Tacoma 2005


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Tacoma 2005

Postfrá birgthor » 10.okt 2020, 07:59

Gaman að fylgjast með


Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 09.des 2020, 13:19

VÁ!
Maður hrökk við í símanum í dag.
Ég fór með jeppann í hjólastillingu, og það uppgötvaðist hjá ArcticTrucks að það var bara venjulegur 8.8 bolti í neðri fóðringunni á öðrum gormaturninum, þ.e. boltanum sem festir neðri hlutan við neðri spyrnuna.
Eins gott að hafa fagmenn í þessu sem taka eftir svona.
Hins vegar virðist Covid vera enn að hrekkja mann, það tók tvær vikur aukalega að fá allt sem til þurfti til að hjólastilla.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Tacoma 2005

Postfrá Járni » 10.des 2020, 10:56

Það er mikill kostur að vera vakandi í vinnunni!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.des 2020, 14:14

Nýkomin úr hjólastillingu með nýjar neðri-spyrnur. Einn spindil þurfti að rétta.
Sérskoðun strax eftir helgi.
DSC_4921.JPG
DSC_4921.JPG (5.47 MiB) Viewed 55835 times

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá TF3HTH » 12.des 2020, 21:56

Er þessi bíll með boddíhækkun?

-haffi

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 13.des 2020, 09:38

TF3HTH wrote:Er þessi bíll með boddíhækkun?

-haffi


Já, það er 5cm boddíhækkun og smá klossar ofan á demparaturnunum, líklega 1 eða 1-1/2 tommu hækkun þar

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.des 2020, 15:24

Stór dagur í dag. Sérskoðun hjá Betri skoðun í Hafnarfirði.
Fékk 2021 miða. En smá hnipp vegna handbremsu (sjálfskipur bíll ! ) og aðeins of hátt lýsandi framljósa.
Ákvað í leiðinni að koma við á dekkjaverkstæðinu hjá ArcticTrucks af því að skjálfti í stýrinu hafði ekki lagast með nýjum spyrnum og hjólastillingu.
Þess vegna á maður að láta fagmenn sem eru vanir stórum dekkjum um allt yfir 33 tommum!
Eitt dekk var með allt of mikið blý og annað er líklega vírslitið. En þetta eru alger bráðabirgða/útsöludekk.
En þrátt fyrir að þeir hafi eiginlega gefist upp á einu dekki er enginn skjálfti lengur sem maður finnur fyrir.
Taco4.JPG
Taco4.JPG (135.27 KiB) Viewed 55689 times

Taco3.JPG
Taco3.JPG (95.92 KiB) Viewed 55689 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.jan 2021, 16:26

Maður fékk smá hroll þegar kom í ljós að annar spindillinn var boginn.
En eftir að hafa fengið hann réttan þá fór maður að athuga hvað væri hægt að gera í þessu, og þá er gott að vera á amerískum bíl
https://sdhqoffroad.com/products/spindle-gusset?variant=6919722926115

Þetta er allavega komið á óskalistann


BrynjarHróarsson
Innlegg: 113
Skráður: 12.okt 2011, 21:50
Fullt nafn: Brynjar Hróarsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá BrynjarHróarsson » 04.jan 2021, 21:14

svona styrkingar fást líka í Arctic trucks, þetta er algengt vandarmál og yfirleitt alltaf styrkt í 38 tommu og stærri breytingum.

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá TF3HTH » 05.jan 2021, 09:23

Er þetta ekki sami hjólabúnaður að framan og í 120 krúser?

-haffi

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 05.jan 2021, 11:39

TF3HTH wrote:Er þetta ekki sami hjólabúnaður að framan og í 120 krúser?

-haffi


Nei, það eru ekki sömu spyrnur og spindlar

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 11.jan 2021, 09:03

Það er ekki verið að spara feitina þegar maður lætur ryðverja hjá Classic Garage.
En það er um að gera að hafa þetta almennilegt. Önnur tacoma er nýkomin út hjá þeim og það var jafnmikil vinna við hana og mína.
Ég sætti mig alveg við að það verði keimur eins og af blautri kindahjörð næstu vikurnar ef hann ryðgar minna.
Taco2.JPG
Taco2.JPG (125.66 KiB) Viewed 54948 times

Taco1.JPG
Taco1.JPG (149.83 KiB) Viewed 54948 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 21.jan 2021, 03:04

Þetta er orðið toppeintak!
Endilega láttu okkur vita hvort Fluid Film kindafýlan fari ekki alveg örugglega með tímanum. Ég er nefnilega að smíða jeppa og keypti tvo brúsa af þessu glundri til að sprauta í króka og kima. En eftir að hafa prufað það aðeins snérist mér nánast hugur...

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.jan 2021, 07:50

StefánDal wrote:Þetta er orðið toppeintak!
Endilega láttu okkur vita hvort Fluid Film kindafýlan fari ekki alveg örugglega með tímanum. Ég er nefnilega að smíða jeppa og keypti tvo brúsa af þessu glundri til að sprauta í króka og kima. En eftir að hafa prufað það aðeins snérist mér nánast hugur...


Hún fer með tímanum, ég setti 2 spreybrúsa á Land Cruiser 90 fyrir nokkrum árum og lyktin var farin eftir mánuð. Það tekur örugglega lengri tíma í froststillum eins og eru núna, en ég fann varla lykt þegar ég tók smá rúnt í gær. En ég myndi láta mig hafa hana í tvo þrjá mánuði bara af því að hún hindrar þetta ##!!!&%$## ryð!


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 21.jan 2021, 21:23

Versta við þessa ryðvörn er að það er ÖMURLEGT að þurfa vinna í undirvagninum á bílum sem eru með svona.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.jan 2021, 08:35

Axel Jóhann wrote:Versta við þessa ryðvörn er að það er ÖMURLEGT að þurfa vinna í undirvagninum á bílum sem eru með svona.


Já, maður er hálfhræddur um að maður fái rukkun aukalega fyrir fituhreinsun þegar læsingar og hlutföll fara í.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tacoma 2005

Postfrá Sævar Örn » 22.jan 2021, 09:42

Þessi ryðvörn er það besta og jafnframt það ódýrasta sem ég hef reynt, hún er ekki varanleg, þ.e. það þarf að endurnýja hana öðru hverju, sem mér finnst kostur því önnur harðari efni er oft lífsins ómögulegt að fjarlægja t.d. ef lagfæra þarf ryð eða smíða og sjóða

Þetta efni er hægt að losa burt að mestu með rökum klút og restin losnar svo auðveldlega ef notaður er olíuhreinsir og heitt vatn í háþrýstidælu, lyktin er bara slæm fyrstu örfáu dagana, það má leiða það hjá sér
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 18.feb 2021, 17:15

Fínt veður til að vinna úti á hlaði á mánudag og í dag.
Ég fann ljótt skurðarbretti í eldhúsinu sem ég endurnýjaði og ákvað að nota það gamla.
taco1.JPG
Endurvinnsla dauðans!
taco1.JPG (75.2 KiB) Viewed 53679 times

Prófaði að frysta plastið fyrst, og það virtist ekki verða neitt stökkt við -20°C
taco2.JPG
Festing að neðan tilbúin
taco2.JPG (47.93 KiB) Viewed 53679 times

taco3.JPG
Þarna var dælan aðeins of neðarlega
taco3.JPG (48.65 KiB) Viewed 53679 times

Vildi passa að dælan myndi ekki víbra utan í raflögnum.
taco4.JPG
Komin í
taco4.JPG (101.36 KiB) Viewed 53679 times

Næsta skref er raflagnirnar að þessu.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.feb 2021, 15:26

Mundi skyndilega eftir því að ég átti segulloka ofan í kassa. Eftir hreinsun og prófun kom í ljós að hann virkar.
taco5.JPG
taco5.JPG (259.68 KiB) Viewed 53502 times


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Tacoma 2005

Postfrá Boxer » 22.feb 2021, 10:34

Þetta er góð endurvinnsla á skurðarbrettinu ;-)
En að öðru, hvernig ertu að fíla þennan spennugjafa?
Er þetta ekki annars QJE PS30SWV sem þú ert með þarna?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.feb 2021, 11:57

Boxer wrote:Þetta er góð endurvinnsla á skurðarbrettinu ;-)
En að öðru, hvernig ertu að fíla þennan spennugjafa?
Er þetta ekki annars QJE PS30SWV sem þú ert með þarna?


Jú, það passar.
Þetta er fín græja, hann var mældur í bak og fyrir í hitteðfyrra af því að ég hélt að hann gæfi spennupúls þegar kveikt var á honum. Það reyndist vera órói í fjölsviðsmælinum, ekki spennugjafanum.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.mar 2021, 09:32

Það þótti vissara að skipta um legur í afturdrifinu þegar nýja hlutfallið fór í, Það var farið á sjá á pinjónslegunum.
taco7.JPG
taco7.JPG (220.87 KiB) Viewed 52875 times

Taco8.JPG
Taco8.JPG (162.41 KiB) Viewed 52875 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.mar 2021, 18:10

Jæja, loksins hægt að byrja að vinna í honum aftur.
DSC_5282.JPG
Þetta var undir mælaborðinu, ENGA ÞJÓFA HÉR!
DSC_5282.JPG (5.08 MiB) Viewed 52838 times

DSC_5283.JPG
Öryggjaþjófa samþykki ég með semingi
DSC_5283.JPG (5.79 MiB) Viewed 52838 times

DSC_5288cr.JPG
Lofttjakkur á afturkögglinum
DSC_5288cr.JPG (1.76 MiB) Viewed 52838 times

DSC_5285.JPG
Svolítið kaotískt, geng ekki frá þessu fyrr en ég er búinn að stilla hraðamælinn aftur
DSC_5285.JPG (5.01 MiB) Viewed 52838 times

DSC_5289.JPG
Hér þarf líka að ganga betur frá, en allt í kringum dæluna er tengt.
DSC_5289.JPG (4.48 MiB) Viewed 52838 times

DSC_5292.JPG
Líklega enda ég á að vera með 3 ARB rofa
DSC_5292.JPG (4.2 MiB) Viewed 52838 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 19.mar 2021, 09:37

Hraðamælirinn reyndist vera réttur, (þeir hafa notað biðtíman hjá Breyti til að redda því), og rofarnir eru komnir á sinn stað.
Taco9.JPG
Svona fræsitönn er fljót að missa bitið í járni, en eftir það er hún þó vel nothæf á plast.
Taco9.JPG (116.3 KiB) Viewed 52681 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 19.mar 2021, 17:48

Auðvitað sveik mann klemmuplastdótið á öryggjaþjófnum. Þá setur maður annað og betra.
En þetta virkar núna.

[ Play Quicktime file ] MOV_0711.mp4 [ 124.34 MiB | Viewed 52635 times ]



Sjáum til hvort vídeó virkar sem viðhengi
taco6.JPG
taco6.JPG (236.63 KiB) Viewed 52635 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 20.mar 2021, 13:10

Þá er það frágengið. Færi kannski raflagnirnar undir húddinu undir dæluna seinna.
taco9.JPG
Allt komið á sinn stað
taco9.JPG (149.88 KiB) Viewed 52567 times

taco8.JPG
Lítur aðeins betur út með barka utan um.
taco8.JPG (170.38 KiB) Viewed 52567 times

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Tacoma 2005

Postfrá Járni » 22.mar 2021, 08:31

Snyrtilegt, það er voðalega gott að vera með svona töfratakka til að losa mann úr festum =)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.mar 2021, 17:47

Þetta er ennþá snyrtilegra svona...
taco10.JPG
taco10.JPG (160.21 KiB) Viewed 52346 times


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 24.mar 2021, 23:56

Það er frekar magnað hvað það munar um að geta sett læsingar á þegar maður stoppar, eftir að hafa prufað það þá vill mapur ekki vera án þess.

Hvaða dekkjastærð ætlaru að vera á?
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 25.mar 2021, 07:48

Axel Jóhann wrote:Það er frekar magnað hvað það munar um að geta sett læsingar á þegar maður stoppar, eftir að hafa prufað það þá vill mapur ekki vera án þess.

Hvaða dekkjastærð ætlaru að vera á?


Ætla að fara í 40" næsta vetur


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 26.mar 2021, 22:40

Það kemur eflaust mjög vel út, gaman að sjá bíl sem er búið að græja allt áður enn "dekkin" fara undir.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.mar 2021, 09:54

Axel Jóhann wrote:Það kemur eflaust mjög vel út, gaman að sjá bíl sem er búið að græja allt áður enn "dekkin" fara undir.


Það er LAANGT í frá búið að græja ALLT !
Óskalistinn er enn langur

Prófíltengi að framan og kastaragrind
Pallhús
Spiltengi
Úrhleypibúnaður
Kastarar
Vinnuljós
Betri stigbretti
Leitarljós?
Aukatankur?
Auka rafgeymir?

Maður tekur næstu 3-4 árin í að ná þessu.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 02.apr 2021, 15:16

Smá dagsrúntur inn á linuveginn á Haukadalsheiði og upp á Bláfellsháls.
Engin áhætta tekin enda einbíla og svo gleymdi ég SKÓFLUNNI !!
Greinilega of langt síðan maður hefur komist á fjöll.
DSC_5358.JPG
Línuvegurinn
DSC_5358.JPG (4.65 MiB) Viewed 51264 times

DSC_5359.JPG
Bláfellsháls
DSC_5359.JPG (4.28 MiB) Viewed 51264 times

DSC_5361.JPG
Annar drullusokkurinn brotnaði af. Þá er að bæta festinguna eitthvað.
DSC_5361.JPG (5.9 MiB) Viewed 51264 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 06.apr 2021, 16:50

Pallhúsið er kannski ekki í réttum lit. En maður kemst nú ekki langt a litnum...
Taco11.JPG
Pallhús
Taco11.JPG (227.82 KiB) Viewed 51121 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.apr 2021, 14:15

Það voru ekki bara pinnarnir sem voru eitthvað skrítnir í kringum lásmótorinn að aftan.
Taco12.jpg
Taco12.jpg (275.74 KiB) Viewed 50671 time

En góðu fréttir dagsins eru að bremsuljósin og vinnuljósin á pallhúsinu virka.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.apr 2021, 16:17

Úr því að ég var að skríða undir bílinn með málband ákvað ég að bregða því á lægstu punktana undir bílnum.
Það kom í ljós að drifkúlan að AFTAN er neðsti punktur. Og demparafestingarnar að aftan eru jafn neðarlega og fremri spindilkúlurnar.
Ég er endanlega kominn á þá skoðun að heilir öxlar að framan eigi bara heima á vörubílum og hestvögnum.
Taco15.JPG
Taco15.JPG (5.14 MiB) Viewed 50656 times

Taco14.JPG
Taco14.JPG (5.36 MiB) Viewed 50656 times


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 18.apr 2021, 00:12

Enda er ég alveg kominn af því að hásingarvæða minn bíl að framan vegna þess að hann kemur mér alltaf jafnmikið á óvart í drifgetu þegar ég skrepp á fjöll.

Mætti þér eimmitt þarna á línuveginum við skjaldbreil um daginn, þér hefði verið velkomið að slást í för með okkur. :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 18.apr 2021, 09:26

Axel Jóhann wrote:Enda er ég alveg kominn af því að hásingarvæða minn bíl að framan vegna þess að hann kemur mér alltaf jafnmikið á óvart í drifgetu þegar ég skrepp á fjöll.

Mætti þér eimmitt þarna á línuveginum við skjaldbreil um daginn, þér hefði verið velkomið að slást í för með okkur. :)


Ég er nú ennþá bara á 37 tommum og ég hefði líklega orðið dragbítur. Svo fékk ég upp í kok af krapa fyrir 10 árum síðan. Ég var að skanna allar VHF rásirnar á þessum rúnti og heyrði víðsvegar af krapapyttum.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 10.maí 2021, 18:43

Önnur atrenna að þessu, vonandi hangir þetta saman með þessum suðustyrkingum.
Taco16.JPG
Taco16.JPG (288.86 KiB) Viewed 49861 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 19.jún 2021, 16:15

Aðeins þurfti ég að bæta skerminguna á framdekkjunum, enda sóðaði hann sig mikið út. Þetta gæti sloppið svona, en spurning hvort þurfi að breikka drullusokkana útávið
DSC_4852.JPG
DSC_4852.JPG (6.31 MiB) Viewed 48820 times

attachment=1]Taco11.JPG[/attachment]
attachment=2]taco17.jpg[/attachment]
Viðhengi
Taco11.JPG
Taco11.JPG (227.82 KiB) Viewed 48820 times
taco17.jpg
taco17.jpg (183.56 KiB) Viewed 48820 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir