OKUR !

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

OKUR !

Postfrá jongud » 27.júl 2017, 08:22

Lenti í því um helgina að jeppinn hjá mér ( 90 cruiser) kveikti vélarljósið eftir skvettugang í pollum og neitaði að snúa vélinni yfir 2000 snúninga.
Ég lagði honum með húddið opið upp í sólina, tók af pólunum á geymunum og og beið í 3-kortér, og þá var allt í lagi. Ljósið slökkt og gangurinn góður.
Ég hafði samband við Toyota og spurði þá hvað gæti valdið þessu og þeir sögðu að það gæti hafa blotnað tengi og aflestur af tölvunni gæti sýnt hvað var að hrjá hann.
Ég renndi því áðan niður í Kauptún og ætlaði að skrá mig inn í aflestur og þar var mér sagt að það kostaði 5.900 krónur að lesa af!
Þetta er þjónusta sem er ÓKEYPIS ! í bandaríkjunum.

Næsti bíll sem ég kaupi verður með OBD2 tengi, þá get ég lesið að honum sjálfur!
Því miður er Cruiserinn of gamall til að vera OBD2 samhæfður.




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: OKUR !

Postfrá biturk » 27.júl 2017, 23:00

Hvapa árgerp er hann?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: OKUR !

Postfrá olafur f johannsson » 28.júl 2017, 00:24

getur alveg lesið hann sjálfur en ef þú tekur pólana af og ljósið fer þá er minni líkur á að þú fáir einhvern kóða. Til að lesa þessa bíla þá þarf bara að setja vír á milli tveggja tengja í litla svarta boxinu fram í húddi og telja hvað véla ljósið blikar oft, tengir á milli te1 og te sérð hvar þau tengi eru innan í lokinu og svo er bara að googla kóðan
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: OKUR !

Postfrá Óttar » 28.júl 2017, 01:08

Sum umboðin hér á landi hafa gengið svo langt að vilja ekki segja hvað hafi verið að hrjá bílana sem fara í lestur hjá þeim nema menn láti laga þá hjá þeim


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: OKUR !

Postfrá Navigatoramadeus » 28.júl 2017, 07:39

http://www.troublecodes.net/toyota/

Bréfaklemma milli tengja og lesa blikkin.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: OKUR !

Postfrá Navigatoramadeus » 28.júl 2017, 08:09

Persónulega þykja mér 5.900kr engin ósköp fyrir bilanagreiningu.

Kóðalesari af öflugustu gerð kostar $$, maður er ca 15 mín að sækja bíl, setja í samband og lesa og oft á tíðum eru nokkrir kóðar sem eru skráðir, þeim eytt og gangsett og bíll prufaður hvort komi strax aftur kóði.

Þá er komið að því að greina hvað gæti valdið kóða og líkleg viðbrögð/viðgerð í kjölfarið og einhver umræða ef kóðinn/bilun er flókin og líklegur kostnaður.

Stundum eru þetta einhverjir undarlegir kóðar sem maður þekkir ekki svo það þarf að fletta þeim upp og lesa sér til um.

Svo að skrifa út reikning og taka við greiðslu.

Þá er á sumum stærri verkstæðum sérhæfður starfskraftur í bilanagreiningu og ekki ólíklegt að það sé ekki 100% nýtni á honum til að tryggja hraða þjónustu því ekki vil maður bæði borga og bíða. :-)


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: OKUR !

Postfrá Dodge » 28.júl 2017, 09:49

Þetta er ekki dýrt.. Kostar minna en hálftími á meðal verkstæði og menn byrja nú ekki á neinu fyrir minna.
Svo ferðu með bíl á skoðunarstöð og borgar 8-9þús fyrir korter í ódýrri aðstöðu.


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: OKUR !

Postfrá olafur f johannsson » 28.júl 2017, 23:52

Já og td. þá kostar nýasta tölvan sem ég vinn stundum með um 1.1mills svo að 6þús er ekkert svakalegur peninngur :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur