Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
gullij
Innlegg: 2
Skráður: 31.des 2014, 08:16
Fullt nafn: Gunnlaugur Jónsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá gullij » 11.des 2015, 14:28

Góðan dag

Er einhver sem hefur reynslu í að skipta um tappan á olíuverkinu og cover plate á olíuverkinu - skoðaði þetta í gær og það þarf sérstakt verkfæri fyrir þenna tappa og það virðist vera frekar erfit að komast að til að skipta um cover plate.

Ef einhver hefur gert þetta áður eða getur aðstoðað mig við að gera þetta (get borgað alveg borgað fyrir hjálp) þá væri það vel þegið

P.s. er í RVK

Kv. Gulli
Viðhengi
patrol.jpg
patrol.jpg (94.53 KiB) Viewed 2189 times




Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá Boxer » 11.des 2015, 20:20

Sæll Gulli

Það er ekki mikið mál að skipta um þetta tvennt.
Plötuna (cover plate) er ágætt að skipta um ef þú rífur rafgeyminn úr og brakketið fyrir vökvastýrisforðabúrið frá, eftir það er bara að finna sér gott ljós, standa hjá hægra framdekkinu, helst ofan á mjólkurkassa og þá eru þetta bara 2 stk 6mm boltar, en ég myndi skipta um O-hringinn líka, hann er til í Framtak-Blossa.

Boltinn milli spíssaröranna er svo hertur 110Nm (minnir mig) þannig að það þarf svolitið átak að losa hann, til að komast að honum notaði ég millilanga framlengingu á 1/2" setti, svo er bara að nota herslumæli þegar þú herðir þann nýja.

Ég var ekki búinn að svara póstinum frá þér vegna þess að ég man ekki alveg hvað ég gerði við sérverkfærið (toppinn) sem ég smíðaði, hann er á góða staðnum, en ætti nú að finnast.
Toppurinn minn er á Akureyri þar sem ég bý, en gæti sent þér hann í pósti ef þú reddar engu þarna í sódómu, en þú ættir að geta gert þetta úti á bílaplani fyrir utan Blossa, ef þeir tíma að lána / leigja þér sinn topp í það.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá ellisnorra » 11.des 2015, 21:47

Nú spyr ég eins og fávís patrol eigandi. Til hvers er skipt um þetta? Hvert er vandamálið og hver er ávinningurinn?
http://www.jeppafelgur.is/


Gunnar Björn
Innlegg: 73
Skráður: 05.okt 2011, 19:05
Fullt nafn: Gunnar Börn Haraldsson

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá Gunnar Björn » 11.des 2015, 22:23

Menn hafa eitt miklum fjárhæðum í upptektir á olíverkum og ventlastillingar á þessum vélum vegna þess að þeir eru leiðinlegir í gang, sérstaklega heitir. Svo er galdurinn einn O hringur.


Boxer
Innlegg: 30
Skráður: 22.jan 2011, 21:57
Fullt nafn: Hjalti Steinn Gunnarsson

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá Boxer » 12.des 2015, 00:17

Sæll Elli

Einfaldast er að skoða þennan þráð
viewtopic.php?f=5&t=30696
Þar er farið í gegnum klassískan vandræðagang okkar Y61 RD28Eti eigenda, sem lýsir sér í því að bílarnir fara bara ekki í gang þegar þeir eru heitir, sem er töluverður ókostur.

Lausnin á þessu vandamáli (allaveggna tímabundin lausn) er að skipta um boltan á milli spíssarörana og svo þessa plötu sem á að flýta tímanum á verkinu í starti, orginal platan er bara slétt, en sú nýja er með brjósti sem ýtir á kólf inni í verkinu.
Þetta er mun ódýrari lausn en að skipta um olíuverkið sjálft og virðist lengja í snörunni.
Einnig mæla vinir og þjáningabræður okkar í Ástralíu með því að setja fæðidælu á olíuverkin þar sem þau eyðileggist vegna þess að dælan inni í verkinu sé ekki nógu öflug þegar hún er farin að slitna til að sjúga alla leið aftan úr tanki, þannig að þau svelti og rífi sig.

Ástralir eiga mikið af Patrolum og þar eru til öflugar spjallsíður þar sem finna má mikinn fróðleik um þessa bíla, Y61 heitir reyndar GU þar en er annars eins fyrir utan hægrihandarstýri.
Uppáhalds síðan mín er
http://www.patrol4x4.com/forum/

Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á hvað við vorum að tala um.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá sukkaturbo » 12.des 2015, 08:04

takk fyrir þennan þráð hann var upplýsandi. hef skipt um þetta einu sinni með góðum árangri


Höfundur þráðar
gullij
Innlegg: 2
Skráður: 31.des 2014, 08:16
Fullt nafn: Gunnlaugur Jónsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Aðstoð við viðgerð á Patrol ´99 2.8

Postfrá gullij » 12.des 2015, 09:11

Takk fyrir þetta Boxer - ég skoða þetta aðeins nánar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir