Olíuleki í framdrifi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Olíuleki í framdrifi

Postfrá dabbi » 08.mar 2010, 11:13

Sælir.

Ég er með 90 krúser, það er farið að smitast út úr framdrifinu á honum gírolía yfir innrihosuna.

Getur verið að það sé farinn fóðring þarna á milli? eða er þetta önduninn stífluð,

Tók eftir þessu eftir að hafa sett á framlásin núna í gær. hef ekki fundið þessi lykt áður né séð smit þarna niður

mbk
Dagbjartur


kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Stjáni Blái » 08.mar 2010, 11:29

Ef hann er að æla útum öndunina þá er mjög líklega vatn á drifinu, ef svo er þá er nóg að skipta um olíuna á drifinu.

K.v.

User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá dabbi » 08.mar 2010, 11:33

þetta er nefnilega ekki að koma útum öndunina, kemur með hosunni bílstjórameginn, Annars þarf ég að leggjast undir hann betur og skoða þetta

það er mjög nýleg olía á drifinu, á reyndar eftir að skoða hvort það sé kominn vökvi í hana.

mbk
Dagbjartur
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Sævar Örn » 08.mar 2010, 12:17

gæti verið pakkdósin ónýt, það vill gerast ef öndunin stíflast, og einnig gerist það bara upp úr þurru stundum

mæli með olíuskiptum samhliða pakkdósarskiptum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá dabbi » 17.mar 2010, 16:55

Sko, ég fór og kíkti á þetta. ekki var vatn í olíunni, ekki var fóðringinn farinn og svo virðist sem olían hafi sullast upp út um öndunina,

Skipti um Olíu og framlengdi öndunni (upp í húdd)

hefur allavega ekki komið síðan,

en hafa menn eitthverja kenningu afhverju þetta gerist..

Ég er með Loftlás að framan, en ég hef ekki verið var við að það leki loft í gegnum hann (allavega ekki mikið)

mbk
Dagbjartur
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá dabbi » 29.mar 2010, 14:56

eftir miklar pælingar og finna ekki neitt að þá fann ég vandamálið í gær

það virðist vera þannig að ef ég set loftlásinn á þá heiri ég sullast upp úr önduninni (þó svo að ég hafi fært öndunina upp í húdd)

þýðir þetta að loftlásinn sé farinn að leka? ef svo er hvað er gert til að gera við það?

mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Cruser » 29.mar 2010, 17:07

Er þá ekki bara rífa læsinguna úr, fá í hana þéttihringina sem væntanlega fást í Bílabúð Benna. Málið dautt. Gangi þér vel.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Járni » 29.mar 2010, 17:08

ARB læsing? Það þarf væntanlega að skipta um þéttihringi í læsingunni.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá dabbi » 29.mar 2010, 21:27

já þetta er ARB lás. algjör anall að ná þessum kögli úr þessum bílum. verður stuð :D

lumar eitthver á góðu ráði til að ná þessu niður?

mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Stebbi » 29.mar 2010, 22:00

dabbi wrote:lumar eitthver á góðu ráði til að ná þessu niður?


Asetýlen og Súr í gegnum góðan skurðarspíss. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Olíuleki í framdrifi

Postfrá Cruser » 29.mar 2010, 22:54

Það er ekkert mál að ná þessu úr. Losar neðri spindlana öxuldregur drifskaftið frá, svo verður þú að taka jókann af köggullinn næst ekki niður öðruvísi. Myndi skjóta á svona eina til eina og hálfa klst max.
Gangi þér vel
Annars velkomið að hafa samband 6983468
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 45 gestir