var byrjað að koma yfirborðryð á samskeyti og suður
03.jpg (496.16 KiB) Viewed 13154 times


04.jpg
Annar hluti af frammpartinum
04.jpg (485.88 KiB) Viewed 13154 times


05.jpg
Hólfin sem ég þurfti að sandblása inn í. Svo sett slanga á ryksugu til að ná sandinum úr. Næst farið með wurth ryðumbreyti á þá bletti sem ekki náður og því næst grunnað yfir.
05.jpg (427.94 KiB) Viewed 13154 times


06.jpg
Smá mix til að koma inn í þessu hólf, fann hatt með röri sem passaði á zink grunninn
06.jpg (478.04 KiB) Viewed 13154 times


07.jpg
Næst er að byrja að loka þessum hólfum en það var orðið doldið áliði en ég náði rétt að byrja.
07.jpg (403.01 KiB) Viewed 13154 times


08.jpg
notaði blýant til að teikna útlínurnar á blað. Ég loka hverju hólfi fyrir sig til að geta soðið saman öll þil og myndað þannig eins mikin styrk og ég get. Ekki veitir af því þarna er búið að skera mikið úr.
08.jpg (262.21 KiB) Viewed 13154 times


Efnið sem ég nota í að loka þessum litlu hólfum er 3mm plötustál S355


Það er ekki í boði að spenna neitt til þannig að búturinn þarf að detta inní


09.jpg
Svo kemur ró aftan á bótin til að festa annaðhvort brettakannt eða drullusokk. Svo má líka koma inn ryðvörn í gegnum þetta gat.
09.jpg (359.94 KiB) Viewed 13154 times


10.jpg
Svo zink grunnur á bakhliðina. Það voru bara þessar tvær sem ég gerði enda orðið frekar áliðið þegar ég byrjaði á þessu
10.jpg (269.49 KiB) Viewed 13154 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá jongud » 17.maí 2021, 10:02

Snilld að hugsa svona vel fyrir hlutunum og nota rær , bæði til að festa í OG til að geta sprautað inn í hólfin seinna.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá Óskar - Einfari » 17.maí 2021, 11:09

jongud wrote:Snilld að hugsa svona vel fyrir hlutunum og nota rær , bæði til að festa í OG til að geta sprautað inn í hólfin seinna.


Maður hefur fengið nokkur góð ráð hjá snillingum í þessu :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá Sæfinnur » 17.maí 2021, 15:18

Þvílík afköst. Maður gæti haldið að þú værir með fjölda manns í vinnu við þetta

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 15 maí

Postfrá Óskar - Einfari » 04.jún 2021, 13:11

Þetta er alltaf allt á fullu. 21 dagur til stefnu þangað til við förum að nota bílinn. Ég er búinn að taka það í sátt að ég verð að gera þetta í tveimur áföngum. Ég klára núna grind og undirvagn sem svona voru þessir hlutir sem krafðist þess að ég þurfti að rífa bílinn. Næsta haust ætla ég síðan að taka heilsprautun, brettakannta, ný stigbretti og drullusokka ásamt rafmagni og lofti. Kanski tekst að klára eitthvað af þessu núna en það er ekki mikill tími til stefnu og þegar maður vinnur svona stíft þá gengur soldið á fjárhirslurnar. En þetta hefur gengið ótrúlega vel undanfarnar daga. Búið að mála undirvagn ásamt því að sprauta með grjótvörn. Boddíið komið á aftur og þetta sinn búið að festa það á grindina. Riðvörn sett á það sem lokast af milli grindar og boddí. Spíssar komnir í og vélin öll komin saman. Allar lagnir frá boddí og aftur í grind komnar í barka og settar auka lagnir fyrir rafmagn. Búið að klára úrklippu báðu megin að framan og loka öllu sem var talsvert tímafrek vinna. Nú er frammundan frágangur í kringum úrklippuna að framan, smíða nýtt rafgeimasæti, mála úrklippur og setja grjótvörn þar yfir. Síðan koma fyrir lögnum og tengjum sem þurfti að færa við úrklippuna.

01.jpg
Allskonar efnadrasl frammundan áður en boddíið fór endanlega á grindina aftur.
01.jpg (535.69 KiB) Viewed 12392 times


02.jpg
Fluid film og barkar utan um lagnir
02.jpg (614.54 KiB) Viewed 12392 times


03.jpg
komin grunnur, grjótvörn, litur og fluid film á botninn
03.jpg (565.97 KiB) Viewed 12392 times


04.jpg
Það var ekkert verið að horfa á málninguna þorna heldur tíminn notaður annarstaðar. Spíssarnir komnir í, búið að skipta út einum spíssa og setja nýjar þéttingar.
04.jpg (662.91 KiB) Viewed 12392 times


05.jpg
Hér er allt komið saman
05.jpg (576.18 KiB) Viewed 12392 times


06.jpg
Búið að einangra allar raflagnir og loftlagnir sem liggja aftur í grind ásamt því að setja fluidfilm á tanka og annað sem lokast af.
06.jpg (665.62 KiB) Viewed 12392 times


07.jpg
Þá er boddíið komið á og búið að festa við grindina. En það var ekkert verið að stoppa og virða þetta mikið fyrir sér heldur dekkin strax tekin undan og bíllin settur á búkka til að klára úrklippuvinnu.
07.jpg (510.9 KiB) Viewed 12392 times


08.jpg
Smá dekkjamátun til að taka endanlega ákvörðun með lamirnar.
08.jpg (575.68 KiB) Viewed 12392 times


09.jpg
Búið að setja ný boltagöt á lamirnar og sjóða nýjar rær á bakvið. Settir sexkannt boltar sem taka minna pláss þannig að nú var hægt að skera úr löminni. Með þessu móti þurfti ég ekki að sjóða lömina fasta sem getur verið ákveðinn kostur.
09.jpg (421.54 KiB) Viewed 12392 times


10.jpg
Nýjir boltar komnir og búið að skera úr löminni.
10.jpg (382.41 KiB) Viewed 12392 times


11.jpg
Þá er hægt að fara að loka þessu drasli. Litlu hólfunum og hurðastafnum er lokað með 3mm stáli sem er allt soðið saman við öll þil til að ná sem mestum styrk.
11.jpg (525.96 KiB) Viewed 12392 times


12.jpg
Búið að loka hurðastaf með 3mm stáli sem er soðið við styrkinguna sem ég sett á sínum tíma á innanverðan hurðastafinn.
12.jpg (524.9 KiB) Viewed 12392 times


13.jpg
Stóra gatinu er síðan bara lokað með 1mm rafgalv
13.jpg (441.13 KiB) Viewed 12392 times


14.jpg
Brettið komið á til að klára úrklippivinnu
14.jpg (464.85 KiB) Viewed 12392 times


15.jpg
"kosturinn" við að klippa úr fyrir 44" er að þá hreinsast í burtu allt það sem var riðgað og ónýtt. Ég get því notað gömlu brettin aftur í stað þess að þurfa að kaupa ný.
15.jpg (698.29 KiB) Viewed 12392 times


16.jpg
Búið að klippa úr bretti og setja nýja brún til að festa plast í innra bretti. Þá er bílstjóra hliðin búin í grófum dráttum. Næst er að gera bara eins eða allavega næstum eins farþegamegin.
16.jpg (493.45 KiB) Viewed 12392 times


17.jpg
Þá er það lömin fyrst. Til að gera nýt göt fannst mér best að setja hurðina á. Silla lömina rétta með gömlu götunum. Síðan teiknar maður svona vegleg brjóst á lömina (óvart) þar sem nýju skrúfurnar koma. Þá get ég borað fyrir nýjum skrúfum með lömina á réttum og síðan soðið nýjar rær að innanverðu.
17.jpg (495.85 KiB) Viewed 12392 times


18.jpg
Komin ný göt og búið að hreinsa í burtu það sem ég þurfti ekki af löminni.
18.jpg (428.43 KiB) Viewed 12392 times


Þá er að búa til stensil til að skera út göt í hólfin... best fannst mér að nota bara blað og skítuga hanska :)


20.jpg
stenslarnir og bæturnar sem urðu til ásamt einu þili sem fer í innri síls og tengist við styrkingu á hurðapóstinum. Settar rær og málað að innanvörðu með zink grunn eins og gert var hinumegin.
20.jpg (285.17 KiB) Viewed 12392 times


Þá var bara næst að skella þessu í


22.jpg
Búið að loka hólfum sem er sirka eitt kvöld. Búið að loka hurðastafnum sem er tímafrekast og er svona tæpt kvöld.
22.jpg (504.29 KiB) Viewed 12392 times


23.jpg
í millitíðinni fékk ég sendingu af Eibach gormum sem áttu að fara í að framan... en kallin klúðraði og pantaði of granna gorma. Smá klúður en það er ekki annað að gera en að senda þá út af og fá rétta gorma.
23.jpg (507.15 KiB) Viewed 12392 times


24.jpg
Þá er búið að loka og sjóða innra brettinu farþegamegin
24.jpg (487.22 KiB) Viewed 12392 times


25.jpg
og búið að klippa úr og gang frá brettinu líka.
25.jpg (532.23 KiB) Viewed 12392 times


26.jpg
Það var smá púsl með bótina undir lofthreinaranum. Ég ætlaði að færa lofthreinsaran ofar en þá hefði ég lent í smá keðjuverkandi veseni með snorkelið sem ég hef eiginlega ekki tíma í. Þannig að með smá þolinmæði tókst mér að taka bótina aðeins niður og skafa aðeins af botninum á lofthreinsaranum þannig að hann sleppur á sinn upprunalega stað.
26.jpg (590.61 KiB) Viewed 12392 times


27.jpg
Lofthreinsarinn kominn í á sínum upprunalega stað. Þetta á að rétt sleppa. Það er eingöngu í fullri beygju og fullum samslætti sem þetta gæti hugsanlega orðið fyrir. En svoleiðis aðstæður skapast bara þegar bíllin stendur á búkkum.
27.jpg (721.35 KiB) Viewed 12392 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 6 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 09.jún 2021, 10:09

áfram, áfram, áfram...

01.jpg
Ég þurfti að smíða geymafestingu þar sem hin fór alveg undir úrklippingu. Þegar ég byrjaði áttaði ég mig á að ég átti bara 3mm plötustál sem er alveg langtum það sem þarf en það var eiginlega ekki í boði að stoppa svo það var bara notað.... þetta endist þá bílinn og kanski næsta bíl líka
01.jpg (442.42 KiB) Viewed 12049 times


02.jpg
Festingin klár
02.jpg (451.18 KiB) Viewed 12049 times


03.jpg
hækkunin frá upprunalegu festinguni
03.jpg (479.37 KiB) Viewed 12049 times


04.jpg
Búið að sandblása og grunna. Þar sem geymurinn er kominn hærra upp í húddið og þetta er stór geymir þá hannaði ég festinguna þannig að hún klemmir niður botnin í staðin fyrir að klemma yfir geyminn.
04.jpg (451.16 KiB) Viewed 12049 times


05.jpg
hér er búið að kítta yfir allar suður
05.jpg (436.72 KiB) Viewed 12049 times


06.jpg
og síðan grunna
06.jpg (491.66 KiB) Viewed 12049 times


07.jpg
og grunna inni líka
07.jpg (433.21 KiB) Viewed 12049 times


08.jpg
festingin komin á sinn stað og allt grunnað
08.jpg (565.62 KiB) Viewed 12049 times


09.jpg
kominn tími á að raða saman bílnum aftur
09.jpg (551.32 KiB) Viewed 12049 times


10.jpg
mikið búið að tengja af lögnum, intercooler, vatnskassi og ac kælir komnir í. Búið að tengja allar lagnir fyrir hráolíu, kælingu o.fl
10.jpg (506.94 KiB) Viewed 12049 times


11.jpg
svo kom grjótvörn inn í hjólaskálar
11.jpg (515.35 KiB) Viewed 12049 times


12.jpg
og málað ofan í húddinu
12.jpg (660.8 KiB) Viewed 12049 times


13.jpg
hér má lofthreinsarinn koma þegar allt er þornað
13.jpg (668.95 KiB) Viewed 12049 times


14.jpg
búið að mála brúnina á brettunum
14.jpg (657.85 KiB) Viewed 12049 times


15.jpg
kælir fyrir sjálfskiptinguna kominn í
15.jpg (635.38 KiB) Viewed 12049 times


16.jpg
allt víralúmm frá vél og inn í vélartölvur komið í, tengt og klárt.
16.jpg (439.75 KiB) Viewed 12049 times


17.jpg
næst var að fá alla vökva á bílinn. Þegar búið er að tæma alltsaman er þetta alveg slatti af vökvum sem þarf.
17.jpg (431.39 KiB) Viewed 12049 times


18.jpg
Diesel sett á tankinn
18.jpg (450.63 KiB) Viewed 12049 times


19.jpg
Lofthreinsari kominn í ásamt, öryggjaboxi og rafgeymi.
19.jpg (634.07 KiB) Viewed 12049 times


20.jpg
Rafmagn komið á græjuna
20.jpg (432.84 KiB) Viewed 12049 times


og síðan endaði kvöldið svona. Fór í gang í fyrstu tilraun eftir að ég var búínn að pumpa diesel alveg þangað til pumpan stoppaði sem tók nú alveg smá tíma!. Eftir 10 mánaða vinnu er þetta eitt fallegasta hljóðið sem ég hef heyrt, engin vélarljós og bíllin gengur fínt.


og eitt í viðbót í lokinn af bílnum í gangi
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 9 júní

Postfrá Sævar Örn » 14.jún 2021, 18:51

flott Óskar þetta er frábært og vel gert hjá þér, ég hef verið í flutningum og var því fyrst að sjá þetta hjá þér núna.. er að flytja úr bænum og hætta á verkstæðinu eftir rúmlega 10 ára leigu og ýmis verkefni, en segja má að lengingin á mínum bíl frá síðastliðnum vetri hafi komið sér vel í flutningunum.

Þú nærð alveg hálendinu svona þegar snjóa leysir seinna í sumar sýnist mér! kannski sjáumst við á fjö-llum kv. sævarörn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 9 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 16.jún 2021, 11:40

Jæja eftir að búið var að ganga vel marga daga í röð kom smá bakslag, svo annað smá bakslag og svo endaði ég með að vinna of mikið og sofa of lítið sem endaði með að kallinn bræddi úr sér með hita, hausverk og bara verki um allt og áður en ég sofnaði með eitthvað verkfæri í höndunum neyddist ég til að taka mér sólahring í pásu. En það er löngu búið og allt komið á fullt aftur. Nú skal bíllinn saman, ég ætla taka mér frí með fjölskyldunni í júlí og ferðast. Það sem stendur út af verður klárað næsta haust.

