Verkstæði, hlutföll & læsingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Verkstæði, hlutföll & læsingar

Postfrá jongud » 06.jan 2021, 13:04

Nú er ég að hugleiða næstu skref, og þá þarf ég að láta lækka hlutföll og setja læsingu að framan. (toyota 8 tommu aftan og 8-tommu IFS að framan)
Eru einhverjir aðrir góðir í því en Breytir, SS-Gíslason, ArcticTrucks og Ljónsstaðir?



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Verkstæði, hlutföll & læsingar

Postfrá Óskar - Einfari » 06.jan 2021, 13:32

Áður en ég fór að gera þetta sjálfur þá fékk ég Bíltak ehf á Selfossi til að stilla inn nokkur hlutföll/læsingar fyrir mig. Það reyndist alltaf vel og endist vel.

Þessir staðir sem þú taldir upp bara nokkuð skotheldir í þessu. Ég myndi bara gera verðkönnun. Kanski mætti bæta þarna við stál og stansar, Renniverkstæði Ægis.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Verkstæði, hlutföll & læsingar

Postfrá Járni » 06.jan 2021, 22:30

Prófaðu að heyra í drif.is
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Verkstæði, hlutföll & læsingar

Postfrá TF3HTH » 07.jan 2021, 01:46

Ég spurði Ljónstaði og Stál & Stansa um verð í haust, reyndar bara í afturdrif, þeas að setja nýtt hlutfall.

Ég er s.s. með 90 krúser sem er með orginal læsingu. Og kostnaðaráætlunin var ca. svona hjá báðum verkstæðum:

4.88 hlutfall - ca. 50þ
Nýjar legur - ca 50þ (bara til hjá umboði)
Vinna 90þ

Svo mun framlás mun líklega kosta þig 100-200þ einn og sér.

Góðar stundir :)

ps. þar sem þú ert með tacoma þá er möguleiki fyrir þig að kaupa komplett drif eftir þínu höfði í USA og jafnvel taka þeir þín drif uppí. allavega vert að skoða.

ps2. svo auglýsti einn komplett drif með 4.88 á ca. 1/4 af ofangreindum kostnaði og ég stökk á það frekar.

-haffi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir