Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sælir félagar nú er drengurinn minn hann Guðni að brasa við að setja Kenne Bell keflablásara á Harley Davidson Fordinn sinn sem er með 5,4 V-8 vél. Það er >EGR ventill á honum og svo annar á vélinni annar hvor þarf að víkja þurfa eða báðir en þurfa þessir EGR ventlar að vera má bilnda þá. Sjá mynd þetta er orðið helvíti fast og gæti skemmst við átök. Svo annað eru einhverjir félagar hér sem eiga teikningar eða manual yfir hvernig á að gera þetta.Hann er að vinna þetta án þekkingar og teikninga og lítið eða ekkert hægt að finna á You Tube. kveðja guðni á Sigló
- Viðhengi
-
- 1624185_10205019495280344_1153234120_n.jpg (69.58 KiB) Viewed 4327 times
-
- blower ventill egr.jpg (109.22 KiB) Viewed 4331 time
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Verður að setja spjaldloka með þessu, ef hann er ekki til staðar. Sennilegast er best að fara niðrá bryggju og finna þar volvo pentu 230 Hö og sjá hvernig þetta er útfært þar. þá ætti þetta að skýra sig sjálft. Sennilega bara best að mixa spjaldlokann af pentunni og þá færðu t-ið líka.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sæll Elías má þarf EGR ventillinn að vera má blinda hann??
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Það er skelfileg hugmynd að ætla að setja blower á háþrýsta bensín vél án þess að vita nákvæmlega hvað maður er að gera. Eða þá að hafa alveg tilbúið "kitt" með ítarlegum leiðbeiningum niður í smæstu smáatriði - sem er þá fylgt út í hörgul. Ef hvortugt er til staðar eru líkurnar á því að dæmið endi með ónýtri vél, mjög miklar.
Mjög lauslega og án allrar ábyrgðar þá innifelur svona verkefni meðal annars:
1 það þarft að ganga þannig frá þessu að bíllinn sé ökuhæfur á eftir - það þýðir að ísetningin á blásaranum má ekki fokka upp stýrikerfinu í 5,4 vélinni og verður að spila með því... og sjálfskiptingunni líka!
2 Við boost þarf að ausa bensíni inn á vélina á móti loftinu af því að bensínvélar ganga á föstu blönduhlutfalli, ef þetta klikkar þá verður forkveiking og stimplarnir fara í steik. Innifalið í svona verkefni eru auka og/eða stærri spíssar, stærri/auka bensíndælur jafnvel tvöfalt síukerfi os. frv. Auk fullvissu á því að bensínausturinn skili sér nú nokkuð jafnt inn á alla stimplana.
3 Þessi vél er líklega með þjapphlutfall nærri 9.5:1 eða hærra og þolir mjög takmarkað boost miðað við venjulegt bensín án þess að forkveiking verði. Þetta þarf allt að pæla út og skoða áður en farið er af stað.
4 það þarf að aðhæfa kveikjutímann að mismunandi þrýstingi, hærra boost-> seinni kveikja
Allt er þetta yfirstíganlegt og hér eru engin geimvísindi á ferðinni. En það verður að gera þetta rétt - annars fer verkefnið í vaskinn og ekkert stendur eftir nema kostnaðurinn.
Mjög lauslega og án allrar ábyrgðar þá innifelur svona verkefni meðal annars:
1 það þarft að ganga þannig frá þessu að bíllinn sé ökuhæfur á eftir - það þýðir að ísetningin á blásaranum má ekki fokka upp stýrikerfinu í 5,4 vélinni og verður að spila með því... og sjálfskiptingunni líka!
2 Við boost þarf að ausa bensíni inn á vélina á móti loftinu af því að bensínvélar ganga á föstu blönduhlutfalli, ef þetta klikkar þá verður forkveiking og stimplarnir fara í steik. Innifalið í svona verkefni eru auka og/eða stærri spíssar, stærri/auka bensíndælur jafnvel tvöfalt síukerfi os. frv. Auk fullvissu á því að bensínausturinn skili sér nú nokkuð jafnt inn á alla stimplana.
3 Þessi vél er líklega með þjapphlutfall nærri 9.5:1 eða hærra og þolir mjög takmarkað boost miðað við venjulegt bensín án þess að forkveiking verði. Þetta þarf allt að pæla út og skoða áður en farið er af stað.
4 það þarf að aðhæfa kveikjutímann að mismunandi þrýstingi, hærra boost-> seinni kveikja
Allt er þetta yfirstíganlegt og hér eru engin geimvísindi á ferðinni. En það verður að gera þetta rétt - annars fer verkefnið í vaskinn og ekkert stendur eftir nema kostnaðurinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sæll Óli og takk fyrir þetta það eru allir hlutir með þessu mælar og hvað eina og það sem til þarf. SPurning með þjöppuna og svo að fá alvöru leiðbeiningar kveðja guðni
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 20.des 2012, 16:50
- Fullt nafn: Guðni brynjar Guðnason
- Bíltegund: bmw
- Staðsetning: Siglufirði
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Já sæll vinur..vitum alveg þokkalega hvað við erum með í höndonum.. með kerfinu fylgdi Boost a pump sem eykur spennuna á bensíndæluna og svo líka boost á spark sem eykur neistan. og er ég að leita af 42lb spíssum hérna á landi áður en ég fer að panta þá :) vantar bara athuga hvort það sé ekki í lagi að fjarlægja þetta ERG drasl það er að stoppa mig af.
Toyota Hilux 38"
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
sukkaturbo wrote:Sæll Óli og takk fyrir þetta það eru allir hlutir með þessu mælar og hvað eina og það sem til þarf. SPurning með þjöppuna og svo að fá alvöru leiðbeiningar kveðja guðni
Ef allt kittið er til staðar þá er staðan miklu betri. Þið hljótið þið að geta fengið leiðbeiningar frá söluaðilum þess erlendis ef þær finnast ekki á bílasíðum á netinu.
Ég hef sett túrbínur á v8 bensínvél með beinni innspýtingu - það var heimameikað dæmi eftir verulega miklar pælingar. Þannig að ég veit eitthvað um hvað málið snýst. Ég mundi sjálfur ekki reyna að setja svona kitt í nema með öllum leiðbeiningum sem fylgja nýju setti. Ekki séns!
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Bawse wrote:Já sæll vinur..vitum alveg þokkalega hvað við erum með í höndonum.. með kerfinu fylgdi Boost a pump sem eykur spennuna á bensíndæluna og svo líka boost á spark sem eykur neistan. og er ég að leita af 42lb spíssum hérna á landi áður en ég fer að panta þá :) vantar bara athuga hvort það sé ekki í lagi að fjarlægja þetta ERG drasl það er að stoppa mig af.
Ég þekki ekki hvernig tölvdraslið í nýrri bílum bregst við ef maður afnemur EGR sisvona. Þekki þessa vél heldur ekki neitt.
Þessi bíll er væntanlega án þrýstiventils fyrir innspýtinguna og það er PWM stýrð bensíndæla í staðinn. Breyting á púlsunum inn á dæluna eykur bensínþrýstinginn sem gerir mögulegt að boosta örlítið inn á græjuna. Lykilorðið hér er "örlítið".
Stærri spíssar virka örugglega fyrir meira boost, en hvað með að öðru leyti þegar það er ekkert boost? 95% af notkuninni á bensínvél með blásara er undir vacum og þá þarf vélartölvan að spila rétt á móti stærri spíssum. Getur hún það, er stærðarbreytingin innan þeirra marka sem kerfið ræður við að laga sig að?
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
sælir.það er ekki egr á bátavélum en það er reli sem stjórnar blásaranum.hann kemur inn í 1800 rpm og slær út í 2600 rpm að ég held.
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Diesel elskar mikið af lofti, engin vandræði þar. Bensínvélar eru allt aðrar skepnur. Of mikið loft -> of þunn blanda og allt fer í glás.
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 20.des 2012, 16:50
- Fullt nafn: Guðni brynjar Guðnason
- Bíltegund: bmw
- Staðsetning: Siglufirði
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
að því sem ég hef lesið já þá ætti hún að geta það enda eru til fleiri hundruð Superchargeraðir Fordar útum allt þannig þetta er ekkert nýtt dæmi að setja blásara á þessar vélar.. og þetta var í bíl í nokkur ár hérna á íslandi..bíl sem kom ekki orginal með blásara með sömu vél og er í mínum bíl
hérna er einn að setja mjög svipað kerfi og ég er með hann setti stærri spíssa og pantaði tune
http://www.f150online.com/forums/superc ... nally.html
hérna er einn að setja mjög svipað kerfi og ég er með hann setti stærri spíssa og pantaði tune
http://www.f150online.com/forums/superc ... nally.html
Toyota Hilux 38"
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Já þú átt ekki að lenda í neinum vandræðum með því að taka þetta EGR dót og fleygja því.
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Veit ekki hvað "tune" þýðir nákvæmlega í þessu samhengi en ég giska á að í því felist breyting á eldsneytistöflunum í vélartölvunni til að hún vinni rétt með stærri spíssum. Sem er einmitt lausn á því vandamáli sem ég var að benda á.
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Ertu að tala um membruna sem er utan á keflablásaranum. Er þetta ekki það sama og fyrir túrbínur, svona vastegate. Finnst það mjög merkilegt ef að það er EGR á þessu. Myndi allavega nota hann þá frekar en þann sem fyrir er. Það er rétt eins og óli segir. Þetta getur verið varasöm aðgerð, ef menn vita ekki hvað þeir eru með í höndunum. Eruð þið eitthvað búnir að kanna t.d. það, hvort að stimpilkollarnir séu nægilega efnismiklir fyrir þessa aukningu. Svo að þetta verði nú ekki eins og þegar fyrstu penturnar komu með keflablásara. Þar bráðnuðu kollarnir við hitaaukninguna, og þær hrundu eftir ca: 700-1000 tíma. Að vísu er aðeins öðruvísi fræði í disel vél.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Varðandi pentu myndina hér að ofan. Þá er keflablásaranum stjórnað með relay-i og hann á að koma inn á 1500 sn og detta út á 2500 sn, og þá á túrbínan að vera kominn inn. Síðan er skynjari á tímagírnum sem stýrir relay-inu.
Fer það á þrjóskunni
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sýnist vandamálið snúast um hvað á að gera við original EGR ventilinn. Ef hann er fjarlægður úr þessum vélum þá versnar eldsneytiseyðslan örlítið, bíllinn kveikir "check engine" ljósið og mengar svolítið meira á langkeyrslu. En það er hægt að slökkva vélarljósið með því að "stilla" (forrita) vélartölvuna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sælir félagar og takk fyrir undirtektirnar. Ekki veitir af að velta þessu vel fyrir sér.Þetta er örugglega EGR ventillinn og það liggur rör niður á pústið sýnist mér. Þetta er verkefni vetrarins og því nægur tími. Það væri gott að eiga hér þráð á Jeppaspjallinu um þetta verk frá upphafi til enda. Fróðleikur sem gæti komið sér vel fyrir fleiri síðar eins og svo margt hér. Svo endilega takið þátt í þessu með okkur. Munum setja inn myndir og pælingar bæði af árangri og mistökum ef þau verða sem ég vona ekki kveðja guðni á sigló
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Aðstoð við Keflablásara ford 5,4
Sælir jæja þá er keflablásarinn kominn á. Þá kom í ljós að það vantar tvöfalt trissuhjól á Altenatorinn það var ekki í pakkanum sem við keyptum og er líklega týnt. Svo nú eru góð ráð dýr eins og kerlinginn sagði. Á einhver svona dót til sölu. Nú það vantar líka eitthvað járnstykki undir strekkjarahjólið í sætið þar sem er þarna á myndinni og fer á svörtu plötuna. kveðja guðni
- Viðhengi
-
- vantar eitthvað stykki undir strekkjarahjólið
- 961642_10205024674449820_2099001103_n.jpg (98.67 KiB) Viewed 3739 times
-
- vantar annað hjól á altenatorinn DEM á einhver hjól til sölu úr gömlu slátri.jpg (100.67 KiB) Viewed 3741 time
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur