Belti undir Bellu næsta verkefni

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 11.mar 2018, 14:42

Jamm búinn að prufa allar dekkastærðir allt fra 20" til 54" og flestar felgubreiddir og tegundir af jeppum. Mis gott en allt bráð skemmtilegt.Jamm en núna ætla ég að byrja á að skoða snjóbelti sem ég fjárfesti í og verður gaman að skrúfa þau í sundur og skoða þau og yfirfara.Hef alltaf verið með dulda belta dellu frá unga aldri og snjóbíla fan og áhugamaður um jarðýtur enda hálfgerð jarðýta sjálfur.Hef verið að leita eftir snjóbílum en engan fundið eða fengið til kaups.Svo beltin urðu ofan á og passa þau td undir Range Roverinn sem ég á og enginn vill kaupa sukkur og hiluxa.Svo nú er bara að prufa. Lengdin á beltinu er um 170 cm og breidd 44 cm þyngd um 155kg stikkið á afturbeltunum svipað og 54" á felgu og fram beltin eru léttari því á þeim eru ekki stálspyrnur.
Veit ekki enn hver er framleiðandin en það hlítur að finnast með góðri aðstoð félaga hér.
Jamm menn hafa dæmt belti undir bíla illa nothæf eða alla vega ekki hentug til snjóaksturs út af ýmiskonar upp á komum.Svo sem skörum og bratta hornum belta og hliðarhalla og ég veit ekki hvað og hvað en mér er bara slétt sama.En þetta mun duga mér og Bellu inn og út af verkstæðinu og með hundin fram á fjörð í mestu snjóum á 10-20 km hraða,, uss sem er jafnvel of mikili hraði fyrir mig þá er ég sáttur nema hvað.
Ég er þekktur fyrir að vera Sléttuúlfurinn ógurlegi sem fer aldrei í brekkur nema þær halli niður í móti,og svo er ég eini meðlimurinn eftir í jeppafélaginu Sést heim til Mömmu jeppafélaginu.
Einn kostur er góður, maður þarf ekki úrhleypibúnað við þetta.En ég gerði þetta til að prufa eitthvað öðruvísi og á örugglega eftir að brasa helling í þessu mér til ánægju í ellinni. mun halda úti einhverju spjalli um þessa tilraun ef menn hafa áhuga fyrir því kveðja úr Himnaríki.
Viðhengi
DSCN5129.JPG
DSCN5129.JPG (4.99 MiB) Viewed 17105 times
DSCN5128.JPG
DSCN5128.JPG (4.96 MiB) Viewed 17105 times
DSCN5127.JPG
DSCN5127.JPG (4.9 MiB) Viewed 17105 times
DSCN5126.JPG
DSCN5126.JPG (4.68 MiB) Viewed 17105 times
DSCN5125.JPG
DSCN5125.JPG (5.29 MiB) Viewed 17105 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 11.mar 2018, 18:07, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá jeepcj7 » 11.mar 2018, 15:49

Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. ;-)
Heilagur Henry rúlar öllu.


elli rmr
Innlegg: 304
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá elli rmr » 11.mar 2018, 16:12

áhuga vert Siggi Bald á Akureyri var með svona undir Willis jeppa í gamladaga


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 11.mar 2018, 18:08

Elli þetta eru þau


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá juddi » 11.mar 2018, 23:06

Spennandi
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


almar
Innlegg: 40
Skráður: 23.nóv 2016, 01:23
Fullt nafn: almar óli atlason
Bíltegund: Toyota HILUX

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá almar » 11.mar 2018, 23:27

Það verður fróðlegt að sjá útkomuna


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá grimur » 12.mar 2018, 02:11

BeltaBella verður ógurlegt farartæki, spurning hvort þau narta nokkuð saman fyrir miðjum bíl...
Jeppaveiki ætti allavega ekki að vera vandamál, amk í venjulegum skilningi þess hugtaks.
Niðurgírun innbyggð, þar sem sprocketin eru frekar lítil í þvermál.
Gaman að fylgjast með hvað kemur út úr þessu, ekki eitthvað sem ég er persónulega spenntur fyrir undir bíl hjá mér, en alveg frábært að þetta sé prófað svolítið fram og tilbaka.

Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá jongud » 12.mar 2018, 08:05

Fínt að taka íslensku jeppamöntruna á þetta;
Um að gera að prófa þetta og athuga hvort það virkar!


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá petrolhead » 12.mar 2018, 08:47

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessum þræði !
Dodge Ram 1500/2500-40"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 12.mar 2018, 17:15

Jamm byrjaði í dag að hreinsa spyrnurnar af afturbeltunum ríflega 300 boltar og margir vel fastir.Bara gaman margar spyrnur skemmdar eftir áralanga notkun.Vigtaði beltið fyrir og eftir spyrnur.Með spyrnum og boltum er eitt belti um156 kg spyrnu og bolta laust 132 kg. Tek svo beltin af og fer yfir hjól og allar legur.Mjög skemmtileg vinna og hægt að sitja á rassinum við þetta með kaffibollan á kantinum.Uss hvað er að þegar ekkert er að segir <Stebbi vinur
Viðhengi
DSCN5141.JPG
byrjað að losna gúmíið á fremsta hjólinu
DSCN5141.JPG (4.85 MiB) Viewed 16695 times
DSCN5138.JPG
DSCN5138.JPG (4.69 MiB) Viewed 16695 times
DSCN5136.JPG
spyrnur komnar af
DSCN5136.JPG (5.01 MiB) Viewed 16695 times
DSCN5135.JPG
næsta bíður orðið ansi laskaðar spyrnurnar
DSCN5135.JPG (4.96 MiB) Viewed 16695 times
DSCN5134.JPG
brotin sett í kassa
DSCN5134.JPG (4.98 MiB) Viewed 16695 times
DSCN5131.JPG
Guðni sonur minn að aðstoða kallinn.Borðaboltar í endunum sem snérust í gegn.VArð að skera þá í burtu og meitla.Bara gaman
DSCN5131.JPG (4.97 MiB) Viewed 16695 times


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá Rodeo » 12.mar 2018, 22:06

Kíktu á þessa síðu hér eru menn að föndra svona súkkur, reyndar með léttri belta búnaði ætlað fyrir fjórhjól en kannski færðu einhverjar hugmyndir.

http://www.suzuki-forums.com/suzuki-sid ... -snow.html
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 13.mar 2018, 12:01

Jamm félagar og jeppa vinir.Hvað væri hægt að setja sem spyrnur annað en ál og stál.Beltin eru sjálf úr plasti 44 cm breið.Væri gaman að fá hugmyndir frá ykkur.Mundu keðju þverbönd virka? Humm veit ekki.Eru til gúmí vinklar eða listar?Negla svo með skrúfuðum nöglum frá Kletti. Jamm gaman af pælingum um þetta.
Viðhengi
DSCN5136.JPG
Svona lítur þetta út spyrnulaust
DSCN5136.JPG (5.01 MiB) Viewed 16457 times
DSCN5135.JPG
DSCN5135.JPG (4.96 MiB) Viewed 16457 times
DSCN5131.JPG
DSCN5131.JPG (4.97 MiB) Viewed 16457 times


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá haffij » 13.mar 2018, 13:05

Gæti gengið að verða sér úti um notuð vélsleðabelti og mixa þau einhvern vegin á þetta?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 13.mar 2018, 16:41

Jamm datt það í hug þá slatta slitin.Hvað eru þau breið þessi snjósleða belti þyrfti 40 til 44 cm sem ég get skorið niður í 3 til 5 cm breiða renninga og sett vo skrú nagla í það

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá jongud » 14.mar 2018, 09:04

sukkaturbo wrote:Jamm datt það í hug þá slatta slitin.Hvað eru þau breið þessi snjósleða belti þyrfti 40 til 44 cm sem ég get skorið niður í 3 til 5 cm breiða renninga og sett vo skrú nagla í það


Eru stálspyrnurnar ekki sá hluti beltisins sem stífar það þversum?
Ef það er farið í að mixa eitthvað annað veikara á beltin gæti verið hætta á að þversnið beltanna sé ekki rétt fyrir tannhjólin og auki álag á þau til hliðanna.
Þetta var eitt af því sem við þurftum að taka tillit til hjá BJSV Hérað þegar við vorum að vesenast í beltunum á snjóbíl sem var með svolítið sérstakar spyrnur, rándýrar og margar orðnar slitnar. Það var ekki hægt að fara neina ódýrari leið en að kaupa nýjar spyrnur.


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá villi58 » 14.mar 2018, 09:18

Þetta er bara vinklar, er ekki hægt að kaupa vinkiljárn eða láta beygja í spyrnunar komast svo í öflugan lokk fyrir boltagötin.
Væntanlega gott efni í spyrnunum, kanski kanna hvað er til hjá byrgjum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá jongud » 14.mar 2018, 09:39

villi58 wrote:Þetta er bara vinklar, er ekki hægt að kaupa vinkiljárn eða láta beygja í spyrnunar komast svo í öflugan lokk fyrir boltagötin.
Væntanlega gott efni í spyrnunum, kanski kanna hvað er til hjá byrgjum.


Við athuguðum það varðandi beltin á snjóbílnum, (ég veit ekki með þessi mini-belti) en þar voru spyrnurnar úr hertu stáli enda töluverð átök á þeim. Mér sýnist það líka vera málið á beltunum sem Guðni er með, að átakið frá tannhjólunum sé á spyrnunum.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 14.mar 2018, 11:58

Jamm frambeltin eru eins að sjá og þau eru spyrnulaus og hafa alltaf verið.En þetta veit ég ekki og þarf að fá ráð við hvort það sé must að hafa spyrnurnar.Ég tel ekki. Nema þá til að aukagrip og þetta sé sett á eftir á og sé ekki orginal.Þarf að spyrja Sigga Bald að því

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá Tjakkur » 14.mar 2018, 21:57

Er mögulegt að létta þetta með því að bora/fræsa burtu efni úr hjólum og miðjustykki?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 14.mar 2018, 22:48

jamm örugglega en ætli það þurfi


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2018, 12:09

Jamm búin að taka beltin af og henda búkkanum upp á borð svo nú er hægt að fara að skoða mekanisman. Sex hjól með lofti eða slöngu felgur boltaðar saman.Þessi dekk eru nylon og eru orðin sum hver fúin eða rifin.Þarf að fjárfesta í einhverjum slatta af dekkum og slöngum stærð 3,40/3,00-5"
Viðhengi
DSCN5150.JPG
DSCN5150.JPG (5.13 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5149.JPG
DSCN5149.JPG (4.71 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5148.JPG
DSCN5148.JPG (4.7 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5147.JPG
DSCN5147.JPG (5.04 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5146.JPG
DSCN5146.JPG (5.04 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5145.JPG
DSCN5145.JPG (4.9 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5144.JPG
DSCN5144.JPG (5 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5143.JPG
DSCN5143.JPG (4.95 MiB) Viewed 15974 times
DSCN5142.JPG
DSCN5142.JPG (5.04 MiB) Viewed 15974 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2018, 13:03

Jamm hverjir selja þessi litlu dekk helst hér á landi??


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2018, 18:31

Jamm ein spurning enn að venju hvernig get ég fundið út framleiðanda á þessum beltum.Hef fundið út þó ekki nákvæmlega að þau hafi komið til Íslands í kringum 1970. Hef líka hlerað að þetta hafi verið framleitt í San Francisco fyrir herinn og notað í sandi en sel það ekki rándýrt.Eru ekki einhverjir spæjarar hér sem hafa sambönd eða hæfileika til að leita uppi svona hluti með einhverjum leiðum.Hef ekkert sem hjálpar til og engin merki nema tölu og bókstafi á einum stað á kassanum sem ber hjólin þar er stansað C-766_hd og svo einhver númer á hjólalegum að finna á beltunum.Kanski einhverjir em þekkja mann sem þekkir mann sem á svona eða veit eitthvað. Siggi Bald er ekki með þetta hver framleiddi þetta.Væri gott að komast í framleiðandan.Kveðja úr Himnaríki
Viðhengi
29003875_10213883730520685_1445785353_n (1).jpg
hjólin eru tekin í sundur á miðju til að skipta um dekk og slöngu og eru svona legur í sitt hvorum helmingnum
29003875_10213883730520685_1445785353_n (1).jpg (57.53 KiB) Viewed 15886 times
29003875_10213883730520685_1445785353_n.jpg
innrihliðinnan mál 25mm þykt 10 mm utanmál 52mm
29003875_10213883730520685_1445785353_n.jpg (57.53 KiB) Viewed 15886 times
29004056_10213883730600687_991821226_n.jpg
framhlið eða sú sem snýr út í hjólinu
29004056_10213883730600687_991821226_n.jpg (63.58 KiB) Viewed 15886 times


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá baldvine » 15.mar 2018, 19:14

Eftir smá gúgl sýnist mér þetta geta verið UNA track. Sýnist þetta ekki hafa verið framleitt síðan 1970 og eitthvað
Smá umfjöllun hérna
http://www.forumsforums.com/3_9/showthread.php?t=10246

Meðfylgjandi niðurstöður úr tilraunum Bandaríkjahers með græjuna.
UNA.pdf
(15.91 MiB) Downloaded 351 time


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá baldvine » 15.mar 2018, 19:18

Einhverjar smá tækniupplýsingar frá framleiðandanum hérna
una-track-h.pdf
(1.89 MiB) Downloaded 343 times


Þeir segja þarna beltin vera úr einhverju slitsterku pólíester (á þess tíma mælikvarða amk) og millileggin úr fjaðrastáli.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2018, 19:49

Jamm mikið takk snillingur þetta eru beltin best að skoða þetta vel enn mikið takk fyrir hjálpina


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá baldvine » 15.mar 2018, 20:34

Alveg sjálfsagt :)


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 17.mar 2018, 19:35

Jamm ég hef verið að leita eftir dekkum í snjóbeltin mín á goggle en gengið illa að finna þau nema í henni Ameríku og þeir senda ekki til íslands og ef þeir senda er það ansi dýrt. Stærðin er 3.40/3.00-5" felgur. Gæti passað undan eldri Gokart bílum einhverjum heyvinnslu vélum Þetta eru 2 striglaga dekk en það skiptir varla máli þó notuð séu 4 strigalaga: bara að þau séu í þessari stærð.Virðist ekki vera mikið af þessari stærð.Gaman ef einhver vissi um svona dekk mega vera notuð n ekki fúinn eins og er að hrjá mín hliðar eru orðnar ónýtar.Felgur eru boltaðar saman inn í dekkið og það eru slöngur um borð
Viðhengi
DSCN5149.JPG
DSCN5149.JPG (4.71 MiB) Viewed 15601 time
DSCN5148.JPG
DSCN5148.JPG (4.7 MiB) Viewed 15601 time
DSCN5143.JPG
DSCN5143.JPG (4.95 MiB) Viewed 15601 time


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá baldvine » 17.mar 2018, 21:31

Einhver möguleiki að t.d. N1 eða Landvélar liggi með svona?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 17.mar 2018, 22:13

Jamm nei er búinn að kanna það kanski einhverjir Gokart aðilar

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá jongud » 18.mar 2018, 10:37

Ég setti tire 3.40/3.00-5" inn í leitargluggann á ebay og kemur upp slatti af "vintage go kart" eða notuð go-kart dekk" en eitthvað lítið af nýjum.
Prófaðu endilega einhver fyrirtæki sem þjónusta heyvinnutæki, eða litla snjóblásara eins og t.d. Þór h/f


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 18.mar 2018, 12:39

Jamm fer í það á morgun er búinn að fá slóðir sem ég æla að láta kanna fyrir mig og takk fyrir aðstoðina allir hér

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá svarti sambo » 18.mar 2018, 13:57

Þessar legur eru mjög líkar þessum legum sem maður er að sjá í snjósleðum á kúplings/driföxlinum í t.d. gömlum polaris sleða. Man ekki hvort að ég eigi eina gamla til að mæla, en get kannað það, ef þú villt.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 18.mar 2018, 16:32

Jamm takk væri vel þegið sumar eru orðnar fastar.Ætla að gera við þau dekk sem eru sprungin og losa um legur sem eru fastar og setja svo allt nýtt í sumar dekk slöngur og legur.Spurning hvort sé nokkur möguleiki á nýjum beltum sem hægt væri að smíða á þetta júnít.Búin að setja afturbeltin undir og eru þá 50Cm undir kúlu og um 70 að stíga inn í bílinn.
Viðhengi
DSCN5159.JPG
50 cm undir kúlu
DSCN5159.JPG (4.84 MiB) Viewed 15430 times
DSCN5158.JPG
þarna þarf að bæta við hjólum
DSCN5158.JPG (4.79 MiB) Viewed 15434 times
DSCN5157.JPG
DSCN5157.JPG (5.08 MiB) Viewed 15434 times
DSCN5156.JPG
Spurning að setja palstmeiða eða þrjú hjól til að koma í veg fyrir að beltin og spyrnur bogni ef ekið er á grjót eða klaka.Búið að framan
DSCN5156.JPG (4.85 MiB) Viewed 15434 times
DSCN5155.JPG
spurning að setja þrjú hjól millihjól til að aukaburð og koma í veg fyrir að spyrnur bogni ef ekið er á grjót eða klaka. Eða bara palstmeiða og bolta þá neðan í kassan
DSCN5155.JPG (4.88 MiB) Viewed 15434 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 19.mar 2018, 17:32

Jamm og jæja þá eru öll beltin kominn undir Belta Bellu.
Bakkað var út í lágadrifinu mjög varlega með ískri og látum og mynntu hljóðin á alvöru Caterpillar jarðýtu DC 25.Allt orðið autt og enginn snjór á planinu fyrir framan Himnaríki.Bara einhverjir ruðningar og bleytu skaflar.
Jamm mér að óvörum gat Bella beygt nokkuð auðveldlega bæði á auðu og í krapanum en varð að vera á hreifingu. Lágadrif óþarft og best að vera í háadrifinu 1, 2 ,3 ,4 .
En ég tók þessu rólega meðan ég er að átta mig á þessu belta dóti. Allavega er þetta komið undir og búin að keyra einn hring eins og markmiðið var að ná þessu fyrir páska.
Svo er bara að finna ný hjól.Mér var bent á að ræða við Gókartfélagið í Hafnarfirði.Ræddi við einn Gókart eiganda og kvaðst hann ver með Gokart bíl og felgurnar væru 5" eins og eru í beltunum hjá mér.Gókartfélagið flytur inn sín dekk sjálft. Nú er bara að finna einhvern ráðamann þar og leita upplýsinga
https://www.youtube.com/watch?v=by6TPkSpuwo&app=desktop
Viðhengi
DSCN5164.JPG
DSCN5164.JPG (4.92 MiB) Viewed 15256 times
DSCN5163.JPG
DSCN5163.JPG (4.84 MiB) Viewed 15256 times


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá grimur » 21.mar 2018, 22:12

GoKart dekk undir jeppa hljómar vissulega pínu fyndið....


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá grimur » 21.mar 2018, 22:17

Ef þetta finnst í USA fyrir klink, legur dekk og allt, gæti borgað sig að taka þetta með ShopUSA.
Ef þetta fer í skip skiptir þyngd eiginlega engu máli, og umfangið ekki svo mikið atriði heldur....


baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá baldvine » 21.mar 2018, 23:02

Þetta hefur ekki verið framleitt í einhver 40 ár, svo það er hætt við því að það sé erfitt að finna þetta heillegt.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá sukkaturbo » 22.mar 2018, 07:26

Jamm fékk símtal frá góðum manni á mínum gamalsaldri og upplýsti hann mig á að Landvélar "vonandi hef ég rétt eftir" hafi flutt inn tvo ganga af þessum beltum og þetta hafi verið prufað undir einn af bílum Guðmundar Jónassonar.Þetta náði ekki vinsældum þá.Hinn gangurinn gæti verið fyrir austan.Jamm þetta er sko vinsælt hjá mér og mun verða gaman að lyfta þessu og setja undir sukkuna heppileg þyngd 130 kg og ég kemst upp í sukkuna með því að stíga á fremri endan á afturbetinu.Uss svo hvað er að þegar ekkert er að og ekkert fæst í þetta.Nú þá er ástæða til að smíða eitthvað og endurbæta með hyggjuviti eins og menn gerðu í gamladaga og leta eftir lausnum með diggri aðstoð ykkar félagar. Verðum að halda Jeppaspjallinu lifandi um ókominn tíma.Besti vettvangur á netinu finnst mér.Kveðja að norðan úr Himnaríki

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Belti undir Bellu næsta verkefni

Postfrá Tjakkur » 22.mar 2018, 08:01

Léttitæki á Blönduós/Reykjavík hafa verið með smádekk.

Ætli beltaparið sem fór austur hafi ekki endað undir Seiðfirskum Rússajeppa:

https://www.facebook.com/groups/gaz69/s ... ery=beltum


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur