Bella 2 í fæðingu uppfært 09.05.17 verki lokið
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Bella 2 í fæðingu uppfært 09.05.17 verki lokið
Sælir félagar veit ekki hvort áhugi sé fyrir meiri Bellu smíði en ætla að prufa. Maður sér fljótt hvort áhugi sé fyrir hendi fyrir svona þræði. En þá að verkefninu.
Ég verslaði mér 1997 árgerð af Suzuki Sidekick 4 dyra sem verður 2 dyra excab 1600 á 20.000.kr. Lagaði hann smávegis, þannig að ég fékk heila skoðun 17.
Tók af honum númerinn og lagði inn og byrjaði þá vegferð að smíða enn léttari bíl en Bellu 1 sem varð með öllu 1480 kg mannlaus á 38".Vonin er að enda með bíl sem er um 1200kg á 36" ég ætla að taka bodýið af saga aftan af húsinu gera excab hús. Færa boddýfestingar upp um 5cm og aftur um 10 cm. Lengja framendan. Ég á að vísu Wyllis grill og húdd en ekki bretti vantar einhver plastbretti og sukkugírkassa auka, ætla að máta það svona með og sjá hvenig það gæti lookað.Nota áfram orginal drifbúnaðinn.Það eru 5:12 hlutföll. Vera með tvo gírkassa og taka grindina í sundur framan við aftari stífufestingar og lengja hana um gírkassa breitinguna þannig að afturskaftið haldi sér óbreitt og setja lítinn léttan pall.Síðan mun eg skipta um skoðun og hætta við og byrja aftur nokkrum sinnum.Mun setja inn myndir og eitthvað bull með svona þegar ég man eftir.kveðja frá Sigló
Ég verslaði mér 1997 árgerð af Suzuki Sidekick 4 dyra sem verður 2 dyra excab 1600 á 20.000.kr. Lagaði hann smávegis, þannig að ég fékk heila skoðun 17.
Tók af honum númerinn og lagði inn og byrjaði þá vegferð að smíða enn léttari bíl en Bellu 1 sem varð með öllu 1480 kg mannlaus á 38".Vonin er að enda með bíl sem er um 1200kg á 36" ég ætla að taka bodýið af saga aftan af húsinu gera excab hús. Færa boddýfestingar upp um 5cm og aftur um 10 cm. Lengja framendan. Ég á að vísu Wyllis grill og húdd en ekki bretti vantar einhver plastbretti og sukkugírkassa auka, ætla að máta það svona með og sjá hvenig það gæti lookað.Nota áfram orginal drifbúnaðinn.Það eru 5:12 hlutföll. Vera með tvo gírkassa og taka grindina í sundur framan við aftari stífufestingar og lengja hana um gírkassa breitinguna þannig að afturskaftið haldi sér óbreitt og setja lítinn léttan pall.Síðan mun eg skipta um skoðun og hætta við og byrja aftur nokkrum sinnum.Mun setja inn myndir og eitthvað bull með svona þegar ég man eftir.kveðja frá Sigló
- Viðhengi
-
- DSCN3248.JPG (5.03 MiB) Viewed 18848 times
-
- DSCN3247.JPG (5.08 MiB) Viewed 18848 times
-
- DSCN3245.JPG (5.14 MiB) Viewed 18848 times
-
- Bella 2
- Suzuki 1996 sk-17.jpg (93.59 KiB) Viewed 18848 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 09.maí 2017, 17:20, breytt 13 sinnum samtals.
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Bella 2 í fæðingu
Efast ekki um að mannskapurinn mun rýna í þetta af áhuga. Skemmtilegt :)
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Guðni, Er ekki málið að saga grindina í sundur við hvalbak og færa framhlutann með vél og hjólabúnaði fram um 25 cm?
Þá þarf ekkert að hækka bílinn upp en einhvern vegin verður að ljúga saman húddi og brettum.
Að aftan má einfaldlega skera úr boddíinu, gelda aftari hurðirnar og smíða nægilega stór innribretti, nú eða breyta þessu í pickupp.
Með þessu móti þarf ekki að hreyfa eina einustu skrúfu í upphaflegum fjöðrunarbúnaði, ekki að hækka boddí og eina breytingin á stýrisbúnað er að lengja öxul frá stýri að snekkju.
"Jeppabreytingarnar" felast í að lengja grindina, millikassaæfingar og blikkvinnu við húdd og bretti. Veghæðin er feykinóg án hækkunar.
Í Ameríkuhreppi hafa menn sagað framdrifsúttakið af Vitara millikassanum og boltað Suzuki Fox millikassa aftaná lágadrifshlutann.
Sá kassi er fisléttur og með niðurgírað háadrif sem smellpassar á móti 38" dekkjum (36" er allt of hógvært)
Lágadrifið í Fox millikassanum er þægilegt keyrsludrif í snjó (60% lægra en háadrifið) og upprunalega lágadrifið úr Vitara er þá orðið að skriðgír. Eins mætti hafa Fox kassan sjálfstæðan.
Niðurstaðan gæti verið óhækkaður fisléttur 38" jeppi með passlegt hádrif, og einnig með skriðgír. Við að færa framstellið með mótór fram þá fæst pláss fyrir Fox millikassan sem hvort heldur má vera sjálfstæður eða boltaður aftan á Vitara Kassann. Fox millikassar dugðu þokkaleg aftan á 2 lítra Volvo vélum á öldinni sem leið.
....................... ;)
Þá þarf ekkert að hækka bílinn upp en einhvern vegin verður að ljúga saman húddi og brettum.
Að aftan má einfaldlega skera úr boddíinu, gelda aftari hurðirnar og smíða nægilega stór innribretti, nú eða breyta þessu í pickupp.
Með þessu móti þarf ekki að hreyfa eina einustu skrúfu í upphaflegum fjöðrunarbúnaði, ekki að hækka boddí og eina breytingin á stýrisbúnað er að lengja öxul frá stýri að snekkju.
"Jeppabreytingarnar" felast í að lengja grindina, millikassaæfingar og blikkvinnu við húdd og bretti. Veghæðin er feykinóg án hækkunar.
Í Ameríkuhreppi hafa menn sagað framdrifsúttakið af Vitara millikassanum og boltað Suzuki Fox millikassa aftaná lágadrifshlutann.
Sá kassi er fisléttur og með niðurgírað háadrif sem smellpassar á móti 38" dekkjum (36" er allt of hógvært)
Lágadrifið í Fox millikassanum er þægilegt keyrsludrif í snjó (60% lægra en háadrifið) og upprunalega lágadrifið úr Vitara er þá orðið að skriðgír. Eins mætti hafa Fox kassan sjálfstæðan.
Niðurstaðan gæti verið óhækkaður fisléttur 38" jeppi með passlegt hádrif, og einnig með skriðgír. Við að færa framstellið með mótór fram þá fæst pláss fyrir Fox millikassan sem hvort heldur má vera sjálfstæður eða boltaður aftan á Vitara Kassann. Fox millikassar dugðu þokkaleg aftan á 2 lítra Volvo vélum á öldinni sem leið.
....................... ;)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Karl en hvernig mundir þú leysa gírstangar málinn. Jú þetta verður pickupp elska pickupp með bellu palli létt og þægilegt
Re: Bella 2 í fæðingu
Menn hafa náð að bolta Fox millikassa aftaná Vitara lágadrifið og koma fyrir skiptistöng á Vitöru lágadrifið. Þarf að gúggla e-h stund til þess að finna þetta aftur en ég datt um þessa mynd.
Það veitir ekkert af 38" dekkjum á móti þessari niðurgírun.
Kunningi minn átti um aldamótin langan Fox með Vitara vél, gírkassa og millikassa. Fox millikassinn var sjálfstæður aftan við þetta unit, tengdur með hefðbundnu drifskafti og Vitara lágadrifið virkaði sem skriðgír. Skilst að afturskaftið hafi verið leiðinlega stutt. -Af þeim sökum finnst mér skinsamlegt að færa vél og hjólabúnað langt fram til þess að eiga nóg pláss fyrir drifsköft.
-Eg kíki kanski í skúrinn hjá þér á mánudag.
kv
Karl
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Bella 2 í fæðingu
Nú verður gaman að fylgjast með. Hættu þessari efins rödd Guðni og póstaðu sem mestu af sem flestu. Hér eru allir æstir í að sjá hvað aðrir eru að gera.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Vertu velkominn í Himnaríki í kaffi fínt að setjast yfir draslið með kaffiboll og velta vöngum fram eftir göngum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
elliofur wrote:Nú verður gaman að fylgjast með. Hættu þessari efins rödd Guðni og póstaðu sem mestu af sem flestu. Hér eru allir æstir í að sjá hvað aðrir eru að gera.
Fer í málið elli og geri það
Re: Bella 2 í fæðingu
Ég spennist alltaf upp þegar Guðni póstar hérna inn, hvort sem það er heimsmetsþráðurinn um Hulk eða annað verkefni. Það er bara eitthvað svo frábært við að búa til skemmtilegt dót úr því sem öðrum finnst drasl...
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Takk fyrir þetta grímur og ég hef gaman af því að skrifa hér inn og fá hugmyndir frá öðrum félögum.Útkoman oft stórkostleg og skemmtileg.Mikill fróðleikur falinn víða hjá jeppaspjallverjum.Ég mun af venju spyrja allskyns spurninga við hinu og þessu og að venju,, vonandi fæ ég einhver svör. Þessar spurningar og svör sitja svo eftir hérna á spjallinu og koma kanski einhverjum öðrum að notum síðar. Hver veit.
Re: Bella 2 í fæðingu
Skilst að nauðsynlegt sé að spengja fremri drifköggulinn við pinjónsflangs svo hann slíti sig ekki lausan við mikil átök:
http://www2.izook.com/?page_id=308
Hér er svo lýst hverni Fox millikassi er smíðaður aftaná Vitar lágadrif. Þetta virðist mikið meiri vinna en að hafa kassan sjálfstæðan:
http://www.zukikrawlers.com/showthread.php?t=5233
http://www2.izook.com/?page_id=308
Hér er svo lýst hverni Fox millikassi er smíðaður aftaná Vitar lágadrif. Þetta virðist mikið meiri vinna en að hafa kassan sjálfstæðan:
http://www.zukikrawlers.com/showthread.php?t=5233
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
flott að sjá þetta nú verður maður að fá sér sukku fox millikassa best að auglýsa eftir því hér með eða einhverju tilbúnu í sidkickinn. en hvernig lýst mönnum á tvo gírkassa er það ekki snild þar sem við getum lengt grindina eftir þörfum til að mæta þeirri lengingu sem verður á kassa rásinni og notað áfram orginal afturskaftið
-
- Innlegg: 304
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Bella 2 í fæðingu
Kem til með að lesa þennan þráð.!!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sælir félagar hafði loksins af að koma boddýinu af og upp í loft og er þá kominn jólakúla í loftið. Þarna hékk Hulkinn yfir síðustu jól.Furððu mikil vinna að ná boddýinu af og seinlegt mikið af vírum og drasli.Þetta lítur nokkuð vel út grindinn er stráheil og þarf ekki mikið að gera við hana nema þrífa og snyrta. Hellingur er af rörum innan á grindinni hægramegin sem þarf að lengja um leið og við lengjum grindina og spurning hvernig best er að útfæra þá breitingu á rörunum bæði bensín og bremsur.
Gírkassinn er spurning hjá mér er hann sambyggður kúpplingshúsinu. Ef ég set annan gírkassa sem er draumurinn hvar er þá samsetninginn að framanverðu??Kanski best að setja sjálfstæðan millikassa og nota tengi úr Lödusport.Veit ekki.En nú tekur við einhver tími í þrif og pælingar.kveðja frá sigló
Gírkassinn er spurning hjá mér er hann sambyggður kúpplingshúsinu. Ef ég set annan gírkassa sem er draumurinn hvar er þá samsetninginn að framanverðu??Kanski best að setja sjálfstæðan millikassa og nota tengi úr Lödusport.Veit ekki.En nú tekur við einhver tími í þrif og pælingar.kveðja frá sigló
- Viðhengi
-
- ekki mikill snjór 44 parol 54 Toytota og 31 Hilux.JPG (5.02 MiB) Viewed 18158 times
-
- DSCN3279.JPG (4.86 MiB) Viewed 18158 times
-
- jólakúlan kominn upp.JPG (5.02 MiB) Viewed 18158 times
-
- grindinn stráheil.JPG (4.88 MiB) Viewed 18158 times
-
- furðu lít ryð þarf samt að smíða nýja sílsa.JPG (4.96 MiB) Viewed 18158 times
-
- DSCN3284.JPG (4.84 MiB) Viewed 18158 times
-
- DSCN3282.JPG (5.04 MiB) Viewed 18158 times
-
- DSCN3281.JPG (4.96 MiB) Viewed 18158 times
Re: Bella 2 í fæðingu
Helsti gallinn við 2 gírkassa myndi vera að aftari kassinn er mögulega að fá full mikið tork inn á sig ef sá fremri er í lægri gír en 4. Svo er auðvitað meira tannhjóladrasl að spóla í olíu með heilan 5 gíra kassa frekar en eitt niðurfærsludrif. Ég er rosalega hrifinn af millikössum sem eru með lægra háadrif, sér í lagi Rocky kössum, en þeir eru með eindæmum hraustir.
Svona tengt því efni....vinsamlega reynið að bjarga þeim Rocky kössum sem ekki er búið að farga, þetta eru algerir gullmolar. Það má alls alls ekki henda þeim!
Kv
Grímur
Svona tengt því efni....vinsamlega reynið að bjarga þeim Rocky kössum sem ekki er búið að farga, þetta eru algerir gullmolar. Það má alls alls ekki henda þeim!
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bella 2 í fæðingu
Ég er búinn að keyra Hiluxinn minn með 2 gírkassa síðan 2009, eftir smá byrjunarvesen hefur þetta virkað vandamála laust, ég skipti um fremri kassann eftir rúmlaga ár, en sennilega var ekkert að honum, olían hvarf inná aftari kassann, ég leysti það mál með því að setja glussarör á milli áfyllingartappanna. ég hef keyrt í háa drifunu upp gamla´Hólmaháls veginn frá Eskifirði með gírkassana í 2-2, með bíl í eftirdragi og vélina svo gott sem í botni.
Nú veit ég ekkert hversu sterkir kassarnir eru sem Guðni er að vinna með, en þetta hefur verið gert og endst, mér finnst sveigjanleikinn sem þetta gefur mér alveg frábær. á sumrin er bíllinn á 225/75 15 (5 gír), 38" á veturna (4 gír) en er kominn með 41" dekk sem ég er búinn að máta undir og stendur til að verði vetrardekkinn og þar hentar 3 gírinn mjög vel.
Nú veit ég ekkert hversu sterkir kassarnir eru sem Guðni er að vinna með, en þetta hefur verið gert og endst, mér finnst sveigjanleikinn sem þetta gefur mér alveg frábær. á sumrin er bíllinn á 225/75 15 (5 gír), 38" á veturna (4 gír) en er kominn með 41" dekk sem ég er búinn að máta undir og stendur til að verði vetrardekkinn og þar hentar 3 gírinn mjög vel.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Já ég var einmitt með Ástmar (Startarinn) í huga þegar ég fór að hugsa um tvo gírkassa.Ég var með þetta kombo í Sukku Vitara við Volvo B-21-turbo og 38" að vísu 4 gíra fólksbílakassa.Það hélt ekki. En ég sé kost við það að geta verið á orginal dekkum og farið upp í 38" án þess að vera að skipta um hlutföll. Nú er bara að finna sér annan gírkassa og prufa.Hef samt verið að skoða hvort hægt sé að fá lækkun í lágadrifið og fara í um 3:20:1. Það kemur í ljós bara gaman að velta upp möguleikum.Í dag eru það tveir gírkassar sem heilla mig mest kanski annað í næstu viku og svo er spurning hvort ekki sé hægt að hressa aðeins upp á 1600 vélina án þess að það kosti annan handlegginn því ég er bara með einn heilan.
Re: Bella 2 í fæðingu
Tek undir með Grím, -niðurdrifað háadrif er snilld.
Ókosturinn við að nota 2 gírkassa aftan á 1.6 lítra mótór með takmörkuðum hrossafjölda er að viðbótar gírkassi er mun þyngri en Fox millikassi og í gírkassa tapast mun meira afl en í léttum niðurfærslumillikassa þar sem engu tannhjóli er ofaukið.
Drifgeta Súzukibifreiða byggist fyrst og fremst á öllu því sem er EKKI í bílunum! -þeas léttleika. Þar að auki eru þeir frekar mjóir og miklu skiptir að halda þyngdarpunktinum neðarlega til að halda sem jöfnustu grippi á öllum hjólum í halla.
Flugtak og lending eru farsælli á léttum og lágum bílum.......
Ókosturinn við að nota 2 gírkassa aftan á 1.6 lítra mótór með takmörkuðum hrossafjölda er að viðbótar gírkassi er mun þyngri en Fox millikassi og í gírkassa tapast mun meira afl en í léttum niðurfærslumillikassa þar sem engu tannhjóli er ofaukið.
Drifgeta Súzukibifreiða byggist fyrst og fremst á öllu því sem er EKKI í bílunum! -þeas léttleika. Þar að auki eru þeir frekar mjóir og miklu skiptir að halda þyngdarpunktinum neðarlega til að halda sem jöfnustu grippi á öllum hjólum í halla.
Flugtak og lending eru farsælli á léttum og lágum bílum.......
Síðast breytt af Tjakkur þann 24.apr 2016, 13:17, breytt 1 sinni samtals.
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Guðni , ef þú vilt fá góða niðurgírun í háa drifinu og 3.32:1 í lága drifinu þá er Defender millikassi málið þeir eru sterkir og hafa þann möguleika að 3 mismunandi háa drif eru í boði þe: 1.22:1 , 1.41:1 og 1.67:1
mbkv Árni
mbkv Árni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sælir félagar ég er sammála þér Karl með þetta ég er að bakka út úr þessu og væri til í að fá niðurgírun bara beint í millikassan á sukkunni er að reyna að gera sem léttastan bíl og breita sem minnst í vél og kössum og halda undirvagni sem mest orginal.VAr að hugsa um að gera hann sjálfskiptan átti þannig og gat ég duslast furðu langt í brekkur og í þungufæri á skiptingunni. En þetta er kosturinn að gera þráð um bílinn sem maður er að breita.Það koma fram hin ýmsu sjónarmið sem maður les og hugsar um.Hvar ætli sé best að leita eftir millligír sem passar eða lækkun í millikassan??
Re: Bella 2 í fæðingu
Samkvæmt smá gúggli er 1.409:1 í háa og 2.268:1 í lága í einhverjum Suzuki Samurai/Fox.
Það hljómar ekki svo galið í svona project. Með öðrum millikassa sem hefur aðra samsetningu í hlutföllum opnast allskyns möguleikar.
Kv
G
Það hljómar ekki svo galið í svona project. Með öðrum millikassa sem hefur aðra samsetningu í hlutföllum opnast allskyns möguleikar.
Kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sælir félagar nú er ég búinn að hringla fram og til baka. Gera svona og nei gera frekar svona og setjast svo niður og reikna út hvað kostar milligír hvað kostar hlutfall í millikassan hvað kostar að setja saman tvo gírkassa en að setja sjálfskiptingu. Jamm jú þetta eru alltaf einhverjir 100.000 kallar svo það bara gengur ekki hjá manni sem er alltaf að selja það sem hann smíðar og fyrir svona bíl fæst kanski 500.000 hámark. Nýjasta hugmyndinn er að láta kramið óhreift styrkja kúlufestinguna að framan hreins ao snyrta grindina fara yfir bremsur og hjólalegur og fóðringar þannig að drifrásinn sé heil og góð.Ég mældi bilið á milli hásinga ekki dekka og var það um 250 cm + -.Ég ætla heldur að eyða vinnu í að staðsetja boddýið þannig að hægt sé að koma undir allt frá 44 og niður í orginal dekk eða allt þar á milli og keyra á því. Lengja húdd og færa húsið aftur og ekki hækka neitt upp og smíða nettan sturtu pall.Bíllinn er 60 cm upp á efribrún að grind um miðbik á 44" dekkum sem er ansi þægileg hæð plús að stíga inn í hann kanski 5 til 10 cm.
- Viðhengi
-
- hæð upp á efribrún á grind á 44 er 60 cm og 65 inn á gólf sem er ekki hátt.JPG (4.99 MiB) Viewed 17581 time
-
- hvar er best að skera í sundur..JPG (5.05 MiB) Viewed 17581 time
-
- dekk 44- -36--- 31.JPG (5.09 MiB) Viewed 17602 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sælir aftur nenni ekki meiru í dag. Búinn að taka toppinn innan úr og merkja með lóðlínu hugsanlegan stað þar sem ég mun skera húsið í sundur. Mun svo skera aftur gaflinn úr honum og nota þann ramma og hálfa hurðina til að loka húsinu aftur og fá í leiðinni stórann og góðan afturglugga og veltiboga aftast í farþega rýmið. Verður gaman að sjá hvort hægt sé að klambra þessu saman á einhvern ódýran hátt.Skar innri brettin úr og verður þeim stungið inn í prófílinn sem er að ofanverðu við lamirnar og síðan boltaður að neðan. Verð að lengja þau töluvert.
- Viðhengi
-
- skorið við lóð línuna.JPG (5.09 MiB) Viewed 17527 times
-
- hvar er best að skera í sundur..JPG (5.05 MiB) Viewed 17527 times
-
- DSCN3293.JPG (5.12 MiB) Viewed 17527 times
-
- DSCN3292.JPG (4.98 MiB) Viewed 17527 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Jæja maður er svo latur þetta gengur ekkert. Dagur 4:::búinn að saga sundur húskofann og stilla honum upp. Notast við orginal bodífestingarnar þurfti að losa um þær fremri sem eru undir fótum bílstjóra og farþega en festingar framan við aftur hjól þarf ekki að hreifa passa fínt ekkert bodílyft og allt eins og orginal. Er samt að huga að því að lyfta þeim um 10 cm en tími því varla .Þetta verður jú 36" bíll eða 38 með 44" möguleika fyrir þá sem nenna að klára það dæmi. Hægt að leggja að fullu á hann svona. Bæði til hægri og vinstri og rekst 44" hvergi í.Lengi svo framstykkið eftir þörfum svo pláss verði nóg. Nú þarf ég að finna mér annað húdd og bretti til að nota í lenginguna helst í sama lit he he.Festi annað húddið eða hluta af því við framrúðuna og hef það sem hvalbak og færi svo lamir þannig að orginal húddið passi beint á allar festingar og læsinguna.En nú er að styttast í sumarfrí.Ég ætla að brjóta odd af oflæti mínu og skreppa suður um mánaðamótin og stoppa í 3 til 4 daga.USS það verður erfit nema maður komist í einhvern skúrinn til að brasa.Hef ekki farið svona langt og lengi að heiman í tvö ár.Eru nokkuð ISIS karlar þarna á götunum í lökum er skíthræddur við þá. Þeir væru vísir til að sprengja sig í loft upp þetta eru svoddan kínverjar það er ekki einu sinni óhætt að reykja nálægt þeim því þeir eru svo eldfimir.En ég þekki þá þeir eru allir í lökum svo maður forðast laka klædda menn
- Viðhengi
-
- skorið við lóð línuna.JPG (5.09 MiB) Viewed 17283 times
-
- Passar akkúrat á þær fjóra bodífestingar sem voru ekki slæmt.JPG (5.23 MiB) Viewed 17283 times
-
- nú verður pælt í nokkra daga hvernig best sé að sauma framhaldið..JPG (4.88 MiB) Viewed 17283 times
-
- komið á með engu bodílyfti ekki slæmt að sjá.JPG (4.97 MiB) Viewed 17283 times
-
- jamm ætli ahh snúi hjólunum engin breiting á undirvagni á neinn hátt allt orginal enn þá.JPG (4.99 MiB) Viewed 17283 times
-
- Humm sukka á 20 breiðum felgum og 44 Dic cepek.JPG (4.92 MiB) Viewed 17283 times
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Þú þarft að fara að fjöldaframleiða þennan. Það verða allir að eiga svona.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Bella 2 í fæðingu
sukkaturbo wrote:En ég þekki þá þeir eru allir í lökum svo maður forðast laka klædda menn
Ertu ekki að ruglast á þeim og fermingastrákum í kyrtlum? Það er sá árstími...
Re: Bella 2 í fæðingu
Félagi minn átti Fox sem var breytt í pickup með að loka fyrir aftan framsæti....við kölluðum þetta skóhlífina og fannst það voða sniðugt hjá okkur!
-
- Innlegg: 17
- Skráður: 16.des 2011, 20:20
- Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurðsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bella 2 í fæðingu
Guðni þú ert snillingur, alltaf gaman að fylgjast með því sem þú ert að bralla
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Bella 2 í fæðingu
10 dagar frá síðustu uppfærslu. Hann er væntanlega bara tilbúinn og því ekki frá neinu að segja eða...
:D
:D
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Agnar uss ég er búinn að dvelja hér í Reykjavík um tíma og á það að kallast sumarfrí. Var svo hepinn að finnan gamlan (árgerð 2002) og yfirgefinn Range Rover á hjara veraldar eða í Hveragerði á bak við hús.Hann var þar frekar lúinn og þreittur að sjá. (Minnti mig á Hr.W-w bjöllu Herbi )ef þu kannast við þann eðal bíl. Þatta varð ást við fyrstu sín og eignaðist ég bílinn fyrir sanngjarnt verð eða verðmæti sem svarar fjórum 54" Bogger dekkum felgu lausum.Hef verið að hressa upp á Roverinn hér í Reykjavík svo ég komist heim.Skipta um allar bremsur diska og klossa handbremsu dótið og þurkuarma dótið allt brotið og ekki í lagi búinn að redda því spindla og ballanstangarendana. Sett í Alþrif og leður hreinsun og svona hitt og þetta. Það kom í ljós þegar búið var að þrífa og hægt var að lesa á númerinn að Breskasendiráði átti þennan bíl nýjan. Ekkert ryð er í þessum öðling. Nú er stefnan tekin norður í dag með viðkomu á Akureyrir og má þá segja að ég sé búinn að taka hið besta sumarfrí.Verð feginn að komast í fangið á Bellu minni næsta sunnudag.Svo er spurning um að gera Bellu þrjú úr þessum Rover og saga hann í sundur og gera excab og pall á hann og 44".Verst hvað það eru mörg öryggi í skottinu á Rover held að þau séu um 100. stikki. kveðja Guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Jæja áfram með Bellu 2 en mig vantar núna ýmislegt sukku dót svo sem frambretti sem ég ætla að nota í lengingar á brettunum gír og millikassa án kúplingshúss er enn með í maganum einhverja niðurgírs breitingar og fimmgata felgur breiðar eða mjóar læt bara breikka þær og svo einhverja turbo grein eða hugmyndir svo ég geti haldið áfram staðgreiðsla í boði fyrir réttu hlutina. kveðja guðni gamli
Re: Bella 2 í fæðingu
Er nú ekki full langt gengið að breyta Range í pickup :-) En endilega leyfðu okkur hinum að fylgjast með Range verkefninu.
-
- Innlegg: 201
- Skráður: 19.aug 2011, 17:10
- Fullt nafn: Magnús Guðmundsson
- Bíltegund: Izusu Trooper 3.0 l
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Guðni. Þig hefur ekkert langað til að hafa þennan double cab pikkup? svona af því þú ert kominn með xtra cab útgáfuna. Það er mikið gagn og gaman að fylgjast með verkefnum hjá þér.
Kveðja Magnús G.
Kveðja Magnús G.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll Magnús jú er mikið búinn að velta því fyrir mér góð hugmynd.En það sem ég hef verið að hugsa því ég sel alltaf það sem ég smíða er hvort það væri sniðugt að lengja Bellu tvö það mikið að pláss vær fyrir tjald eins og menn setja upp á topp á bílunum sínum. Þau eru í trefja kassa og hægt að opna þau og skríða beint í pokann. Þetta væri ansi létt Fis hús.En ætla að skoða dobulcab hugmyndina betur kanski í Bellu 3. Er að hugsa um að fara smíða eina Bellu á ári eða tvær og selja þetta. Fínir léttir fjallajeppar eyða litlu drífa helling annað hvort excab eða dobulcab með stuttum og léttum palli sirka 1300kg jeppar á 36".Kanski hafa einhverjir áhuga á svona nettum fjórhjólum með miðstöð
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sælir sukku menn smá hreifing á Bellu 2. Hef verið að saga í sundur og stilla upp excb hugmynd og hönnun á tveimur gírkössum, vantar enn að vísu gírkassa en það kemur.Sveinn vinur minn hefur verið með mér í þessu og er hann ansi klár skal ég segja ykkur. Lærður bifvélavirki og altmúligmann
- Viðhengi
-
- DSCN3315.JPG (5.1 MiB) Viewed 15687 times
-
- DSCN3314.JPG (5.06 MiB) Viewed 15687 times
-
- DSCN3313.JPG (4.93 MiB) Viewed 15687 times
-
- DSCN3312.JPG (4.89 MiB) Viewed 15687 times
-
- DSCN3316.JPG (4.97 MiB) Viewed 15687 times
-
- DSCN3313.JPG (4.93 MiB) Viewed 15687 times
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Flott svona stutt húsið.
Hver er staðan í dag. Er allt á full swing eða bara swing í gangi?
Hver er staðan í dag. Er allt á full swing eða bara swing í gangi?
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Sæll er að hanna húskofan prufa eitt og gera annað. En skal setja inn myndir á morgun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
Jamm og jæja sælt veri fólkið.Er að vinna alla daga á hafnarvoginni svo ég hef ekki mikinn tíma í alvöru vinnuna hana Bellu 2. Búinn að stilla nokkrum sinnum upp húskofanum og drekka 1000 kaffibolli og komast að því að ég er ekki mikill bílasmiður og enn verri suðumaður svo þar verð ég að taka mig á. En ég ætla að nota efri helminginn af afturgaflinum og er búinn að gera það nokku klárt.
Svo er kom að því að smíða hliðarnar úr prófli og boddí stáli vandaðist málið hliðarnar eru kúptar og afturhallandi og hinar og þessar ólínur í þessu.
Var alveg ráðþrota um hvernig hægt væri að redda þessu með minni litlu kunnáttu geta varla skeint mig beint. Allt í einu í miðjum kaffibolla nr 600 datt mér það snjallræði í hug að mínu mati að nota afturhurðarnar og skera þær til með Graddanum en þar er ég á heimavelli.
Útkoman voru opnanlegar hliðar og glerið sem er fast í afturhurðunum passar nokkurnvegin sem excab gluggar.Nú þá á ég bara eftir að loka þilinu að aftan.
Það var einn búinn að panta Bellu 2 og ætlaði hana sem veiðibíl og vildi geta sett byssurnar fyrir aftan framsætin. Þarna með þessu er það mál leyst set tvö 4" plaströr á aftur þilið sem hægt er að stinga byssunum í og hólf innan í hurðarnar fyrir skotin og vatnsþétt lok í rörin.Þá er þetta hið fínasta fjórhjól með miðstöð og útvarpi og á 38" dekkum sem ætti að fleyta bílnum eitthvað í torfærum og snjó og veiðina á pallinn.Svo er ég að bíða eftir öðrum gírkassa sem ég ætla að nota til að setja með hinum í Bellu.Þannig að hún verði fjölgíra bifreiða.En nú vantar renni mann til að smíða þessa kassa saman gegn vægu gjaldi og auglýsi ég hér með eftir manni í það verk.
Svo er kom að því að smíða hliðarnar úr prófli og boddí stáli vandaðist málið hliðarnar eru kúptar og afturhallandi og hinar og þessar ólínur í þessu.
Var alveg ráðþrota um hvernig hægt væri að redda þessu með minni litlu kunnáttu geta varla skeint mig beint. Allt í einu í miðjum kaffibolla nr 600 datt mér það snjallræði í hug að mínu mati að nota afturhurðarnar og skera þær til með Graddanum en þar er ég á heimavelli.
Útkoman voru opnanlegar hliðar og glerið sem er fast í afturhurðunum passar nokkurnvegin sem excab gluggar.Nú þá á ég bara eftir að loka þilinu að aftan.
Það var einn búinn að panta Bellu 2 og ætlaði hana sem veiðibíl og vildi geta sett byssurnar fyrir aftan framsætin. Þarna með þessu er það mál leyst set tvö 4" plaströr á aftur þilið sem hægt er að stinga byssunum í og hólf innan í hurðarnar fyrir skotin og vatnsþétt lok í rörin.Þá er þetta hið fínasta fjórhjól með miðstöð og útvarpi og á 38" dekkum sem ætti að fleyta bílnum eitthvað í torfærum og snjó og veiðina á pallinn.Svo er ég að bíða eftir öðrum gírkassa sem ég ætla að nota til að setja með hinum í Bellu.Þannig að hún verði fjölgíra bifreiða.En nú vantar renni mann til að smíða þessa kassa saman gegn vægu gjaldi og auglýsi ég hér með eftir manni í það verk.
- Viðhengi
-
- nú vantar mann til að smíða millistikki
- DSCN3371.JPG (4.76 MiB) Viewed 15106 times
-
- vantar að smíða milli stikki einhver sem vill taka þaðað sér
- DSCN3369.JPG (4.87 MiB) Viewed 15106 times
-
- DSCN3364.JPG (5.12 MiB) Viewed 15106 times
-
- DSCN3361.JPG (5.02 MiB) Viewed 15106 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 2 í fæðingu
verið að loka hurðunum hellings föndur en gaman uss uss
- Viðhengi
-
- DSCN3376.JPG (5.12 MiB) Viewed 15044 times
-
- DSCN3376 (1).JPG (5.12 MiB) Viewed 15044 times
-
- DSCN3375.JPG (4.95 MiB) Viewed 15044 times
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur