Jökulheimar-Grímsfjall.

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.
User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá RunarG » 21.mar 2015, 11:18

Hefur einhver verið að þvælast inní jökulheima og uppá Grímsfjall nýlega? ætlaði að reyna bruna uppá fjall á fimtudag, hafið þið einhverja hugmynd um færi þarna innfrá ??
Verðum á Patrol 44" og Trooper 44"


Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá Hilmar Örn » 21.mar 2015, 20:16

Það er nægur snjór þarna á þessari leið. Færið getur breyst frá degi til dags en á 44" eruð þið bara góðir, það er helst veðrið sem getur verið að trufla ykkur.

Á þessari mynd erum við að koma að skálunum í Jökulheimum 2 mars sl.
Viðhengi
IMG_2029.JPG
IMG_2029.JPG (80.09 KiB) Viewed 7065 times


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá risinn » 21.mar 2015, 22:14

Það besta sem að ég get boðið upp á er að núna í dag erum við með bíla sem að fóru inn í Jökulheima í dag og fara upp á Grímsfjall á morgun. Ég hringi í þá á morgun og spyr um færð.

Kv.
Ragnar.

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá RunarG » 22.mar 2015, 12:58

Ljómandi Ragnar, endilega hentu inn svari hingað svo maður hafi smá hugmynd um færð :)
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá risinn » 23.mar 2015, 00:03

Þeir hættu við að fara á Grímsfjall, vegna þess að fólkið sem að þeir eru með átti von á meiri luxus en er þar.
Þeir/þau eru farin inn í Setur í staðinn.

En inní Laugum er fullt af snjó sagði minn maður mér.

Vona að þér og þínum félegum gangi vel ef að þið farið í Jökulheima og Grímsfjall.

Kv.
Ragnar

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá Tómas Þröstur » 23.mar 2015, 09:35

Það hefur verið þíða nýverið og nú er spáð frosti næstu daga þannig að ef frostið verður alvöru þá verður gott færi. Þetta er þekkt krapapyttaleið í Jökulheima og upp á jökul svo betra að liggja yfir vedur.is

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá RunarG » 23.mar 2015, 11:10

Já akkurat, maður fylgist með þessu. En það er grimmdar frost þarna innfra næsta sólarhring og verður svo frost út vikuna en ekkert neitt mikið, en alltaf frost samkvæmt vedur.is þannig það ætti að lofa góðu.
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá sfinnur » 23.mar 2015, 14:33

Ég fór frá Jökulheimum og í Hrauneyjar í gær. Flennifæri og lítill krapi, aðallega í lægðum sem var bara krækt fyrir.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá Finnur » 23.mar 2015, 21:29

Sæll

Fórum upp að Illugaveri á Laugardaginn síðasta að sækja bíl eftir stórferð. Í framhaldinu var farið niður í Landmannalaugar og heim Dómadal. Færið var nokkuð gott, blautur snjór sem treðst vel. Neðst í Dómadal lentum við í krapa en annars var þetta flott. Nóg var af snjó á svæðinu.

kv
Kristján Finnur

User avatar

Höfundur þráðar
RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: Jökulheimar-Grímsfjall.

Postfrá RunarG » 23.mar 2015, 21:43

Frábært að heyra, maður er farinn að telja niður klukkutímana í að leggja af stað, búinn að bíða svo lengi eftir að komast á fjöll að maður er orðinn alveg veikur hérna heima í sófanum að skoða myndir og leiðir. En nú er bara að bíða eftir fimtudeginum og hendast þá af stað og skoða snjóinn aðeins fyrir páskana :)
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur