Síða 1 af 1

Wrangler trúvilla

Posted: 19.sep 2014, 09:57
frá KjartanBÁ
Fyrir um það bil ári keypti pabbi eitt stykki YJ Wrangler og höfum við feðgarnir unnið í að breyta framendanum í CJ. Það felur í sér að setja brettakanta, grill og húdd af CJ-5 bíl sem við áttum í pörtum. Einnig höfum við sett upp bensíntank og lagað göt í boddíi. Það sem eftir stendur er að klára framendanum og sprauta hann, klára bensínkerfið og tengja rafkerfið. Þá er að skella 35" All-terrain enda er búið að skella gormum undir fyrir 37-38"en við viljum fjaðra mikið og fara í skoðun

Re: Wrangler trúvilla

Posted: 19.sep 2014, 13:38
frá Lada
Sælir.

Þetta líst mér vel á. Finnst CJ framendinn mikið flottari heldur en Wrangler framendinn. Ég skil ekki menn sem breyta þessu í hina áttina ss. úr CJ í Wrangler.
Gangi ykkur vel með þetta, og ekki spara myndirnar.

Kv.
Ásgeir

Posted: 22.sep 2014, 15:03
frá KjartanBÁ
Var að setja framendanum á til að skoða fittið, þetta er mikið flottari en gamli Wrangler endinn

Re: Wrangler trúvilla

Posted: 23.sep 2014, 13:36
frá Skúri
Mér líst helvíti vel á þetta hjá þér og líka ánægður með valið á frambrettunum :-)