Val á efni í prófíltengi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Stebbi Hermanns
Innlegg: 17
Skráður: 30.sep 2016, 14:12
Fullt nafn: Stefán Hermannsson
Bíltegund: Toyota

Val á efni í prófíltengi

Postfrá Stebbi Hermanns » 28.aug 2021, 21:32

Sælir spjallverjar

Ég hafði hugsað mér að smíða prófíltengis lækkun, ca 15 cm. Profíll sem í boði er hjá ferrozink er þykkastar 50x50x5 mm er það nóg eða hafa menn verið að fá eitthvað þykkara í þetta ?

Með von um góð svör

Stefàn Hermannsson




petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Val á efni í prófíltengi

Postfrá petrolhead » 30.aug 2021, 04:26

Nú ætla ég alls ekki að fullyrða neitt en einhvern veginn minnir mig að það meigi ekki hver sem er smíða svona, nema þá að fá þetta myndað eða vottað hjá einhverri stofnun.
En það sem ég hef handleikið af svona þá held ég að veggþykkt á profil sé ekki meira en 5mm.
mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Val á efni í prófíltengi

Postfrá Raggi B. » 31.aug 2021, 18:31

Þessi kann að sjóða.
LC 120, 2004

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Val á efni í prófíltengi

Postfrá svarti sambo » 31.aug 2021, 19:48

Ég veit ekki hvort að hver sem er megi smíða svona, eða hvort að það eigi eingöngu við um beyslið sjálft.
Og þá skiftir ekki máli hvort að viðkomandi kunni að sjóða eða ekki.
Veit allavega að ég mátti ekki smíða krók á bílinn minn um árið, þrátt fyrir að vera með viðurkennd suðuréttindi.
Varð að láta votta fyrsta beyslið og mátti svo fjöldaframleiða eftir það viðkomandi beysli.

Veit að Héðinn hefur verið að framleiða þetta og átt til á lager fleiri en eina gerð af síkkunum.

Getur eflaust fengið öll svör þar. Mási verkstj. getur örugglega hjálpað þér með þetta.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir