Síða 1 af 1

LOF - Bílrúðan Grettisgötu

Posted: 31.júl 2013, 16:23
frá Freyr
LOF - Bílrúðan Grettisgötu

Hafði í gær samband við Bílrúðuna Grettisgötu þar sem ég var með ónýta framrúðu. Þrátt fyrir (væntanlega) miklar annir vegna ferðalaga og klæðningavinnu þessa árstíma buðu þeir mér að mæta með hann strax morguninn eftir (Í dag). Það gerði ég en þá kom í ljós að það hafði orðið einhver misskilningur hjá fyrirtækinu svo í raun var ekki laust pláss. Þrátt fyrir það tóku þeir við bílnum og ætluðu að græja hann samdægurs. Ég var það ánægður með viðmótið að ég leit við hjá þeim í hádeginu með sætabrauð og gos til að hafa með kaffinu. Þegar ég mætti á staðinn var húsið nær mannlaust. Það var aðeins einn starfsmaður á staðnum og það var eigandinn/ verkstjórinn og hann var hálfnaður með að skipta um rúðuna í jeppanum, þá búinn að laga smá ryð í falsinu. Hann fórnaði s.s. hádegishléinu sínu til að græja þetta fyrir mig, það kalla ég frábæra þjónustu!!!

Kv. Freyr

Re: LOF - Bílrúðan Grettisgötu

Posted: 01.aug 2013, 09:35
frá vidart
Þetta er auðvitað toppþjónusta en ertu ánægður með fráganginn?