GMC Sierra

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

GMC Sierra

Postfrá íbbi » 08.jún 2021, 00:16

ég hef nú verið í hálfgerðu þagnarbindindi hérna að undanförnu.. ekki af ásettu ráði þó

má nú samt til með að lauma hérna inn einu kvikindi sem ég "hrasaði" um fyrir nokkrum dögum.

þetta er 00 árg ag gmc sierru, z71 með 5.3

það sem er kannski merkilegast með þennan er að hann er ekki ekinn nema 84þús, og það km en ekki mílur. ég keypti hann af eldri manni sem hafði átt hann í á annan áratug, og aðeins keyrt hann 40þús á þeim tíma.

það þarf nú samt að sinna honum aðeins, smá ryðviðgerðir og það er farið að sjá á útlitinu á honum, en þetta er alveg lygilega óslitið, innréttingin er nánast eins og ný.

þessi kemur til með að leysa fordinn af sem vinnusnattari.
Viðhengi
196089033_2775592632691368_2532233091147496275_n.jpg
196089033_2775592632691368_2532233091147496275_n.jpg (455.99 KiB) Viewed 882 times
197570394_1131682847331448_5715084249087061215_n.jpg
197570394_1131682847331448_5715084249087061215_n.jpg (122.18 KiB) Viewed 884 times
197019459_387900565888751_480447202189537375_n.jpg
197019459_387900565888751_480447202189537375_n.jpg (260.32 KiB) Viewed 884 times


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 665
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: GMC Sierra

Postfrá Óskar - Einfari » 08.jún 2021, 14:27

21 árs bíll ekinn innan við 90k km er bara trítilmagnað. Þetta er heldur betur fengur :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: GMC Sierra

Postfrá íbbi » 08.jún 2021, 19:31

já lygilega lítill akstur, og sömuleiðis bara 2 eigendur í 21 ár, þar af sami í 16 ár

fyrir svona nörda eins og mig er þetta auðvitað algjört gull, en eins og ég sagði þá þarf nú að sinna honum dáldið, svona svo hann lúkki nú eins og molinn sem leynist þarna undir. en svo framarlega sem því er sinnt þá getur þetta orðið algjört eintak
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 814
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: GMC Sierra

Postfrá olei » 12.jún 2021, 17:28

Flottur bíll, GM gæðin leyna sér ekki. Til hamingju með gripinn.

User avatar

jongud
Innlegg: 2383
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: GMC Sierra

Postfrá jongud » 12.jún 2021, 17:41

ÚFF maður !
LS mótorarnir komnir á kosningaaldur!

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: GMC Sierra

Postfrá íbbi » 15.jún 2021, 18:44

hehe gm gæðin!

takk fyrir.

það er reyndar sorglegt með þennan bíl. að hann væri ryðlaus ef hver sem breytti honum í upphafi hefði ekki borað bæði kantana og stigbrettin í með sjálfsnittandi skrúfum.. sem er aðgferðafræði sem ég hreinlega skil ekki, en rekst stanslaust á.
breytingaferlið á raminum hjá mér byrjaði m.a þegar ég komst af því að köntunum á honum virtist aðalega vera haldið á honum af hulduefni (dark matter)

eftir að hafa skoðað undir kantana á þessum sýnist mér að hann sé nokkuð góður undir köntunum, en það mætti klárlega kippa þeim af og sinna nokkrum stöðum svona til að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram. og á einum stað' myndi ég segja að það þyrfti orðið að bæta aðeins.

stigbrettin á honum eru skrúfuð upp í ytri sílsana með ryðfríum skrúfum.. og hafa valdið töluverðu tjóni á öðrum sílsanum. hinn virðist ennþá vera góður. mér sýnist samt á öllu að ryðið sé staðbundið og nóg að smíða bætur í þetta. en ekki að skipta út sílsanum. innri sílsinn sýnist mér vera stráheill báðu meginn, og í þessum bílum þá er það frekar óvanalegt, en sílsarnir á þessum bíæum ryðga eins og fátt annað

það þyrfti líka að breyta honum almennilega að framan, hann er hækkaður á fjöðrum að aftan og með hjálparpúða, og skrúfaður í botn að framan, sem er álíka skemmtilegt í praxis og maður myndi halda. það þyrfti að lækka klafana niður í honum. verandi amerískt fæst þetta allt í settum og ég reikna með að fara þá leið, þótt dýrt sé.

annars er ég bara búinn að vera reyna smala saman þeim hlutum sem ég hef fundið að honum. bremsurnar á honum eru allar nýjar, en bíolnum hefur verið ekið svo lítið undan farin ár að þær voru allar orðnar hálf fastar og diskarnir ryðgaðir, hlerinn á honum opnaðist ekki, og eftir að hann opnaðist þá lokaðist hann ekki. ég tók ekki eftir því fyrr en ég vat hálfnaður vestur á honum að það vantaði afturrúðuna í hann, eins furðulegt og það kann að hljóma. en það var búið að troða eh plexiglerplötu í staðin. svo þarf að fá rafmagnrúðumótor í hann farþegameginn.

ég datt niður á rúðu hérna heima, og það helvíti flotta rúðu, original GM með rafdrifnum afturglugga og retrofit takka með lúmi og öllu, rúðumótor og allt inn í afturhleran er á leiðini frá móðurlandinu,

ég spændi niður felgurnar á honum, þær höfðu ekki verið þrifnar árum saman, og fyrri eigandi var mjög hreinskilinn með það að hann skildi ekki alveg conceptið me'ð að vera þrífa felgur.. ég reikna með að mála þær, nema ég finni nennuna í að pólera þær. svo er ég búinn aðm vera dunda við að þrífa hann og bóna. ég held að ég sé búinn að skola af honum svona hálft kíló af mosa, en hann var allur mosavaxinn, í gluggalistum, speglunum, bakvið húsið og undir honum

já það er ótrúlegt hvað LS mótorarnir eru að verða gamlir, ég gerðist svo frægur að búa mér til einn slíkann frá grunni, pantaði nýja shortblock, custom smíðuð hedd og flr og flr í camaro sem ég gerði upp. ég var einmitt að hrista hausinn yfir því að það eru komin 15 ár síðan
Viðhengi
198966933_202961371697127_7952571871007329134_n.jpg
198966933_202961371697127_7952571871007329134_n.jpg (76.49 KiB) Viewed 389 times
199338884_1400125623716510_8202944444261164389_n.jpg
199338884_1400125623716510_8202944444261164389_n.jpg (119.8 KiB) Viewed 389 times
200541440_10223681236572868_6527022938058640824_n.jpg
200541440_10223681236572868_6527022938058640824_n.jpg (69.49 KiB) Viewed 389 times
201748162_10223681236212859_5465958535532860439_n.jpg
201748162_10223681236212859_5465958535532860439_n.jpg (65.54 KiB) Viewed 389 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


juddi
Innlegg: 1231
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: GMC Sierra

Postfrá juddi » 17.jún 2021, 04:20

Er þetta ekki bíllinn sem slökviliðið átti
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: GMC Sierra

Postfrá íbbi » 17.jún 2021, 12:33

nei, sá sem átti hann á undan mér var í einhverju gröfubrasi og notaði bílinn til að draga bobcat, minnir að han hafi sagt upprunalega eigandann vera flugvirkja
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1208
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: GMC Sierra

Postfrá StefánDal » 23 mínútum síðan

Glæsilegt eintak!
En ég man eftir þræði á öðru spjalli þar sem þú varst að smíða ls mótor. Það geta bara alls ekki verið 15 ár síðan. Þú ert kannski orðinn gamall en ekki ég!


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir