Er orðinn þreyttur á ískri í bremsum á Troopernum.
Mig grunar að klossarnir sem ég keypti allan hringinn séu ekki að gera sig. Þekkir einhver til þess að þeir hafi verið með vesen? http://abvarahlutir.is/index.php?option ... Itemid=108
Þeir heita Simer og voru keyptir í AB varahlutum.
Þetta byrjaði fljótlega eftir að skipt var um og er nóg eftir af öllum klossum og allar dælur liðugar.
Ískur í bremsum. Simer klossar..
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Held að þetta sé sama merki og ég keypti hjá þeim í minn gamla Pajero, reyndar bara að framan. 1500 km seinna og ekkert ískur. En klossar eða diskar líklegustu kandidatarnir er kemur að bremsuískri.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Mundirðu ekki örugglega eftir þvi að færa plöturnar sem voru smelltar aftana gömlu klossana á nýju klossana.þær eru til þess að taka ýskrið.það kemur þegar bremsudælurnar nuddast við bremsuklossajárnið
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Man ekki eftir þeim.
Nú eru allir klossarnir með svona gúmmíhúð á hliðinni sem dælan þrýstir á, er það ekki til að koma í veg fyrir svona?
Nú eru allir klossarnir með svona gúmmíhúð á hliðinni sem dælan þrýstir á, er það ekki til að koma í veg fyrir svona?
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Þessr plötur á bak við eiga að taka ískrið. Ef þær vantar hef ég smurt með koparfeiti á bakið á klossunum.
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
snöfli wrote:Þessr plötur á bak við eiga að taka ískrið. Ef þær vantar hef ég smurt með koparfeiti á bakið á klossunum.
Það er til Copar Clip (vonandi skrifa ég þetta rétt) sem er m.a. ætlað aftaná bremsuklossa.
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
villi58 wrote:snöfli wrote:Þessr plötur á bak við eiga að taka ískrið. Ef þær vantar hef ég smurt með koparfeiti á bakið á klossunum.
Það er til Copar Clip (vonandi skrifa ég þetta rétt) sem er m.a. ætlað aftaná bremsuklossa.
Mjög nálægt, það heitir CopaSlip
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Bremsufeiti var sett á alla viðeigandi fleti.
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
ískur og bremsuryk fylgir frítt klossunum frá AB, þeir eru algjört drasl
Toyota lc 90 38"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1068
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Þetta getur gerst með alla ódýrari klossa, hef lent í því í flestum varahlutaverslunum.
Það borgar sig að spyrja hvað næstódýrasti klossinn kostar, því oft eru þeir mun skárri og ekkert mikið dýrari.
Hins vegar hafa AB oft verið liðlegir að skipta út vandræðaklossum og ef þú átt nótuna myndi ég láta reyna á það, jafnvel borga á milli fyrir skárri tegund.
Það borgar sig að spyrja hvað næstódýrasti klossinn kostar, því oft eru þeir mun skárri og ekkert mikið dýrari.
Hins vegar hafa AB oft verið liðlegir að skipta út vandræðaklossum og ef þú átt nótuna myndi ég láta reyna á það, jafnvel borga á milli fyrir skárri tegund.
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Er með Recit klossa, þeir koma vel út, ískra ekki og felgurnar verða ekki svartar.
Þeir eru samt ódýrir, jafnvel ódýrastir.
Mig minnir að þessi ískurplata hafa fylgt með þeim.
Fékk þá hjá Autoparts
Þeir eru samt ódýrir, jafnvel ódýrastir.
Mig minnir að þessi ískurplata hafa fylgt með þeim.
Fékk þá hjá Autoparts
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Simmer eru meiriháttar drasl hvað þetta varðar, ískrar nær undantekningarlaust. Tek undir það að recit koma vel út af þessum ódýru. Hinsvegar kaupi ég oftast remsa klossa í stillingu, þeir eru fínir.
-
- Innlegg: 117
- Skráður: 29.nóv 2011, 17:50
- Fullt nafn: Ásgeir Bogi Arngrímsson
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Ef þú skiptir ekki um diska prófaðu þá að slípa aðeins ytri kantana smá. Þá ætti ískrið að hætta
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Fór yfir allar bremsurnar áðan, allt var orðið vel þurrt.
Smurði alla viðeigandi fleti, einnig báðum megin við stálplöturnar sem ég hélt að væru ekki til staðar.
Tók smá rúnt og ekkert ískur, YESS
Nú er bara að vona að þetta sé málið og ískrið úr sögunni...
Smurði alla viðeigandi fleti, einnig báðum megin við stálplöturnar sem ég hélt að væru ekki til staðar.
Tók smá rúnt og ekkert ískur, YESS
Nú er bara að vona að þetta sé málið og ískrið úr sögunni...
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Þetta verður þurrt fljótlega aftur, öll drulla festist í copar slipinu og þetta fer að iskra aftur. Tek undir með Frey að nota remsa það er lang flottast í þessu after market dóti, hef líka notað recit og hafa líka reynst mjög vel og eru oft á góðu verði
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Ískur í bremsum. Simer klossar..
Já ég skipti þessu út um leið og það fer að ískra í þessu aftur. Þá mun ég prófa þessi merki.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur