5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3
- Skráður: 08.okt 2014, 20:51
- Fullt nafn: Hermann Örn Sigurðsson
- Bíltegund: FJ40 Landcruiser
5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Sælir nú langar mig að forvitnast hjá ykkur reinsluboltunum hvaða 5 gíra kassa hafa verið að reinast vel aftan á gamla 350 chevy. Og jafnvel hvaða millikassa er gott að setja aftan á kassan. Væri ekki verra ef þetta myndi þola smá þunga hægrilöpp á fjöllum. Ég veit að allir vilja setja sjálfskiftingu aftan á þetta en mér langar að vera örðuvísi og einnig er ég að reina að gera bílinn upp eins og ég man eftir honum í gamla daga þegar hann var í eigum föður míns.
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
NW 4500 var ´chevy pickup með 6,5 og 454
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Það þarf alltaf að pæla í gírun þegar verið er að velja gírkassa. Ekkert vit í að eyða tugþúsundum króna í dýrari 5-gíra kassa ef jeppinn er svo að korra niðri á 1400 snúningum á 90 úti á þjóðvegunum.
Ég mæli með að þú finnir þér síðu þar sem hægt er að reikna út niðurgírun, t.d. hérna;
https://www.novak-adapt.com/knowledge/gearing/ (muna að nota punkt . en ekki kommu , þegar verið er að slá inn 4.88 o.s.frv)
Þegar jeppar eru komnir á stór dekk og gírunin í drifunum farin að nálgast 5-komma eitthvað gæti verið betra að spá í 5-gíra kassa úr Benz kálfunum sem eru með fimmta gírinn 1:1
Það eru líka til amerískir trukkakassar sem eru svipaðir en þeir eru sjaldgæfir.
Ég mæli með að þú finnir þér síðu þar sem hægt er að reikna út niðurgírun, t.d. hérna;
https://www.novak-adapt.com/knowledge/gearing/ (muna að nota punkt . en ekki kommu , þegar verið er að slá inn 4.88 o.s.frv)
Þegar jeppar eru komnir á stór dekk og gírunin í drifunum farin að nálgast 5-komma eitthvað gæti verið betra að spá í 5-gíra kassa úr Benz kálfunum sem eru með fimmta gírinn 1:1
Það eru líka til amerískir trukkakassar sem eru svipaðir en þeir eru sjaldgæfir.
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Gír og millikassa úr 4Runner.
Pottþéttur búnaður og þolir allt sem þessi vél getur, kúplingshús á að vera hægt að fá tilbúið, þessi Aisin kassi er í einhverjum Chevy og slatta af Jeep.
Pottþéttur búnaður og þolir allt sem þessi vél getur, kúplingshús á að vera hægt að fá tilbúið, þessi Aisin kassi er í einhverjum Chevy og slatta af Jeep.
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Sæll Hermann. Þetta fer mikið eftir þvi hve þungan bil þú hefur í huga og hversu mikið tjúnuð vélin er. Ef trukkurinn er í léttari kantinum þ.e. helst vel undir 2.5 tonnum tilbuinn á fjöll með ökumanni og farþegum og bensini og hundinum etc og vélin er óbreytt eða lítið breytt 350 V8 þá geturðu skoðað léttar 5 gira skiptingar sem voru í V8 GM bílum, þ.e nvg 3500/Getrag og jafnvel millikassa sem komu með þeim. Þær ku vera erfiðar í uppgerð þannig að best er að kaupa þær uppteknar af pottþéttum aðilum úti nema ef þú þekkir einhvern snilla hér heima. Þú gætir einnig notað AX 15 en þá þarftu að kaupa millistykki fyrir vél og kannski millikassa þar sem þessar skiptingar komu í Jeep og Dodge en ekki GM. Þetta er sennilega betri/sterkari kostur en kannski meira vesen? Þessi skipting var einnig að finna í Toyota undir öðru nafni. Ef trukkurinn þinn er um eða undir 2 ton tilbuinn á fjöll þá gætu allar þessar skiptingar þolað 350 sem búið er að hita upp dáldið vel - samt ekki strókera.
En ef trukkurinn er ekkert léttmeti og/eða þú elur með þér drauma um 383 torkmonster þá þarftu að fara í sterkari skiptingar. Einfaldast og ódýrast væri sennilega að finna NV 4500 trukkaskiptingu með millikassa úr GM pikkara. Þarna ertu með lágan fyrsta gir og yfirgír en þetta er þungt og hundleiðinlegt í notkun.
Best og sennilega dýrast væri að finna Tremec 5 eða 6 gira. Ekki viss um hvort auðvelt er að mixa þær við millikassa eða kaupa millistykki en amk einn aðili selur 6 gira tilbúna á millikassa. Þetta þolir allt að 1000 pund-fet:
http://rsgear.com/about-us/press-releas ... rucks.aspx
Veit ekki hvort þeir selja millistykkið sér en þú gætir spjallað við þá
En ef trukkurinn er ekkert léttmeti og/eða þú elur með þér drauma um 383 torkmonster þá þarftu að fara í sterkari skiptingar. Einfaldast og ódýrast væri sennilega að finna NV 4500 trukkaskiptingu með millikassa úr GM pikkara. Þarna ertu með lágan fyrsta gir og yfirgír en þetta er þungt og hundleiðinlegt í notkun.
Best og sennilega dýrast væri að finna Tremec 5 eða 6 gira. Ekki viss um hvort auðvelt er að mixa þær við millikassa eða kaupa millistykki en amk einn aðili selur 6 gira tilbúna á millikassa. Þetta þolir allt að 1000 pund-fet:
http://rsgear.com/about-us/press-releas ... rucks.aspx
Veit ekki hvort þeir selja millistykkið sér en þú gætir spjallað við þá
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Því miður er þessi Kassi ónothæfur í Jeppa vegna Gírunaninnar . Enn það komu 5 Gira kassar í Ford Pikkup ca 90 árg ? Þetta eru kassar frá ZF með ifirgír og ætlaðir firir Millikassa . Ekki erfitt mix. Kveðja Þórir.
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Tremec hlutföll eru ekki ónothæf með sæmilega lágum hlutföllum og V8 sem er hlutfallslega stór miðað við þyngd bíls og gerð fyrir tork við lágan snúning.
En ég vil einnig nefna að snillingar í Ástralíu hafa verið að setja GM og Ford V8 við Patrol beinskiptingar og sjálfsagt er hægt að finna þartilgerð kitt. Kannski hafa menn gert þetta í skúrnum hér heima? Gaman væri að heyra af þvi.
Og fyrir mörgum árum foru sögur af Benz beinskiptingum aftan á V8 en misjafnar sögur fóru af ágæti þeirra. Ég veit ekki hvaða hlutföll voru í þessum kössum eða hversu þungir en kannski geta heldri menn frætt okkur?
En ég vil einnig nefna að snillingar í Ástralíu hafa verið að setja GM og Ford V8 við Patrol beinskiptingar og sjálfsagt er hægt að finna þartilgerð kitt. Kannski hafa menn gert þetta í skúrnum hér heima? Gaman væri að heyra af þvi.
Og fyrir mörgum árum foru sögur af Benz beinskiptingum aftan á V8 en misjafnar sögur fóru af ágæti þeirra. Ég veit ekki hvaða hlutföll voru í þessum kössum eða hversu þungir en kannski geta heldri menn frætt okkur?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
Ég reif kram úr 3l patrol og þar er mjög seigur gírkassi. Hann heitir að ég held fs5r50b og ég vigtaði hann 169kg með millikassa og olíu. Þetta er kassi sem væri óhætt að smíða við v8.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 5 Gíra kassi fyrir 350 chevy
En svona fyrir nánari upplýsingar;
Hvernig drifhlutföll eru í bílnum, hvað verður hann á stórum dekkjum og hvernig millikassa á að nota?
Hvernig drifhlutföll eru í bílnum, hvað verður hann á stórum dekkjum og hvernig millikassa á að nota?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur