Ingójp wrote:Ég er með einn pajero 2.5 tdi 97 stuttann þetta er virkilega ágætt grey
fínt að reka þetta
Bilar lika rosalega lítið og eru frekar sterkir bílar, ég er búinn að fara tvisvar uppá Úlfarsfell
núna og taka að mínu mati og reynslu ágætlega á honum (tek aldrei á neinum ökutækjum :D
og keyri eins og gömul kona) og þetta bara æðir áfram þyrfti eflaust aðeins meira kick í mestu
höllunum en núna er ég allavega búinn að ganga í skugga um ef það kynni að vera leka- eða
hitavandamál..
Svona er minn yfirleitt í almennri keyrslu fer eitthvað örlitið ofar eða á strikið þarna
en hann er fljótur að hitna er varla kominn útá aðagötu þegar hann er farinn að blása
heitu sem er kostur.
Svo er ég búinn að vera duglegur að nota hann í alskonar erindargjörðum
fór með corollu bílvél í heimsendingu
Fór svo með aðra bílvél og hurðakarma í þykktarpússun
Þessi kom til mín að versla millikassa, er á 35" dekkjum, óboddyhækkaður með topmpunt intercooler og er að blása um 20pund! Sá eftir að hafa ekki spurt hann um einn hring bara tilþess að finna muninn á bilunum
Er að gæla við að fara að boddýhækka minn um 5cm og finna afturhásingu með 5.29:1 hluföllum
þarf að fara að klára greiið bilinn fyrir skoðun og svona, mældi hann svo aftur og var að ná honum
niður í 12l sléttar algjör ömmu akstur með kerru í eftirdragi meirihlutann af tímanum, aftur, :D
ég þyrfti að fá mér L200 pickup bara