Síða 1 af 1

Toyota Kauptúni- Lof

Posted: 21.júl 2013, 08:42
frá icedan
Ég get ekki annað en hrósað þeim hjá Toyota. Þegar ég ræsti upp bílinn minn í vikunni (LC120) þá byrjaði eitthvað stórundarlegt tikk sem hljómaði verulega illa. Ég fór og fékk bifvélavirkja til að hlusta og hann sagði mér að fara með bílinn til Toyota ef þetta kynni að vera spíssarnir en það þótti mér skrítið þar sem það er búið að skipta um allt þar. Hjá Toyota hlustaði verkstjórinn á þetta og hann sagði að sennilega væri þetta flexplatan í sjálfskiptingunni en það væri ekki algengt að það færi í þessum bílum en átti til að gerast í LC90 með common rail vélinni.
Ég sagði honum að ég væri í vandræðum því ég gætin alls ekki misst bílinn því ég væri að fara í stórt verkefni og viti menn, þrátt fyrir sumarleyfi hjá starfsmönnum og bókanir á verkstæði þá fór hann bara og fann mann sem var tilbúinn að fara í þetta. Ég kom um fjögurleytið með varahlutinn og ég fékk bílinn næsta morgun, það kalla ég vel að verki staðið. Rétt bilanagreining með brotna flexplötu.
Nóg þurfti ég að borga fyrir þetta en í þessu tilfelli þá fannst mér það "réttlætanlegt" vegna þess að málinu var reddað þegar ég útskýrði hvað væri í húfi fyrir mig.

Eitt lof á þá :-)

Kv
Arnar

Re: Toyota Kauptúni- Lof

Posted: 21.júl 2013, 09:58
frá Aparass
Ef þú hefðir þurft að fara til Heklu með bílinn þinn þá hefðir þú aldrei fengið að hitta verkstjórann og þjónustufulltrúinn hefði hringt í þig eftir þrjá daga í fyrsta lagi bara til að segja þér að bíllinn þinn væri eitthvað bilaður og það þyrfti að setja hann inn á verkstæði og skoða það.
Ég á t.d. MMC Pajero og er ofsalega ánægður með hann en sé samt alltaf hver munurinn á toyota og MMC er varðandi þjónustu, það bara er nánast engin þjónusta hjá heklu og ef mann vantar upplýsingar hjá þeim þá fær maður aldrei að heyra í verkstjóra eða manni sem veit hvað hann er að gera heldur verður alltaf einhver þjónustufulltrúi að skrá inn málið og síðan kemur símtal nokkrum dögum seinna (þá er líka alltaf búið að finna út úr hlutunum og laga þá) þar sem þeir tjá manni að þeir geti ekki sagt til um hvað þetta er heldur verði að leggja bílinn inn á verkstæði og svo er manni boðinn tími eftir nokkrar vikur.
Toyota fær mikið hrós fyrir svona þjónustu verð ég að segja.

Re: Toyota Kauptúni- Lof

Posted: 18.sep 2013, 08:08
frá Hr.Cummins
Keyptum Toyota Corolla 2008, ég og frúin nýlega...

Ekki leið á löngu áður en að bilanir fóru að gera vart við sig, fyrst útvarpið sem að þeir skiptu um gott og vel...

Síðan fór að heyrast tikk í hjólabúnaði sem að reyndist vera hjólalega, sem að þeir sögðust síðan hafa gert við og áfram hélt hljóðið...

Fljótlega fór að bera á fleiri aukahljóðum að aftan úr bílnum og þetta endaði á að vera sagan endalausa...

Get ekki lofað þá hjá Toyota þar sem að þeir sögðust hafa skipt um hjólaleguna að framan en þegar að málið var krufið var talað um að ekki hefði verið skipt um hana heldur einungis "athugað með hana"...

Eftir afar óliðleg og leiðinleg samskipti, þar sem að m.as. var farið fram á að fá ökutækinu skilað og það endurgreitt til fulls (2 vikum eftir kaup) var "sem betur fer" keyrt á það með þeim afleiðingum að Corollan eyðilagðist og var borguð út...

Get ekki sagt að ég sakni hennar, né viðskipta og þjónustulund starfsmanna Toyota...

Re: Toyota Kauptúni- Lof

Posted: 18.sep 2013, 09:51
frá 66 Bronco
Daginn.

Við fjölskyldan höfum átt Toyoutur samfleytt í yfir 20 ár og ég er orðinn nokkur sjóaður í samskiptum við Toyota umboðið. Þar hafa menn leiðbeint mér í viðgerðum, bilanagreint í gegnum síma, grautað með mér í partanúmerum og fleira og fleira. Í öll þessi ár hef ég aldrei fundið annað en gott viðmót og þjónustulund, og sjaldan rekið menn á gat í varahlutakaupum þó að bílarnir mínir séu báðir '90 árgerð.

Kveðja

Hjörleifur.

Re: Toyota Kauptúni- Lof

Posted: 18.sep 2013, 12:50
frá jongud
Ég var að taka til í skúffu hjá mér í miðri kreppu. Þar fann ég tvo tandurhreina og óopnaða pakka með Toyota flönsum sem ég hafði ætlað að nota við að setja hásingu á fljótandi.
Ég var þá búinn að selja bílinn, en fór af rælni niður í Toyota og spurði hvort ég gæti skilað þessu. Kvittunin var löngu týnd svo ég bauð þeim að taka við þessu á hálfvirði.
Þeir tóku við flönsunum á fullu verði dagsins, en þar sem ég hafði keypt þá svolítið fyrir kreppu þá fékk ég meira en ég hafði greitt fyrir.