01.jpg
Fyrsta bakslagið kom í ljós stuttu eftir gangsetningu. Pínulítið gat á olíupönnuni.
01.jpg (357.15 KiB) Viewed 11596 times


02.jpg
Ég gerði heiðarlega tilraun til að setja suðupunkta í gatið en þarna var bara ekkert til að sjóða í!
02.jpg (408.13 KiB) Viewed 11596 times


03.jpg
Næsta bakslag var ryð sem mér yfirsást fyrir ofan síls alveg aftast farþegamegin
03.jpg (413.14 KiB) Viewed 11596 times


04.jpg
Það var nú samt sem betur fer fljótlegt að laga!
04.jpg (425.59 KiB) Viewed 11596 times


05.jpg
Olíupannan var hinsvegar meira vesen! þá þurfti að rífa allt undan bílnum
05.jpg (608.66 KiB) Viewed 11596 times


06.jpg
Þarna er semsagt pittur sem hefur haldið kjafti alveg þangað til ég sandblés pönnuna.
06.jpg (443.74 KiB) Viewed 11596 times


07.jpg
til toppa klúðrið þetta kvöld braut ég skynjaran í pönnuni þegar ég tók hana úr.
07.jpg (358.28 KiB) Viewed 11596 times


Skemmdin skorun úr pönnuni


Bót búin til í pönnuna


og síðan soðin í


11.jpg
og þá er þetta mál leyst
11.jpg (657.97 KiB) Viewed 11596 times


Næst var að laga skynjaran.


13.jpg
Pannan stóð yfir nótt með vatni og er hætt að leka. Svona tókst mér að spara 153.000 sem þessir tveir hlutir áttu að kosta nýjir í umboðinu!
13.jpg (523.8 KiB) Viewed 11596 times


14.jpg
Næst var að plastera og grunna sílsana og neðst hlutan af hurðafalsinu.
14.jpg (491.31 KiB) Viewed 11596 times


15.jpg
og á meðan það þornaði var eitthvað annað græjað á meðan. Þegar maður vinnur hratt gleymist stundum aðeins að taka myndir. En þarna er ég búinn að skipta um ytri öxulhosuna eftir að jafnvægistöngin datt á hana og gerði gat!
15.jpg (435.47 KiB) Viewed 11596 times


16.jpg
Svo var að skipta um krossa í frammskaptinu
16.jpg (610.11 KiB) Viewed 11596 times


17.jpg
Þarna hefur á endanum komist inn vatn, en 14 ár verður að teljast nokkuð góður líftími!
17.jpg (663.86 KiB) Viewed 11596 times


18.jpg
Grunnurinn löngu þornaður. Þá fór næst yfir efni sem heitir Titan Shell frá 4CR sem er í raun sama efni og Raptor frá U-Pol, bara ekki eins vel markaðsett. Þetta er 2K Polyurethane húð sem er lituð í sama lit og bíllin. Munurinn er þetta er mun slitsterkara efni en bílalakk og hentar því vel á staði sem mæðir mikið á!
18.jpg (489.92 KiB) Viewed 11596 times


19.jpg
Þetta virðist ætla að koma ágætlega út!
19.jpg (563.42 KiB) Viewed 11596 times


20.jpg
á meðan efnið var þornað var gengið í allskonar lausa enda, gólfteppið hreinsað, frammfjöðrun sett undir aftur eftir að olípannan var komin í aftur og hérna er búið að setja tjörumottur í gólfið, yfir úrklippur og síðan pensilkítti meðfram öllu.
20.jpg (618.57 KiB) Viewed 11596 times


21.jpg
Svo var raðað saman framm á nótt, smátt og smátt fer þetta að líkjast einhverju sem kanski keyrir...
21.jpg (507.58 KiB) Viewed 11596 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 9 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 16.jún 2021, 12:19

Sævar Örn wrote:flott Óskar þetta er frábært og vel gert hjá þér, ég hef verið í flutningum og var því fyrst að sjá þetta hjá þér núna.. er að flytja úr bænum og hætta á verkstæðinu eftir rúmlega 10 ára leigu og ýmis verkefni, en segja má að lengingin á mínum bíl frá síðastliðnum vetri hafi komið sér vel í flutningunum.

Þú nærð alveg hálendinu svona þegar snjóa leysir seinna í sumar sýnist mér! kannski sjáumst við á fjö-llum kv. sævarörn


Takk fyrir það :)
Ég er búinn að sjá nokkrar myndir af þínum Hilux í vetur. Þetta lítur mjög vel út og verður gaman að vita hvernig þetta reynist með pallhýsi. Ég velti þessari leið oft fyrir mér áður, að lengja hjólabilið duglega til að fá betri þyngdardreyfingu undir pallhýsi. Afturhásingin er nefnilega heldur framarlega á þessum litlu japönsku pallbílum. En það eru komin alveg þrjú börn síðan ég var í einhverjum svoleiðis pælingum þannig að það er of seint núna haha :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá andrig » 16.jún 2021, 21:30

Hvar verslaru þetta Titan shell?
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá íbbi » 17.jún 2021, 02:28

þetta er þrælflott allt saman, vinnubrögðin til sóma

hörku gangur í þessu líka.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 19.jún 2021, 20:42

andrig wrote:Hvar verslaru þetta Titan shell?


Poulsen selur Titan Shell frá 4CR.
Síðan er Orka líka með 2K Polyurethan kit frá MIPA
Málningarvörur eru síðan með Raptor fra U-Pol

Allir selja annaðhvort svart eða glært sem er hægt að lita.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 19.jún 2021, 20:44

íbbi wrote:þetta er þrælflott allt saman, vinnubrögðin til sóma

hörku gangur í þessu líka.


Takk fyrir það.... þetta er harður lokasprettur. Það verður ágætt að kynnast fjölskyldunni aftur í júlí :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá StefánDal » 22.jún 2021, 22:44

Þetta er glæsilegt og djöfull ertu búinn að halda vel áfram!
Stór plús í kladdann að nota svo raptor þar sem hann á heima :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá jongud » 23.jún 2021, 08:19

StefánDal wrote:Þetta er glæsilegt og djöfull ertu búinn að halda vel áfram!
Stór plús í kladdann að nota svo raptor þar sem hann á heima :)


Einmitt, Raptor á ekki heima ofan við sílsa


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá StebbiHö » 23.jún 2021, 10:04

Poulsen selur Titan Shell frá 4CR.
Síðan er Orka líka með 2K Polyurethan kit frá MIPA
Málningarvörur eru síðan með Raptor fra U-Pol

Allir selja annaðhvort svart eða glært sem er hægt að lita.

Sæll, glæsileg vinna hjá þér og bíllinn hel flottur, til hamingju með hann.
Eru þessi efni svo sem Títan þá ekki upplögð á felgur, er að sanda niður orginal felgur undan LC 120 sem ég ætlaði að sprauta en væri þetta ekki heppilegra efni til að endast betur?

Kv Stefán

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 23.jún 2021, 12:29

StebbiHö wrote:Poulsen selur Titan Shell frá 4CR.
Síðan er Orka líka með 2K Polyurethan kit frá MIPA
Málningarvörur eru síðan með Raptor fra U-Pol

Allir selja annaðhvort svart eða glært sem er hægt að lita.

Sæll, glæsileg vinna hjá þér og bíllinn hel flottur, til hamingju með hann.
Eru þessi efni svo sem Títan þá ekki upplögð á felgur, er að sanda niður orginal felgur undan LC 120 sem ég ætlaði að sprauta en væri þetta ekki heppilegra efni til að endast betur?

Kv Stefán


Ég hef alveg velt því fyrir mér að nota þetta á felgur og sé ekki hvað ætti að mæla gegn því!. Gæti verið talsvert ódýrara en políhúðun Þetta er orðið notað talsvert á sílsa, hurðarföls, stuðara, dráttarbeisli og fleiri staði sem mæðir mikið á. Það sem þarf kanski að passa helst með felgurnar er að setja alls ekki þykkt lag á flangsinn sem leggst upp að nafinu.
Eins og með allt.... því betri sem undirvinnan er því betur endist efnið
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir