Síða 1 af 1

segulkúpling á AC pressu

Posted: 24.nóv 2014, 21:58
frá Sævar Páll
Sælir. Er í smátjóni með segulkúplinguna á ac dælunni á moparnum mínum. Einhvertíman hefur einhverjum þótt snallræði að taka spóluna sjálfa úr segulkúplingunni á AC dælunni minni og er hefur hún því aðeins núna það hlutverk að halda réttum strekk á reiminni. Er einhver sem getur reddað mér svona spólu eða amk bent mér á hvað ég gæti gert til að bjarga mér í þessu?
Mótorinn er 318 mopar úr 76 ramcharger, þetta er lúkkið http://www.ebay.com/itm/A-C-Compressor- ... a0&vxp=mtr
Kv Sævar P

Re: segulkúpling á AC pressu

Posted: 24.nóv 2014, 22:06
frá svarti sambo
Þú getur örugglega fengið spólu eða komplett kúplingu í Barka eða Landvélum sem passar.

Re: segulkúpling á AC pressu

Posted: 25.nóv 2014, 12:22
frá Sævar Páll
góður punktur, tékka á þeim

Re: segulkúpling á AC pressu

Posted: 25.nóv 2014, 15:29
frá Grásleppa
Finnur helling ef þú googlar RV-2 sem er heitið á þessum dælum. Ég á svona dælu sem ég er nýbúinn að taka upp og þú getur fengið alla parta í þetta nýja frá ameríkuni frá t.d. þessum aðila:

http://www.classicautoair.com/MOPAR_OEM_Compressor_Parts.html

Re: segulkúpling á AC pressu

Posted: 25.nóv 2014, 17:40
frá Sævar Páll
Geggjað, skoða þá. Ertu með þína sem kælipressu eða tengda sem loftpressu?