Postfrá íbbi » 10.jún 2019, 19:03
þá er kominn einhver mynd á þetta. og búið að máta fram og til baka og breyta hinu og .þessu.
lenti reyndar í því að það lak úr öðru framdekkinu á honum, það þrýsti greinilega svona hressilega á prófílana sem ég hafði fest hann með að aftan, að grindinn færðist alveg yfir á aðra hliðina og sleit einn prófílin lausan frá. þannig að að eitt kvöldið fór í að stilla hásinguni aftur upp og mæla fram og til baka til að reyna staðsetja hana rétt aftur, þar sem allt sem festi hana undir áður var farið af bílnum.
nú er ég bara að bíða eftir rörinu í stífurnar, sem átti að koma fyrir helgi, en ég er kominn með fóðringar og búinn að renna hólka utan um þær
ég ætla þrást aðeins við í uppsetninguni á þessu, m.v hvað er talið rétt. og hafa mismunandi halla á stífunum, þ.e.a.s efri stífuna beina og neðri stífuna halla 5˚ upp að grind. með þessu er talsverður munur á síddini á stífuvasanum. ég veit að þetta myndar þvingun í misfjöðrun, en ef ég skil fræðinn rétt þá getur þetta líka þítt að fjöðrunin verði ekki jafn lifandi í venjulegum akstri á malbikinu. og satt að segja þá er það eitthvað sem ég vill, en sannleikurinn er sá að þessi bíll verður að lang mestu leyti í slíkum akstri,
hvernig þetta kemur út mun auðvitað bara koma í ljós þeggar bíllinn fer að keyra. en takmarkið með þessu var að fá bílinn skemmtilegri í akstri en hann var fyrir auk þess sem ég vonast til að eitthvað af þeim ó-eiginleikum sem hann var haldinn á fjöðrunum og þjakar marga af þessum pallbílum skáni.
-
Viðhengi
-
- 62233739_569850046872855_8813818055885848576_n.jpg (91.47 KiB) Viewed 36605 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.