Hver er reynsla manna af dekkjasliti á milli fram og afturhjóla á breyttum jeppum með part time millikassa?
Hef langa reynslu af hásingarbílum og þar slitnuðu framdekk mun hægar en afturdekk.
Hef heyrt menn sem eiga klafabíla tala um að framdekk slitni álíka hratt og aftur dekk.
Hef litla reynslu af klafabílum en þarf að láta hjólastilla Musso á 13" breiðum felgum.
Þessi uppsetning með 13" breiðum felgum veldur því að í akstri er sterkur kraftur sem sveigir hjólin út á við.
Þar sem stýrisbúnaðurinn er ekki sver, þá finnst mér líklegt að hann svigni all verulega í þjóðvegaakstri og valdi því að dekkin vísi í raun út á við ef notast er við uppgefið toe-in á 38" dekkjum og breiðum felgum.
Uppgefið toe-in miðast við að vega upp á móti þessari sveigju miðað við original felgur en líklegt er að þessi sveigja sé mun meiri þegar felgurnar eru breiðari og sú breikkun sé eingöngu útávið.
Einnig má búast við því að högg og hnjask í ófærð hafi þau áhrif að breyta toe-in í toe-out. Því hefur mér dottið í hug að láta hjólastilla bílinn e-h lítillega innskeifari (meira toe-in) en gefið er upp fyrir bílinn óbreyttann með það að markmiði að framdekkin vísi þá uþb beint fram á þjóðvegahraða.
Hver er reynsla manna í þessum efnum?
Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Síðast breytt af Tjakkur þann 03.sep 2016, 16:35, breytt 5 sinnum samtals.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Flott umræða. Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér þar sem patroiinn minn var einhverra hluta vegna skakkur þegar ég keypti hann. Mjög skakkur.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Patrol er með millibillstöngina aftan við hásingu en sú uppsetning er líklegri til að svigna meira í keyrslu á mjög breiðum felgum heldur en millibillstöng sem er framan við hásinguna og fær á sig hreint togálag.
Hvaða toe-in nota menn á Patrol á 14"-18" breiðum felgum og hvernig endast framdekk á móti afturdekkjum?
Hvaða toe-in nota menn á Patrol á 14"-18" breiðum felgum og hvernig endast framdekk á móti afturdekkjum?
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Á hjólastillingarvél sem ég vann á í fjöldamörg ár var í boði að setja inn felgubreidd og offset, og hvort dekkjamynstur væri gróft eða fínt, þvermál og breidd hjólbarða, þetta hafði svo allt áhrif á uppgefna stefnu hjólanna sem og eltihorn í sumum tilvikum.
Þessi vél var fra Beissbarth.
Þessi vél var fra Beissbarth.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Dekkjaslit - hjólastilling. Auka toe-in?
Getur ekki munað miklu hvort millibisstögnin er fyrir framan eða aftan hjól. Beygja og teygja undan kröftum er hinn sama. Hinsvegar getur millibilsstöngin kiknað ef álagið er of mikið, en þangar til er nánast engin munur hvort hún er undir togi eða þrýstingi.
Það að setja inn stærð dekka er vegna þess að miðlína dekkja hefur færst utar og því til dæmis meiri munur á innri og ytri hring sem ekin er ef ekið ér í hring.
Þekkt almennt sem stærri beygjuradíus á stærri dekkjum.
l.
Það að setja inn stærð dekka er vegna þess að miðlína dekkja hefur færst utar og því til dæmis meiri munur á innri og ytri hring sem ekin er ef ekið ér í hring.
Þekkt almennt sem stærri beygjuradíus á stærri dekkjum.
l.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur