Millikassa vandamál

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thengillo
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 13:49
Fullt nafn: Þengill Ólafsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Millikassa vandamál

Postfrá thengillo » 19.jún 2011, 23:38

Sælir.

Ég er með Cherokee XJ árg ´91 með NP242 millikassanum.
35" breyttur.
Það er svo erfitt að ná honum úr drifum. Hvort sem það er part time eða full time.
Hef átt nokkra svona bíla og aldrei verið vesen.

Hvað haldiði að geti verið að?

Kveðja
Þengill



User avatar

Seraphim
Innlegg: 62
Skráður: 07.feb 2010, 17:26
Fullt nafn: Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Millikassa vandamál

Postfrá Seraphim » 20.jún 2011, 18:07

Sæll

Mér dettur í hug einhver þvingun í drifrásinni. Eru dekkin misslitin eða ósamsorta? Ég veit svosum ekki hvað þessi bíll er viðkvæmur fyrir slíku en það er athugandi.
Kveðja
Þorvaldur Helgi


Höfundur þráðar
thengillo
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 13:49
Fullt nafn: Þengill Ólafsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Millikassa vandamál

Postfrá thengillo » 24.jún 2011, 00:17

Nei það á ekki að vera neitt svoleiðis. Það er kannski örlítið misslit á milli aftur og fram dekkja, en það á ekki að hafa áhrif.
Ég er líka búinn að prófa á lausamöl og í sandi og allan pakkan.

Kveðja
Þengill

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Millikassa vandamál

Postfrá Kiddi » 24.jún 2011, 00:24

En ef þú tjakkar upp bílinn í báða enda, nú eða bara annan, hvernig lætur hann þá?

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Millikassa vandamál

Postfrá StefánDal » 24.jún 2011, 00:35

Er ekki bara komið slag í tengibúnaðinn undir bílnum? Ég lenti allavegana í því á mínum XJ. Bæði ónýtar fóðringar og festingin fyrir þetta linkage var nánast riðguð í sundur.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir