Síða 1 af 1

Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 00:21
frá Grásleppa
Veit einhver hér inni hvort/hvernig það hefur komið út að nota túrbínu af 4,2 toyotu eða 3,3 nissan? Hef ekki getað séð að það sé boðlegt að flytja þetta inn nýtt.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 12:33
frá Brjótur
Sæll já ég er með nýja Lc 80 túrbínu og það er ekki að virka hún kemur alltof seint inn og blæs ekki nema 11 psi með fastan afgaslokann lc80 virðist snúast mun meira en Nissan 4.2 og nær þá mun meiri blæstri þessi túrbína blés 15 psi í bílnum sem hún var í

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 13:17
frá Grásleppa
Já, ég hélt einmitt að ég hefði lesið hérna einhverstaðar á vefnum að það myndi ekki ganga að nota bínu úr 80 cruiser. Hafa einhverjir verið að flytja þetta inn og vita þá c.a. kostnaðinn heim komið? Var að skoða kit frá AXT í ástralíu en sýnist það ekki vera boðlegt að flytja það inn.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 15:19
frá GísliG
Er með TD 4.2 vél og var í honum Schwitzer (Borg Warner) turbína S1BG Part no 313 297 sem ég endurnýjaði svo fyrir rúmum 2 árum.
Fékk hana hjá þessum aðila og var hún hingað komin á ca. kr. 140.000.-

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 22:34
frá Grásleppa
Ég athuga þetta Gísli... þakka fyrir fljót og góð viðbrögð.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 10.júl 2012, 23:09
frá Heiðar Brodda
veit um einn sem pantaði bínu í 80 krúser og innvols í aðra frá kína allar merkingar voru eins og þetta kostaði 70,000,- komið inná borð hjá honum með tollum og öllu,hann hringdi ganni í toyotu og spurði hvað túrbína kostaði,það var ekki til í 80 krúsa en kostaði 500,000,- í 4runner þannig að skoðaðu kína síður

kv Heiðar Brodda

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 09:37
frá Grásleppa
Var að senda fyrirspurn á AXT-Turbo í ástralíu í sambandi við kit í bílinn hjá mér, þetta var svarið... er ekki hægt að tvöfalda þessa upphæð hingað komið?

Dear Sir,

We do supply worldwide and we do have the kit to suit your Patrol.
This kit is priced at $3550AUD inc Freight to Iceland.
You can expect 45% more torque and power over standard, running at just 8PSI boost pressure.
The kit is designed to suit a completely standard engine, without requiring any further modifications.
The system comes bench assembled, with basic drawings and instructions for easy installation.
If you wish to order, I can forward a pro-forma invoice, with all the payment details.

Regards,
Andrew
AXT Turbo Pty Ltd
2-3 175 Cheltenham Road
Dandenong, Victoria 3175
Australia
Phone : +61 3 9793 7740
Fax : +61 3 9793 7745
Web : www.axtturbo.com.au
Email : sales@axtturbo.com.au

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 10:59
frá Startarinn
Miðað við gengi 128 kr,
10% tolla
og 25,5% virðisauka
er heildartalan 627.300 ISK

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 11:29
frá HaffiTopp
Ertu þá að reikna þetta út að Ástralski dalurinn sé 128 kr?

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 12:15
frá Startarinn
Hann er 127,? á heimasíðu seðlabankans

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 12:44
frá HaffiTopp
Ok :p Hélt að hann væri lægri en þetta :D Þetta er ekkert smá verð fyrir eitt stykki túrbínu!!!

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 13:35
frá Grásleppa
Miðað við það sem maður hefur séð í þessu þá held ég að það væri þess virði... hef prufað svona bíl með svona kit og þetta er bara rugl!! Svo er spurning hvað má láta þetta blása án þess að eiga eitthvað við mótorinn.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 13:48
frá ellisnorra
Grásleppa wrote:Var að senda fyrirspurn á AXT-Turbo í ástralíu í sambandi við kit í bílinn hjá mér, þetta var svarið... er ekki hægt að tvöfalda þessa upphæð hingað komið?

Dear Sir,

We do supply worldwide and we do have the kit to suit your Patrol.
This kit is priced at $3550AUD inc Freight to Iceland.
You can expect 45% more torque and power over standard, running at just 8PSI boost pressure.
The kit is designed to suit a completely standard engine, without requiring any further modifications.
The system comes bench assembled, with basic drawings and instructions for easy installation.
If you wish to order, I can forward a pro-forma invoice, with all the payment details.

Regards,
Andrew
AXT Turbo Pty Ltd
2-3 175 Cheltenham Road
Dandenong, Victoria 3175
Australia
Phone : +61 3 9793 7740
Fax : +61 3 9793 7745
Web : http://www.axtturbo.com.au
Email : sales@axtturbo.com.au


Hvað er þetta kit eiginlega að gera umfram original turbo? Mér finnst afskaplega forvitnilegt, hvernig önnur gerð af túrbínu, sem er bara að blása 8 psi, á að gefa 45% aflaukningu án þess að neitt sé meira átt við mótorinn? Hvað er ég annars að misskilja? Er kannski verið að meira turbolausar vélar með stíflaða hráolíusíu, ónýta spíssa og olíuverkið á allra nískustu stillingu?

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 14:10
frá Grásleppa
Það er einmitt ástæðan fyrir að ég pósta þessu hér, einhver hérna hlýtur að vita eitthvað meira um þetta!

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 15:31
frá Kiddi
Það er ágætt að hafa í huga að loftþrýstingur og loftmagn er ekki sami hluturinn.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 18:41
frá SævarM
Kiddi wrote:Það er ágætt að hafa í huga að loftþrýstingur og loftmagn er ekki sami hluturinn.


Þetta er akkurat það sem menn klikka rosalega oft á. það er ekki þrýstingurinn sem skiptir máli það er magnið

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 18:45
frá TF3HTH
elliofur wrote:Hvað er þetta kit eiginlega að gera umfram original turbo? Mér finnst afskaplega forvitnilegt, hvernig önnur gerð af túrbínu, sem er bara að blása 8 psi, á að gefa 45% aflaukningu án þess að neitt sé meira átt við mótorinn? Hvað er ég annars að misskilja? Er kannski verið að meira turbolausar vélar með stíflaða hráolíusíu, ónýta spíssa og olíuverkið á allra nískustu stillingu?


þetta er 45% umfram orginal sem er án turbo :)

-haffi

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 21:42
frá Freyr
SævarM wrote:
Kiddi wrote:Það er ágætt að hafa í huga að loftþrýstingur og loftmagn er ekki sami hluturinn.


Þetta er akkurat það sem menn klikka rosalega oft á. það er ekki þrýstingurinn sem skiptir máli það er magnið


Ég skil ekki alveg hvernig er hægt að slíta þetta svona sundur. Ef túrbína nær að halda stöðugum þrýstingi, segjum bara 1 bar, þá skil ég ekki hvernig einhver önnur sem flæðir meira ætti að gera meira gang að því gefnu að hún haldi sama þrýstingi og sú með "minna flæðið"? Ef þrýstingur í soggrein er stöðugur í 1 bar og ventlarnir opna í x tíma þá fer ákveðið magn inn, sé ekki að afköst túrbínunnar skipti þar neinu máli að því gefnu að það verði ekki hreinlega þrýstifall í greininni við ventilinn um leið og hann opnar en m.v. rúmtak soggreinar, lagna og e.t.v. millikælis ætti það þrýstifall að vera hverfandi nema rétt við ventilinn sjálfan en leiðin þangað frá túrbínunni er það löng og mikil viðnámstöp á leiðinni að túrbínan skilar loftinu ekki þangað um leið. Að þessu sögðu ætti það eitt að skipta máli hvaða þrýstingi túrbínan nær að halda.

Það má vel vera að það vanti eitthvað uppá í þessum pælingum mínum og mér þætti fróðlegt að fá þá góðar útskýringar og e.t.v. ábendingar um gott lesefni (á netinu) um þetta.

Kv. Freyr

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 23:27
frá olafur f johannsson
það er eingin tollur af turbinum bara vsk

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 14.sep 2012, 23:37
frá Kiddi
Freyr wrote:
SævarM wrote:
Kiddi wrote:Það er ágætt að hafa í huga að loftþrýstingur og loftmagn er ekki sami hluturinn.


Þetta er akkurat það sem menn klikka rosalega oft á. það er ekki þrýstingurinn sem skiptir máli það er magnið


Ég skil ekki alveg hvernig er hægt að slíta þetta svona sundur. Ef túrbína nær að halda stöðugum þrýstingi, segjum bara 1 bar, þá skil ég ekki hvernig einhver önnur sem flæðir meira ætti að gera meira gang að því gefnu að hún haldi sama þrýstingi og sú með "minna flæðið"? Ef þrýstingur í soggrein er stöðugur í 1 bar og ventlarnir opna í x tíma þá fer ákveðið magn inn, sé ekki að afköst túrbínunnar skipti þar neinu máli að því gefnu að það verði ekki hreinlega þrýstifall í greininni við ventilinn um leið og hann opnar en m.v. rúmtak soggreinar, lagna og e.t.v. millikælis ætti það þrýstifall að vera hverfandi nema rétt við ventilinn sjálfan en leiðin þangað frá túrbínunni er það löng og mikil viðnámstöp á leiðinni að túrbínan skilar loftinu ekki þangað um leið. Að þessu sögðu ætti það eitt að skipta máli hvaða þrýstingi túrbínan nær að halda.

Það má vel vera að það vanti eitthvað uppá í þessum pælingum mínum og mér þætti fróðlegt að fá þá góðar útskýringar og e.t.v. ábendingar um gott lesefni (á netinu) um þetta.

Kv. Freyr


Ef það er verið að bera saman komplett turbo "kerfi" frá einum aðila (t.d. original) við kerfi frá öðrum aðila þá eru fleiri breytur en bara þrýstingurinn sem ræður því hvaða afl kemur út.
En þetta var bara svona uppúr þessum vangaveltum hvaðan þessi 45% aflaukning gæti komið.

Re: Túrbínupælingar fyrir Td42

Posted: 15.sep 2012, 09:58
frá Haukur litli
Freyr wrote:
SævarM wrote:
Kiddi wrote:Það er ágætt að hafa í huga að loftþrýstingur og loftmagn er ekki sami hluturinn.


Þetta er akkurat það sem menn klikka rosalega oft á. það er ekki þrýstingurinn sem skiptir máli það er magnið


Ég skil ekki alveg hvernig er hægt að slíta þetta svona sundur. Ef túrbína nær að halda stöðugum þrýstingi, segjum bara 1 bar, þá skil ég ekki hvernig einhver önnur sem flæðir meira ætti að gera meira gang að því gefnu að hún haldi sama þrýstingi og sú með "minna flæðið"? Ef þrýstingur í soggrein er stöðugur í 1 bar og ventlarnir opna í x tíma þá fer ákveðið magn inn, sé ekki að afköst túrbínunnar skipti þar neinu máli að því gefnu að það verði ekki hreinlega þrýstifall í greininni við ventilinn um leið og hann opnar en m.v. rúmtak soggreinar, lagna og e.t.v. millikælis ætti það þrýstifall að vera hverfandi nema rétt við ventilinn sjálfan en leiðin þangað frá túrbínunni er það löng og mikil viðnámstöp á leiðinni að túrbínan skilar loftinu ekki þangað um leið. Að þessu sögðu ætti það eitt að skipta máli hvaða þrýstingi túrbínan nær að halda.

Það má vel vera að það vanti eitthvað uppá í þessum pælingum mínum og mér þætti fróðlegt að fá þá góðar útskýringar og e.t.v. ábendingar um gott lesefni (á netinu) um þetta.

Kv. Freyr


Ekki hugsa um soggreinina/þrýstigreinina sem opið og lokað rými, hún er svo gott sem alltaf opin í gegnum einhvern inntaksventilinn. Með því að auka flæðið þá er meira af þrýstilofti að renna í gegnum greinina á hverri sekúndu. Þó að þrýstingurinn í greininni sé 1bar/14,7psi þá nær brunarýmið ekki sama þrýsting. Ventlarnir í heddinu opna í svo stuttan tíma að við þurfum allt það flæði sem við getum fengið til að koma sem mestu þrýstilofti í brunarýmið.

Ímyndum okkur dekk eða tank (Dekkið/tankurinn táknar brunarýmið.) sem þarf að dæla í lofti, við viljum koma þrýstingnum upp í 1bar/14,7psi. Þú hefur 2 slöngur (Slöngurnar=Túrbínurnar.) til afnota til að vinna þetta verk. Önnur er 1/4" en hin er 1/2". Slöngurnar tengjast tank með 3bar/44,1psi þrýsting (Gefum okkur að tankurinn sé með ótakmarkað rúmtak og því verði ekkert þrýstifall á meðan við dælum.) Eina breytan í þessu dæmi er sverleiki slanganna.

Hvor slangar er fljótari að koma dekkinu/tankinum upp í 1bar/14,7psi?

Þetta er það sama og menn verða að skoða þegar þeir velja sér loftpressu. Loftmagn á ákveðnum tíma við ákveðinn þrýsting. Pressa sem skilar 125L/mínútu @ 8bar er lengur að fylla dekk en pressa sem skilar 200L/mínútu @ 8bar.

Að sama skapi er túrbína sem dælir meira loftmagni á sama þrýstingi en önnur túrbína, fljótari að fylla strokkinn á þeim stutta tíma sem ventilinn er að hleypa inn á strokkinn. Með því að vera fljótari að koma loftinu inn þá eykst þrýstingurinn í brunarýminu og aflið eykst.