læsingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

læsingar

Postfrá íbbi » 26.des 2015, 14:09

er meiri "hugsari" þessa dagana heldur en "gerari"

er búinn að vera skoða læsingar og hutföll í Dana60 og samb búnað.

augljóst val eru loftlásar, ARB, þeir kosta um $1100. barkalásar frá OX eru um $850.

ég myndi alltaf vilja hafa "manual" lás að aftan, sem er hægt að setja á og þá er hann á. en hvernig hafa sjálfvirkir lásar verið að virka að framan?

menn hafa væntanlega alla reynslu í heiminum af þessu hérna, þá sérstaklega hvað þetta kostar allt saman,

væri gaman að fá umæður

kv, íbbi


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


oliexplorer
Innlegg: 63
Skráður: 21.mar 2010, 21:58
Fullt nafn: Ólafur Kjartansson

Re: læsingar

Postfrá oliexplorer » 26.des 2015, 22:34

talaðu við Tobba hann á til læsingu í Dana 60
6619566

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: læsingar

Postfrá Sævar Örn » 27.des 2015, 09:58

Sæll íbbi mig langar aðeins að tjá mig um mína framlæsingu að vísu í Dana 44


það er nó spinn,

ég myndi aldrei mæla með þessu fyrir neinn á alvöru jeppa, þá á ég við 35"+

Kannski hefur það svolítið að segja að ég er á 46" dekkjum, griplitlum þó, en maður má verulega passa sig í fjórhjóladrifi úti á vegi því maður veit aldrei hvora stefnuna hann tekur, og þrátt fyrir öflugan stýristjakk, OG DEMPARA þá hefur það ekkert að segja móti þessu afli


annað sem ég hef svolítið velt fyrir mér, þessi lás er ekki "instant" þ.e.a.s. hann smellur á þegar maður er kominn í átak, og oft með svolitlum höggum og hamagangi og tel ég það gera drifbúnaðinn veikari, þessi högg geta ekki annað en valdið málmþreytu sem fyrir rest þýðir brotinn öxull eða eitthvað þannig


OX lásar hafa held ég aldrei verið til vandræða, stundum er vandamál með loftlása það frýs í þeim vatn bara eins og gengur, enda eru ekki allir að spá í rakaskilju og þessháttar í kringum loftbúnaðinn, en að öðru leiti er loftlásinn öflugur kostur, og yfirleitt þýðir það sterkara drif, allavega í japönsku bílunum, þannig það má afsaka verðmiðann



Allavega, ég myndi hiklaust fá mér OX lás í amerískar hásingar ef ég væri á þeim brókunum!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: læsingar

Postfrá Dodge » 27.des 2015, 11:43

Sammála síðasta með nospin að framan, það er alveg lethal öxulbrjótur, var með svoleiðis í ramcharger, muldi allavega 10 framöxla áður en ég reif það úr og þá hætti það.

Tregða er að virka fínt að framan, en ég væri einna spenntastur fyrir torsen drifi, væri gaman að heira hvernig það hefur verið að reinast hjá mönnum.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: læsingar

Postfrá íbbi » 28.des 2015, 22:40

takk fyrir svörin,

það er akkurat svona umræða sem ég var að leytast eftir,
ég þekki sjálfur bara no spin /detroit locker úr afturhásingu á US fólksbílum, og hef átt erfitt með að ýminda mér hvernig þetta væri i framdrifi, en svo sér maður menn voða káta Esab að framan

já ég er einmitt búinn að vera skoða true track, er það ekki torsen? verðið á honum er tæplega 50% af verði loftlás.

sjálfur þekki ég af eigin reynslu að langmestu leyti diska lása, sem virðast í flestum tilfellum ekki virka, eða svíkja hressilega,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: læsingar

Postfrá Sævar Örn » 28.des 2015, 22:44

Ég held að það sé einfaldlega þannig að menn sem eru með rafsoðið framdrif eða nóspinn og finnst það bara frábært eru óhemju nægjusamir eða keyra nánast eingöngu utan vega og aldrei á hálkublettum og malbiki til skiptis...!

Ég hef aldrei almennilega kunnað við LSD læsingar, þær sem ég hef prófað eru yfirleitt þannig að þær grípa aðeins fyrst þegar bíllinn spólar, svo um leið og einhver hiti myndast í drifinu þá er það bara eins og alveg opið drif
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: læsingar

Postfrá stjani39 » 28.des 2015, 23:00

Hæ ég er komin með Torsen ( True Track )að aftan Dana 44 og virkar hörku vel en er með Dana 30 köggul að framan með no spin og það hefur haldið hingað til enda bara 2.9L Musso mótor en núna eru breitingar það sem það er komin 6 Cyl OM 606 24V mótor sem skilar 250 Hp+ og þá er framhásing á leiðinni undir Revert hásing Dana 44 undan Bronco 1979 sama og F 150 með Torsen ( True Track ) læsingu, en það sem mér finst mesta snildin við þessa græju er að það er nánast ómögulegt að brjóta öxla með þessum lásum það sýnir sig best í USA í Rock kliming mjög vinsælt þar en þessir lásar gera mjög stífar kröfur um OLÍUR
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: læsingar

Postfrá Gudni Thor » 13.jan 2016, 18:50

Èg er med no-spin ad aftan í 9" og aldrei vesen (læt hann renna í gegn um kröppustu beyjur á audu) og er med einhverja tregdulæsingu ad framan svo langt sídan ég setti hana í ad ég man ekki hvad tad er en hún heldur mjög vel, hef einu sinni brotid framöxul, fattadi ekki ad ég var í framdrifi og gaf bílnum í beyju á malbiki.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur