Síða 1 af 2

mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 28.okt 2013, 23:22
frá íbbi
jæja, ég var nú búinn að vera orðinn jeppalaus orðið í dáldinn tíma, og er það nú kannski fræðilega ennþá. svona þannig.

en eins og ég hef nú áður komið inn á þá er ég voða hrifinn af óbreyttum og uppí 33" jeppa svona í innanbæjarveturinn,og fjölskyldubílshlutverkið.
bauðst montero 2002 upp í bíl sem ég var með til sölu og ákvað að skella mér bara á hann.

2002, svartur 3.5l voða venjulegur bara, en fer ljómandi vel með mann bara

Image

ég reikna með ógurlegri eyðslu, en fyrir verðmunin á bensín og diesel pæjum þá má keyra hann ansi lengi. auk þess sem ég er satt að segja orðinn hálf hræddur við 3.2did eftir ekki nógu góða reynslu af þeim persónulega,


svo má kannski henda hérna inn með bíl sem ég eignaðist núna í ágúst. og hef sjaldan á ævinni haft meira gaman af dauðum hlut. þetta er 73 eldorado coupe. með 500cid mótor. svipaður á stærð og ford pikkup og viktar tæp 2.4tonn
Image

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 28.okt 2013, 23:29
frá Svopni
Eyðslan á monteronum á eftir að koma þér á óvart. Það var búið að hræða mig mikið en raunin er sú að hann eyðir sennilega svipað og diesel. Kannski 2-3 ltr meira. Ég hef verið að mæla minn í 16 ltr innanbæjar (RVK) og 12-13 í langkeyrslu.

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 28.okt 2013, 23:58
frá íbbi
ég var um tíma á 3.8l bíl. man að mér fannst hann alveg ógurlega þyrstur. m.v afköst þá sérstaklega

en jújú þetta kemur bara í ljós. ég reikna með þessu 16-20 eftir veðurfari.

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 29.okt 2013, 10:08
frá Svopni
Það er reyndar nokkur munur í eyðslu á 3,5 og 3,8.

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 29.okt 2013, 18:06
frá íbbi
já það stóð upprunalega til að skipta upp. og fara í 04+ og var ég með 05 3.8l bíl á 35" í sigtinu. sá bíll var einmitt alveg.. þyrstur, það þurfti ekki langan reynsluakstur til að sjá það.


ég var á alveg eins montero og ég var að eignast fyrir mörgum árum, ég sá aldrei undir 20l á þeim bíl. það var 3.5. svo var ég á 2008 3.8l bensín, og hann var bara í 25+
en það má útskýra þá eyðslu með aksturslaginu sem var ennþá til staðar þá. mér fannst þetta líka svo yfirgengilega máttlaust þá að ég var alltaf blýstandandi þetta.

maður hefur eitthvað róast í dag. mér sýnist þessi vera vel undir 20l í dag. og það innanbæjar alveg pakkaður af drasli í flutningum,

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 29.okt 2013, 18:08
frá íbbi
annað sem ég tók líka eftir, þar sem að ég er búinn að reynsluaka alveg haug af þeim upp á síðkastið, er að það var eitthvað pikkles í gjöfini á þeim sumum, eins og það væri sambandsleysi í fyrstu sentimetrunum af henni. sem gerði það að verkum að maður varð að gefa henni meira. er drive by wire? ég tók eftir þessu í 2 bílum,

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 02.nóv 2013, 20:44
frá íbbi
fékk í dag complete innréttingu úr yngri limited bíl. svart leður, allt heila klabbið. frá golfteppum og uppúr, fékk reyndar allr tölvurnar og það sem limited hefur yfir, sé hvernig gengur að koma því á.

stefni á að samlita hann eða fá yngri plöstin eða jafnvel kantana, þessu verður græjaður soccer mom style, og verður í því hlutverki

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 04.nóv 2013, 11:42
frá íbbi
hérna er eitthvað af dóti að detta inn

Image
Image
Image
Image
Image

Re: nýr vetur, nýr slyddujeppi

Posted: 04.nóv 2013, 14:20
frá íbbi
jæja fékk vetrarfelgur undir hann. 03+ pajero felgurnar, á þeim eru nýleg mastercraft vetrardekk sem fóru ný undir bíl með hjólastillisyndrome-ið og voru bókstaflega brennd undan honum, þannig að mig vantar allavega tvö.


fékk viðarpanelana í mælaborðið, endana og miðjuna, langar ógurlega í kantana á hann eða hliðarplöstin af facelift bíl,

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 04.nóv 2013, 14:24
frá íbbi
þarna var ég búinn að hakka í mig einn limited bíl og fjarlægja úr honum innréttinguna.

Image

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 05.nóv 2013, 12:38
frá Sindri A
Næstum? Er þetta ekki bara orðið allveg full on project?

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 07.nóv 2013, 21:09
frá íbbi
hehe jú í raunini, en ég mun forðast í lengstu lög að viðurkenna það :D

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 12.nóv 2013, 22:43
frá íbbi
aðeins byrjaður að brasa í þessum,

setti í hann viðarpanelana, og leður/viðarstýrið hlægilega mikill munur að halda Í það þegar maður ekur bílnum,.

ég var mikið búinn að pirra mig á hljóði sem kom frá undirvagninum á honum, það var stanlaus sláttur í honum þegar maður keyrir, og slag í hægra framdekkinu,
ég ljós kom að bremsurnar öðru meginn að aftan voru alveg búinar á því á aftanverðum disknum, hann leit fínt út utan frá, en aftan á hafði klossin brotnað og stútað disknum.
slagið í hjólinu reyndist svo vera stýrisendi í hjólinu V/M eins skrítið og það er þá gat maður náð slagi í dekkið hinumeginn ef hann stóð í hjólin, en leið og maður lyfti honum þá færðist slagið yfir i vinstra hjólið.

undirvagnin á bílnum var svo bara fínn, greinilega búið að taka klafa hjólastillinga vesenið að aftan, og fóðringar og fjöðrunarkerfi í fínu lagi. ekkert slag í drifum, aðeins að byrja ryðga sílsanir í kverkunum aftast, en ennþá langt frá áhyggjustigi.

annað sem hefur verið að. og fylgdi bílnum var ógangur í lausagangi, á það til að drepa á sér ef maður slær af og gengur hægt ogekki á öllum stundum í lausaganginum, fínn leið og maður ekur af stað samt
þær upplýsingar fylgdu bílnum að kertin í honum væri gjörsamlega búin á því. og fylgdu rándýr denso iridium kerti með honum.
ég var nú samt vantrúaður á að þau væru að valda þessu, a.m.k öllu, bíllinn er líka með logandi vélarljós. sem kemur nú sjaldnast af slæmum kertum,
kíkti á kerti, og sá að þau voru nú bara nýleg, einn kertaþráðurinn var samt í sundur en virtist vera ná sambandi í og með . ég fékk annann þráð og skipti, svo fann ég rafmagnsplögg sem var búið að kippa úr sambandi, setti það í samband, skipti um þráðinn og las bílinn, og sá að hann var að gefa villu á EGR
hreinsaði hann og leyfði honum svo að ganga, ég fann að hann var farinn að ganga á öllum. en þar fyrir utan var munurinn enginn, þannig að ég hugsa að ég sleppi við að rífa milliheddið úr sem betur fer. en ég var heppin og fann strax annan EGR sem kemur í hús til mín á morgun, hlakka til að sjá hvort það lagi ganginn og jú eyðsluna

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 12.nóv 2013, 23:27
frá sonur
Gaman að lesa þetta

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 13.nóv 2013, 00:03
frá íbbi
takk fyrir það.

það er hálf spaugilegt að menn hrista bara hausinn þegar ég segi þeim hvað ég sé að brasa við "eldgamlan pajero" mér verður þá oft hugsað til þín :) ég segi við menn að þetta sé bara afleðing af því að senda bíladellubílinn minn lengst í sveit í geymslu. þá er bara næsti bíll tættur í spað haha

annars er ég að mörgu leyti bara ansi ánægður með þennan bíl. ég hataði þessa kynslóð pajeroa af ástríðu nánast eftir að hafa haft afnot af þeim nokkrum í gegnum tíðina sem "yngri og rótækari" einstaklingur en ég er greinilega að verða hehe...
en þetta er dúndur fjölskyldubíll bara, nóg pláss, fer vel með alla. tekur fjallahjólin mín. hvort sem það er á toppin eða í skottið (geri mér grein fyrir því að þetta meigi miskilja)

þetta er samt ekki bíll sem ég væri spenntur fyrir því að setja á einhverjar alvöru túttur, ég held að þessir séu bestir í svona SUV pakka bara.

en nú hlakkar mig bara til að fara komast að græja restina af innréttinguni í hann, sem og að byrja á útlitinu á honum. fín tilbreyting að græja til bíl fyrir sjálfann mig svona einu sinni, en ekki til að selja hann,

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 13.nóv 2013, 15:02
frá íbbi
allt annað að sjá mælaborðið, þessi var ekki með leðurstýri fyrir, eins og þeir eru yfirleitt . það hefur einhver þungur og sterkur átt þetta. stýrið og bílstjórasætið voru alveg.. vel kreyst, nýju sætin eru alveg stráheil, hend stólunum og hurðaspjöldunum yfir næst., ætla gera smá tilraun að blanda þeim saman við ljósbrúna panela sem eru í bílnum fyrir en eiga að vera ljósgráir í leðurbílunum, ef það kemur ekki vel út þá á ég ljósgráu panelana og gráa teppið til,

mér hefur hinsvegar gengið illa að finna toppáklæði. þar sem leðurbílarnir eru allir með risa topplúgu, sem þessi er ekki með. þyrfti að finna topp úr óleðruðum pajero, þeir eru með gráan topp. fann slíkan á partasölu, en þrátt fyrir að þetta sé óseljanlegur hlutur sem fer aldrei, þá er þetta gríðarlega verðmætt þegar einhverjum vantar þetta. ætli ég endi ekki á að klæða eða lita toppinn svartan bara, ætla troða skjá þarna fyrir dvd spilara, reyni að sameina þetta eitthvað

Image

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 14.nóv 2013, 15:44
frá íbbi
jæja fékk nýjann EGR í gær. ætlaði að henda honum í áðan og sá þá að einhver hefur nú reynt að ná honum úr áður því annar boltinn sem heldur honum var bara tylltur í. og bíllinn að pústa út með ventlinum.

setti samt gamla í og notaði bara báðar gömlu pakningarnar og herti hinn bolltan ekki of mikið. bíllinn lagaðist alveg slatta, nú drepur hann ekki á sér á öllum ljósum og 5 sinnum meðan ég er að leggja honum, þrátt fyrir að vera ennþá að blása með brotna bolltanum, þannig að ég er bara nokkuð vongóður um að hann verði alfínn bara þegar ég næ bolltanum úr og skipti um pakninguna.

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 02.feb 2014, 02:04
frá íbbi
DJÖ

Image

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 02.feb 2014, 10:08
frá jongud
íbbi wrote:DJÖ

Image


Á hvað varstu að bakka?

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 02.feb 2014, 12:47
frá íbbi
smellti mér á einn renault,

eins spaugilegt og það er, þá ákvað ég loksins að fara hysja upp um mig og halda áfram með gripinn, henti nýju innréttinguni í hann, fannst hún svo gasalega fín að ég ávað að taka smá hring og bakkaði á renaultinn,

það er hart að vera kjáni stundum :)

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 02.feb 2014, 21:19
frá haffiamp
bara gaman af svona dundi! og ekki margir sem nenna svona dútli :) hrós fyrir það.

en talandi um kerti og vélarljós, kertin í mínum 04 avensis voru orðin svo léleg að það kom villa frá háspennukefli nr1 með "engine missfire" sem gaf mér vélarljós...
langsótt hehe en engu að síður vélarljós útaf kerti en menn héldu fyrst að það væri farið háspennukefli nr 1

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 03.feb 2014, 00:37
frá íbbi
kertin í honum reyndust nýleg, eða þau sem ég gat náð til, en ég er að fara skipta um ventlalokspakningar þannig að ég hendi nýjum kertum í í leiðini,

það var EGR sem var að valda þessu, þegar ég ætlaði að taka gamla úr sá ég að einhver hafði brotið boltann sem heldur honum þannig að hann var að auki að sjúga falskt loft með ventlinum,

er búinn að fá ventilinn, vantar bara að fá að komast einhverstaðar inn til að kippa soggreinini úr og bora boltann úr

búnað fá stuðara og afturljós. þarf bara að mála dótið og henda því á

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 10.feb 2014, 17:48
frá íbbi
orðinn svona líka fínn að innan,

Image

Re: mmc pajero/montero, næstum orðinn project :O

Posted: 10.feb 2014, 21:57
frá íbbi
svona var hann fyrir
Image

svo er smá bras í gangi
Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 15.feb 2014, 19:47
frá íbbi
það er ekkert smá bras að komast að kertunum í þessu, sogreinin í sundur og úr

skipti um ventlokspakningar í leiðini, svo þarf ég að bora út boltann úr EGR ventlinum, hann ætti þá vonandi að fara ganga almennilega

Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 24.feb 2014, 00:19
frá íbbi
jæja mótorinn kominn saman aftur, nýr EGR. segulokinn eða ventillinn fyrir EGR. skipti um allar vacumslöngur á soggreinini, skipti um soggreinina og throttle body-ið. skipti um kerti, ventlalokspakningar og kertahringina,

nú gengur bíllinn eins og klukka, mjög þýður og er allt annar í akstri. hann á það samt ennþá til að drepa á sér ef maður er búinn að vera á gjöf og sleppir henni, þarf að finna eitthvað út úr því.

skipti einnig um afturljósið eftir skelluna mína hérna fyrir ofan,

þá er bara að mála nýja stuðarann og skella sér í bremsurnar

mmc frændi fær nákvæmlega ekkert hrós frá mér fyrir uppsetninguna á þessu, þvílík vinna að skipta um kerti og ventlalokspakninga. það er engin skortur á plássi í þessu vélarými, og engin þörf fyrir að pakka mótornum svona inn í sjálfan sig

Image
Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 24.feb 2014, 16:12
frá Játi
já þessi soggrein á þessum vélum er fáranleg að öllu leiti ekki nóg með að hún sé látin breiða yfir mótorin þá er hún líka með alltof löngum rönnerum og alltof litlum "plenum". Þetta er mjög hraustlega bygður mótor sem þolir mikið meyra en það sem er tekið út úr honum og ég bara skil ekki afhverju það er hannaður svona öflugur kjallari og svo er loftflæðið gellt svona heiftarlega inná mótorinn.

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 14:21
frá Stebbi
Játi wrote: ég bara skil ekki afhverju það er hannaður svona öflugur kjallari og svo er loftflæðið gellt svona heiftarlega inná mótorinn.


Sjálfsagt afþví þetta er sami kjallari og á 6G72-TT sem er 320 hestöfl úr kassanum.

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 15:06
frá muggur
Stebbi wrote:
Játi wrote: ég bara skil ekki afhverju það er hannaður svona öflugur kjallari og svo er loftflæðið gellt svona heiftarlega inná mótorinn.


Sjálfsagt afþví þetta er sami kjallari og á 6G72-TT sem er 320 hestöfl úr kassanum.


Djöfull væri gaman að skrúfa þennan TT-topp á minn 6G72, maður tæki þá alla þessa Cheerokee í ra****tið. En væntnalega virka ekki tölva og skipting þá og allskonar vesen. Annars væru líklega allir Pajeroar með svona motor (svona eins allir þessir amerísku með Corvettumótorana).

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 17:42
frá Hr.Cummins
geisp.... afhverju eru nú intake runnerarnir hafðir svona langir.... hmmm :?:

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 18:49
frá íbbi
þetta er náttúrulega bara útfært til að vera hljóðlátt og þýðgengt og toga nóg niðri til að bíllinn verði ekki of þungur á sér, af hverju þeir þurfga hinsvegar að breiða soggreinina svona yfir allann mótorinn og erfiða einföldustu viðhaldsaðgerðir er mér hulin ráðagáta

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 19:24
frá Játi
íbbi wrote:þetta er náttúrulega bara útfært til að vera hljóðlátt og þýðgengt og toga nóg niðri til að bíllinn verði ekki of þungur á sér, af hverju þeir þurfga hinsvegar að breiða soggreinina svona yfir allann mótorinn og erfiða einföldustu viðhaldsaðgerðir er mér hulin ráðagáta

ég hef ekki verið var við neitt tog af ráði á lægri snúning og skrifast það á of svera runnera. svo eru þeir hafðir svo langir að vélin tekur ekki heldur við sér þegar hún er komin á snúning. Þessi grein er bara ílla hönnuð á alla vegu.
menn hafa líka grætt helling á því að taka 6g72tt greinina styatta runnerana um ca 30mm og stækka plennumið eitthvern slatta.

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 20:11
frá íbbi
ert þú ekki með eldri bílinn með g72? 4 kambása væntanlega.

ég var e-h að lesa um að þessa mótora og þar var tekið fram að það hafi verið breytt kambásum og flr á milli 2nd og 3rd gen 3.5l pajero-a af því að fólk kvartaði undan togleysi á lágum snúning í eldri bílnum, þetta er 6g74

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 20:21
frá Játi
íbbi wrote:ert þú ekki með eldri bílinn með g72? 4 kambása væntanlega.

ég var e-h að lesa um að þessa mótora og þar var tekið fram að það hafi verið breytt kambásum og flr á milli 2nd og 3rd gen 3.5l pajero-a af því að fólk kvartaði undan togleysi á lágum snúning í eldri bílnum, þetta er 6g74

nei ég er með sohc vélina og mér er svosem ekkert ílla við hana en mér finnst bara vera allt rangt við þessa soggrein og ég veit að þessi vél á nóg inni.

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 26.feb 2014, 23:45
frá íbbi
já hún er afar stupid.

það væri eflaust forvitnilegt að prufa að smíða aðra soggrein, með styttri runnerum og throttleboddy-ið að framan verðu. það er lítið af vacumi á henni m.v margt annað sem maður hefur séð

Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 27.feb 2014, 08:25
frá jongud
íbbi wrote:já hún er afar stupid.

það væri eflaust forvitnilegt að prufa að smíða aðra soggrein, með styttri runnerum og throttleboddy-ið að framan verðu. það er lítið af vacumi á henni m.v margt annað sem maður hefur séð


Meinarðu eitthvað svipað og Holley Stealth Ram?
Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 27.feb 2014, 13:47
frá íbbi
Jà ekki ósvipað sýnist mèr, ekki það.að èg sjài fyrir mèr að.fara ì þetta, en það.væri gaman, hugmyndin hjà mèr er aðlega bara nýr toppur à neðsta partinn, þyrfti ekki að hreyfa við fuelrailum, spìssum eða lùmi

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 27.feb 2014, 17:49
frá íbbi
smíðaði mér búkka, er að fara í bremsur og stýrisbúnað. gömlu búkkarnir mínir voru ekki alveg í réttum stærðarhlutföllum

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 04.mar 2014, 21:54
frá íbbi
hehe myndin af búkkanum hefur greinilega klikkað
Image

er búinn að dunda mikið í honum að undaförnu, eins og ég hef að mestu leyti komið inn á. reiknast til að ég sé búinn að skipta um

kerti
kertahringi
ventalokspakningar
soggreinapakningar
soggrein
throttle body /spjaldhús
tps skynjara
hægagangsmótor
EGR ventil
pung fyrir EGR
allar vacumslöngur á soggrein
öll 3 hásennukeflin

klossa
diska
stýrisenda
hjólalegu
geymir

innréttingu
stýri
dekk/felgur

er ennþá að díla við smá hökt í lausaganginum, held að það sé að koma í hausinn á mér að hafa ekki keypt nýja þræði.
einnig kemur hann alltaf aftur með vélaljósið vegna EGR. er búinn að prufa tvo EGR ventla og það er alltaf sama sagan, slekkur ljósið og svo kemur það aftur eftir svona 2 daga. þarf að skoða þetta eitthvað betur

ætla buna einum bifvélavirkja á brúsa inn á soggreinina og setja nýja þræði, ef hann verður ekki góður þá, þá er ég eiginlega runnin út á hugmyndum,

bíllinn er allt annar samt, mótorinn er frískur léttur á snúning, eyðir svona 10l minna, skiptir sér almennilega. bremsudælurnar í honum voru pikkfastar og búinn að hrækja innri klossunum úr.

næst er útlitið. ætla massa hann og bletta. henda nýja stuðaranum á og taka leðrið í gegn

Image
Image
Image

Re: mmc pajero/montero, húðstrýktur og illt í rassinum

Posted: 14.mar 2014, 19:57
frá MattiH
Hvernig tölvu ertu að mixa í stað skjásins ?