Sælir jeppamenn og konur. Er að spá í að setja á bílinn hjá mér ljós að aftan sem bakkljós/vinnuljós. Var með á fyrri jeppa, sem var mikið breyttur en þessi óbreyttur, kastara frá Hella, voru ekki voða niðugir en ég hafði vinnuljós, dreyfi, á hliðinni á þeim bíl frá Hella líka og voru þau mun sniðugri. Hverig eru LED ljós að koma út og hvar er best að fara að skoða og kaupa svona ljós, þurfa ekki endilega að vera LED en eitthvað sem tekur ekki mikið rafmagn en lýsir vel! Og er á viðráðanlegu verðu að sjálfsögðu!
Kv Stefán
Vinnuljós, kastarar
Re: Vinnuljós, kastarar
Er með 18w LED vinnuljós á mínum og er nokkuð sáttur. LED lýsir vel stutt og dreifir frábærlega úr sér. Ebay er með helling af úrvali og á flottu verði, oft sambærilegt verð og á aliexpress nema sendingartimi er mun styttri. Myndi setja inn mynd en sé það ekki fært í símanum. :)
Kv. Heiðar
Kv. Heiðar
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur