Lof, Dekkjasalan H.fj.


Höfundur þráðar
Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Lof, Dekkjasalan H.fj.

Postfrá Elís H » 12.okt 2017, 18:06

Ég upplifi enn og aftur gott viðmót og góð vinnubrögð hjá þeim í Dekkjasölunni Dalshrauni. Það virðist vera samheldur fínn hópur þarna.
Rögnvaldurk
Innlegg: 71
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: LC90

Re: Lof, Dekkjasalan H.fj.

Postfrá Rögnvaldurk » 12.okt 2017, 20:15

Ég tek undir með þér Elís.
Tvisvar hef ég keypt mér notuð sumardekk hjá þeim og þar sem ég bý á Austfjörðum hef ég skoðað myndirnar á vefsíðu þeirra og síðan bara hringt og pantað og treyst þeim að þeir selja mér ekki bara eitthvað rusl. Einu sinni hringdu þeir til baka eftir að ég var búinn að borga því við nánari skoðun fannst þeim dekkin ekki nógu góð og buðu mér önnur, dýrara dekk á sömu verði. Mikilvægt að geta treyst seljandanum ef maður kemst ekki sjálfur til að skoða vöruna.
Kveðja, Rögnvaldur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lof, Dekkjasalan H.fj.

Postfrá íbbi » 12.okt 2017, 21:55

mér hefur stundum fundist verðin á notuðu felgunum dáldið í hærri kantinum..

en mér hefur alltaf líkað alveg sérstaklega vel að versla við þá, og hef gert töluvert af því, þjónustan er eitthvað sem aðrir gætu tekið sér til fyrirmyndar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2388
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lof, Dekkjasalan H.fj.

Postfrá jongud » 09.nóv 2020, 16:48

Ég verð að taka undir þetta, fín þjónusta hjá þeim, var að selja 2 dekk og felgugang.
Þeir sögðust reyndar ekki hafa mikla reynslu af stærri jeppadekkjum, en notaður 37 tommu gangur sem ég lét þá setja undir hjá mér er nokkuð skammlaust í lagi.
Fínt að hafa svona umboðssölu þegar maður hefur ekkert pláss fyrir gúmmíbelgi. Ég hikaði ekki við að benda fólki á Facebook á felguganginn þegar það var að óska eftir felgum.


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur