Síða 1 af 2

Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 01:28
frá StebbiHö
Jæja, ætli sé ekki komið að því að kynna færileik sinn!

Sem sagt, þetta er Chervolet Suburban K20 árg, 1985, helstu breitingar eru eftirfarandi.

Hækkaður upp og skorið úr fyrir 44"+
Fourlink og loftpúðar að aftan og framan með stjórnun innan úr bíl og sjálvirkt líka, alger snild!
Dekkinn eru Trexus 44"x16" á 19" breiðum felgum en til stendur að koma undi hann 46", á held ég að komast að óbreittu.
Framhásing er orginal, 10 bolta GM 8,5" með ARB loftlás, til stendur að fá nýja öxla frá Yukon sem eru sterkari en orginal.
Afturhásing er orginal 14 bolta GM semifloting, með nýjum öxlum og ARB loftlás og hlutföllin eru 5,13.
350 mótor er orginal en til stendur að setja annan, 383 eða 454.
Gírkassinn er orginal, 3 gíra + extralágr en hugmyndin er að setja annan aftan á þennan, 5 gíra.
Millikassinn er einnig orginal 208 álkassi og verður hann líklega látinn halda sér áfram.
Á toppinn eru kominn 4 vinnuljós frá Hella.
1 par Hella kastarar að framann, 55w.
1 par IPF 930 tveggjageisla, 100/170w gulir.
Aukaraf er heimasmíðað og það er annar rafgeimir á leiðinni og sömuleiðis segulrofar til að slá út rafmagninu innan úr bíl.
Bíllinn var ryðbættur og heilsprautaður síðasta vetur og sumar og einnig var bekk að aftan hent út og settir 2 stólar.
kominn er kassi aftan við stólana sem geimir olíur, verkfæri, varahluti og slíkt smádót.
VHF er Vertex, GPS er Magellan, stendur til að fá sér Garmin enda kortið í þeim mun betra.

Þetta er það helsta sem komið er en hitt er svo annað að jeppi er aldrei búinn í breitingum!

Kv Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 02:08
frá KarlHK
Flottur !

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 13:26
frá Fordinn
þetta virðist vera alvöru!!!! hinsvegar væri gaman að sja stærri myndir það virðist ekki vera hægt að stækka þessar

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 17:37
frá StebbiHö
Takk fyrir það, hann er ágætur greyið, vanrtar reyndar tilfinnalega afl, allavega fyrir mig! Já myndirnar eru teknar af facebook og komu svona á síðuna, er á sjó og ekki með neinar myndir í tölvunni af honum eftir upptekt en skal redda því þegar ég kem í land, hvenær sem það verður.

Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 17:39
frá jeepson
flottur þessi. Það væri gaman að fá sjá stærri og betri myndir þegar þú kemur í land ;)

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 21:42
frá EinarR
Þetta eru alltaf flottur bílar. Klikka alls ekki skylst mér.

Re: Suburban '85

Posted: 06.feb 2010, 22:20
frá ofursuzuki
Þetta er sko alvöru Amerískur Heavy Metall, klikkar ekki, bara flottur.

Re: Suburban '85

Posted: 07.feb 2010, 00:10
frá jeepson
Ég er búinn að vera að leita mér af svona bíl með 6,2 diesel lengi. við hjúin erum að leita af svona bíl frá 33" og uppí 38" jafnvel 44" Þetta er æðislegir ferða bíla og feikna pláss í þeim. sem er einmitt það sem að við erum að leita af.

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 10:48
frá StebbiHö
Get ekki sett inn myndir, kemur alltaf að þær séu of stórar, hámark 256 KiB. Getur einhver frætt mig á hvernig ég geri þetta?
Kv Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 12:13
frá gambri4x4
Djöfull er hann orðin verklegur hjá þér Stebbi

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 12:26
frá jeepson
Þú hostar myndirnar á einhverri síðu og setur svo linkin inn [img]linkur[/img] Ég notast mikið við photobucket.com til að hosta mínar myndir. mundu bara að velja í uploadinu á þeirri síðu að þú villjir hafa þetta fyrir 15" skjá (640x480) minnir mig.

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 12:46
frá gislisveri
...eða minnkar myndirnar í 256kb og sendir þær sem viðhengi hér inn.
Í windows er mjög einfalt tól sem heitir Microsoft Office Picture Manager þar sem hægt er að minnka myndir eftir bæði pixlastærð og gagnastærð.
Svo erum við að athuga hvort síðan geti sjálfkrafa minnkað myndirnar sem eru sendar inn, séu þær stærri en 256kb. Ekki víst að það gangi, en væri mjög þægilegt.

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 12:59
frá StebbiHö
Já takk fyrir það Víðir, þetta er allt að koma!
Aðeins stærri og breiðari en LR!.JPG
Við Dreka.JPG
Passar ekki í neina slóð! Þetta eru för eftir 44.JPG
Aðeins stærri og breiðari en LR!.JPG

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 13:16
frá jeepson
Hann er vígalegur. samt pínu kjánalegt að sjá ekki aðal ljósin á sínum stað en það venst nú eins og alt annað :)

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 15:56
frá Húni
mjög töff

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 16:06
frá Polarbear
sæll. massífur bíll hjá þér!

hvar fékkstu sjálfvirku stýringarnar fyrir loftpúðana? er möguleiki á að fá að skoða það kerfi hjá þér?

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 18:53
frá StebbiHö
Ljósin voru of há orginal og þurfti því að lækka þau, jújú þetta venst alveg! Til stendur að vísu að fella þau aðeins inn í grillið og hækka aðeins en eins og er þá fær þetta að vera svona. Stýrilokarnir voru settir í fyrir 14 árum síðan af fyrirtæki sem hét Jeppasport og breytti þessum bíl, hvar þeir fengu þetta veit ég ekki en ég veit að það er svona búnaður í 6 hjóla Raminum hjá Gunnari Kredd, en það er ekkert mál að kíkja á þetta, ég er að vísu staddur á Akureyri.
Kv Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 24.feb 2010, 21:08
frá jeepson
já skiljanlegt að það þurfi að lækka þetta til að fá skoðun. En hvernig í F....... ætli 54" fordinn fái þá skoðun? Ég hef ekki orðið var við að það sé búið að lækka ljósin á honum.

Re: Suburban '85

Posted: 25.feb 2010, 00:29
frá Polarbear
takk fyrir upplýsingarnar og boðið, en akureyri er of langt í burtu vegna díselverðs í augnablikinu....

jeepson, allir menn eru jafnir. sumir eru bara jafnari en aðrir og fá skoðun sem enginn annar jafn maður fengi. :)

svona svipað og bankarnir, en það má víst ekki ræða það hér eða hvað?

:) lalli

Re: Suburban '85

Posted: 25.feb 2010, 01:07
frá StebbiHö
Hehe, já skil þig með verðið, fór með 260 ltr um helgina og fannst það bara nóg! En það er líka satt að stundum virðistmanni að það sé ekki sama hvort menn eru Jón eða séra Jón!! Veit um bíla sem ekki hafa gert neitt í að lækka sín ljós en fá samt skoðun, en ég var svo sem ekki í neinum vandræðum með þetta, lét skoða bílin í 12 ár án þess að þurfa að gera neitt, loftpúðar eru fínir í þetta! Svo fór ég með hann á hærri dekkjum en vanalega og svo stóð alltaf til að færa ljósin niður, þannig að þetta var svona ein af breitingunum sem ég lét verða af þegar ég tók hann í gegn síðasta vetur. En nei, við skulum ekkert vera að draga bankana inn í þessa umræðu! Gæti nú alveg reynt að ná mynd af búnaðinum ef þú villt og sent þér Lárus?
Kv Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 25.feb 2010, 01:18
frá Polarbear
það væri ljómandi gott að fá mynd af þessu fíneríi, takk fyrir... :)

ég skal ekki minnast á fjármálatengt rusl aftur í bráð..

Re: Suburban '85

Posted: 26.feb 2010, 19:39
frá StebbiHö
Ok, hér eru nokkrar myndir af þessum útbúnaði í kring um loftpúðana. Efstu myndirnar eru af hleðslujöfnurunum sjálfum, ekki stórir né mikil verkfæri. Síðan er mynd af segulokunum í húddinu, nesta myndin er af stjórnborðinu inni í bíl, þar er rofi fyrir loftdæluna og annar fyrir jafnarana, kveiki vanalega á jöfnurunum og fæ bílinn til að vera jafn og góður og slekk síðan á þeim, þarna er líka mælir fyrir púðana og á neðstu myndini sést í 4 kúluloka sem ég get opnað fyrir og dælt í eða hleift úr með tökkum við hliðina á mælinum. Endilega látið mig vita ef þetta skilst ekki og ég reyni þá að geta betri útskýringar.

Kv Stefán

Mynd0009.jpg
Mynd0010.jpg
Mynd0013.jpg
Mynd0015.jpg
Mynd0017.jpg

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 00:05
frá SverrirO
ljúfur búnaður, hvar fær maður þetta og hvað kostar það ca?

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 00:38
frá StebbiHö
Já fínasti búnaður að mínu mati. Veit ekki hvar þetta fæst í dag, lét setja þetta í fyrir 14 áum síðan hjá fyrirtæki sem hét Jeppasmiðjan en er held ég ekki í rekstri í dag. Mér er sagt að þetta sé dýrt núna. Dettur í hug að þeir á Ljónsstöðum viti þetta, allavega er 6 hjóla Raminn hérna á Ak með svona og þeir smíðuðu hann að mikklu leiti.
Kv, Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 00:48
frá Sævar Örn
Eflaust er "jeppasmiðjan" bara Ljónsstaðir...

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 09:10
frá gislisveri
Ég myndi athuga í ET eða álíka stað, þetta er auðvitað bara vörubíladót.

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 09:53
frá StebbiHö
Biðst afsökunar, sé að ég hef skrifað vitlaust fyrirtækjanafn, þetta hét Jeppasport, ekki Jeppasmiðjan! En varðandi hvar er hægt að fá svona búnað að þá má líka athuga með Bílsmiðinn eða húsbílaþjónustur, jafnvel Vagnasmiðjuna. Eflaust veit þetta einhver og bara spurning um hvort að viðkomandi gefi sig fram.
Kv, Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 14:01
frá Jens Líndal
Landvélar, Barki, ET, Ósal. Þetta er geggjaður bíll en ég myndi vilja hafa original grill og ljósin þó þau séu ótengd.

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 14:48
frá Adam levý
mér finnst frammendinn snilld, gerin bílinn enn vígalegri, flottur í alla staði.

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 15:25
frá SverrirO
þetta grill alveg bjargar bílnum, hefði ekki verið jafn snirtilegt ef að það hafi bara verið lokað fyrir ljósaopin og orginal grillin látið vera eftir, annars þakka ég fyrir upplýsingarnar.

Re: Suburban '85

Posted: 27.feb 2010, 16:29
frá StebbiHö
Orginal grilli fékk að fjúka vegna þess að það var brotið og ég nennti ekki að finna mér annað, var búinn að sjá þetta fyrir mér svona og er bara sáttur við útkomuna, ætla hins vegar að færa aðalljósin innar og fella þau aðeins inn í grillið, standa frekar mikið fram fyrir bílinn.

Stefán

Re: Suburban '85

Posted: 14.apr 2010, 08:42
frá StebbiHö
Datt í hug að setja inn svona fyrir og eftir myndir, hann var svona fagurblár áður en hann fór inn í dkúr.

Kv, Stefán
159.JPG
DSC00360.JPG

Re: Suburban '85

Posted: 23.des 2011, 23:30
frá StebbiHö
Smá uppdate á þessum. Hann er sem sagt inni í skúr og verið að smíða sama 2 gírkassa, já ekki lolo með 2 millikössum, heldur 2 stk gírkassa! Sem nota bene eru báðir með extra lágum fyrsta. Ef ég hef reiknað þetta rétt út þá verður niðurgírunin 1:497 sem er barasta ansi lágt, held ég!! Síðan eru 46" dekk á leiðinni undir, á 16" breiðum felgum, já ég veit, aðeins mjóar en ég vil hafa þær svona, mikil speki í þessum felgum og sitt sýnist hverjum. Vona að ég komist í reynsluferð á milli hátíða! Myndir eru í lágmarki en vonandi að ég rífi mig upp og taki nokkrar myndir áður en þetta fer undir!

Re: Suburban '85

Posted: 25.des 2011, 12:53
frá Hordursp
hrikalega svalur bíll hjá þér!

Re: Suburban '85

Posted: 25.des 2011, 14:33
frá Ingi
En hefði ekki bara mátt setja orginal grillið í á hvolfi eins og þeir gera á econolineunum?

Re: Suburban '85

Posted: 25.des 2011, 16:52
frá StebbiHö
Takk fyrir það. Jú á einhverjum tímapunkti hefði verið hægt að snúa grillinu, að vísu smá smíðavinna og slíkt en vel gerlegt, málið var að það var brotið og einfaldast að fara þessa leið, breytti útlitinu á honum líka.

Re: Suburban '85

Posted: 28.jan 2012, 16:02
frá StebbiHö
Nokkrar myndir af ferlinu!
biti undir nýja kassann.png
biti undir nýja kassann.png (66.18 KiB) Viewed 23231 time
kassi og millistykki.png
kassi og millistykki.png (59.6 KiB) Viewed 23231 time
ttachment]
smíðavinna.png
smíðavinna.png (66.87 KiB) Viewed 23231 time
skorið dekk.png
skorið dekk.png (61.91 KiB) Viewed 23231 time
dekk.png[/attachment]
mismunur á dekkjum.png
mismunur á dekkjum.png (60.73 KiB) Viewed 23231 time

Re: Suburban '85

Posted: 28.jan 2012, 18:42
frá StebbiHö
Þetta er sem sagt allt farið að snúast! Í bílinn var settur NP 540C kassi úr vörubíl frá 1960+, með extra lágum 1sta gír. Orginal fyrir framan hann er SM465 kassi sem er með extra lágum 1sta líka. Í prufuferðinni í gær var LC 80 með lolo og þegar hann var í ölu lægsta og ég í 1 og 1 í háa þá fór ég nánast jafn hratt, þá átti ég eftir lága drifið. Hvort þetta kemur til með að hrynja allt þegar maður fer að nota þetta á eftir að koma í ljós en ég er mjög bjartsýnn á þetta, hvorirtveggja kassana eru sterkir. Ég skifti reyndar út millikassanum, setti NP 205 í stað 208 sem var, búinn að fá nóg af því að hafa sprungin hús af þeim!! Á þessum dekkjum er hann að drífa mjög vel en satt best að segja þá hef ég pláss fyrir stærra!! Kanski maður fari aðeins ofar í stærð!!!
En allavega þá er þessi smíð bara að virka og Tryggvi Pálsson yfirsmiður má vera sáttur við þetta verk sitt!


KV, Stefán

(reyni að koma fleiri myndum inn seinna)

Re: Suburban '85

Posted: 28.jan 2012, 19:38
frá monster
lyst hrikalega vel á þetta hjá þér er ekki spurnig ef þú ætlar i stærra að fara skoða 47" pittbull eða 49" irok ?

Re: Suburban '85

Posted: 28.jan 2012, 21:30
frá Kiddi
46" dekkin eru snilld og ég held að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum af þeim!