Síða 1 af 1

dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 08:41
frá HummerH3
Sæl öll...hef verið að plana utanlandsferð með hjólhýsið mitt....það er um 1800kíló á þingd.....ferðin verður á milli 20 og 25þús km. Á hummer sem átti að draga í þessari ferð en hann eyðir of miklu. Mín spurning er...hvað fæ ég til að draga það á sem öruggastann og ódýrasta mátann....er einnig til í vélaskifti í hummer...má kosta alveg slatta..kveðja einar

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 09:22
frá ivar
Fyrir þetta langan akstur myndi ég ekki leggja í vélarskipti þar sem það virðist mjög gjarnan fylgja einhver vandamál lengi í kjölfarið.

Hvaða bílar eru hentugastir til að draga svona þungt á ódýran máta er svo spurning en mér dettur í hug Izusu Dmax sem vænlegur kostur. Hef einnig heyrt af LC120 draga þokkalega þunga hluti án mikillar eyðslu en ég veit ekki hvort ég myndi treysta honum eins vel í 25þkm ferðalag með húsið.
Sjálfur hefði ég samt sennilega farið á stærri bíl s.s. hummernum þínum eða F350 til að hafa vélarafl og þægindi ásamt dráttargetu þrátt fyrir aukna eyðslu.
Sem dæmi eyði ég 16-17L á 90km/h með 1200kg fellihýsi á 41" aftaní f350 2005 hvort sem það þykir gott eða vont.

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 10:17
frá Offari
Meginreglan er að hafa bílnn sem dregur þyngri en eftirvagninn. Helst helmingi þyngri eð 3,6 tonn eða meira. En svo þungir bílar koma alltaf til með að eyða miklu og en meira með hjólhýsið aftaní. Amerísku pikkarnir finnst mér ákjósanlegasti í þetta verk en hvað eyðslu varðar heyri ég svo mismunandi tölur hjá mönnum flestir tala um 16-20l sem mér þykir ekki miki' fyrir svo þunga bíla en ég á samt ekki fyrir eldsneyli ´til að aka mörg þúsun kílómetra á svoleiðis bíl. Ég hef heyrt í einum sem var bæði búinn að prófa að eiga Ford og Dodge og sá sagði Cumminsvélina draga miklu betur.

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 10:41
frá biturk
Lc120 fer með þetta eins og ekkert, bilanalittlir og traustir bîlar

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 11:40
frá peturin
Sæll
Er með jeppahýsi sem er um 1700 kg og breyttan LC 80 sem er á 38" á sumrin með 4:88 hlutföll eyðsla með hýsi 16,3l
Gæti trúað að orginal eyði bíllinn jafn vel minna. Þyngd á bíll 2800kg
Ódrepandi bíll
KV Pétur

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 13:09
frá Rögnvaldurk
Ég skil vel að þú vilt spara á eldsneytiskostnað en er þessi kostnaður ekki tiltölulega lítill míðað við fyrirhugaða ferðalag? Það kostar örugglega sitt bara að koma þessu til útlanda. Ég veit ekki hvert þú ætlar en held það þurfi líka að spá í hvort bíll og hýsi eru leyft þar úti sen þú ætlar að ferðast. Ég er ekki viss um að dekkjastærðirnar sem við erum með heima séu leyfðar í Evrópu til dæmis og einnig er það spurning hvort allir amerískir bílar séu leyfðir þar.
En allavega óska ég þér góðrar ferðar.

Re: dráttur á hjólhýsi..

Posted: 04.sep 2014, 14:28
frá HummerH3
Sæll Rögnvaldur....þetta er mín 3ja svona ferð...bensín er lang..langstæðsti kosnaður í svona ferð....kosnaður með norrænu til danmerkur er bara grín miðað við bensín....bátur er framogtil baka með hummer og hjólhýsi um 250þús. Bensínið sýnist mér stefna í yfir miljón....hummer verður á 32 tommu dekkjum og er leift alstaðar í evrópu sem og hjólhýsið fyrir aftan..kveðja Einar..