Bronco 74 frame off.


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 12.mar 2011, 23:08

Það sem átti að vera smá nudd í ryðblettum endaði með að bíllinn var rifinn ofaní grind. Og nú er að bretta upp ermar og hefja endurreisnina.
Bíllinn er 1974 model af bronco sport sem ég er búinn að eiga í einhver 7-8 ár. Bíllinn er sjálfskiftur, 8 cyl 302 og 35 tommu breyttur. Búinn að vera minn aðal jeppi síðan ég fékk hann og þar sem ég ætla að láta grafa mig í honum, þá er allt í lagi að taka nokkur ár og nokkra þúsundkalla í að gera hann eins og ég vil hafa hann.
Samverkamaður minn og myndtökumaður er Stefán sonur minn 10 ára. Planið er að hann geti farið á rúntinn á bílnum þegar hann fær bílpróf.
april 2010 035.jpg
mars april 2009 074.jpg
IMG_3113.jpg
Algjörlega frábær bíll..
Bronco frame of 001.jpg
Framsætin úr colt turbo og aftursæti úr pajero komin í geymslu og verða trúlega notuð aftur.
Bronco frame of 011.jpg
Bronco frame of 012.jpg
Ryð, óvinur nr.1
Bronco frame of 013.jpg
Þarna var orðið ljóst í hvað stefndi.
Bronco frame of 014.jpg
des 2010 043.jpg
Gott að vita af rafkerfunum frá Bronco graveyard og Painless. Auðvelt að skifta öllu út.
desember 2010 003.jpg
Bíllinn var síðast tekin í gegn af frændum mínum á Borgarfirði Eystri eins og þessi límbönd frá Álfasteini innan í afturhliðunum vitna um.




Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 12.mar 2011, 23:21

desember 2010 007.jpg
Verkstjórinn að losa boddýfestingar.
mars 2011 056.jpg
mars 2011 062.jpg
Tubbið fór inn í hlöðu ásamt boddýhlutum og veltigrind.
mars 2011 060.jpg
Stund sannleikanns. Munum við feðgar klára þetta, eða keyrum við allt á haugana þegar við erum orðnir leiðir á þessu? Allavegana er ég búinn að panta sandblástur á grindinni í Hafnarfirði. Það er einhverskonar byrjun.....


66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá 66 Bronco » 13.mar 2011, 11:21

Það er spurning þegar bræður eiga sitt hvorn bílinn hvort ekki sé rétt að taka frá 3ja ára pláss í skúrnum fyrir hinn líka..


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 13.mar 2011, 13:53

Annað hvort rífur þú þinn núna Hjörleifur og verður samferða mér, eða þú rífur hann nauðbeygður eftir nokkur ár.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá ellisnorra » 13.mar 2011, 14:15

Er faðir ykkar eitthvað með puttana í þessu líka eða er þetta of mikið járn og ekki nógu gamalt fyrir hann? :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 13.mar 2011, 18:11

Já Elli, pabbi er meira fyrir fúið timbur og helst síðan fyrir aldamótin 1900.
Kíktu endilega í skúrinn hjá mér við tækifæri. Þykist vita að þú hafir marga fjöruna sopið í þessum bransa. Gott að fá álit og ábendingar.


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 30.apr 2011, 22:01

Aðeins mjakast þetta nú áfram. Grindin komin úr sandbæstri ásamt sýru og galv meðferð.
Hásingin pússuð og máluð.
Ný hlutföll, 4/56 komin í drifið ásamt nýjum legum.
Hjólalegurnar komnar í hús. Bíð eftir sendingu frá Bronco graveyard með Superflex 2,5" lift fjöðrum, fjaðrahengslum, fóðringum og bremsum.
Á meðan má svosem klára hjólalegurnar, laga boddýsætin og lakka grindina. Svo er framhásingin næst inn á gólf.
Bronco frame of 023.jpg
Bronco frame of 024.jpg
Bronco frame of 025.jpg
Bronco frame of 027.jpg

Áætluð verklok: september 2017.
Kveðja Óli


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá sukkaturbo » 30.apr 2011, 22:09

flott hjá þér kveðja Guðni á Sigló eigum einn varahlutabíl með öllu lítið ryðgaðan


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 30.apr 2011, 22:50

Takk fyrir kveðjuna Guðni á Sigló. Við þurfum að tala saman út af þessum varahlutabíl.
Sendi þér póst.

Kveðja Óli.
olistef@internet.is


Hermann
Innlegg: 128
Skráður: 08.júl 2010, 23:34
Fullt nafn: Hermann Jóhann Bjarnason
Bíltegund: nissan patroly60 3.3

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá Hermann » 01.júl 2011, 01:30

hvað kostið að sandblása gríndina og húða hana???
Jeppi er ekki Jeppi nema það standi Nissan Patrol á honum


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 01.júl 2011, 21:17

Það kostaði 46 þúsund að sanblása, sýruþvo og galvanisera grindina. Var gert á Akureyri.


Wild Bronco
Innlegg: 2
Skráður: 04.aug 2011, 00:11
Fullt nafn: Ásgeir Sæmundsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá Wild Bronco » 04.aug 2011, 01:04

Skemmtilegt að fylgjast með þessu :) Flottir feðgar
----
Kveðja Ásgeir
Bronco Sport 76


Ásgrímur
Innlegg: 25
Skráður: 13.mar 2011, 21:41
Fullt nafn: Ásgrímur Sigurðsson
Bíltegund: Land Crusier 80
Staðsetning: Austurland

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá Ásgrímur » 10.aug 2011, 06:53

Gaman að fylgjast með þessu. Var sjálfur að spá í að galva grindina hjá mér en hætti við það, var hræddur um að hún myndi vinda uppá sig. Málaði hana þess í stað með tveggjaþátta epoxíð grunni og málingu.
Ási
VW Passat 1,8 T 2003
Bronco sport 74 38"
Bronco 74 6 cyl


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá Heiðar Brodda » 11.sep 2011, 22:16

sælir hvernig gengur verkefnið kv Heiðar Brodda


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 27.sep 2011, 21:40

Sæll Heiðar.
Ekkert að gerast í augnablikinu. Fer vonandi að gera eithvað með vaxandi skamdegi.
Kv. Óli


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 17.maí 2012, 23:15

IMG_2646.JPG
IMG_2645.JPG
IMG_2643.JPG
IMG_2641.jpg
Á hraða snigilsins mjakast þetta áfram. Ég ætlaði mér 6-7 ár í þetta, en ætli sé ekki best að rýmka það strax í 10.

Ný hlutföll komin í drifin 4/56 og nýjar legur. Ætlaði að setja læsingar frá Eaton í bæði drifin, en það verður að bíða vegna kreppuástands. Hjólalegur nýjar. Öll gúmí og fóðringar ný. Allt nýtt í bremsum nema skálarnar, en þær voru bara tveggja ára þegar ég reif bílinn. Bremsurör úr ryðfríu fékk tilbúin frá Broncograveyard.com. En þar kaupi ég nánast allt fyrir þetta verkefni.

Næst á dagskrá er vél og kassar. Ef einhver veit um c4 og dana20 í topp standi þá má gjarnan láta mig vita.

Kveðja Óli


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olafur f johannsson » 17.maí 2012, 23:34

þessi á til c4 með dana 20 kassa
Sigursteinn Þórsson
Klettaborg 41 -600 Akureyri Sími:463 1188
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá stebbiþ » 18.maí 2012, 10:48

Sæll Óli.
Flott project hjá þér. Man eftir Broncoinum þegar við vorum að vinna saman í Þjóðleikhúsinu.
Kveðja,
Stebbi (fyrrverandi sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu)


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá beygla » 18.maí 2012, 19:47

ættir að ná þer í millikasa úr 66 bíl hann er með lægra láadrif minir að það se 2.58


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 18.maí 2012, 21:10

Ég er einmitt með eldri gerðina af millikassa. Bein lína í stað J. Eflaust mun ég gera hann upp, en ef ég dytti niður á góða uppgerðan kassa þá tæki ég hann.

Sæll Stebbi. Gaman að heyra frá þér. Þú hefur nú gert upp nokkra skrjóðana þykist ég vita. Og ertu kominn í GM núna?

Kv. Óli


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olafur f johannsson » 18.maí 2012, 21:56

beygla wrote:ættir að ná þer í millikasa úr 66 bíl hann er með lægra láadrif minir að það se 2.58

það er sama lága drif í dana 20 í bronco frá 1966-til 1972
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá danfox » 19.maí 2012, 15:10

Hefði ekki verið betra að laga allt ryð og boddífestingar áður en grindinn var send í blástur og galv :)


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 19.maí 2012, 19:10

Ég er þektur fyrir að vera sérvitur og þver Danfox :)


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá stebbiþ » 19.maí 2012, 19:21

Sæll aftur Óli
Já, maður er alltaf eitthvað að brasa. Þessa dagana keyri ég um á 7 manna Hyundai Starex strumpastrætó og kann því vel.
Gamli Roadrunnerinn er í góðum höndum í Keflavík, eftir 5 ár í kvartmílunni og milljón stundir í bílskúrnum fór nú Mopar-dellan að fjara út. Hef átt tvo GM trukka síðan, enda var mér aldrei boðin innganga í Mopar-klúbbinn. Það er klúbbur gamlingja, aðallega úr Hafnarfirði, sem skiptast á að troða í sig kökum og tala um afurðir Chrysler samsteypunnar sálugu.
GM, Ford eða Mopar, Þetta er allt sama tóbakið. Reyndar hef ég aldrei skilið áhuga manna á Ford!!

Kveðja,
Stebbi Þ.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá jeepcj7 » 19.maí 2012, 21:37

Hefur þú sem sagt aldrei átt bíl? ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá beygla » 19.maí 2012, 23:24

Flottir bílar átti einn 1976 bíl 36" rúnta núna á einum næstum orginal 74 :)


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 23.nóv 2013, 22:42

Þetta verkefni er með lífsmarki þó að púlsinn sé veikur.

Var næstum búinn að selja allt draslið í sumar. Tvisvar var sala ákveðin, en sem betur fer mættu kaupendurnir ekki þegar til kom.

Grind, drif og hjólabúnaður, kassar og vélbúnaður er útskrifað í bili. Allt í toppstandi.
Vinna við boddý mun hefjast á útmánuðum.

DSCN1754.JPG
DSCN1754.JPG (175.83 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1755.JPG
DSCN1755.JPG (182.31 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1756.JPG
DSCN1756.JPG (293.06 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1757.JPG
DSCN1757.JPG (265.48 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1758.JPG
DSCN1758.JPG (342.53 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1759.JPG
DSCN1759.JPG (273.62 KiB) Viewed 8434 times

DSCN1760.JPG
DSCN1760.JPG (314.14 KiB) Viewed 8434 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá ellisnorra » 23.nóv 2013, 22:45

Þetta er fjandi flott, þó þetta sé ford!
Metnaður í þessu og hlutirnir gerðir vel, thumbs up!
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 23.nóv 2013, 22:54

Takk fyrir það Elli.
Maður er nú hálf feiminn við ykkur jaxlana hérna á spjallinu. Hér eru menn að taka 54" breytingar með Cummins swappi og alsprautun á einni helgi eða svo :)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá ellisnorra » 23.nóv 2013, 23:05

Svona svona... Það skiptir ekki máli hvað menn eru lengi að dunda í hobbyinu sínu heldur hversu skemmtilegt mönnum finnst það :)
http://www.jeppafelgur.is/


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olafur f johannsson » 23.nóv 2013, 23:13

Hrikalega flott
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 23.nóv 2013, 23:23

Takk nafni. Þessi 4runner þinn er geggjaður!


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá Fordinn » 24.nóv 2013, 00:03

Flott hjá ykkur.... í guðana bænum ekki selja þetta frá þér... munt alltaf sjá eftir því.... smá boddy vinna eftir =)

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá MixMaster2000 » 24.nóv 2013, 21:43

Glæsilegur og flott vinnubrögð.

Ford er alltaf flottastur sérstaklega Bronco :)
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Höfundur þráðar
olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá olistef » 24.nóv 2013, 23:35

Þakka hvatningarorð. Smá boddý vinna eftir sagði Fordinn :)
Þá dettur mér í hug, Veit einhver um viðgerðarhæfann topp á svona bíl? Ef svo er myndi ég þiggja ábendingar.
Einnig væri ég til í HEI kveikju fyrir Ford small block ef einhver á og vill selja.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá juddi » 25.nóv 2013, 15:15

Þessi gæti átt kveikju Svanur 8983189 ég tók allavega nánast nýja hei kveikju úr gömlum mustang sem hann á
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá sukkaturbo » 25.nóv 2013, 18:16

Sæll Ólafur og sonur þetta er til fyrimyndar handbragðið á þessu hjá ykkur og mun ég fylgjast grant með þessu í farmtíðinni. kveðja frá 54" genginu á Sigló


lada sport
Innlegg: 6
Skráður: 18.júl 2013, 20:34
Fullt nafn: kristján skjóldal
Bíltegund: belair 55

Re: Bronco 74 frame off.

Postfrá lada sport » 04.des 2013, 23:20

hvaða millihedd er á þessari vél ??


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur