Síða 1 af 1

Grandinn minn

Posted: 15.jan 2011, 00:00
frá ktor
Sælir ég er kallaður Stjáni og ek um á Grand Cherokee 1996 5,2 ltd.
Þetta er ósköp venjulegur cherokee sem á þann draum að stækka aðeins , í dag er hann á 31" skóm en á 32" á sumrin búið að lifta honum um 2" , draumurinn er að setja á hann kanta og 33" dekk jafnvel 35" án þess að hækka meira bara klippa fyrir köntum og útvíðar felgur .
Image
Image
Image
Image

Re: Grandinn minn

Posted: 15.jan 2011, 14:19
frá Einar
Þessir bílar eru snilld, ég átti einn af sömu árgerð en með 4L mótor og það var einn af bestu bílum sem ég hef átt. Notaði hann mikið og aldrei neitt vesen, fínir akstursbílar, gott að ferðast í þeim og duglegir jeppar.
Síðan er ekki flókið að koma þeim á 38-40" og það kemur þeim ansi langt vegna þess að þetta eru léttir og aflmiklir bílar.

Re: Grandinn minn

Posted: 15.jan 2011, 20:55
frá JHG
Tek undir það, átti 1993 Grand með 4 lítra vélinni og það var mjög áreiðanlegur jeppi, og í raun eins og nýr þrátt fyrir að vera keyrður ca. 160 þús mílur :)

Re: Grandinn minn

Posted: 15.jan 2011, 21:13
frá atlis
Sæll
Ég á einn sem er eins og þinn og ég er búinn að útfæra hann til þannig að ég kem 35'' undir án þess að vera með kannta út í loftið.
Var að koma úr ferð í veiðvötnin á 35 tommunum með litludeildinni í dag sem var bara stórfín.
Kveðja Atli

Re: Grandinn minn

Posted: 15.jan 2011, 21:54
frá ktor
Sælir allir þetta er þriðji Cherkin minn. Fyrsti var 86 model litli bíllinn með 2,5 bensín heldur kraftlítill en togaði þeim mun meira, svo kom grand laredo 1993 með 4 lítra vél góður bíll . Ég seldi hann og keypti 4runner breittan á 38" , bensínbíll með flækjum , sveru pústi, kn filterar og fleyra sem átti að gera hann mjög öflugan ,ég hef sjaldan orðið fyrir eins miklum vonbrigðum það var ekki hægt að ganga um bílinn að aftan nema skrúfa niður rafmagnsrúðu í hleranum, og sætin maður ekki líkaði mér að sitja flatur í bílnum svo drakk þetta bensín en skilaði engu afli af viti, eftir þrjá mánuði seldi ég hann og keypti Grandin sem ég á núna.
Atli það væri gaman að vita hvað þú gerðir til að koma 35" undir ,þetta lítur flott út , hvernig felgur ertu með ?

Re: Grandinn minn

Posted: 18.jan 2011, 19:57
frá atlis
Sæll
Ég keypti 10'' stálfelgur og lét færa miðjurnar utar þannig að backspace var 14 cm sem er það sama og á orginal felgunum.
Þannig náði ég dekkjunum það innarlega að lítið þurfti að skera úr. síðan lét ég sandblása þær og sprauta í Sinkstöðinni í Hafnarf.
Þér er velkomið að skoða gripinn ef þú er staddur á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja Atli 897 1565

Posted: 10.maí 2011, 08:57
frá ktor
Bíllinn komin á krómfelgur og 32" dekk komið sumar.