Sælir,
Ég er með 2001 Pajero DID og sjálfskiptingin í honum er orðið leiðinleg. Það er svo að þegar hann er kaldur eða hefur staðið í ca 2 tíma eða meira þá er hann tregur að fara í D eða R, allt frá 10 sek og upp í 2 mín fer eftir hitastigi úti. En eftir að hann fer í gírinn þá keyrir hann eins og nýr.
Ég lét skipta um vökva á skiptingunni fyrir rúmum mánuði (en það hafði ekki verið gert í 4 ár), hann skánaði smávægilega við það en nú er þetta farið að versna aftur.
Einhver sem kannast við svona vandamál?
Sjálfskipting Pajero
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Sjálfskipting Pajero
Góðan dag
Þessar skiptingar eru þekktar fyrir það að bila...
Prufaðu að tala við jeppasmiðjuna
Þessar skiptingar eru þekktar fyrir það að bila...
Prufaðu að tala við jeppasmiðjuna
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Sjálfskipting Pajero
Það væri gaman að heyra frá einhverjum sem veit hvernig þessar skiptingar eru að bila. Eins væri fróðlegt að vita hvort Montero er með sömu skiptingar.
Re: Sjálfskipting Pajero
Það var skipt um síu, annars er þessi skipting keyrð 260þ og hefur verið fín þangað til núna.
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur