Ford Escape 2008 metan breyttur?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 206
- Skráður: 10.jan 2012, 23:09
- Fullt nafn: Andri Björnsson
- Bíltegund: Ford
Ford Escape 2008 metan breyttur?
Sælir spjallverjar. Núna er fjölskildan búinn að stækka aðeins og er hún því vaxin uppúr fjölskyldubílnum (KIA rio) ég hef verið að spá í Ford escape V6 sem er breyttur fyrir metan. Veit einhver hérna hvernig það hefur reynst? Ég hef heyrt að 5.4 triton vélarnar séu ekki að þola þetta, endilega henda inn ykkar reynslu af metan breyttum bílum.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
Er þetta ekki endalaust vesen með þessar Metan breytingar, meirasegja bílar sem koma með þessum búnaði orginal eru að klikka, passatin kemur víst í röðum inná gólf hjá heklu í heddskipti útaf þau skemmast bara
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
Ég var með svona bíl sem vinnubíl og það eina sem ég get sagt um þessi farartæki er að ekki kaupa Escape.
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
Nenni wrote:Ég var með svona bíl sem vinnubíl og það eina sem ég get sagt um þessi farartæki er að ekki kaupa Escape.
Sammála síðasta ræðumanni. Það er leiðinlegt að það skuli vera ford merki á þessum bílum.
Í explorer færðu bæði meira fyrir peningin og áreiðanlegri bíl.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 31.jan 2010, 23:38
- Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
- Bíltegund: Subaru Outback
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
FORDJONNI wrote:Nenni wrote:Ég var með svona bíl sem vinnubíl og það eina sem ég get sagt um þessi farartæki er að ekki kaupa Escape.
Sammála síðasta ræðumanni. Það er leiðinlegt að það skuli vera ford merki á þessum bílum.
Í explorer færðu bæði meira fyrir peningin og áreiðanlegri bíl.
Ég er svolítið hissa á þessum fullyrðingum. Þeir sem ég þekki sem hafa átt svona bíla hafa hrósað þeim í hástert. Hvað er það sem er svona lélegt í þessum bílum?
Fyrir svolitlu síðan var umræða hérna um Jeep Liberty vs Ford Escape, og þar var enginn sem lagði neitt til málanna gegn Escape. Sjá hér http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=28317&p=150395&hilit=liberty#p150395
Kv.
Ásgeir
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
menn hafa sjálfsagt sína skoðun hver á öllum bílum en besti vinur minn á svona bíl, 2004 módelið og búinn að eigann í 8 ár, síðustu 4 ár hef ég séð um viðhaldið og það er nokkurnveginn svona, alternator, ABS hringir, 2 hjólalegur, svona fyrir utan bremsur, púst og spindla, bíllinn er í tæpum 200þkm og nánast eingöngu ekinn innanbæjar.
já og fékk fulla skoðun í síðustu viku, magnaður andskoti !
en jú, það eru nokkrir ryðblettir en eina sem stendur uppúr er að eyðslan mætti vera minni, bíllinn sjálfur alveg ok.
en Explorer er miklu meiri bíll, ef menn eru að ferðast er það eðalvagn, rúllar alveg hringinn á svoleiðis bíl en Escape er nettari í 101 rvk.
aftur á móti varðandi metanbreytingar, það sem fleiri hérna vita er að það hafa fjölmargir mótorar þolað illa brunahitann eða verið illa stillt einhvernveginn og dýrar viðgerðir verið útkoman í dæmi sem átti að koma út í myljandi plús.
ég tæki alveg bíl sem er framleiddur með metan í huga en eftirábreyttur metan..... amk ekki borga mikið fyrir það.
já og fékk fulla skoðun í síðustu viku, magnaður andskoti !
en jú, það eru nokkrir ryðblettir en eina sem stendur uppúr er að eyðslan mætti vera minni, bíllinn sjálfur alveg ok.
en Explorer er miklu meiri bíll, ef menn eru að ferðast er það eðalvagn, rúllar alveg hringinn á svoleiðis bíl en Escape er nettari í 101 rvk.
aftur á móti varðandi metanbreytingar, það sem fleiri hérna vita er að það hafa fjölmargir mótorar þolað illa brunahitann eða verið illa stillt einhvernveginn og dýrar viðgerðir verið útkoman í dæmi sem átti að koma út í myljandi plús.
ég tæki alveg bíl sem er framleiddur með metan í huga en eftirábreyttur metan..... amk ekki borga mikið fyrir það.
Re: Ford Escape 2008 metan breyttur?
Mundi bara ekki koma nálægt þessu. Leiðinda bílar og bilanagjarnir. Efast um að það lagist með metan búnaði
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur