Síða 1 af 1

Land Cruiser Grindarskipti

Posted: 29.jún 2025, 14:31
frá aevara
Ég er með LC 120, 2003 módel, 35" breyttan - en grindin, ja hreinlega ónýt.
Boddý í fínu standi, m.a. búið að skipta um sílsa og hefur fengið fínasta viðhald.
Ég veit að það eru til grindur hjá Bílapörtum og nú ætla ég að varpa fram spurningum sem væri ágætt að fá hugmyndir / vangaveltur um.
Fyrri: Kaupa grind í lagi og skipta út? - Þekkir einhver hér á spjallinu einhvern sem hefur farið út í slíkt og veit ca kostnað og tíma?
Seinni: Selja farartækið "as is"? Er einhver hér sem myndi kaupa þennan?

Re: Land Cruiser Grindarskipti

Posted: 30.jún 2025, 08:48
frá jongud
Ef þú ætlar að láta skipta um grindina á verkstæði er það ca. ein milljón.