Lokanir á hálendinu

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 19.jún 2013, 09:55

Jæja, þá eru ferðaþjónustufyrirtækin farin að virða lokanir vegagerðarinnar að vettugi:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/16/vinnubrogd_vegagerdar_oasaettanleg/

Í venjulegu árferði hefði ég stokkið upp á nef mér og blótað þeim í sand og ösku fyrir að troða þessum túristum út um allt sem ég vildi svo gjarnan að væru bara heima hjá sér eða í Reykjavík en núna er staðan önnur. Ég er sammála Geo Travel um lokanir á hálendisvegum. Vegagerðin gengur ALLT of langt í lokunum á vorinn og veldur því að fólk hættir að virða lokanir. Þá verða þær lokanir sem þarf raunvörulega á að halda marklausar.

Ef rétt er í fréttinni að lög segi að ekki megi loka vegi nema mikil hætta sé á skemmdum eða fólki búin hætta er vegagerðin ekki að fara að lögum.
Ég hef oft heyrt forsendur um skálaopnanir, veðurfar og jafnvel fuglavarp fyrir lokunum sem er út í hött. Ekkert mál að merkja vegina ófæra líkt og gert er allan veturinn og ekki beita þessu akstursbanni nema brýna nauðsyn krefji.

Aftur ætla ég að vitna í frétt Geo travel þar sem þeir segjast keyra upp í herðubreiðalindir á þurrum vegi. Af hverju er ekki búið að opna þangað?
Síðan er ekið upp í öskju án þess að lenda í aurbleytu. Eru þá aðstæður eitthvað frábrugðnar október? Væri ekki rétt að setja akstursbann á alla hálendisvegi frá sept - jún?

Undanfarin ár (þó ekki í ár) hef ég reglulega keyrt á vegum með akstursbanni byggt á eigin mati á aðstæðum og aldrei lent í vegskemmdum og aurbleytu nema einu sinni og þá var snúið við. Ég vildi óska þess að vegagerðin birti áræðanlegar upplýsingar um ástand veganna þannig að í þetta eina skipti hefði verið hægt að sleppa ferðinni. Þessar ferðir hafa verið 2-4 vikum fyrir opnun og í mestalagi 1-2 snjóskaflar sem skemma fyrir opnun.

Ég ætla að vonast til að þessi umræða spinnist upp þannig að hætt verði að beita akstursbanni nema þegar það raunvörulega á við og vegir bara merktri ófærir fram yfir heflun.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að lokanir séu virtar ef þetta er oftast byggt á tómri þvælu.

Kv. Ívar



User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tómas Þröstur » 19.jún 2013, 11:03

Ég held að lokum vega sé ekki að nauðsynjalausu með tilliti til þeirra vegfaranda sem aka um hálendisvegina á sumrin - oft óvanir slíkum akstri og aðstæðum á fjöllum. Það getur svo sem verið að vegur sé orðin þurr að sögn þeirra sem hafa hagsmuni af því að líta þannig á það og eru jafnvel á bílum á stórum dekkjum en ekki á skurðarskífum. En þeir hafa ekkert umboð til að taka sjálfsákvörðunarvald hvort vegur sé opin eða ekki. En ef vegur er orðin þurr þá er lagfæring eftir veturinn og vorleysingar eftir sem hlýtur að taka tíma heilt yfir hálendið. Eða vilja menn kannski svona dæmi eins og upp á Kjalvegi um daginn í röðum. Þar valt bíll með útlendingum við rofin veg. Eitthvað yrði þá sagt ef veltur og slys yrðu tíð við rofna vegi og opin ræsi á opnum vegi.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 19.jún 2013, 11:13

Sammála því. Það er hinsvegar mikill munur á að hafa veg merktan ófærann eða lokaðann með akstursbanni að viðurlögðum sektum.
Endilega halda áfram að merkja vegina ófæra þar til búið er að hefla en ekki setja akstursbann nema mikil skemmdarhætta sé á ferðum

User avatar

jongud
Innlegg: 2631
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá jongud » 19.jún 2013, 12:28

Eitt af því sem Vegagerðin nefnir er að grunn hjólför geta mjög fljótt orðið vatnsrásir. Og ef slíkar rásir eru langsum í veginum þegar hann þornar er maður komin með algerlega ókeyrandi vegaslóða.
Vegagerðin er líka í afar mikilli fjárþröng og getur ekki verið að senda menn og bíla upp um öll fjöll daglega til að athuga hvort vegir séu að verða opnunarhæfir.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 19.jún 2013, 12:41

Þannig að ef vegagerðin verður í meiri fjárþröng en núna ætti bara að kanna með slóðann í miðjum júlí?

Athugaðu svo að ég er ekki að mæla með afléttingu akstursbanns (áfram ófært) ef um er að ræða aurbleytu heldur þegar vegirnir eru "í lagi" en ekki kannski heflaðir og alveg snjólausir. Sé ekki muninn á að keyra þetta í sept/okt eða júní þegar vatnið er farið (sem er 2-4 vikum fyrri opnun slóða)


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá vidart » 19.jún 2013, 13:21

Er ekki málið bara það að ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að selja ferðir á þessa staði, oft fyrir mörgum mánuðum síðan. Á þeim tíma er ekkert vitað hvenær vegir opnast en þeir hafa fjárhaldslegar skuldbindingar sem þeir þurfa að standa við. Ég held að fyrir Íslendinga sem eru að ferðast á eigin vegum þá skipti voðalega litlu máli hvort að einhver vegur opni viku fyrr eða seinna.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Óskar - Einfari » 19.jún 2013, 13:47

Ég er sammála því að vegagerðin getur stundum verið full stórtæk í lokunum á hálendisleiðum og ég hef áður keyrt rykmekki á skraufaþurrum vegi sem var akstursbann á. En mér finnst þessi frétt/grein frá Geo Travel vera doldið mikil hagsmunagæsla....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 19.jún 2013, 14:09

Já, þið megið ekki misskilja mig. Ég er alls ekki að berjast fyrir hagsmunum ferðaþjónustuaðila og vil helst ekki að þeir fái að fara á hálendið. Helst vil ég vera þar einn :)
Það eru hinsvegar óþarflega ruddalegar kröfur og ég get alveg deilt hálendinu með öðrum.

En þetta með viku fyrr eða seinna getur skipt máli og tala nú ekki um ef þetta er orðið mánuði fyrr eða seinna. Ferðahelgarnar á íslensku hálendi eru ekki of margar, 6-10stk þannig að það að bæta við 2-4 ferðahelgum munar bara mjög miklu.
Sjáið bara síðustu helgi, bongo blíða og frábært veður en allt meira og minna lokað. Hefði ekki verið nær að nota þessa helgi til löglegra ferðalaga.


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá vidart » 19.jún 2013, 14:13

Ívar, er það rétt skilið hjá mér í fyrsta póstinum þínum að þú hafir lent í vegskemmdum og aurbleytu þegar vegur var lokaður?

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Kiddi » 19.jún 2013, 18:28

Hvað er það sem er svona út í hött með að loka út af fuglavarpi?


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 19.jún 2013, 19:08

vidart wrote:Ívar, er það rétt skilið hjá mér í fyrsta póstinum þínum að þú hafir lent í vegskemmdum og aurbleytu þegar vegur var lokaður?


Það er rétt skilið að ég hef lent í aurbleytu á lokuðu svæði. Hinsvegar var bara snúið við þegar vart var við bleytuna svo enginn skaði hlaust af. Eini skaðinn var bara bensínið í akstrinum til lítils.

Hinsvegar í 95% tilfella hefur þetta verið í góðu lagi, engar skemmdir, engin bleyta og skemmtileg ferð.

Kv. Ívar

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tjakkur » 19.jún 2013, 19:27

Ég fór í Öskju með starfsm Vegagerðar og VJÞ um þetta leyti í fyrra. Þá var vegurinn rykþurr í Dreka og snjór þriðjung leiðarinnar að Öskjuopi. Vegurinn fékkst þó ekki opnaður fyrr en 10 dögum síðar. Ástæðan var sú að Ferðafélögin sem reka skála í Dreka og Kverkfjöllum vilja ekki umferð um svæðið fyrr en skálaverðir eru komnir til starfa og búið er að tengja vatn. Einnig eru aðilar innan VJÞ sem vilja banna umferð um Herðubreiðarlindir þar til gæsin er búin að unga út (heiðargæsir verpa hinsvegar pollrólegar í vegköntum í Möðrudal).
Vegagerðinni finnst einnig þægilegt að vera ekkert að opna veginn fyrr en snjór er orðinn það lítill að þeir geti opnað alla leið að Öskjuopi í einni ferð og á meðan er öll umferð bönnuð um þetta magnaða svæði!

Á Öskjuleið er hvergi aurbleyta og því skiptir engu máli hvort umferð fari af stað áður en skaflar eru horfnir svo framarlega að menn fari hvergi útfyrir slóðina sem getur verið með umtalsverðum tjörnum norðantil og sköflum sunnan Tagla. Vegurinn er hallalítill og úrrennsli er ekki vandmál.

Þessi leið ætti að vera opin allt árið með hámarks vegþrýsting ca 8 PSI á vorin og hækka mætti gildið í 12 PSI um miðjan júní. Vegagerðin er þegar farin að beita sektum við of háum loftþrýsting í dekkjum en trukkar á bilinu 44 til 49 tonn mega ekki vera með meira í dekkjum en 100PSI

Algert akstursbann á þessari aurbleytufríu leið er álíka galin og algert akstursbann á þjóðvegum á vorin þar sem duga mundi að setja á öxulþungatakmarkanir.

Gagnvart ferðaþjónustunni þá er akstursbannið sambærilegt við það að vegur að kúabúi sætti akstursbanni ef ekki væri óhætt að aka þangað á 25 tonna mjólkurbíl og bóndinn yrði því að hella niður mjólk á vorin þar sem einnig væri harðbannað að draga mjólkurtankinn á mjúkum blöðrudekkjum aftaní úrhleyptum traktor.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Freyr » 20.jún 2013, 01:00

Ég er svo innilega sammála fyrsta ræðumanni. Hef margsinnis ekið vegi að vori til sem merktir eru lokaðir algerlega að ástæðulausu (s.s. lokaðir að ástæðulausu). Oft verið skraufaþurrir en stundum einn og einn snjóskafl sem er svo harðpakkaður að þeir eru ekki vandamál þó jeppinn sé óbreyttur. Þetta er í mínum huga svo mikið "úlfur úlfur" dæmi að hálfa væri nóg. Ég er einnig sammála því að opna þá ekki formlega of snemma meðan skaflar eru til staðar o.fl. heldur sleppa þessu akstursbanns millibilsástandi og breyta þeim bara beint úr ófærum í opna þar sem við á. Annarsstaðar þarf hinsvegar að loka vegunum tímabundið vegna drullu. Dæmi um vegi sem ég tel þurfa á lokun að halda eru t.d. Sprengisandur og Kjalvegur þar sem jarðvegurinn þar er þess eðlis að mikil drullumyndun getur átt sér stað. Hinsvegar er í mínum huga algjörlega óþarft að loka vegum eins og t.d. Gæsavatnaleið og ýmsum leiðum á Fjallabaki þar sem jarðvegur er mjög gljúpur (oft hraun sem eru hálf öskufull) og almennt slóðum sem liggja um "ung" hraun sem eru gljúp og drena sig vel.

Mér þykir rosalegt að sjá að ferðafélög hafa áhrif á opnum svæða sem miðar við að félögin séu klár með sína aðstöðu, vona að það sé undantekning en ekki regla. Reyndar hefur mér sýnst gegnum árin að í röðum starfsmanna ferðafélaga sem starfa á þessu NA svæði, svosem í Herðubreiðarlindum og Öskju sé óvenju mikið um öfgafullua umhverfisverndarsinna sem skortir heilbrigða skynsemi í sínu starfi.

Í stuttu máli sagt: Vildi óska þess að lokunum væri beitt af meiri skynsemi því þá væri almennari sátt um þær sem myndi beint leiða til þess að meira mark yrði tekið á þeim sem væri þegar upp er staðið öllum til hagsbóta.


Kveðja, Freyr

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tómas Þröstur » 20.jún 2013, 08:40

Að opna inn í Öskju an þess að skálar og salernisaðstæða sé til staðar er óráð. Askja er fjólsóttur staður næst á eftir Landmannalaugum og Hveravöllum. Ég sé ekki fyrir mér að það flokkist undir nútíma túrisma að beina hundruðum manna daglega inn á hálendið með að gera nr 2 bakvið stein eða skála. Er það sem fólk vill - ferðamennsku að þessu tagi í dag ?. Almennt held ég ekki. Það þarf líka að horfa út fyrir kassan varðandi þann bílakost sem streymir inn í Öskju á sumrin. Þar eru jeppar á stórum dekkjum með möguleika á að aka á litlu lofti í mjööööög miklum minnihluta. Mest er af óbreyttum bílum og rútum. Sem betur fer er ákvörðum um opnum fjallvega byggð á breiðum grundvelli þar sem litið er til heildarmyndarinnar en ekki inni í einhverjum þröngum ramma.
Það er hætta á aurbelytu á Gæsavatnaleið eins og öðrum stöðum. Ég hef persónulega reynslu á því á 35 tommunni með lint í og veginn opin.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tjakkur » 20.jún 2013, 09:19

Tómas Þröstur wrote:Að opna inn í Öskju an þess að skálar og salernisaðstæða sé til staðar er óráð. Askja er fjólsóttur staður næst á eftir Landmannalaugum og Hveravöllum. Ég sé ekki fyrir mér að það flokkist undir nútíma túrisma að beina hundruðum manna daglega inn á hálendið með að gera nr 2 bakvið stein eða skála. Er það sem fólk vill - ferðamennsku að þessu tagi í dag ?. Almennt held ég ekki. Það þarf líka að horfa út fyrir kassan varðandi þann bílakost sem streymir inn í Öskju á sumrin. Þar eru jeppar á stórum dekkjum með möguleika á að aka á litlu lofti í mjööööög miklum minnihluta. Mest er af óbreyttum bílum og rútum. Sem betur fer er ákvörðum um opnum fjallvega byggð á breiðum grundvelli þar sem litið er til heildarmyndarinnar en ekki inni í einhverjum þröngum ramma.
Það er hætta á aurbelytu á Gæsavatnaleið eins og öðrum stöðum. Ég hef persónulega reynslu á því á 35 tommunni með lint í og veginn opin.


Ef þér þykir ekki ráðlegt að opna veginn fyrr en vatnssalernin eru opnuð, -er þá ekki sjálfgefið að setja ætti upp akstursbannskiltið strax á haustin þegar ferðafélögin loka klósetthúsunum?

Með þessari röksemdafærslu ætti að banna alla umferð um hálendið á veturna og allt árið um jöklana!
Megnið af þessu svæði er þjóðgarðar og það á ekki að vera í höndum e-h ferðafélaga að ákveða hvort þetta stóra landsvæði sé opið eða ekki.
Vert er að minna á að við Öskjuop, Drekagil og Herðubreiðarlindir eru til staðar hefðbundnir vetrarkamrar og ég veit að Náttúruverndarráð, síðan UST og nú VJÞ hafa komið að skíthústekstri á svæðinu áratugum saman.

Það er fullkomlega eðlilegt að opna leiðina í áföngum með líkum hætti og Vegagerðin stýrir umferð um þjóðvegi með öxulþungatakmörkunum. Á hálendisvegum væri eðlilegt að gefa umferðarleyfi m.v. vegþrýsting/ground pressure þeas loftþrýsting í dekkjum. Með því móti er hægt að stýra þeirri umferð inná svæðin sem á þangað erindi og er í samræmi við færð.


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Hrútur1 » 20.jún 2013, 11:32

Það er alveg sama hvað mönum/konum finnst um vorlokanir, að þegar það er skilti sem segir lokað þá er lokað og það gildir um alla líka fólki og ferðaþjónustu fyrirtækjum tengt V.Þ.J.
Og á að refsa því í samræmi við lög en ekki að fara í viðræður við afbrotamann/menn um málið, það er síðara tíma mál að ræða það og þá í víðara samhengi og samstarfi við breiðari hópa en ekki einstaka afbrotamann/menn.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tómas Þröstur » 20.jún 2013, 11:36

Hreinlætisaðstaða er hluti af heildarmyndinni - ekki aðalmálið heldur biti í púslið. Annars ef tveir vetrarkamar óþjónuðstaðir í hátt í heilt ár við Öskjuop og annar kannski við Dreka eru taldir boðlegir í Öskju á árinu 2013 þá er ég bara hissa. Annars verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvort ferðafélögin ráða einhverju hvort vegurinn sé opin eða ekki. Kannski hafa þau ekkert með það að gera. En ég geri samt ráð fyrir að einhver einhverstaðar reyni að stýra því hvort það sé fullnægandi hreinlætisaðstæða á jafn fjölsóttum stað og í Öskju í Vatnajökulsþjóðgarði á háannatíma. Á haustin dettur ferðamannastraumurinn næstum því niður í ekki neitt og nýmálaðir og shænaðir vetrarkamrar og stórir steinar virka bara fínt.

En afhverju að koma á reglum um loftþyngdir í dekkjum ef ekki er hætta á aurbleytu á þessu svæði ?
Síðast breytt af Tómas Þröstur þann 20.jún 2013, 12:11, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tjakkur » 20.jún 2013, 11:59

Tómas Þröstur wrote:En afhverju að koma á reglum um loftþyngdir í dekkjum ef ekki er hætta á aurbleytu á þessu svæði ?

Bílar á mjúkum dekkjum komast auðveldlega yfir skafla en þeir sem aka harðpumpuðum bílum (útlendingar yfirleitt) freistast til að krækja fyrir skafla.
Þetta er líka spurning um að menn keyri í pollana en fari ekki að krækja fyrir þá. Ökumenn eru líklegri til að láta vaða í pollana á sæmilega skóuðum bílum.

Vetrarkamrar eru alveg jafn boðlegir fyrir þann hóflega fjölda sem hefur áhuga á að heimsækja þetta svæði í júni og þeir eru fyrir vetrargesti.

Vegagerðin er komin á mjög hálan ís þegar stofnunin lokar fullfærum vegum að ástæðulausu. Vegurinn í Herðubreiðarlindir hefur verið rykþurr all lengi. Fyrir 30 árum var vaninn að manna skálann í Lindum fyrstu helgi í júni og vegurinn formlega opnaður um 17. júní.

Hér er því um hreina afturför að ræða.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 20.jún 2013, 13:54

Sammála þessu. Klósettaðstaða getur ekki verið forsenda fyrir akstursbanni. Athugið að ég er ekki að tala um opnun vegarins heldur akstursbann.

Ég vil geta keyrt um sektar laus og án allrar þjónustu á mína eigin ábyrgð allt árið um kring, nema þegar skemmdarhætta er af mínum völdum.

Ófært en ekki akstursbann!

Með þínum rökum Tómas verður allt hálendið lokað alltaf nema í júlí.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Tómas Þröstur » 20.jún 2013, 14:42

Þetta er allavega skemmtilegt svæði að ferðast um


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Rodeo » 20.jún 2013, 21:31

Algjörlega óskiljanlegt að ferðalög á Íslandi séu miðuð við þessa þrjá mánuði eða svo sem hægt er að hafa vatnssalerni til reiðu.

Einfaldasta lausnin er að hafa snyrtileg vatnslaus salerni sem hægt er að nota allt árið um kring.

Íslendingar fitja upp á nefið og hugsa um þann ógeðslegasta skítakarmar sem þeir hafa komið á óhirtan, yfirfullan og viðbjóðslegan. Kominn tími til að komast yfir þetta óbara viðbragða og hugsa um þetta eins fullorðið fólk

Hér í Alaska eru vegasnyrtingar og á ferðamannastöðum venjulega svona:

Image

Steinsteypt hús yfir rotþró með útloftun út um þakið. Þróin er er svo tæmd einu sinni á ári á fáförnum svæðum, oftar á þeim fjölfarnari.

Lyktin er lítil jafnvel í 30stiga hita og þrifin einföld, steypt gólf og stálhægindi með plastsetu til að tylla sér á.

Þetta er klárlega málið til að geta haft snyrtingar opnar allt árið og svo væri ljómandi að bæta við þvottavaski með rennandi vatni við á sumrin þótt svo að alkahólhandskol dugi alveg.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá villi58 » 22.jún 2013, 16:03

Það er ansi margt sem kemur til þegar vegir eru lokaðir, ekki bara salernisaðstaða, eða meira rennsli í hjólförum, vatleysi í skálum, engir skálaverðir og fl. Það er nú þannig að margir hika ekki við að fara út fyrir slóða svo er það líka fólkið sem fer út úr bílunum og traðkar upp viðkvæman gróður og fer þangað sem því sýnist, ekki bara vegna hjólfara sem bílarnir skilja eftir sig heldur líka fótspora. Svona má telja áfram sem ekki hefur komið fram hér. Veturinn var langur og strangur og tillit þarf að taka vegna þess. Ágangur á landið hefur verið að aukast mikið og er örugglega er verið að hugsa um það líka, meirihlutinn útlendingar sem sumir hérna á sjallinu hafa verið að bölva.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá risinn » 22.jún 2013, 23:14

Hafið þið prófað að hringja í vegagerðina og kanna svörin sem að þeir gefa ?
Þau geta verið nokkuð góð sum hver búinn að prófa það.

T.d. síðustu 30 - 40 ár hefur ekki verið opnað fyrr en núna var eitt svarið sem að ég fékk, frábært svar, ekki kanna hvernig aðsæður eru.
Veistu hvað það kostar að senda jarðýtu til að riðja í burtu skaflinum sem að er á veginum ? það er ekki til peningur fyrir því hjá vegagerðinni.

Ég er búinn að hringja í vegagerðina á vorin í nokkur ár og fæ oftast sama svarið frá þeim.

Kv. Ragnar.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá lecter » 23.jún 2013, 00:08

ok það er verið að biða eftir að veigirnir þorni og þoli marga bila á dag ,,, eg skil áð vel hjá vegagerðinni ,, en ferða þjónustur verða að virða það ,, eins og við hin ,,,

en ef þið viljið gagrina vegagerðina farið á um vestfirði og skoðið fáranleikan þar hjá vegagerðinni ,, og stórkostlegustu náttúruspöll islandsögunar sem þar er stjórnað af vegagerðinni ég fór um þetta svæði i siðustu viku ,, þar er verið að þvera næstum alla firði á barðaströnd eitt fallagasta svæði landsins staðin fyrir að gera örstutt gaung sem eru öll undir 5km sumir hálsarir 1-2km ,,,og farið er i gegnum friðlystan ósnortin svæði sem eru með byrkiskóg og kjarr ,,, læt nú vera að fara um hálendið ár sem er ekki stingasndi strá ...

siðan hafa verið gerðir 2 nyir fjallveigir einn við reykjanes i isafjarðardjúpi en sá fjallvegur kemur i staðin fyrir hestakleif hallo annar fjallvegur til að losna við hinn og storkostleg eiðinlegging þveraðir 3 firðir með 4 brúm ,, svo hálsinn frá hólmavik i Reykhólasveit

hvernig dettur mönnum i dag að byggja veigi upp á hálendi þegar lausnin er gaung ,,, frekar að sleppa þvi að byggja veigi þar til peningur er til fyrir gaungum ,, og mun skárra að fara af stað og stoppa byrja svo bara aftur allir fjallveigir verða settir i gaung i framtið ,, hversvegna að eiða peningum núna i veigi sem verða lagðir af fyrr eða siðar það skil ég ekki i dag er vegagerðin að sóa miljörðum i ránga vegagerð


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Brjotur » 23.jún 2013, 22:37

Jæja þetta er bara orðið eins og a F4x4 menn sem þola ekki gangnryni raða her :(

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Freyr » 23.jún 2013, 22:41

Hvað áttu við Helgi? Var einhverjum pótsum eða notanda eytt út?

Kv. Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá hobo » 24.jún 2013, 06:51

Öllum hér er frjálst að skrifa skoðanir sínar niður.
En um leið og menn eru farnir að vera með dónaskap við aðra vegna skoðana þeirra, þá verður skilaboðum eða aðgangi eytt hjá viðkomandi.

Kv Póststjóri.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 25.jún 2013, 15:11

Fékk smá flugu í hausinn.

Hvernig væri að hægt væri að sækja um hjá vegagerðinni að starfa við Vegaeftirlit launalaust.
Samþykkir einhverja einfalda skilmála s.s. allur utanvegaakstur bannaður (að sjálfsögðu), snúið við ef vegaskemmdir eru og gefa skýrslu eftir að ekið er um lokaðan veg. (getur verið bara nokkurra línu tölvupóstur).
Utanum þetta væri eh minniháttar utanumhald og hugsanlega skilyrði um útbúnað bíla.

Með þessu móti væri vegagerðin væntanlega mun betur upplýst um ástandið og gæti því opnað fyrr ef þeir vildu og aðilar sem treysta sér til að vera ekki umhverfisböðlar gætu hugsanlega lengt sumarið sitt.

User avatar

jongud
Innlegg: 2631
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá jongud » 25.jún 2013, 15:18

ivar wrote:Fékk smá flugu í hausinn.

Hvernig væri að hægt væri að sækja um hjá vegagerðinni að starfa við Vegaeftirlit launalaust.
Samþykkir einhverja einfalda skilmála s.s. allur utanvegaakstur bannaður (að sjálfsögðu), snúið við ef vegaskemmdir eru og gefa skýrslu eftir að ekið er um lokaðan veg. (getur verið bara nokkurra línu tölvupóstur).
Utanum þetta væri eh minniháttar utanumhald og hugsanlega skilyrði um útbúnað bíla.

Með þessu móti væri vegagerðin væntanlega mun betur upplýst um ástandið og gæti því opnað fyrr ef þeir vildu og aðilar sem treysta sér til að vera ekki umhverfisböðlar gætu hugsanlega lengt sumarið sitt.


Mikið andsk! er þetta góð hugmynd!
Senda svo vegagerðinni e.t.v. myndir í gegnum tölvupóst með GPS punktum. Alveg er ég viss um að ferðaþjónustufyrirtækin taki vel í þetta.
Svo mætti viðkomandi aðili e.t.v. færa lokunarskiltin innar á viðkomandi leið eftir því sem þiðnar og þornar um.

Ég skal meira að segja minnast á þetta á næsta fundi umhverfisnefndar f4x4.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Brjotur » 27.jún 2013, 19:29

Hobo þu ættir aðeins að kynna þer hvað er donaskapur , i staðinn fyrir að taka personulega til þin það sem eg skrifaði þu att að vera hlutlaus , það er klarlega buinn að vera verri skrif herna en fra mer og ja Freyr Hobo varð eitthvað sar yfir sannleika sem eg skrifaði og eyddi honum og hotaði mer lokun herna :) sumir eru svo sarir sannleikanum

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá hobo » 27.jún 2013, 20:25

Satt best að segja hef ég ekki lesið þennan þráð almennilega og ég renni bara lauslega yfir pósta. Lokanir hálendisleiða eru nefnilega ekkert að skipta mig miklu máli.
Ég jafnvel man ekki hvað þú skrifaðir Helgi, nema þau orð sem þú notaðir, sem að mínu mati móðgaði aðra sem skrifuðu í þessum þræði.
Þannig að ekki var það sannleikurinn sem mér sárnaði yfir.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Izan » 28.jún 2013, 00:03

Sælir

Ég held að það væri í lagi að lofa Helga að blása svolítið hérna, það verður seint talið einelti því að hann hefur þann hátt á skrifum sínum að hann aflar seint vinsælda og fær frekar fjöldann upp á móti sér heldur en öðrum. Ég hvet vefstjóra til að birta skrif Helga á þeirri forsendu að hver sé sinnar gæfu smiður. Honum lánast hinsvegar til að hitta á sannleikskorn af og til þó að t.d. ég sé ekki alltaf sammála honum.

Ég veit t.d. að við erum ekki sammála um þetta málefni því að ég hef áður skrifað að menn geti alveg hreint slakað á þennan tíma sem lokanir standa yfir, þetta er mánuður á ári og upplagður tími til að bóna og smyrja fyrir sumarið. Ferðaþjónustuaðilar eru engin undantekning þar á. Útlendingar (sem við Helgi vorum á sínum tíma ekki sammála um hvort væru gagnlegir eða til ama) geta alveg virt þær skyldur og bönn sem okkur er sett, þeir hafa í flestum tilfellum kannað rækilega hvað er hægt og hvað ekki áður en lagt er af stað. (Íslendingar t.d. athuga hvaða tíma ársins er best að veiða elg áður en lagt er í hann í veiðiferð til Noregs).

Ég er sammála þvi að það er rangt af Vegagerðinni að miða opnun vega við gæsavarp eða hvort hleypt hafi verið vatni á klósett á einhverjum stöðum. Vegirnir eru á forræði vegagerðarinnar og þeir eiga að miða við hvenær vegirnir þola álagið sem fylgir opnun. Eigendur ferðaþjónustunnar á hálendinu þyrftu þá að hlaupa til þegar vegagerðin segir til eða merkja með skilmerkilegum hætti að enga þjónustu sé að finna.

Það verður hægt að gagnrýna vegagerðina ár eftir ár fyrir að opna ekki á réttum tíma. Ég hinsvegar væri miklu frekar til í að fjármunum þeirra yrði varið í að t.d. klára að malbika hringveginn. Það eru útlendingar á ferðinni hringinn um landið og ekki enn getum við boðið þeim upp á að keyra jarisinn sinn hringinn í kringum landið á bundnu slitlagi sem er náttúrulega til skammar.

Kv, J'on Garðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2631
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá jongud » 28.jún 2013, 08:38

Við ræddum þessi mál (ásamt mörgu öðru) á fundi umhverfisnefndar ferðaklúbbsins 4x4 í gærkvöld.

Spurningin er hvort Vegagerðin mun taka mark á einhverjum sem hringir utan úr bæ og segir að hægt sé að opna án mikillar fyrirhafnar einhverja leið. Í þessu tilviki eins og öðrum er þetta spurning um skipulag og samvinnu. Ennfremur verður að taka tillit til þess að ef einhver ætlar að athuga hvort leið sé fær þá þarf hann að öllum líkindum að aka inn á viðkomandi leið sem er lokuð.
Þannig að fyrst þarf að fá leyfi frá Vegagerðinni til að fara og athuga leiðina.
Næsta skref í þessu máli hjá Umhverfisnefnd er að ræða við Vegagerðina og athuga hvar flöskuhálsinn er.


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá ivar » 28.jún 2013, 09:22

Gaman að heyra þetta.
Ég held að vegagerðin muni seint taka mark á eh út í bæ, en með smá tíma og reynslu munu þeir læra inná hverjum má treysta (sem ég vona að séu allir eða sem flestir).
Þannig gætu þeir komið verklagi af stað að þegar aðili utan úr bæ hringir og segir veginn í lagi, senda þeir sinn eiginn mann til að staðfesta áður en opnað er.
Auk þess langar mig að benda á að það er yfirleitt ekki bara beðið eftir að vegurinn sé þurr heldur líka eftir því að heflun sé lokið svo það verður aldrei opnað að undangengnu símtali frá almenning.


P.s. Varðandi það að eyða póstum hér inni er það mín skoðun að slíkt eigi aldrei rétt á sér nema að undangengnum ítrekuðum kvörtunum annara notenda yfir háttseminni. Þeas ef flestir póstar viðkomandi snérust um skítkast og leiðindi en ekki picka út einn og einn.
Það er orðið ritskoðun og þá dalar þessi vefur hratt.

Kv. Ívar

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá gislisveri » 28.jún 2013, 20:58

Það eru voðalega fáar reglur sem við setjum hérna en við áskiljum okkur líka rétt til að eyða fyrirvara/viðvörunar/kvörtunarlaust þeim póstum sem ekki uppfylla þessar reglur. Það telst ekki til ritskoðunar að eyða póstum sem innihalda dónaskap eða ærumeiðingar, ritskoðun er að stýra því hvaða skoðanir eru birtar og hverjar ekki.

Þið vitið það vel sem stundið þetta spjall að hér rúmast allar skoðanir, vinsamlegast vandið orðavalið, það er ekkert svo erfitt.

Kv.
Gísli Sveri, ritstjóri.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Lokanir á hálendinu

Postfrá Brjotur » 29.jún 2013, 16:08

Eg ætla ekki að gera langloku ur þessu mali Hobo og Gisli en það er alveg klart að þetta var ekki donaskapur og eg itreka bara að þetta var bara taað hreint ut, eg kallaði engan asna eða öðrum illnefnum, og eg bölvaði engum heldur þa, hefði eg notað svona orð þa hefði eg skilið akvörðunina.

kveðja Helgi


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur