'91 Ford Explorer @46"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: '91 Ford Explorer @46"
Minnir mig á þegar ég var að rífa mótorinn úr torfærugrindinni hjá mér ítrekað vegna vesens með startkrans. Helvítis ford er með dálítið fleiri gerðir af startkrönsum heldur en GM, ég gerði nokkrar æfingar, meðal annars að sjóða á nýjar tennur. En allavega, pointið með þessari smásögu var að ég var kominn niður í 14 mín frá því ég keyrði inn þar til mótorinn hékk í loftinu :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Já maður er hérumbil farinn að gera þetta blindandi, ég er líka búinn að smíða ýmislegt með það fyrir augum að það auðveldi þetta að fjarlægja yfirbygginguna, sem er mjög hentugt því nú sé ég hag minn best borinn í því að kippa húsinu af og laga smá ryðskemmdir, frekar en að standa í því í eitthverjum óþægilegum stellingum...
Þar að auki ætla ég að færa mótorinn aðeins á betri stað, framar og neðar, svona er þetta þegar maður mælir með þumlinum........... ;)
Þar að auki ætla ég að færa mótorinn aðeins á betri stað, framar og neðar, svona er þetta þegar maður mælir með þumlinum........... ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Fyrstu drög að nýjum mótorfestingum, 4cm framar og 5cm neðar en þær vóru áður
Svona var frumhönnunin, minnkaði þetta svo um helming td. til að hægt sé að losa startarann úr, og sauð í botninn á festingunni líka
Vatnskassinn sem er smurður framm í grill passar ennþá á sinn stað, húrra!
Og viti menn, kofinn passar á!
Útsala á Rancho hjá Benna... valdi "bara eitthvað", verður áhugavert að sjá hvernig það hentar bílnum...
Setti 140 amp alternator úr sprinter af nýrri gerðinni, í stað upprunalega 75amp alternators sem kom i mússó, þarna er ég að lóða skott inn á vafning framanvið díóðu til að fá trigger inn á snúningshraðamælinn
Vélarfestingin tilbúin, og startarinn kemst úr... rétt svo, á bara eftir að setja herta bolta í blokkina
Svona var frumhönnunin, minnkaði þetta svo um helming td. til að hægt sé að losa startarann úr, og sauð í botninn á festingunni líka
Vatnskassinn sem er smurður framm í grill passar ennþá á sinn stað, húrra!
Og viti menn, kofinn passar á!
Útsala á Rancho hjá Benna... valdi "bara eitthvað", verður áhugavert að sjá hvernig það hentar bílnum...
Setti 140 amp alternator úr sprinter af nýrri gerðinni, í stað upprunalega 75amp alternators sem kom i mússó, þarna er ég að lóða skott inn á vafning framanvið díóðu til að fá trigger inn á snúningshraðamælinn
Vélarfestingin tilbúin, og startarinn kemst úr... rétt svo, á bara eftir að setja herta bolta í blokkina
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: '91 Ford Explorer @46"
flott svona líkar mér að sjá allt í lausnum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Ég þakka Guðni, sömu sögu má segja um þig, við erum svona kallar sem reynum hvað við getum til þess að gera allt sjálfir
Hvað mig varðar þá er það bara lærdómur, ég hef lært að vanda mig meir og meir með hverju skipti sem ég tek upp hugmyndahattinn, hef ekki mikla reynslu af breytingum en bæti við á hverju hausti,
hef jafn gaman að græjupælingum og undirvagnssmíði einsog að aka bílnum á fjöllum og ferðast og kanna möguleika bílsins í ótrulegustu aðstæðum.
Það sem mér finnst einna skemmtilegast er að reyna að sjá fyrir hugsanlegar bilanir og koma í veg fyrir þær, þó reyndin hafi orðið sú að fiktið orsakar fleiri og óþarfar bilanir, en þá er bara að taka á því þegar það gerist.
Ég geri ekki ráð fyrir að vinna mikið í bílnum fyrr en milli jóla og nýárs og óska öllum sem mína pósta lesa því gleðilegrar hátíðar.
smá styrking á framhásingu, svona til að friða hugann, ef ekki eitthvað annað... :)
Hvað mig varðar þá er það bara lærdómur, ég hef lært að vanda mig meir og meir með hverju skipti sem ég tek upp hugmyndahattinn, hef ekki mikla reynslu af breytingum en bæti við á hverju hausti,
hef jafn gaman að græjupælingum og undirvagnssmíði einsog að aka bílnum á fjöllum og ferðast og kanna möguleika bílsins í ótrulegustu aðstæðum.
Það sem mér finnst einna skemmtilegast er að reyna að sjá fyrir hugsanlegar bilanir og koma í veg fyrir þær, þó reyndin hafi orðið sú að fiktið orsakar fleiri og óþarfar bilanir, en þá er bara að taka á því þegar það gerist.
Ég geri ekki ráð fyrir að vinna mikið í bílnum fyrr en milli jóla og nýárs og óska öllum sem mína pósta lesa því gleðilegrar hátíðar.
smá styrking á framhásingu, svona til að friða hugann, ef ekki eitthvað annað... :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 4
- Skráður: 19.des 2016, 15:51
- Fullt nafn: Arnar Snær Gunnarsson
- Bíltegund: Suzuki sidekick 1995
Re: '91 Ford Explorer @46"
Þvílík snilld sem þessi bíll er hjá þér! Þegar maður skoðar svona þræði langar mann bara helst að henda sér út á verkstæði og byrja að smíða!
Subaru Impreza 1998 1.6 fwd
Suzuki Sidekick 1995 1.6 33"
Suzuki Sidekick 1995 1.6 33"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Seinast setti ég inn pistil hérna 21. desember, ég gjörsamlega sprengdi mig milli jóla og nýárs og svo fyrstu viku janúar...
Planið breyttist, það sem átti að verða fyrsta ferð í febrúar varð að því að fyrsta ferð var farin fyrstu helgi í janúar, sem er svo sem engin nýbreytni m.v fyrri ár. Hinsvegar kom þetta aftan að mér því ég var enganveginn nærri því tilbúinn fyrir ferð, en ákvað samt að reyna...!
Ákvörðun um að fara í þessa ferð var tekin um hádegisbil 27. desember 2016, ferðin er seinnipart 6. janúar 2017
Á þessum tíma er yfirbyggingin ekki komin á bílinn, sem var svo sem ekkert mál þannig séð... en meira átti eftir að koma í ljós kortér í ferð........
Kofinn nýlentur á grindina
Framendinn að koma saman
Þessa Úniversal loftsíu keypti ég fyrir 900kr íslenskar á Aliexpress.com, líklega er hún ekki mjög góð til að nota í annað en vetrarjeppa, en sennilega góð í það, kemur í góðu boxi sem auðvelt er að koma fyrir og með fylgir rani sem hægt er að móta og beygja að vild, alger snilld!
Á þessum tímapunkti var kominn tími á gangsetningu og varð að henni, þá sé ég að samskeyti á hydroboost bremsuhjálpinni míglekur, þannig ég ríf það úr og í sundur, þrátt fyrir miklar tilraunir fyrir að þétta lekann enda ég á að taka ákvörðun að það muni ekki ganga að fá þetta í lag ódýrt og eða nógu snemma fyrir ferðina, svo ég leita á önnur mið og finn vacum booster úr explorer, það hafði ég aldrei prófað, þessi bíll var kominn með hydroboost þegar ég tók við honum, en að vísu setti ég nýtt hydroboost því það sem var í honum var bilað/óvirkt
Það var vitaskuld einsog við manninn mælt, vacum boostið komst ekki fyrir vegna þess að þegar ég smíðaði höfuðdælu festingu fyrir kúplinguna setti ég hana eins nærri hydroboostinu og ég gat, til að teinninn á kuplings pedalann væri sem beinastur, en vacum kuturinn er að sjálfsögðu talsvert fyrirferðarmeiri
Þegar ég komst að þessu er klukkan um 22. á fimmtudegi 5. janúar 2017
Þá voru góð ráð dýr, ég ténkaði það í sirka 30 mínútur hvort ég ætti að tilkynna að ég kæmist ekki með í þessa ferð vegna bremsuleysis... en þótti það klént...
Ég tók því þá ákvörðun að vinna í bílnum alla aðfaranótt ferðarinnar, og var búinn um kl 7 um morgun þann dag sem farið yrði, það reyndist talsvert mál að færa höfuðdæluna fyrir kúplinguna og endaði ég á að fjarlægja mælaborðið úr bílnum aðallega vegna eldhættu þegar soðið er í hvalbakinn,þar er c.a. 4cm þykk ullar einangrun, sef til c.a. kl 14 og held áfram frágangi einsog að koma fyrir loftdælu og auka eldsneyti og þvíumlíku, og auðvitað, prufa bremsurnar, sem reynast bara prýðisgóðar, hydroboost óþarft...!
Allt farið að virka og passar prýðilega...
Myndin er tekin við Bjallarvað, um kl 21 á föstudagskvöldi 6. jan 17
Það stóð svo tæpt að ég lagði af stað c.a. 1 klst og 30 mín á eftir ferðafélögunum, sem var áhætta út af fyrir sig, að fara einbíla á bíl sem svo mikið er búið að fikta í, svo langt inn á hálendi, en ég var amk. í talstöðvarsambandi við félagana alla leið inneftir, sem gaman er frá að segja, ég var lagður af stað þegar ég ætla að grípa talstöðina í hendina og ath. hvort einhver heyri til mín, kemst þá að því að hana vantar alveg í bílinn...
Ferðin inn í Landmannalaugar gekk einsog í sögu, mjög snjólétt og færi frábært, þó þannig að nokkuð öruggt var að aka, hvergi að sjá bleytu í förum
Morguninn eftir, þegar búið var að hvíla vel fram að hádegi ákvað ég að storka örlögunum ekki meir, og sjá hvort vagninn hafi það af að komast til byggða aftur, af tímaþröng þorði ég ekki að hætta á að fara seint af stað til baka, því var lagt af stað fljótlega eftir hádegi
Hér sést bláminn á Frostastaðavatni svo lítill var snjórinn
fljótlega eftir frostastaðavatn fór að heyrast sláttur frá vélarrýminu og þá var reimin að yfirgefa veröldina, sem betur fer hafði ég keypt aðra reim áður en ég lagði af stað og hafði hana meðferðis
Það var ekki mikið að því að lenda í þessari bilun, auðvelt að skipta um reim og veður í góðu lagi, og við á góðum tíma, en mig var þó farið að sárlanga að komast til byggða, því við vorum einbíla og á svona "project bíl" getur allt gerst, alltaf!
en allt hafðist þetta nú og við fórum léttilega í bæinn,
En það verður að viðurkennast af þessari ferð að ég ofgerði mér og sé pínu eftir því, enda hef ég ekki snert bílinn frá því við komum aftur í bæinn, núna nærri tveim mánuðum síðar. Eitt og annað kom í ljós, helst ber að nefna að gírkassi er orðinn leiðinlegur, helst illa í bakki ef tekið er á honum.
Það stendur þó til bóta, að vísu hef ég verið að leita mér að fullbreyttum jeppa til að kaupa, patról eða landcruser eða hilux, þá getur maður gripið hann í ferðir og leikið sér áfram að smíða í þessum Ford í friði :)
Planið breyttist, það sem átti að verða fyrsta ferð í febrúar varð að því að fyrsta ferð var farin fyrstu helgi í janúar, sem er svo sem engin nýbreytni m.v fyrri ár. Hinsvegar kom þetta aftan að mér því ég var enganveginn nærri því tilbúinn fyrir ferð, en ákvað samt að reyna...!
Ákvörðun um að fara í þessa ferð var tekin um hádegisbil 27. desember 2016, ferðin er seinnipart 6. janúar 2017
Á þessum tíma er yfirbyggingin ekki komin á bílinn, sem var svo sem ekkert mál þannig séð... en meira átti eftir að koma í ljós kortér í ferð........
Kofinn nýlentur á grindina
Framendinn að koma saman
Þessa Úniversal loftsíu keypti ég fyrir 900kr íslenskar á Aliexpress.com, líklega er hún ekki mjög góð til að nota í annað en vetrarjeppa, en sennilega góð í það, kemur í góðu boxi sem auðvelt er að koma fyrir og með fylgir rani sem hægt er að móta og beygja að vild, alger snilld!
Á þessum tímapunkti var kominn tími á gangsetningu og varð að henni, þá sé ég að samskeyti á hydroboost bremsuhjálpinni míglekur, þannig ég ríf það úr og í sundur, þrátt fyrir miklar tilraunir fyrir að þétta lekann enda ég á að taka ákvörðun að það muni ekki ganga að fá þetta í lag ódýrt og eða nógu snemma fyrir ferðina, svo ég leita á önnur mið og finn vacum booster úr explorer, það hafði ég aldrei prófað, þessi bíll var kominn með hydroboost þegar ég tók við honum, en að vísu setti ég nýtt hydroboost því það sem var í honum var bilað/óvirkt
Það var vitaskuld einsog við manninn mælt, vacum boostið komst ekki fyrir vegna þess að þegar ég smíðaði höfuðdælu festingu fyrir kúplinguna setti ég hana eins nærri hydroboostinu og ég gat, til að teinninn á kuplings pedalann væri sem beinastur, en vacum kuturinn er að sjálfsögðu talsvert fyrirferðarmeiri
Þegar ég komst að þessu er klukkan um 22. á fimmtudegi 5. janúar 2017
Þá voru góð ráð dýr, ég ténkaði það í sirka 30 mínútur hvort ég ætti að tilkynna að ég kæmist ekki með í þessa ferð vegna bremsuleysis... en þótti það klént...
Ég tók því þá ákvörðun að vinna í bílnum alla aðfaranótt ferðarinnar, og var búinn um kl 7 um morgun þann dag sem farið yrði, það reyndist talsvert mál að færa höfuðdæluna fyrir kúplinguna og endaði ég á að fjarlægja mælaborðið úr bílnum aðallega vegna eldhættu þegar soðið er í hvalbakinn,þar er c.a. 4cm þykk ullar einangrun, sef til c.a. kl 14 og held áfram frágangi einsog að koma fyrir loftdælu og auka eldsneyti og þvíumlíku, og auðvitað, prufa bremsurnar, sem reynast bara prýðisgóðar, hydroboost óþarft...!
Allt farið að virka og passar prýðilega...
Myndin er tekin við Bjallarvað, um kl 21 á föstudagskvöldi 6. jan 17
Það stóð svo tæpt að ég lagði af stað c.a. 1 klst og 30 mín á eftir ferðafélögunum, sem var áhætta út af fyrir sig, að fara einbíla á bíl sem svo mikið er búið að fikta í, svo langt inn á hálendi, en ég var amk. í talstöðvarsambandi við félagana alla leið inneftir, sem gaman er frá að segja, ég var lagður af stað þegar ég ætla að grípa talstöðina í hendina og ath. hvort einhver heyri til mín, kemst þá að því að hana vantar alveg í bílinn...
Ferðin inn í Landmannalaugar gekk einsog í sögu, mjög snjólétt og færi frábært, þó þannig að nokkuð öruggt var að aka, hvergi að sjá bleytu í förum
Morguninn eftir, þegar búið var að hvíla vel fram að hádegi ákvað ég að storka örlögunum ekki meir, og sjá hvort vagninn hafi það af að komast til byggða aftur, af tímaþröng þorði ég ekki að hætta á að fara seint af stað til baka, því var lagt af stað fljótlega eftir hádegi
Hér sést bláminn á Frostastaðavatni svo lítill var snjórinn
fljótlega eftir frostastaðavatn fór að heyrast sláttur frá vélarrýminu og þá var reimin að yfirgefa veröldina, sem betur fer hafði ég keypt aðra reim áður en ég lagði af stað og hafði hana meðferðis
Það var ekki mikið að því að lenda í þessari bilun, auðvelt að skipta um reim og veður í góðu lagi, og við á góðum tíma, en mig var þó farið að sárlanga að komast til byggða, því við vorum einbíla og á svona "project bíl" getur allt gerst, alltaf!
en allt hafðist þetta nú og við fórum léttilega í bæinn,
En það verður að viðurkennast af þessari ferð að ég ofgerði mér og sé pínu eftir því, enda hef ég ekki snert bílinn frá því við komum aftur í bæinn, núna nærri tveim mánuðum síðar. Eitt og annað kom í ljós, helst ber að nefna að gírkassi er orðinn leiðinlegur, helst illa í bakki ef tekið er á honum.
Það stendur þó til bóta, að vísu hef ég verið að leita mér að fullbreyttum jeppa til að kaupa, patról eða landcruser eða hilux, þá getur maður gripið hann í ferðir og leikið sér áfram að smíða í þessum Ford í friði :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: '91 Ford Explorer @46"
Magnaður þráður hjá þér Sævar og virkilega gaman að skoða.
Nú þekki ég þig ekkert en þú ert greinilega einn af fáum svona orginal snillingur.
Þekkir ekki að gefast upp og ferð þínar eigin leiðir no matter what.
Vel gert hjá þér og verulega áhuga verður bíll hjá þér
Nú þekki ég þig ekkert en þú ert greinilega einn af fáum svona orginal snillingur.
Þekkir ekki að gefast upp og ferð þínar eigin leiðir no matter what.
Vel gert hjá þér og verulega áhuga verður bíll hjá þér
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Sæll vinur og þakka þér kveðjuna, ég hugsa þetta þannig að það er gaman að deila sinni reynslu á prenti og á myndum, það er kannski ekki hægt að horfa á allt sem fróðleik eða upplýsingar en sumt vissulega, restin er bara til skemmtunar eða glöggvunar. Eða hreinlega í algjöru gríni.
Margt er það sem betur má fara, en ég forðast ekki að deila því hvort sem vel gengur eða illa, enda einsog ég sagði viðurkenni ég að þreytan er orðin nokkur, ég tel tíma til kominn að kaupa tilbúinn fjallajeppa og eyða púðri í viðhald frekar en breytingar, og hafa þá afgangs nennu til að skrúfa áfram í þessum bíl.
Margt er það sem betur má fara, en ég forðast ekki að deila því hvort sem vel gengur eða illa, enda einsog ég sagði viðurkenni ég að þreytan er orðin nokkur, ég tel tíma til kominn að kaupa tilbúinn fjallajeppa og eyða púðri í viðhald frekar en breytingar, og hafa þá afgangs nennu til að skrúfa áfram í þessum bíl.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: '91 Ford Explorer @46"
Jamm Sævar þú ert orginal jeppamaður sem gerir allt sjálfur og þar er mesta ánægjan svo er líka gaman að lesa þráðinn þinn og maður tekur þátt í þessu með þér af heilum hug bæði gleði reiði og þreitu he he kannst vel við allar þessar geðsveiflur.Stundum gengur vel og stundum afleitlega og stundum á maður bara eftir að henda handsprengu í hauginn og hlaupa út.
En svo líður það hjá og maður fyrirgefur druslunni allt. En eins og máltækið segir um jeppadelluna þetta er slæmt fyrst og svo versnar það með aldrinum.Ég segi það að þessir smíða og bras þræðir halda uppi jeppaspjallinu og í þeim verða til hellingur af upplýsingum. Ég er nýlega byrjaður að setja inn verð á hinu og þessu og hvar það fæst og spurning er að setja líka inn símanúmerin hjá viðkomandi söluaðilum öðrum til þæginda. En takk fyri skemmtilegan þráð kveðja að norðan Guðni
En svo líður það hjá og maður fyrirgefur druslunni allt. En eins og máltækið segir um jeppadelluna þetta er slæmt fyrst og svo versnar það með aldrinum.Ég segi það að þessir smíða og bras þræðir halda uppi jeppaspjallinu og í þeim verða til hellingur af upplýsingum. Ég er nýlega byrjaður að setja inn verð á hinu og þessu og hvar það fæst og spurning er að setja líka inn símanúmerin hjá viðkomandi söluaðilum öðrum til þæginda. En takk fyri skemmtilegan þráð kveðja að norðan Guðni
Re: '91 Ford Explorer @46"
Hefur verið einn af mínum uppáhalds þráðum,
Kannast vel við svona þreytu, stundum er maður alveg kominn með nóg af þessu, mér eldri og hugsanlega vitrari maður sagði að maður ætti aldrei að láta svona eilífðar project frá sér, bara geyma þau, ég hef lært að það er margt til í þessu,
Kannast vel við svona þreytu, stundum er maður alveg kominn með nóg af þessu, mér eldri og hugsanlega vitrari maður sagði að maður ætti aldrei að láta svona eilífðar project frá sér, bara geyma þau, ég hef lært að það er margt til í þessu,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: '91 Ford Explorer @46"
Jamm Íbbi þar er ég sammála þó ég fari eldrei eftir þessu sjálfur enda rasshaus og hef keypt suma bílana mín allt 5 sinnum aftur
Re: '91 Ford Explorer @46"
Byrja á því að hæla þér Sævar og þessum bíl og þessum frábæra vel skrifaða þræði. Ég lagðist í sófann um 21:00 með pepsi glas og appoló lakkríspoka.. 4-5 rífill glösum og tómum appoló poka 3 klst seinna er ég búinn að lesa næstum því hvern einasta póst hérna og núna svíður mér svo í fingurgómana að fara finna mér nýjan project jeppa til að skrúfa í.
Ég ætla líka að taka undir með ykkur að þessi tvö skipti sem ég átti project jeppa á síðustu 12 árum langaði mig oft að sprengja þá í loft upp en þá sé ég enþá eftir þeim i dag en lét þá báða frá mér vegna aðstöðu og mikils tímaleysi en þá hefði ég frekar átt að geyma þá afskráða heima fyrir..
En nú er áhuginn kominn í botn aftur og ég byrjaður að leita af nýjum project jeppa allt þér að kenna Sævar og það er skemmtilegast af þessu öllu að gera þetta allt sjálfur en ekki kaupa þetta tilbúið. Hef prófað bæði þó svo að tilbúinn til ferða hljómi betur að þá er svo leiðinlegt að borga fullt verð fyrir einhvað sem byrjar svo bara á því að bila og bila heldur en hitt að gera þetta sjálfur frá upphafi og þá veit maður nákvæmlega hvað maður er með í höndunum.
Yfir og út.
Ég ætla líka að taka undir með ykkur að þessi tvö skipti sem ég átti project jeppa á síðustu 12 árum langaði mig oft að sprengja þá í loft upp en þá sé ég enþá eftir þeim i dag en lét þá báða frá mér vegna aðstöðu og mikils tímaleysi en þá hefði ég frekar átt að geyma þá afskráða heima fyrir..
En nú er áhuginn kominn í botn aftur og ég byrjaður að leita af nýjum project jeppa allt þér að kenna Sævar og það er skemmtilegast af þessu öllu að gera þetta allt sjálfur en ekki kaupa þetta tilbúið. Hef prófað bæði þó svo að tilbúinn til ferða hljómi betur að þá er svo leiðinlegt að borga fullt verð fyrir einhvað sem byrjar svo bara á því að bila og bila heldur en hitt að gera þetta sjálfur frá upphafi og þá veit maður nákvæmlega hvað maður er með í höndunum.
Yfir og út.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"
Nissan terrible 1991 v6 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Hef tekið þá ákvörðun að prófa að auglýsa bílinn, skoða einna helst skipti á breyttum jeppum.
Ég geri mér ekki grein fyrir verðmæti þessa bíls en geri mér vonir um að það sé milli 700 og 900 þús kr.
Ég geri mér ekki grein fyrir verðmæti þessa bíls en geri mér vonir um að það sé milli 700 og 900 þús kr.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Það var ekki lengi gert, bíllinn seldist rétt í þessu og fengu færri en vildu vægast sagt, við keflinu tekur ungur Blönduósingur, honum er frjálst að halda áfram með þennan þráð og gengur vonandi bara sem best með þetta verkefni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 16
- Skráður: 25.jan 2012, 17:36
- Fullt nafn: Hjálmar Björn Guðmundsson
- Bíltegund: LS 4runner
- Staðsetning: Blönduós
Re: '91 Ford Explorer @46"
Sælir
Ég þakka aftur fyrir viðskiptin. Sá gamli flaug í 4 gír nánast alla leið fékk að máta þann 5 niður helstu brekkurnar , komst allavega á leiðarenda og þetta verkefni verður spennandi. Ég mun nú fara rólega af stað í einhverjar breytingar prófa hann svolítið og fikta og skrúfa fyrst um sinn. Sjáum til hvað verður :)
Ég þakka aftur fyrir viðskiptin. Sá gamli flaug í 4 gír nánast alla leið fékk að máta þann 5 niður helstu brekkurnar , komst allavega á leiðarenda og þetta verkefni verður spennandi. Ég mun nú fara rólega af stað í einhverjar breytingar prófa hann svolítið og fikta og skrúfa fyrst um sinn. Sjáum til hvað verður :)
F4x4 Húnvetningadeild
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner LM7 90 44'' PH648
Suzuki Vitara 1600 99 33 PP-002 seld
Hilux 91 2.4 38'' SE-180 seldur
Ford Explorer 91 46" XT-622 í dvala
Toyota 4runner LM7 90 44'' PH648
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: '91 Ford Explorer @46"
Í ljósi þess að allar myndir eru horfnar úr þræðinum þá set ég hér link á Facebook albúm með nánast öllum myndunum
Smíða albúm Explorer 2014 til 2017
Langjökull Janúar 2015
Lókur í Laug 2015
Ferð í Jökulheima í apríl 2015, ætluðum á Grímsfjall en snerum við vegna þungrar færðar og eldsneytisskorts
Frábær ferð sem átti bara að vera skreppur á Skjaldbreiður, enduðum á heljar rúnt þvert yfir Langjökul og niður á Kjalveg
Fyrsti skreppur 2016 með dísel vél, á Skjaldbreiður en sneri við vegna hitavandamála strax á Lyngdalsheiði í þungu færi
Lókur í Laug 2016
Páskar 2016 KRAPI KRAPI
Lókur í Laug 2017
Smíða albúm Explorer 2014 til 2017
Langjökull Janúar 2015
Lókur í Laug 2015
Ferð í Jökulheima í apríl 2015, ætluðum á Grímsfjall en snerum við vegna þungrar færðar og eldsneytisskorts
Frábær ferð sem átti bara að vera skreppur á Skjaldbreiður, enduðum á heljar rúnt þvert yfir Langjökul og niður á Kjalveg
Fyrsti skreppur 2016 með dísel vél, á Skjaldbreiður en sneri við vegna hitavandamála strax á Lyngdalsheiði í þungu færi
Lókur í Laug 2016
Páskar 2016 KRAPI KRAPI
Lókur í Laug 2017
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur