byrjandi

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
Emil Grettir/YD986
Innlegg: 11
Skráður: 14.des 2020, 17:03
Fullt nafn: Emil Grettir Grettisson
Bíltegund: Toyota LC 120 33"
Staðsetning: kópavogur

byrjandi

Postfrá Emil Grettir/YD986 » 04.feb 2021, 10:36

hvert er skemmtilegt að fara fyrir byrjenda á lc 120 33" breyttum



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: byrjandi

Postfrá jongud » 04.feb 2021, 12:20

Ég sé að þú ert á höfuðborgarsvæðinu.
Það er svolítið leiðinlega langt á skemmtileg svæði, þó er t.d. hægt að fara leiðina á Vigdísarvelli á Reykjanesi, en það er enginn snjór þar núna. Uxahryggjaleið er ágæt til að byrja með, veit þó ekkert um snjóalög á henni. Svo er líka hægt að fara á Skjaldbreiðarsvæðið hjá Bragabót.
Svo er 1000 vatna leiðin, en ég þekki hana ekkki.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: byrjandi

Postfrá Óskar - Einfari » 04.feb 2021, 15:59

Emil Grettir/YD986 wrote:hvert er skemmtilegt að fara fyrir byrjenda á lc 120 33" breyttum


Vigdísarvellir er upplagt. Stutt frá Reykjavík, falleg leið og sennilega greiðfær núna.

Síðan er slóði upp á Úlfarsfell, hann getur verið í misjöfni ástandi og eitthvað heyrði ég um að hann væri lokaður?

Það er líka slóði upp frá Hafravatni í Þormóðsdal upp að Hlíðarhorni sem stendur yfir Hafravatni.

Svo eru einhverjir slóðar sem liggja um Mosfellsheiðina eins og Kóngsvegurinn sem má byrja t.d. á Nesjavallaleiðinni rétt hjá Krókatjörn. Það er alveg talsvert slóðanet á Mosfellsheiðinni sem getur verið gaman að skoða. Ég veit ekki hvernig ástandið er þarna núna m.t. snjóalaga, það er nánast enginn snjór hérna á Suðurlandi en þetta er náttúrulega orðið +300m yfir sjávarmáli þannig að þarna getur safnast snjór.

Þúsund vatnaleiðin á Hellisheiði, þar getur reyndar alveg leynst snjór núna eða klakabrynjaðar ár.

Jósepsdalur.

Svo eru víða slóðaspottar sem getur alveg verið gaman að skoða eða prófa eða æfa sig. T.d. frá línuveginum um Lakheiði, rétt fyrir ofan Waldorfsskóla liggur slóðu meðframm Sandfelli inn á Blfjallaveg.
Dalaleið, slóðinn milli Bláfjallavega og Krísuvíkurvegar - þarna er því miður leiðinlega mikið ekið utan vega.
Það eru fleiri örslóðar eða slóðabútar víð í nágrenni við höfuðborgina ef maður keyrir og skoðar.

Eitt langar mig að benda þér á sem sumir byrjendur hafa klikkað á. Það er alveg bannað að aka utanvegar í Bláfjöllum hvort sem það er á snjó eða ekki. Sumir hafa freystast til að keyra þar í snjóskafla eða skíðabrautir en eru þá að skemma fyrir þeim sem eru að nota þetta svæði. Við skulum alveg sameinast um að láta Bláfjöll vera fyrir skíðafólk. Þetta er talsvert stórt svæði, mikklu stæra en bara þar sem skíðalyfturnar eru. Þannig að ef þú ert í nágrenni við Bláfjöll skaltu bara fylgja vegum eða greynilegum slóðum þótt það sé snjór yfir öllu.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: byrjandi

Postfrá jongud » 04.feb 2021, 16:52

Já, Bláfjallasvæðið er nokkuð sem ég forðast alveg, ekki bara út af skíðamönnum heldur er þetta líka vatnsverndarsvæði.
Ég hef sem þumalputtareglu að jeppast ekkert sunnan við suðurlandsveg frá Reykjavík og austur fyrir fjall.


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir