Síða 1 af 1

Hilux hásingarfærsla

Posted: 14.mar 2021, 08:36
frá HemmiDodda
Jæja nú eru miklar pælingar í gangi... er að fara setja 38" undir hilux og þarf að lyfta boddyi eins lítitð og ég kemst upp með og svo færa hásingu aftar um 13cm. þá er þetta spurningin á ég að fara í 4link með púðum eða gormum eða bara færa fjaðrirnar aftar??? Ausið nú úr viskubrunni ykkar um gæði kostnað og vinnu :)

Re: Hilux hásingarfærsla

Posted: 14.mar 2021, 09:09
frá rockybaby
Sælir . Það eru margar leiðir til að færa afturhásingu , td notaði ég á sínum tíma afturfjaðir úr Izusu pickup sem myndaði 9 cm færslu þar sem miðfjaðraboltinn í Izusu fjöðrunum er 9 cm aftar en á hilux fjöðrunum og mýkri þe: Double cab diesel 1991 árg , svo hafa einhverjir notað Tacoma aftur fjaðrir sem eru talsvert lengri en orginal hilux fjaðrir , >Chervolet aftur fjaðrir undan pickup eru líka lengri. Þessar 3 upptalningar á fjöðrum eru mýkri en orginal fjaðrinar og í seinni 2 í upptalningu þarf einungis að færa fjaðrahengsli sem til þess að gera mjög lítil vinna en svo er fourlink stífukerfi vinsælt og einnig mono stífukerfi svo má ekki gleyma land rover defender aftur stífukerfi . Loftpúðar eða gormar , kosturinn við púðana er að þá er hægt að halda sömu hæð miðað við mismikla lestun en gormarnir eru viðhaldsminni og einfaldari búnaður.
mbkv.

Re: Hilux hásingarfærsla

Posted: 15.mar 2021, 00:46
frá íbbi
ég myndi alltaf vera í 4link, ef þú nennir smíðini, sindri á sprautuverkstæðinu á mát fyrir stífuvasana bæði á grind og rör fyrir hilux