Óttar wrote:Lindemann wrote:Sæll
Þú verður að hafa það á hreinu með abs skynjarana hvaða kerfi nota merki frá þeim. Ef að t.d. skiptingin notar hraðamerkið frá abs skynjaranum þarftu að breyta merkinu svo skiptingin sjái sama merki þrátt fyrir breytt drifhlutföll. Ef að svo skiptingin notar ekki hraðamerkið en hraðamælirinn notar abs skynjarana þá geturu breytt merkinu til að hraðamælirinn verði réttur.
Það eru ýmsar leiðir í þessu, ef það eru hefðbundnir abs hringir í þessum bíl er auðvelt að smíða nýja hringi með öðrum tannafjölda eftir hvað hentar.
Ég veit að með þennan bíl er ekkert einfalt. með hraðamælabreytinguna þá verður að fara í hvert hjól og breyta merkinu, mér skilst að það sé ekki auðvelt og svo er hringurinn inn í þéttihringnum á hjólaleguni. svo ég held að það sé best að smíða hringi
En veist hverjir eru bestir í svona tölvudóti hér á landi....ekki mikið support frá Heklu, ef maður skildi þurfa að hræra eitthvað í því dóti
Kv Óttar
Auðveldasta leiðin er klárlega að smíða nýja hringi. Svo ætti að vera hægt að senda mælaborðið út og láta breyta því svo hraðamælirinn verði réttur.
Vandamálið er ekki að Hekla hafi ekki áhuga á að supporta svona mál, vandamálið liggur í því að VW hefur ekki áhuga.
Ég hef verið að díla við svona mál hjá öðru umboði(sem starfsmaður) og verið í sambandi við framleiðanda varðandi álíka breytingar.
Framleiðendur hafa einfaldlega ekki áhuga á svona málum og kannski að hluta til þora því ekki.