Síða 1 af 1

Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 02.feb 2021, 09:11
frá Hjörturinn
Daginn jeppverjar.

Er að spá úr hvaða bílum menn hafa verið að taka rafmagnsstýrisdælur hérna heima til að nota í jeppa?
Hef notað þannig dælu úr Opel 1.2 í rafbílabreytingu en finnst hún full nett fyrir jeppa, án þess þó að hafa prófað hana í þannig.

Þekkir einhver til svona ævintýra?

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 02.feb 2021, 13:02
frá jongud
Hvað með að sleppa glussanum alveg og nota bara rafmagn?

https://americanpowertrain.com/electric-power-steering/

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 02.feb 2021, 13:53
frá Hjörturinn
Nei ég ætlaði að freysta þess að nota hydro electric, getur maður mögulega bætt við tjakk og þarf ekki að skipta um allt stýrisdæmið eins og það leggur sig :)

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 02.feb 2021, 13:57
frá Stóri
Sá einhverntímann à youtube einn sem var með svona græju úr volvo en man ekki hvort það var alveg rafmagn eða bæði.... þetta var liklega úr suv volvo þanni ætti að vera aðeins öflugri

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 03.feb 2021, 10:18
frá Hjörturinn
Já það er verið að nota dælur úr Volvo S40 og V50 í svona, aðallega bara að stýringin á þessum dælum sé ekki einhver canbus flækja.
Mini cooper og Toyota MR2 er svo aðrir candídatar, bara spá hvað hefði verið reynt á stórum jeppa.

Já og passið ykkur bara á orðalaginu ef þið googlið þetta...
145343984_332426508017347_7287860392999101128_n.jpg
145343984_332426508017347_7287860392999101128_n.jpg (178.02 KiB) Viewed 9867 times

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 03.feb 2021, 12:26
frá BOI
Hafa menn verið að nota rafmagsdælur engöngu í Jeppa?
Ég er svolítið spenntur fyrir þessari hugmynd.

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 17.aug 2023, 13:01
frá muggur
Dæla.JPG
Dæla.JPG (31.74 KiB) Viewed 7344 times


Langar að endurvekja þennan þráð.

Finnst reimdrifna dælan í pajeronum mínum ekki alveg vera að ráða við stóru dekkin og er því að spá í að fara í rafmagnsdælu. Líklega yrði það eins og bent er á að ofan svona Volvo dæla. Hægt er að fá þannig dælur styrktar og jafnvel tjúnaðar frá Póllandi þannig að þær gefi 110 bör. Hef reyndar ekki hugmynd um hvað þær gefa orginal. Þetta virðist mest vera stílað inn á drift bíla en hef séð svona líka gert á amerískum jeppasíðum.

Einhver sem hefur prófað að fara þessa leið?

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 03.okt 2023, 22:10
frá BOI
Hér eru tenglar á svona pælingar ég hef aðeins skoðað þetta.
EN hef ekkert séð og veit ekkert um afl dælunar Volvodælur hafa verið vinsælar.

How to install EPAS in 95+ Ranger

Volvo Electric power steering conversion (Full write up)

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 08.okt 2023, 23:01
frá Axel Jóhann
Við hjá netpörtum eigum allaveg allskonar svona dælur, getið haft samband og ég get skoðað hvað er til.

Mbkv. Axel

Re: Rafmagnsstýrisdæla

Posted: 09.mar 2024, 08:27
frá jeepson
Heimskuleg spurning. er svona dæla úr fólksbíl nægilega öflug fyrir 46" dekk og stýristjakk?