Fjaðrir sem hækka upp..?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dídí » 19.júl 2019, 10:23

Sælir ég hef verið að skoða að hækka upp bílinn minn (fyrir 33”) ég var að skoða eins bíl og minn (L200 2007árg) sem var töluvert hækkaður en var ekki með upphækkunarklossa að aftan en fjaðrirnar voru hinsvegar sveigðar..nú veit ég lítið sem ekkert um þetta en er þetta eitthvað sem er notað til að hækka upp og hversu mikið hækkar þetta bílinn?? Væri hægt að setja undir hann svona fjaðrir+þessa klossa að aftan eða er það ekki vel séð?




Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Arsaell » 19.júl 2019, 14:07

Þú getur fengið upphækkunarfjaðrir fyrir þessa bíla. Old man emu voru allavega með svona upphækkunarfjaðrir í boði. Ég keypti svoleiðis fjaðrir undir bíl sem að ég átti, pantaði þær í gegnum bílabúð benna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá jongud » 20.júl 2019, 07:25

Það eru bæði til heilar fjaðrir eða fjaðrabúnt sem hækka upp og svo eru líka til auka fjaðrablöð sem er bætt inn í fjaðrabúntin, eða það sem kaninn kallar "add-a-leaf".


kiddir
Innlegg: 12
Skráður: 02.feb 2010, 22:50
Fullt nafn: Kristinn Rúnarsson
Bíltegund: cherokee

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá kiddir » 22.júl 2019, 22:38

upphækkunarfjaðrir eru afleit útfærsla og að bæta blaði í búntið er enn verri hugmynd þar sem fjöðrunin stífnar svo mikið við það miklu betra er að setja kubba eða lengja fjaðrahengslin. blaðfjöður virkar best ef blaðið er nánast beint þegar bíllinn er passlega lestaður þannig að menn geta ýmyndað sér hvernig það virkar þegar hún er orðin í u.

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dadikr » 23.júl 2019, 17:10

Ég hef sett svona lift fjaðrir í tvo bíla. Ég hef nú ekki tekið eftir neinu neikvæðu. Fannst raunar báðir bílarnir betri á eftir - mýkri og skemmtilegri.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1068
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá gislisveri » 18.aug 2019, 14:13

Hef góða reynslu af OME lift fjöðrum. Það er auðvitað hægt að kaupa burðarmiklar fjaðrir sem yfirleitt henta okkur hér heima, erfitt að fá þær til að fjaðra vel í ólestuðum bíl, en lift fjaðrir án aukins burðar eru ljómandi fínar.

GS


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dídí » 11.okt 2019, 22:44

Takk allir góð hjálp í ykkur :) (og afsakið seint svar hehe)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Startarinn » 21.okt 2019, 10:25

Hafa einhverjir prófað að taka fjaðrirnar undan bílnum og valsa þær til að hækka bílinn?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá jongud » 21.okt 2019, 13:25

Startarinn wrote:Hafa einhverjir prófað að taka fjaðrirnar undan bílnum og valsa þær til að hækka bílinn?


Er hægt að valsa fjaðrastál ??

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá hobo » 21.okt 2019, 16:35

Fyrir þónokkru síðan fylgdist ég með manni sem var að gera fjaðrirnar sínar "sperrtari".
Notaði hann tvo trékubba og svo stóru sleggjuna.
Stillti þessu oft upp, kubbarnir á gólfið með bil á milli, fjaðrirnar ofan á og lamið með sleggjunni á fjöðrina á milli kubbanna.


elli rmr
Innlegg: 304
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá elli rmr » 22.okt 2019, 19:02

mér var kent í afvélavirkjun í Borgó á sínum tíma að nota kúluhamar og berja fjaðrirnar að "innan" til að hressa uppá lúnar fjaðrir... hef ekki gert það og hef ekki reynslu á endingu á þessari framhvæmd :D

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Startarinn » 30.okt 2019, 10:53

jongud wrote:
Startarinn wrote:Hafa einhverjir prófað að taka fjaðrirnar undan bílnum og valsa þær til að hækka bílinn?


Er hægt að valsa fjaðrastál ??


Ég heyrði fyrir MÖRGUM árum sögu austur af fjörðum þar sem þetta var gert við nýtt sett af framfjöðrum á rútu sem var í fjallaferðum og braut stöðugt fjaðrablöð. Skildist að það hefði snarlagað vandamálið, en hún hafi verið talsvert há að framan á eftir.
Fjaðrir síga með tíma, svo það er eflaust hægt að valsa þær, þó ég ætli ekki að fullyrða neitt þar sem ég hef aldrei prófað þetta sjálfur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá villi58 » 30.okt 2019, 17:05

Hef prufað að valsa blöð úr framfjöðrum og ekkert mál, fór ekki undir bíl þannig að engin reynsla varð í notkun.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Startarinn » 01.nóv 2019, 08:46

villi58 wrote:Hef prufað að valsa blöð úr framfjöðrum og ekkert mál, fór ekki undir bíl þannig að engin reynsla varð í notkun.


Það hefði verið áhugavert að sjá, hvað varð til þess að þetta fór ekki undir bílinn?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá villi58 » 01.nóv 2019, 09:20

Ég smíðaði vals úr 3x stimpilboltum og get snúið með föstum lykli og eins loftlykklinum mínum.
Ætlaði að valsa framfjaðrirnar á 1990 Hilux en tók gamlar framfjaðrir til prufu til að sjá hvort þetta væri mögulegt, bara grín hvað þetta var auðvelt.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Startarinn » 01.nóv 2019, 09:30

Vel gert, ég hefði gaman að því að sjá mynd af þessum vals :)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá grimur » 01.nóv 2019, 16:04

Um leið og farið er yfir flotmörk verður varanleg formbreyting, hvort sem um fjaðrastál ræðir eða annað.
"Hæð" flotmarka ræður hins vegar hvað þarf mikið að sveigja til að komast þangað, fjaðrastál hefur frekar há flotmörk sem þýðir að mikið þarf að sveigja til að komast þangað, en það er hægt.


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá villi58 » 04.nóv 2019, 08:30

Startarinn wrote:Vel gert, ég hefði gaman að því að sjá mynd af þessum vals :)

Já ég á til myndir einhverstaðar, skal reyna að finna þær.


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá villi58 » 04.nóv 2019, 09:21

villi58 wrote:
Startarinn wrote:Vel gert, ég hefði gaman að því að sjá mynd af þessum vals :)

Já ég á til myndir einhverstaðar, skal reyna að finna þær.

Myndir af fjaðravalsinum.
P5210030.JPG
P5210030.JPG (1.91 MiB) Viewed 16518 times
P5210031.JPG
P5210031.JPG (1.95 MiB) Viewed 16518 times

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Startarinn » 24.nóv 2019, 19:53

villi58 wrote:
villi58 wrote:
Startarinn wrote:Vel gert, ég hefði gaman að því að sjá mynd af þessum vals :)

Já ég á til myndir einhverstaðar, skal reyna að finna þær.

Myndir af fjaðravalsinum.
P5210030.JPG
P5210031.JPG



Þetta er töff, takk fyrir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Sæfinnur » 17.des 2019, 10:20

Gömlu mennirnir sögðu mér í gamla daga hafi verið alsiða að "berja upp" fjaðrir. Blöðin voru lögð á steðja og lamin með hamri Þangað til rétta svegjan fékkst. Þeir sögðu að með þessu fengist fyrri styrkur í fjöðrina auk éss sem hún sveigðist meira. Þeir sögðu líka að það þýddi ekkert að valsa upp fjaðrir, þær yrðu jafn slappar eftir sem áður og sigju í sama farið fljótlega. Sjálfur hef ég aldrei prófað að valsa fjaðrir, en ég hef barið upp fjaðrir og það gafst vel. En alveg ofboðsleg vinna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá jongud » 17.des 2019, 10:37

Sæfinnur wrote:Gömlu mennirnir sögðu mér í gamla daga hafi verið alsiða að "berja upp" fjaðrir. Blöðin voru lögð á steðja og lamin með hamri Þangað til rétta svegjan fékkst. Þeir sögðu að með þessu fengist fyrri styrkur í fjöðrina auk éss sem hún sveigðist meira. Þeir sögðu líka að það þýddi ekkert að valsa upp fjaðrir, þær yrðu jafn slappar eftir sem áður og sigju í sama farið fljótlega. Sjálfur hef ég aldrei prófað að valsa fjaðrir, en ég hef barið upp fjaðrir og það gafst vel. En alveg ofboðsleg vinna.


Það er oft notuð svokölluð "shot peening" aðferð á fjaðrablöð í framleiðslunni. Það virkar eins og að hamra þær. Það er svipað og að sandblása með mun grófara efni.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur