Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 667
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 23.jún 2021, 13:45

jæja lokaspretturinn er á fullu. Það átti nú að fara í ferð á bílnum þessa helgi en það er 100% öruggt að það verður ekki. Við fáum lánað bíl þessa helgi og förum síðan bara af stað á Einfara fyrstu helgina í Júlí. Þetta er búið að ganga svona beggja blands undanfarið. Bæði gengið vel og síðan verið allskonar bras sem hefur þurft að leysa. Þegar ég tók framm pallinn og fór að vinna í honum rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er í hrikalega slæmu ástandi. Það var aðeins niðurdrepandi en það er alveg ljót að þessi pallur er í raun ónýtur. Ég græjaði eitthvað á einni helgi sem er hægt að nota næstu mánuði. Svo er planið að hreinlega smíða nýjan pall með geymslum og einhverju sniðugu næsta vetur. Bíllin er farinn að keyra en það hefur verið vesen að klára bremsurnar. Það lítur út fyrir að núna sé loksins búið að redda því.

01.jpg
smá prufuhringur eftir að allt var farið að snúast og keyra. Þarna eru engar bremsur þannig að þetta var bara rétt til að snúa bílnum við.
01.jpg (546.2 KiB) Viewed 731 time


02.jpg
fyrsta vesen! bíllin harðneitaði að fara í frammdrifið. Það heyrðist ekkert frá mótornum og þegar ég setti straum beint inn á mótorinn gerðist ekkert. Þegar ég var búinn að opna húsið virtist allt vera í góðu, ekkert sjáanlegt var að. Það eina sem þurfti að gera var rétt að pússa/hreinsa snerturnar á mótornum og þá var allt farið að virka.
02.jpg (582.57 KiB) Viewed 731 time


03.jpg
Næsta bras var að allt í einu kveiknaði loftpúðaljós í mælaborðinu. Villa gaf til kynna bilun í loftpúða í stýrinu. Við nánari skoðin hafði spíraltengið dottið í sundur af notkunarleysi. Það var pantað og er að detta í hús.
03.jpg (303.69 KiB) Viewed 731 time


04.jpg
næsta bras kom þegar ég ætlaði að setja þurkurnar á... þá drafst á bílnum, öll ljós í mælaborðinu loguðu og fullt af relayum fóru að smella á miljón og bíllin startaði en fór ekki í gang. Villur gáfu til kynna vandamál í vélartölvu.... þarna leyst mér eeeeekki á blikuna. Eftir talsverða leyt og góð ráð fann ég á endanum jarðtengingu sem hafði ekki fengið að vera memm þegar bíllin var settur saman. Jæja jörðinni fékk jörð og þá virkaði allt eðlilega aftur.
04.jpg (521.26 KiB) Viewed 731 time


05.jpg
Pallurinn kominn inn á búkka
05.jpg (431.76 KiB) Viewed 731 time


06.jpg
rið undir brettakannt
06.jpg (495.11 KiB) Viewed 731 time


07.jpg
Þetta er frekar ömurlegt, en verður að duga í sumar
07.jpg (752.54 KiB) Viewed 731 time


08.jpg
jæja nú vona ég að Toyota og aðrir bílaframeliðendur séu að hlusta. Hérna sést munurinn og gagnið sem grjótvörn gerir. Ég þurfti að skafa í burtu smá grjótvörn til að komast í eitthvað sem var hægt að sjóða. Grjótvörnin er c.a. 3mm þykk og þar undir eru tandurhreint stríheilt stál. En við hliðina á þar sem ekki var grjótvörn er ekkert eftir til að sjóða í!
08.jpg (645.87 KiB) Viewed 731 time


09.jpg
Hérna sést hvernig frágangurinn hefur verið. Þetta er í hjólaskálinni og þarna sjá skil þar sem er grjótvörn. Það hefur semsagt verið sett brettaplastið í hjólaskálina og eftir því grjótvörn, þessvegna eru skilin. Þetta er ekki góður frágangur og hefði verið talsvert betra að setja grjótvörn fyrst í alla hjólaskálina áður en brettaplastið kom.
09.jpg (610.73 KiB) Viewed 731 time


10.jpg
Búið að skera úr fyrir hásingafærslu. Ég tók bara helling í burtu svo ég hefði alveg örugglega eitthvað til að sjóða í og hér verður bara lokað með punktsuðu
10.jpg (626.61 KiB) Viewed 731 time


11.jpg
1mm rafgalv. verður notað til að græja nýjar hjólaskólar
11.jpg (272.14 KiB) Viewed 731 time


Þegar maður þarf að beygla járn er hentugt að vera búin að búa til sinn eigin beyglara. Sérstaklega ef maður ætlar að redda einhverju sem á að vera ódýrt :)


13.jpg
hjólaskál reddað
13.jpg (537.93 KiB) Viewed 731 time


14.jpg
klárt báðu megin og pensilskítti skellt yfir
14.jpg (663.81 KiB) Viewed 731 time


15.jpg
Búið að skera úr brettum og bæta í gapið sem myndaðist eftir hásingafærsluna. Það var líka punktsoðinn bútur beygður til með höndunum bara. Þetta fer mest allt á bakvið brettakannt.
15.jpg (544.51 KiB) Viewed 731 time


16.jpg
svo kom næsta bras... ég misreiknaði aðeins miðjufestinguna fyrir pallinn. Eftir hásingafærsluna sem hún verða fyrir og dekkið rekast í þegar bíllin misfjaðrar. Þetta var leyst með því að skella boddífestingum upp á grindina og er það langleiðina komið á þessari mynd
16.jpg (540.59 KiB) Viewed 731 time


17.jpg
nýjar festingar klárar og búið að skera gömlu í burtu.
17.jpg (571.61 KiB) Viewed 731 time


18.jpg
og svo næsta bras. aftasti hlutinn á grindinnni hafði gengið saman um 20~25mm. Sem var nóg til þess að boddífestingarnar hittu ekki á sinn stað. Þetta hefur líklega gerst eftir suðuvinnuna á afturfjöðruninni. Ég hélt ég hefði stífað þetta nóg en greynilega ekki. En jæja, drullutjakkurinn var tekinn frammn og grindin glennt í sundur.
18.jpg (506.25 KiB) Viewed 731 time


19.jpg
pallurinn loksin kominn á og öll boltagöt hitta á rétta staði. Þótt það hafi verið allskonar vesen þá hefur tekist að leysa allt hingað til. Núna verður hægt að fara að setja saman á fullu og græja fyrir ferðasumarið!
19.jpg (487.58 KiB) Viewed 731 time


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir