Fjöðrunarpælingar lc 90

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Fjöðrunarpælingar lc 90

Postfrá makker » 05.feb 2017, 17:28

Nú er ég í pælingum með óbreittan 90 cruser sem ég á og þannig er mál með vexti að ég er að keira um 50km á dag til vinnu og nánast allt á mjög lélegum og holöttum malarvegi og þegar ég fer yfir margar holur í einu fer hann að skoppa til hliðar að aftan sem er ekkert rosalega gaman

Ég var búinn að skoða afturdemparana þeir eru ekki nýjir en ósprungnir gæti dugað að kaupa bara ódýrasta demparaparið og skifta eða þarf maður að grafa eithvað dýpra og kaupa dýra og flotta dempara eða er fjöðruninn bara léleg orginal?

Mbk jón




Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Fjöðrunarpælingar lc 90

Postfrá Navigatoramadeus » 05.feb 2017, 21:11

Eru gormarnir ekki orðnir slakir og því stutt í samsláttarpúðana en þannig er bara lítill hluti fjöðrunarinnar virkur og verður leiðinleg þegar hann skoppar á púðum.

Held eigi að vera ca 5-7 cm milli púða og hásingar á óhlöðnum bíl.

Svo eru stundum demparar lélegir þó leki ekki.


Höfundur þráðar
makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Fjöðrunarpælingar lc 90

Postfrá makker » 05.feb 2017, 21:35

Þarf að skoða þetta með samsláttarpúðana en svo var ég líka búinn að vera að spá í því að bíllinn er 8 manna og við erum yfirleitt bara 2 með einn hund í honum og að það séu full stífir gormar í honum

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Fjöðrunarpælingar lc 90

Postfrá Óskar - Einfari » 05.feb 2017, 22:02

Þetta var farið að gerast hjá á hiluxnum hjá mér.... hann driftaði til hliðana þegar maður keyrði í margar holur í einu. Þetta er ekki gaman og beinlínis hættulegt! Síðasta vor skipti ég um gorma og dempara að framan og dempara að aftan (afturgormarnir voru ennþá fínir) og fékk nánast nýjan bíl í staðinn.... reyndar uppfærði ég í fox ifp dempara í leiðinni.
Þetta fór reyndar ekkert á milli máli og vissi að þetta var vandamálið... eftir 9 ár, 200k akstur á 38" breyttum bíl með orginal gorma og dempara þá er það bara löngu, löngu búið dæmi... enda var EKKERT eftir í samslætti
Það voru engir demparar hjá mér farnir að leka.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Fjöðrunarpælingar lc 90

Postfrá ellisnorra » 05.feb 2017, 22:17

Gífurlega árangursríkt er að slaka vel í dekkjunum, þessvegna niðurfyrir 10psi ef vegurinn er þeim mun verri. Bara gæta að hitamyndun í dekkjunum, hún er bönnuð. En auðvitað langbest að gera bæði, vera með fjöðrun sem virkar eins og hún á að gera og slaka í dekkjunum :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur