Úrhleypibúnaður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Úrhleypibúnaður
Af því að margir eru að spá í utanáliggjandi úrhleypibúnað þá datt mér í hug að sýna ykkur útfærslu sem félagi minn Bjarni Ottósson er með á sínum 44“ Hilux. Búinn að fara með honum í eina ferð á bílnum með þessum búnaði og get vottað að þetta virkar mjög vel. Þetta er einfaldari útgáfan ef svo má segja, ekkert rafmagnsdót til að bila heldur bara einföld ventlakista með handstýrðum krönum. Læt ég svo bara myndirnar tala.
Svona er gengið frá spönginni sem snúningshnéð er fest í gegnum, mjög þægilegt þegar beadlock er til staðar.
Úttökin eru eins og sjá má í stigbrettunum en ekki brettaköntunum eins og algengt er. Einhver hræðsla hefur verið í mönnum með að þetta gengi ekki upp og meiri hætta væri á að slíta þetta úr sambandi svona en ekki hefur það sýnt sig að það gerist.
Svona lítur þetta út að aftan.
Svona kemur þetta út að framan.
Kemur bara vel út.
Hér er ventlakistan með öllum krönunum og skýrir sig held ég bara sjálf.
Þetta finnst mér vera mesta snildin, hér er notaður venjulegur lágþrýsti loftmælir til að fylgjast með þrýstingi á kerfinu
og til að mæla í dekkjunum, virkar mjög vel.
Nú það þarf nóg af lofti fyrir þetta svo að það er ein reimdrifin loftdæla í húddinu.
Og tvær Fini á pallinum.
15 lítra loftkútur sér svo um að geyma allt þetta loft.
Svona er gengið frá spönginni sem snúningshnéð er fest í gegnum, mjög þægilegt þegar beadlock er til staðar.
Úttökin eru eins og sjá má í stigbrettunum en ekki brettaköntunum eins og algengt er. Einhver hræðsla hefur verið í mönnum með að þetta gengi ekki upp og meiri hætta væri á að slíta þetta úr sambandi svona en ekki hefur það sýnt sig að það gerist.
Svona lítur þetta út að aftan.
Svona kemur þetta út að framan.
Kemur bara vel út.
Hér er ventlakistan með öllum krönunum og skýrir sig held ég bara sjálf.
Þetta finnst mér vera mesta snildin, hér er notaður venjulegur lágþrýsti loftmælir til að fylgjast með þrýstingi á kerfinu
og til að mæla í dekkjunum, virkar mjög vel.
Nú það þarf nóg af lofti fyrir þetta svo að það er ein reimdrifin loftdæla í húddinu.
Og tvær Fini á pallinum.
15 lítra loftkútur sér svo um að geyma allt þetta loft.
Síðast breytt af ofursuzuki þann 23.nóv 2010, 19:11, breytt 2 sinnum samtals.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Jú núna er þær það. Var í einhverju basli með Photobucket aðganginn minn. Komið í lag.
Síðast breytt af ofursuzuki þann 23.nóv 2010, 19:13, breytt 1 sinni samtals.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Úrhleypibúnaður
Mjög sniðugar lausnir þarna . Flottur Hilux!
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Úrhleypibúnaður
Gaman að fá svona flottar myndir af þessu, ég er einmitt nýbúinn að kaupa svona til að setja í ford 350 46" sem Björgunarsveitin Ok í Reykholti á. Það er eiginlega nákvæmlega þessi sama útfærsla, kranar og ekkert rafmagn, og venjulegur loftmælir (eins og hjá Bjarna félaga þínum) til að mæla, ég var reyndar að hugsa um að hafa einn ventil fyrir hvert hjól til að þurfa ekki að fikta í krönunum þegar maður er að mæla. Þess má geta að þetta kostaði rétt rúmlega 40 þúsund (man ekki nákvæma tölu) fyrir um 2 vikum síðan. Ef reynslan verður góð þegar uþb ár er liðið er vel opinn möguleikinn að setja þetta í Patrolinn okkar líka.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Úrhleypibúnaður
asskoti magnað en ég verð að segja að mér finnst stýrivélin og mælingabúnaðurinn alveg kyngimagnaður. Vantar bara "made in russia" framan á bílinn og dæmið fullkomnað.
Auðvitað þarf þetta ekkert að vera meira bling heldur en þetta, meðan eigandinn er hamingjusamur er málið í bezta lagi.
Kv Jón Garðar
Auðvitað þarf þetta ekkert að vera meira bling heldur en þetta, meðan eigandinn er hamingjusamur er málið í bezta lagi.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Úrhleypibúnaður
Flott. Væri betra að láta mælinn (hvíta prikið) snúa upp ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Izan wrote:asskoti magnað en ég verð að segja að mér finnst stýrivélin og mælingabúnaðurinn alveg kyngimagnaður. Vantar bara "made in russia" framan á bílinn og dæmið fullkomnað.
Auðvitað þarf þetta ekkert að vera meira bling heldur en þetta, meðan eigandinn er hamingjusamur er málið í bezta lagi.
Kv Jón Garðar
Ég held nú fyrir mína parta að mestu skifti að þetta virki og þetta gerir það svo sannarlega.
Ef eitthvað mætti bæta þá væri það að svera út úttakið sem hleypt er úr í gegnum, það tekur smá tíma en
þó ekkert til að gera sér rellu útaf, hinsvegar er ekki nokkra stund verið að bæta í enda nóg af lofti þegar
verið er með þrjár dælur. Næst á dagskrá er að setja nema á hvert hjól og digital mæla til að geta fylgst nákvæmlega
með þrýstingi á hverju hjóli. Tóm hamingja :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Tómas Þröstur wrote:Flott. Væri betra að láta mælinn (hvíta prikið) snúa upp ?
Ætli það sé ekki bara smekkur hvers og eins. Ég var cóari hjá honum í ferð sem við fórum um daginn og sá ég þá um
að stjórna úrhleypibúnaðinum og fannst þetta bara vera í lagi svona. Alveg magnað að finna hvernig að þetta virka,
þú byrjar að lækka þrýstinginn og ekkert skeður og ferð svo alltaf neðar og svo BINGO!! allt í einu gerist allt og bíllinn
fer að drífa og það er alveg ótrúlegt hvað 1/2 pund til eða frá breytir mikklu um drifgetu. Held hreinlega að með
þessum búnaði geti menn náð eins mikilli drifgetu og hægt er miðað við aðstæður hverju sinni þar sem þú finnur
alltaf hvað er að gerast og getur verið nákvæmari á loftmagni í dekkjunum.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Úrhleypibúnaður
ofursuzuki wrote: Næst á dagskrá er að setja nema á hvert hjól og digital mæla til að geta fylgst nákvæmlega
með þrýstingi á hverju hjóli. Tóm hamingja :-)
Er það bara svona til að halda í einfaldleikan ;)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Ætli það ekki Stebbi, nei það er sjálfsagt til að hækka græjustuðulinn, annars sagði mér maður í
gær að þessir nemar væru bara ekki alveg að virka þegar komið væri niður í mjög lítinn þrýsting
og væru þá ekki að gefa rétta mælingu. Kæmi ekki á óvart að svo væri því búnaðurinn er væntanlega
ekki hannaður með það fyrir augum að vera notaður á því sem við eðlilegar aðstæður teldist
vera nánst vindlaust.
gær að þessir nemar væru bara ekki alveg að virka þegar komið væri niður í mjög lítinn þrýsting
og væru þá ekki að gefa rétta mælingu. Kæmi ekki á óvart að svo væri því búnaðurinn er væntanlega
ekki hannaður með það fyrir augum að vera notaður á því sem við eðlilegar aðstæður teldist
vera nánst vindlaust.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Úrhleypibúnaður
Ég held að það sé alveg sama hversu mikið menn reyna að spyrna við flottheitunum, þetta endar alltaf í rugli. Það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Úrhleypibúnaður
Frábært framtak.
Ein spurnig, ending á snúningshnénu ( þetta er 6mm plasthraðtengi ekki satt eða 8mm) sem er inn í hjól er þetta gert fyrir svona mikinn snúning og hnoð????
KV PI
Ein spurnig, ending á snúningshnénu ( þetta er 6mm plasthraðtengi ekki satt eða 8mm) sem er inn í hjól er þetta gert fyrir svona mikinn snúning og hnoð????
KV PI
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
peturin wrote:Frábært framtak.
Ein spurnig, ending á snúningshnénu ( þetta er 6mm plasthraðtengi ekki satt eða 8mm) sem er inn í hjól er þetta gert fyrir svona mikinn snúning og hnoð????
KV PI
Nú þekki ég það ekki sjálfur þar sem þetta er ekki minn bíll en eftir því sem ég hef heyrt þá er það ekki vandmál.
Auðvitað er það með þetta eins og annað að þau slitna auðvitað með tímanum en með því að vera ekki með slöngurnar
tengdar nema þegar verið er að nota búnaðinn þá endist þetta áræðanlega töluvert. Ég veit að í þessum bíl eru alltaf
tvö auka snúningshné ef upp kæmi alvarlegur leki, þá er bara að skipta um og málið leyst.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Úrhleypibúnaður
Sæll
Þetta með einfaldleikann hafur einmitt loðað við Rússana, skýrasta dæmið um það er þagar Nasa eyddi áratugum í að þróa penna sem hægt var að nota í þyngdarleysi og mismunandi hitastigi. Rússinn notaði bara blýant.
Með mælasýstem í þetta, hvað eru þið að hugsa um, mælasettið sem K2M eru að selja eða pakka saman einhverjum alvöru mælum? Málið er að með því að nota alvöru mæla geturðu keypt mismunandi skalaða nema frá -1 bari-6 bör, 0-1 bar, 0-10 bör osfrv. og tölva t.d. getur lesið úr honum með nákvæmni upp á innan við hálft prósent. Ég hef trú á að það sé miklum mun nákvæmara heldur en hefðbundinn loftþrýstimælir eins og er á myndinni.
Tilbúið nemakitt eins og k2m var og er sjálfsagt enn, getur nýst ljómandi vel í loftpúðageimi en hefur alls ekki nákvæmni í svona lítinn þrýsting. Hugsanlegt er að komast af með einn alvöru skynjara og einn skjá og nota svo bara rofa og loftloka til að velja hvaðan neminn tekur þrýsting.
Vandamálið er nefninlega að alvöru nemar kosta alvöru peninga.
Ég ætlaði að smíða aukarafkerfi sem hélt utanum lýsingu, læsingar, loftbirgðir, loftpúða, loft í dekkjum og jafnvel veður og allan pakkann. Hugmyndin var að setja upp kerfi sem hagaði sér eins og stýrigræjurnar á bensínstöðvum þar sem maður pantar ákveðin þrýsting og síðan flautar apparatið á þig, en stilla því upp þannig að það myndi viðhalda ákveðnum þrýstingi. Ég hætti þegar tölvan, skjárinn, nemar og fylgihlutir voru komnir yfir hálfa milljón. Þá gæti kerfið gefið meldingu ef þrýstingurinn í einu dekki t.d. fellur óeðlilega hratt. Mig dreplangar samt að prófa þetta ef einhvern langar.
Kv Jón Garðar
P.s. þetta væri heldur ekki í svona rússastíl en þetta hefði selst eins og heitar lummur 2007.
Þetta með einfaldleikann hafur einmitt loðað við Rússana, skýrasta dæmið um það er þagar Nasa eyddi áratugum í að þróa penna sem hægt var að nota í þyngdarleysi og mismunandi hitastigi. Rússinn notaði bara blýant.
Með mælasýstem í þetta, hvað eru þið að hugsa um, mælasettið sem K2M eru að selja eða pakka saman einhverjum alvöru mælum? Málið er að með því að nota alvöru mæla geturðu keypt mismunandi skalaða nema frá -1 bari-6 bör, 0-1 bar, 0-10 bör osfrv. og tölva t.d. getur lesið úr honum með nákvæmni upp á innan við hálft prósent. Ég hef trú á að það sé miklum mun nákvæmara heldur en hefðbundinn loftþrýstimælir eins og er á myndinni.
Tilbúið nemakitt eins og k2m var og er sjálfsagt enn, getur nýst ljómandi vel í loftpúðageimi en hefur alls ekki nákvæmni í svona lítinn þrýsting. Hugsanlegt er að komast af með einn alvöru skynjara og einn skjá og nota svo bara rofa og loftloka til að velja hvaðan neminn tekur þrýsting.
Vandamálið er nefninlega að alvöru nemar kosta alvöru peninga.
Ég ætlaði að smíða aukarafkerfi sem hélt utanum lýsingu, læsingar, loftbirgðir, loftpúða, loft í dekkjum og jafnvel veður og allan pakkann. Hugmyndin var að setja upp kerfi sem hagaði sér eins og stýrigræjurnar á bensínstöðvum þar sem maður pantar ákveðin þrýsting og síðan flautar apparatið á þig, en stilla því upp þannig að það myndi viðhalda ákveðnum þrýstingi. Ég hætti þegar tölvan, skjárinn, nemar og fylgihlutir voru komnir yfir hálfa milljón. Þá gæti kerfið gefið meldingu ef þrýstingurinn í einu dekki t.d. fellur óeðlilega hratt. Mig dreplangar samt að prófa þetta ef einhvern langar.
Kv Jón Garðar
P.s. þetta væri heldur ekki í svona rússastíl en þetta hefði selst eins og heitar lummur 2007.
Re: Úrhleypibúnaður
Hugmyndin var að setja upp kerfi sem hagaði sér eins og stýrigræjurnar á bensínstöðvum þar sem maður pantar ákveðin þrýsting og síðan flautar apparatið á þig
Það eru þrenn góð rök fyrir því að taka Rússann á þetta, þ.e. reyna sem mest að halda sig við einfaldleikann. Í fyrsta lagi ódýrara, í öðru lagi minna mál og í þriðja lagi minni hætta á bilunum og veseni. Þetta system á bensínstöðvunum var nefnilega óskaplega fansý og flott, svona 2007, en hefur smám saman verið að hverfa. Málið var nefnilega að maður kom ansi oft að þessu þannig að ekkert virkaði, auk þess sem þetta var yfirleitt frekar hægvirkt ef það virkar. Þannig dót er kannski ágætt í bílum innan borgarmarka en í fjallajeppa hef ég alltaf sagt að málið sé að hafa sem minnst af hlutum sem geta bilað.
En ég er nú bara svona Landróverkall.
Kv - Skúli
Re: Úrhleypibúnaður
enda hefur þetta ekki orðið að veruleika ennþá allavega.
Ég er sammála því að einfaldleikinn sé bestur og það sést ágætlega á Pattanum mínum en ég er sannfærður um að einhverjum gæti litist vel á þetta. Hugsunin er sú að ef þú kaupir nýjann jeppa að þú losnir við alla rofa, mæla og allann þennan pakka og það fari allt í einn skjá og verði sveigjanlegt eftir því.
Kv Jón Garðar
Ég er sammála því að einfaldleikinn sé bestur og það sést ágætlega á Pattanum mínum en ég er sannfærður um að einhverjum gæti litist vel á þetta. Hugsunin er sú að ef þú kaupir nýjann jeppa að þú losnir við alla rofa, mæla og allann þennan pakka og það fari allt í einn skjá og verði sveigjanlegt eftir því.
Kv Jón Garðar
Re: Úrhleypibúnaður
Já og ég skal alveg viðurkenna að hugmyndin er töff, væri mjög flott meðan það virkar. Theorískt mjög fín hugmynd.
Kv - Skúli
Kv - Skúli
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Flott innlegg, skemmtilegt system.
Fleiri svona tækniþræðir væru vel þegnir!
Fleiri svona tækniþræðir væru vel þegnir!
Land Rover Defender 130 38"
Re: Úrhleypibúnaður
Gallinn við svona búnað er að þarna er viðvörunarsystem þannig að þetta fer að plikka og pípa þegar þrýstingur fer niður fyrir tiltekið mark. Því ekki nothæft nema annað hvort sé hægt að stilla þá viðmiðun mjög lágt (1-2 pund eða svo) eða slökkva á því. Veit ekki með þessa græju sem þarna er vísað í en vissi um svona dót fyrir einhverjum árum sem bauð ekki upp á neitt slíkt.
Kv - Skúli
Kv - Skúli
-
- Innlegg: 66
- Skráður: 05.des 2010, 16:05
- Fullt nafn: Sveinn Elmar Magnússon
- Hafa samband:
Re: Úrhleypibúnaður
Ég ætlaði að smíða aukarafkerfi sem hélt utanum lýsingu, læsingar, loftbirgðir, loftpúða, loft í dekkjum og jafnvel veður og allan pakkann. Hugmyndin var að setja upp kerfi sem hagaði sér eins og stýrigræjurnar á bensínstöðvum þar sem maður pantar ákveðin þrýsting og síðan flautar apparatið á þig, en stilla því upp þannig að það myndi viðhalda ákveðnum þrýstingi. Ég hætti þegar tölvan, skjárinn, nemar og fylgihlutir voru komnir yfir hálfa milljón. Þá gæti kerfið gefið meldingu ef þrýstingurinn í einu dekki t.d. fellur óeðlilega hratt. Mig dreplangar samt að prófa þetta ef einhvern langar.
Skoðaðu að nota Moeller Iðntölvu frá Reykjafell í þetta. Hræódýr og með skjá sem hægt er að forrita.
Suzuki Jimny 1999 31”
Re: Úrhleypibúnaður
Er þessi utanáliggjand úrhleypibúnaður ekkert að þvælast fyrir akstri? Égtók eitt sinn þátt í að setja úrhleypi búnað í Landrover og stýrikerfið var flóknast búnaðurinn. Að setja tvöfaldar pakkdósir og bora í nöfin var minnsta vinnan.
Re: Úrhleypibúnaður
ofursuzuki wrote:
Hér er ventlakistan með öllum krönunum og skýrir sig held ég bara sjálf.
Hvar fékkstu þessa ventlakistu?
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Re: Úrhleypibúnaður
Skúli wrote:Skoðaðu að nota Moeller Iðntölvu frá Reykjafell í þetta. Hræódýr og með skjá sem hægt er að forrita.
Var svosum búinn að ímynda mér Easy 800 í þetta en hafa svolítið myndarlegri skjá heldur en þessa MFD (eða hvað þeir heita)
Ég er rafvirki og mæti þessum hugsunarhætti dálítið oft að rafmagnið sé alltaf að bila. Vissulega bilar það eins og annað en aftur og aftur lendi ég í því samt að vera með fínar iðntölvustýringar sem er kennt um bilanir sem menn skilja ekki í en þá eru t.d. glussalokar eða annað sambærilegt bilað. Rafmagns og tölvubúnaður er ekki svo hræðilegur.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 13.feb 2011, 19:35
- Fullt nafn: Einar Birgir Kristjánsson
Re: Úrhleypibúnaður
Landvélar eru með góða Rexrothmæla sem hægt er að forrita á ýmsa vegu. td ákv þrysting. Veit ekki reynsluna af þeim, er nýkominneinn í bílinn minn. Hef ekki prófað hann. Þessir mælar eru 24v ogþarf píulítinnomformer með sem Landvélar selja líka
-
- Innlegg: 51
- Skráður: 13.júl 2010, 22:19
- Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson
Re: Úrhleypibúnaður
Izan wrote:Skúli wrote:Skoðaðu að nota Moeller Iðntölvu frá Reykjafell í þetta. Hræódýr og með skjá sem hægt er að forrita.
Var svosum búinn að ímynda mér Easy 800 í þetta en hafa svolítið myndarlegri skjá heldur en þessa MFD (eða hvað þeir heita)
Ég er rafvirki og mæti þessum hugsunarhætti dálítið oft að rafmagnið sé alltaf að bila. Vissulega bilar það eins og annað en aftur og aftur lendi ég í því samt að vera með fínar iðntölvustýringar sem er kennt um bilanir sem menn skilja ekki í en þá eru t.d. glussalokar eða annað sambærilegt bilað. Rafmagns og tölvubúnaður er ekki svo hræðilegur.
Kv Jón Garðar
Held líka að þetta fari rosalega eftir því hvernig tekst upp og hverni búnað er notað. Það er náttúrulega augljóst mál að ef þú ret með lélegan, ódýran búnað og gerir þetta ílla þá bilar þetta.
Einnig ef að þú er með meira af hlutum í þessu þá er meira til að bila.
En þetta er ílla flottur búnaður er að fara að setja svona í björgunarsveitar bílinn hjá okkur!
-
- Innlegg: 202
- Skráður: 13.sep 2011, 10:32
- Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
- Bíltegund: súzúkí
Re: Úrhleypibúnaður
en hverning er það hefur einhver af ykkur verið að notast við þennan loftmæli ?
http://www.speedcalibrator.com/joomla/i ... &Itemid=35
http://www.speedcalibrator.com/joomla/i ... &Itemid=35
Re: Úrhleypibúnaður
kjellin wrote:en hverning er það hefur einhver af ykkur verið að notast við þennan loftmæli ?
http://www.speedcalibrator.com/joomla/i ... &Itemid=35
Veistu nokkuð verðið á honum?
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Musso 2000 árg, 2,9 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 202
- Skráður: 13.sep 2011, 10:32
- Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
- Bíltegund: súzúkí
Re: Úrhleypibúnaður
nei því miður þá veit ég ekki verðið, þarf maður ekki bara hringja í þá á mánudaginn og gá,
Re: Úrhleypibúnaður
Kaupir bara þrýsti mæla í Barka á um 1000 kr
kv. Kalli
kv. Kalli
-
- Innlegg: 88
- Skráður: 13.apr 2011, 20:23
- Fullt nafn: mikael ekardson
- Bíltegund: Jeep, Ford
- Staðsetning: Vestfirðir
Re: Úrhleypibúnaður
big like
Það væri gaman að sjá betri myndir á úrhleipifestingum á felgu.
Það væri gaman að sjá betri myndir á úrhleipifestingum á felgu.
38" xj árg 87
Ford f 150 árg 04
Ford f 150 árg 04
Re: Úrhleypibúnaður
icewolf wrote:big like
Það væri gaman að sjá betri myndir á úrhleipifestingum á felgu.
Þetta eru orðnar nokkrar útfærslur, hvaða leið ætlar þú að fara?
Sé að það er ein mynd hér fyrir ofan.
kv. gundur
Re: Úrhleypibúnaður
get ég séð fleiri myndir af þessum Hilux einhversstaðar ?
-
- Innlegg: 202
- Skráður: 13.sep 2011, 10:32
- Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
- Bíltegund: súzúkí
Re: Úrhleypibúnaður
ég er búin að reyna hringja og senda e-mail í þessa verkfræðistofu semað er með þennan loftmæli tilað fá verð, en það er engu svarað,
en ég var að velta því fyrir mer sambandi við úrhleipi búnaðinn hvortað einhver ætti málin á járninu semað boltast með felguboltonum fyrir toyotu , en svo annað eru menn að nota 8 mm , slöngur og hné í þettað eða ?
en ég var að velta því fyrir mer sambandi við úrhleipi búnaðinn hvortað einhver ætti málin á járninu semað boltast með felguboltonum fyrir toyotu , en svo annað eru menn að nota 8 mm , slöngur og hné í þettað eða ?
Re: Úrhleypibúnaður
Mælirinn í Samrás kostar 31.000 með vask aðeins.......................
Skoðið þessa loftmæla
Þetta eru góðir mælar komnir í fullt af bílum á Siglufirði
Digital 0-100 PSI (Bar, PSI eða MPa)
Nákvæmni: +/- 0,5%
Baklýsing: já
Önnur tegundin er með 9V Batterí því engin power snúra.
Hin tegundin tekur 9-30V
Sendir út 4-20 mA og er einnig með hámarksstillingu
verð á þessu held ég í kringum 20kallinn var það allavega en ekki alveg viss
Upplýsingar í síma 660 5455 eða jorgen@hive.is
Skoðið þessa loftmæla
Þetta eru góðir mælar komnir í fullt af bílum á Siglufirði
Digital 0-100 PSI (Bar, PSI eða MPa)
Nákvæmni: +/- 0,5%
Baklýsing: já
Önnur tegundin er með 9V Batterí því engin power snúra.
Hin tegundin tekur 9-30V
Sendir út 4-20 mA og er einnig með hámarksstillingu
verð á þessu held ég í kringum 20kallinn var það allavega en ekki alveg viss
Upplýsingar í síma 660 5455 eða jorgen@hive.is
Re: Úrhleypibúnaður
hringir wrote:ofursuzuki wrote:
Hér er ventlakistan með öllum krönunum og skýrir sig held ég bara sjálf.
Hvar fékkstu þessa ventlakistu?
hvað kostar svona ventlakista
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Úrhleypibúnaður
kjellin wrote:ég er búin að reyna hringja og senda e-mail í þessa verkfræðistofu semað er með þennan loftmæli tilað fá verð, en það er engu svarað,
en ég var að velta því fyrir mer sambandi við úrhleipi búnaðinn hvortað einhver ætti málin á járninu semað boltast með felguboltonum fyrir toyotu , en svo annað eru menn að nota 8 mm , slöngur og hné í þettað eða ?
Ég notaði 19mm sexkantstál frá G.Arasyni, smíðaði langar rær.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur